Alþýðublaðið - 24.09.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.09.1977, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 24. september 1977 SSSr Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. - ~ ’ ~ . Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er I Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — sfmi 14906. Áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Áskriftarverö: 1300 krónur á mánuöi og 70 krónur i iausasölu. Vandamál okkar allra Iðnkynningin í Reykja- vík mætti gjarnan verða til þess að vekja okkur öll til alvarlegrar umhugs- unar um þann efnahags- vanda, sem á síðustu ár- um hefur hrannast upp yfir höfði sérhverrar manneskju í þessu landi eins og kolsvört þrumu- ský. Geigvænleg skulda- söfnun þjóðarinnar erlendis er ekki bara vandamál þeirrar ríkis- stjórnar, sem tók að sér það hlutverk að veita þjóð sinni forsjá, tryggja henni efnalegt öryggi og taka stein úr götu næstu kynslóðar. Sá vandi er vandamál okkar allra, einnig henn- ar Gunnhildar litlu, er á sama hátt og við öll hin, skuldar í erlendum bönk- um 506.975 krónur, þótt hún sé nú aðeins 10 vikna gömul. Henni verður sjálfsagt neitað um ýmislegt í upp- vextinum vegna þess- arar skuldar, og ef til vill á hún eftir að greiða af henni vexti og afborgan- ir, þegar hún verður stór, þótt hún haf i ekki stofnað til hennar. Nei, Gunnhildur litla er saklaus, en það erum við, fullorðna fólkið, sem dönsum þann Hruna- dans, er þyrlar upp þeim þrumuskýjum, sem nú grúfa yfir fjárhagslegu sjálfstæði okkar. Fyrir þeim Hrunadansi leikur ríkisstjórnin og ber sínar Kröflubumbur á sviðinu, meðan afrakstrinum af striti þeirra, er vinna að f ramleiðslustörfum, er eytt í óskipulagða og arð- lausa fjárfestingu eða jafnvel ábyrgðarlausa ævintýramennsku. Og öll þjóðin dansar og dansar dátt, rétt eins og hún eigi það víst, að morgundagurinn renni upp heiðskír og fagur. Þessi ríkisstjórn hefur setið nógu lengi til þess, aðviðgerum okkur það Ijóst, að tilgangslaust sé að varpa þannig þessum vandamálum fyrir fætur henni. Hún leysir þau ekki með sínum axar- sköftum. Öll þjóðin verður að taka saman höndum og horfast í augu við alvör- una. Við megum ekki láta neitt tækifæri ónotað til að efla atvinnuvegina og auka hagnýta fram- leiðslu okkar. Þangað verðum við að beina tak- mörkuðu fjármagni okk- ar í stað þess að sóa því í ótímabær og arðlaus steinsteypuævintýri og annað enn verra. Og þá skulum við ekki gleyma íslenzkum iðnaði, sem þar verður að eiga miklu og vaxandi hlutverki að gegna. Hann má ekki lengur vera hornreka í fjárfestingarsulli kerfis- ins. Við getum einnig stutt íslenzkan iðnað drengi- lega með því að kaupa og nota íslenzkar iðnaðar- vörur, að minnsta kosti þegar þær eru samkeppn- isfærar um verð og gæði, og það er íslenzk fram- leiðsla í miklu ríkara mæli en almennt er viður- kennt. Við berjjm öll ábyrgð á samtíð okkar og framtíð, að vísu misjafnlega mikla eftir valdaaðstöðu okkar og áhrifum í þjóð- félaginu. Sú ábyrgð er ekki bara fólgin í því að greiða at- kvæði í alþingiskosning- um og hafa þannig áhrif á skipuun Alþingis og ríkisst jórnar hverju sinni. Ábyrgð okkar allra er einnig fólgin í okkar daglegu störfum, að