Alþýðublaðið - 24.09.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.09.1977, Blaðsíða 1
« Átján íbuöir í byggingu í Hafnarfirði: Ekki fyrir barnafólk — samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar — Þetta er aiveg rétt með farið, að ifoúum þessara umræddu ifoúða er ekki heimilt að hafa börn á aldrinum 2- 12 ára í heimili. Þetta tiltekna ákvæði er að finna i kaupsamningn- um, sagði Knútur Kristjánsson annar eigenda Byggingar- félagsins i Hafnarfirði i viðtali við biaðið. Umræddar ifoúðir eru átján taisins, i þriggja hæða fjöibýlishúsi að Reykjavikurvegi 50 i Hafnarfirði. Sagði Knútur Kristjánsson enn frem- ur, að þetta ákvæði væri komið frá bæjar- yfirvöldum i Hafnar- firði og að þeirra til- hlutan. Byggingar- félagið hefði aftur á móti ekki iagt fram nein tilmæii i þessa átt- ina. — Bæjaryfirvöld gefa þá skýringu aö þetta sé sett vegna mikillar umferöar viö bygging- una. Annars vil ég sem minnst tjá mig um þetta, enda snýr þessi hliö málsins aö bæjaryfir- völdum. Alþýöublaöiö haföi i framhaldi af þessu, samband viö Kristinn Guömundsson, bæjarstjóra Hafnarfjaröar og spuröi hann hvers vegna þetta ákvæöi heföi veriö sett um sölu ofangreindra ibúöa. — Þetta er i enda iönaöar- svæöis. Þaö eru gatnamót þarna og ákvæöiö sett vegna míkillar umferðar sem þarna er. — Eru þá engin tök á aö setja upp leiksvæöi fyrir börn i hverf- inu? — Nei, þetta er ekki ætlaö til þess. Þetta eru bara einstak- lingsibúöir og viö viljum ekki aö þarna sé fjölskyldufólk. Þaö er ekkihægt aö stefna þangaö barnafjölskyldum þegar þetta er hvorki hannaö fyrir þær, né heppilegt aö okkar mati., sagöi bæjarstjóri. —JSS ..............' Portúgalir hóta ad hætta að kaupa af okkur saltfiskinn „Þaö kom ákaflega sterkt fram á fundi, sem Portúgalirnir héidu i gær, aö ef viö ekki reynum aö auka viðskipti okkar við Portúgal, kaupa meira af þeim, þá telja þeir sig til- neydda til að hætta að kaupa af okkur saltf iskinn. Þeir sögöu aö viðskiptin milli landanna væru þeim svo óhagstæö, 'því aö viö seljum þeim saltfisk fyrir milljarða, en kaupum mjög lítið af þeim í stað- inn, að þótt þeir ógjarnan vildu hætta að kaupa salt- fiskinn okkar, væri ekki annað fyrir hendi, ef við ekki færum að verzla meir. Þeir hafa oft komiö hingaö og átt viöræöur viö ráöamenn fengiö góö loforð, en þau siðan ekki efnd, sagði starfsmaöur hjá Feröa- málaráöi Islands, i viötali viö Al- þýðublaöið i gær, en hér á landi er nú stödd sendinefnd frá Portúgal, við viöræöna um samskipti ts- lands og Portúgal, á sviöi ferða- mála og viðskipta. Þeir sem hér eru staddir, eru ambassador Portúgal, Fernando Reino, Soares De Sousa, við- skiptafulltrúi Portúgal á Noröur- löndum, sem jafnframt á sæti i útflutningsráöi Portúgal, Germano Salles, sem hefur yfir- umsjón með ferðamálum Portú- gala á Noröurlöndum, Leyens- Wiedau, sem er framkvæmda- stjóri flugfélags þeirra, og svo maöur aö nafni Vieira, sem er framk væmdastjóri einnar stærstu ferða og flutningaskrif- stofu þeirra. Þeir bentu i gær á ýmsa mögu- leika til aukinna viöskipta milli rikjanna, þaö er á ýmislegt, sem þeir geta selt okkur. Meöal ann- ars eiga þeir skipasmiðastöðvar, sem þykja mjög góðar og fylli- lega samkeppnisfærar við skipa- smiöastöövar annarra, en viö höfum ekki átt nein skipti viö þær. Þá er stáliönaöur mjög mikill i Portúgal. Jafnframt hafa þeir áhuga á aö auka feröamannaviðskiptin. Þeir benda réttilega á aö strendur þeirra eru hreinar og ekki eins yfirfullar og strendur Spánar. Þar eru möguleikar opnir, sem ekki hafa veriö ræktaöir enn sem komiö er. En, eins og fyrr sagði, þeir lögöu mesta áherzlu á, aö ef viö ekki kaupum meir af þeim, þá neyðist þeir til aö hætta aö kaupa saltfiskinn af okkur. Viöskipta- hallinn er mjög mikill hjá þeim og þeir veröa aö reyna aö rétta hann viö meö einhverju móti.” —H Þetta torg, meö gosbrunni, blómaskrúöi og fleira finirli er i miöri Laugardaishöll og veröur þar næstu daga, eöa þar til Iönkynningu I höllinni lýkur 2. október. Iönkynning I Laugardalshöll var sett i gær meö nýstárlegum hætti hvaö snerti drykkjarföng, en frá þvi og fleiri liöum Iönkynningar I Reykjavik er sagt á bls. 3. (AB-mynd: ATA) ' ■■ ; ; Bi ÉSm Wm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.