Alþýðublaðið - 20.09.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 20.09.1972, Blaðsíða 11
Kross- gátu- krílið SÆLUHÚS _______V útFup po/nuR /yu&u.mflVuR Z>VR u/n ÚJÓXÐ l KnoPp GLER '/L'ftT nsk vökvi 7V/ HL. ð /<£VR ElVS MEYT/ Tu/v/Vu B.R6/ L£úUR. ■ ÍUTL Hft mp UR /NG .JURT n? L ‘UttfftTuR TÓTT) HLuTm ■ "h ■ ■ -i - ■ -- -irn• $ fall. Hvaö var hægt að segja undir svona kringumstæðum? — Það er fyndið, er það ekki. Maður les um svona lagað i bók- um, en maður imyndar sér aldrei aö það geti komið fyrir mann sjálfan. bað er... það er eins og þetta læðist að manni og allt i einu verður manni ljóst að heimurinn er ein ringulreiö i kringum mann. — Elskan min, ekki getur það verið svona slæmt? — Ekki það? Þú heldur það. En hvernig ættur þú að geta dæmt um það út frá þessu fá- ránlega sambandi þinu við Gregory Martin? Það var fyrir- litning i rödd Nóru. — Ég er ekki lengur trúlofuð Gregory. Þessari hljóðlátu játningu hennar fylgdi sérstök þögn. Nóra lyfti höfðinu og horfði á hana útundan sér. — Nú, það eru að minnsta kosti góðar fréttir. Hamingjunni sé lof fyrir að þú skulir loksins hafa komið fyrir þig vitinu. En hversvegna i fjáranum ertu ekki löngu búin að slita henni? — Mér er ekkert um að ræða þetta nánar. Þetta er einsog hvert annað atvik og nú er það um garð gengið, það er allt og sumt. — En... — Nóra, látum það kyrrt liggja.vina min. Min vandræði eru afstaðin. Nú skulum við ein- beita okkur að þér og hvað þú ætlar að gera i sambandi við Peter Barry. Nóra sat þögul. 1 þetta skipti skorti hana orð til að réttlæta sjálfa sig. — Væri nokkuð gagn að þvi þótt ég segði að mér fellur vel við Peter, mjög vel. Hann er prýðis maður og ágætur læknir og ég hef þekkt hann miklu lengur en þú. — Þakka þér fyrir Lyn. Ekki svo að skilja, að mér sé mikið gagn að þvi. Ég held að allt sjúkrahúsliðið myndi taka undir álit þitt á Peter. Enn varð löng þögn og enn á ný gerði Lándsay tilraun til að koma henni af stað með að ræða málið. — Kemur litla telpan hans Peters þessu nokkuð við? — Blessuð vertu, Lyn. Ég hefði mátt vita að þú myndir finna veika blettinn. Sjúkdóms- greining yðar er fullkomin, kæri læknir. Nóra reyndi að vera glaðleg, en það vottaði fyrir skjálfta i rödd hennar. Lindsay hætti aö spyrja. Peter Barry þótti mjög vænt um litlu dóttur sina, Patsy, og fyrir skömmu hafði barnið legið á sjúkradeild NÓru. Hún vissi að litla stúlkan hafði orðið mjög hænd að hjúkrunarkonunni sinni og á þvi lék enginn vafi að Peter hafði einnig laðast enn meir að Nóru. — Hafið þið Peter rætt málið? Hafið þið horfzt i augu við af- leiðingarnar af hugsanlegum gerðum ykkar? — Lyn, þú ert ekki að halda fyrirlestur yfir einni einstæðu móðurinni núna. Það var skjálfti i hlátri Nóru, en henni tókst þó að hlæja. — Við höfum ekkert aöhafzt, sem við þurfum að blygðast okkar fyrir, Peter myndi ekki leyfa mér að gera neitt, sem stofnaði mannorði minu i hættu, það geturðu verið viss um. — Fyrirgefðu, en ég varð að spyrja. Astinni verður ekki beint inn á ákveðnar brautir. Það hef ég orðið að læra af reynslunni. Það er mögulegt að þetta vanda- mál reynist þér ofviða. Hvað þá? — Lyn, ég veit það satt að segja ekki. Ég reyni ekki einu sinni að gera mér grein fyrir þvi eins og er. Ég veit aðeins það að Peter hefur skrifað konunni sinni. Hann hefur sagt henni að Patsy þarfnist móður. Hann hefur gefið henni kost á að snúa aftur til sin eða gefa sig lausan. — Nóra! — Ég veit. Það er hart, finnst þér ekki? Og þó veit ég að þetta er ekki annað en það sem lögin mæla fyrir. Ef hún kemur ekki en neitar samt ab gefa honum eftir skilnað, getur Peter höfðað skilnaðarmál á þeim grundvelli að hún hafi yfirgefið hann. — Og