þau séu vel af hendi leyst við hagnýt viðfangsefni og að þeim fækki til muna, sem eyða ævi sinni í auðnuleysi og einskisvert afætudútl. Kann þá svo að f ara að íslendingum auðnist að endurheimta fjárhags- legt sjálfstæði og hefja sig um leið upp úr lág- launaniðurlægingunni, án þess að rekið verði upp ramakvein úr öllum átt- um um atvinnuvegi, sem ekki þola launahækkanir. Og þá afléttir máske þeirri plágu að búa við ríkisstjórn, er sér þau úr- ræði ein að skera við nögl í launaumslögin. J.H.G. c í hringiðunni ) Eyjólfur Sigurðsson skrifar Alþýðubandalagið og hin opnu prófkjör A siöastliðnum vetri kom þaö i minn hlut á Alþingi aö flytja framsögu fyrir þingsályktunar- tillögu Alþýðuflokksins um 18 ára kosningaaldur. Allt frá þvi að Alþýðu- flokksmenn voru fyrst kosnir til Alþingis fyrir tæpum sextiu ár- um hafa þingmenn Alþýðu- flokksins haft forustu um breyt- ingar I lýðræðis- og jafnréttisátt á lögum um kosningarétt og kjördæmaskipan. Fyrsta skrefið var að breyta þvi öréttlæti að aöeins þeir höfðu kosningaréttinn er náð höfðu 25 ára aldri og stóðu ekki i skuld fyrir þeginn sveitarstyrk. Við landskjör giltu sömu ákvæði varöandi þá sem þegiö höfðu af sveit, en kosningaréttur I þeim kosningum var miðaður við 35 ár. Fátæktin var þá hemill á þau mannréttindi að hafa kosninga- rétt. Alþýðuflokknum tókst 1929 Lúðvik Jósepsson eftir harða baráttu og mikla andstöðu að fá það samþykkt á Alþingi að kosningaréttur yrði miðaður við 21 ár og sveitar- styrksákvæðið var afnumið. Þetta gilti þó aðeins um kjör sVeitarstjórna og það var ekki fyrr en 1934 að sömu ákvæði voru tekin upp við þingkosning- ar. 1963 hóf Alþýöuflokkurinn baráttu fyrir 18 ára kosninga- aldri og hefur haldið þeirri bar- áttu áfram síðan. Afanga sigur i þeirri baráttu náðist 1966 þegar flokkurinn fékk þaö lögfest aö kosningaaldur skyldi framvegis miðast við 20 ára aldur. I framsöguræðu minni á Al- þingi er ég mælti fyrir framan- greindri þingsályktunartillögu sagði ég m.a.: Almennar umr. fara nú fram meðal manna um kosningar- rétt. Er þar einkum fjallað um tvennt: 1 fyrsta lagi um val- MagnúsKjartansson frelsi kjósenda i kosningum til Alþ. og kosningum i bæjar- og sveitarstjórnir, þ.e.a.s. um rétt kjósenda til að velja einstakl- inga á listum, breyta röð fram- bjóöenda, jafnframt þvi að kjós- andi greiði ákveðnum flokki atkv. sitt. 1 öðru lagi um mis- mun sem er milli landshluta um atkvæðamagn á bak við hvern einstakan þm. 1 þessum umr., einkum um valfrelsi, hafa æskulýðssamtök þriggja stjórn- málaflokka þegar átt viðræður um hugsanlegar breytingar á kosningarrétti. Samtökin eru Samband ungra jafnaðar- manna, Samband ungra fram- sóknarmanna og Samband ungra sjálfstæðismanna. Niður- stöður þessara viðræðna hafa þegar verið birtar og eru þessi samtök sammála um að rétt sé að taka upp áðurnefnt valfrelsi. Einnig hafa þessi samtök lagt fram hugmyndir um fram- Kjartan Ólafsson kvæmd valfrelsis. Ætla ég ekki að leggja hér dóm á hvort sú framkvæmdatilhögun, sem fram kemur hjá þeim, sé sú heppilegasta. Engu að siður get ég tekið undir þá skoöun aö auk- iö valfrelsi um einstaka fram- bjóðendur á framboðslistum sé nauðsynlegt. Það er hins vegar athyglis- vert að frumkvæðið að umr. um þessi mál kemur frá unga fók- inu. Þaö er staðfesting á þvi að ungt fólk er virkt og áhugasamt um islensk stjónmál og það ger- ir kröfu til þess að vera þátttak- endur i vali þeirra er völdin fá. Meiri hluti þessa fólks, sem er á aldrinum 18 - 20 ára, hefur þegar hafiö störf á hinum almenna vinnumarkaði og er þvi þátttak- endur i verömætasköpun fyrir þjóðarbúið. Það er þvi ekki ó- raunhæf krafa að þetta fólk fái að hafa áhrif á hvernig atvinnu- lifið er byggt upp og hvernig þvi er stjórnað. Þetta fólk greiöir frá 16 ára aldri gjöld af sinum tekjum til bæjar- og sveitarfé- laga i formi útsvars og til rikis* sjóðs i formi skatta. Þaö er þvi ekki óraunhæf krafa að það fái rétt til að hafa áhrif á það, hverjirfari með þessa fjármuni og hvernig þeim er ráöstafaö. Ýmislegt fleira mætti telja af þeim skyldum sem á þetta fólk eru lagöar af hálfu hins opin- bera, án þess að það hafi nokk- urn rétt til þess að velja þá sem leggja þessar skyldur á herðar þess. Þegar ég hafði lokið framsögu minni um þessi réttindamál unga fólksins, tók aðeins einn þingmaður til máls, Lúðvik Jó- sepsson og lýsti stuöningi sins flokks við tillöguna. En þegar hann vék að þeim orðum er ég hafði haft um valfrelsi almenn- ings i almennum kosningum, þá sagði hann orðrétt: ,,Ég mæli ekki á neinn hátt með þvi að auka grautargerð eða glund- roða i almennum atkvæðis- rétti.” Þessi orð Lúðviks koma mér oft i hug þessa dagana þegar umræða stendur yfir allsstaðar, um frekari rétt almennings i al- mennum kosningum valfrelsi á einstökum mönnum á listum og opin prófkjör þar sem almenn- ingur tekur þátt i vali frambjóð- enda, og gamla klikuaðferðin i formi fámennra uppstillinga- nefnda er að ganga sér til húðar. Steingerfingar gömlu aðferð- anna eru svo sannarlega ekki dauðir, en þeir eru yfirleitt með sama markinu brenndir, þeir hafa völdin i dag i gegnum fá- mennisklikurnar, og vilja halda þeim viö, þvi þátttaka almenn- ings i opnum prófkjörum færir völdin til fjöldans og það er ekki þeirra aðferð að leita eftir skoðunum almennings. Þaö kemur vafalaust fáum á óvart að eini stjórnmálaflokk- urinn sem ekki hefur viljað ljá máls á opnu prófkjöri er AI- þýðubandalagið. Hvergi annars staðar hefur eins mikiö borið á völdum fámennu kliknanna. Þar er talið að fólkið sé verkfæri flokksins, en ekki fiokkurinn verkfæri fólksins. Það má undrun sæta hvað margir eru einfaldir og halda aö i þeim flokki sé hag fólksins best borgiö. Hvergi er meiri kliku- skapur og má til sannsvegar færa ályktun hverfasamtaka þess sama flokks i Breiðholts- hverfum s.l. vor þar sem varað er viö kliku menntamanna sem sé aö ná völdum i flokknum. Þjóðviljinn skrifar daglega gegn opnum prófkjörum og reynir eftir þvi sem það er unnt að sýna fram á galla slikra framkvæmda. Jafnframt er leitaö logandi ljósi að hugsan- legum deilum milli manna sem hægt er að bera á borð til að afsanna þá kenningu aö próf- kjör sé rétta leiðin um val fram- bjóðenda. Framhald á bls. 10 Þetta eru þeir menn I Alþýðubandaiaginu sem berjast hart gegn þvi að fólkiö fái aö velja frambjóð- endur þess flokks i opnu prófkjöri. Fámennar kiikur eru þeirra vopn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.