ef hún kemur aftur? Lindsay greip utanum krepptan hnefa Nóru. — Hún er móbir barnsins. Ætli ég hverfi þá bara ekki af sjónar- sviðinu. — Þetta eru bölvuð vandræði. Það getur liðið á löngu þar til þú veizt hver úrslitin verða. — Ég veit það, en Peter hefur orðið að þola það öll þessi ár. Mér er ekki vandara um en honum. Og nú skulum við hætta að tala um það. Hún ýtti upp kjólermi sinni og leit á armbandsúrið. — Það er kominn timi til að halda heim hvort sem er. Ég þarf að skipta um föt og skila herra Gilligan lyklunum áður en ég fér á vakt. Hún beið ekki eftir svari en setti vélina i gang. Um leið og hún sneri höfðinu til að aðgæta hvort nokkur væri fyriraftan bilinn, leit hún beint á Lindsay. — Fyrirgefðu. Þetta átti að vera skemmtiferð en ekki harma- grátur. Ég hef hugboð um að lifið eigi efbrr að verða miklu skemmtilegra hjá þér framvegis. Ég skal segja þér að ef ég hefði ekki orðið svona bálskotin i Peter hefði ég beint minum spjótum að þessum Gilligan þinum. Mér likar vel við þann mann. Það er varið i hann. ertu ekki sammála? Hafi Lindsay svarað einhverju heyrðist það ekki fyrir hávað- anum i vélinni, en Nðra sýtti það ekki. Hún hafði komið málinu á framfæri. Lindsay skrúfaði frá vatns- krönunum og hóf hina hefð- bundnu „skúringu” — hún byrjaði á fingurgómum vinstri handar, hélt áfram uppeftir fingrunum, yfir lófann og siðan handarbakið, úlfliðinn, upphand- legginn og að lokum olnbogann. Svo endurtók sagan sig með hægri hendina. A meðan hún var að þessu, raulaði hún fyrir munni sér. Enda þótt hún vissi að fram- undan yrði erfiður morgunn á skurðstofunni, var hún i sólskins- skapi. Hún hafði starf sitt og annars krafðist hún ekki af lifinu. bá allt i einu og fyrirvaralaust beit hana samvizkan. Hún minntist samtalsins við Noru daginn áður og henni varð þungt um hjartaræturnar. Hvað höfðu þær aðhafzt til þess báðar tvær að gera lif sitt að svo ótrúlegri flækju? Hafði hún sloppið einungis til að Nora fengi að kenna á öllum hörmungum og vansælu ófullnægjandi ástasam- bands? En um leið og gremja hennar jókst yfir óréttlætinu i þessu öllu, sefaðist ótti hennar og fjaraði út. Hún vissi að Nora myndi geta yfirstigið allar hindr- anir og fundið hamingjuna. Lindsay skildi ekki hversvegna hún var svo sannfærð um þetta. Hún sló þvi föstu með sjálfri sér án fyrirvara vegna þess að innst inni vissi hún að Nora bjó yfir styrk, sem vantaði i hennar eigin 17 FRANSKA SENDINGIN Stytt útgáfa af kvikmynda- sögunni , Jhe French Connection sem hlaut Óskarsverölaunin i ár Við höfum rætt þetta ábur. Hefðir þú handtekið hann og hann verið meb heróin á sér, nú gott og vel. En nú er honum hef- ur enn tekizt að komast undan, höfum við enga von. Þú getur reitt þig á, að hann geymir ekki eitrið heima hjá sér. Og við vit- um ekki, hvar hann var frá þeim tima, er þú misstir af honum þar til hann kom heim til sin.” ,,Ég veit það,” sagði Eddie. ,,En mergurinn málsins er sá, að mér finnst við hafa orðið okk- ur nægilega mikið til skammar nú þegar. Við sjáum Frakkana aldrei aftur. Ég held, að þeir hafi lokið viðskiptunum og séu farnir aftur. Mér er reyndar fjandans sama um það. Það er Patsy sem er okkar viðfangs- efni. Ef við leitum ekki á ólik- legustu stöðum, verður það komið i umferð, áður en við vit- um af. Við getum ekki beðið lengur.” Siminn hringdi. Waters svaraði. ,,Kona i simanum. Ein af þin- um, Eddie”. Eddie tók við simtólinu. ,,Egan hér... Halló, Garol.” Hann fór i annað herbergi til að fá næði til að tala við hana. .,Ég hef verið að hugsa um þig, stúlka min. Ég var á leið- inni til þin, en tafðist.” „Mig langar til að hitta þig,” sagði Carol. „En það er ekki þess vegna, sem ég hringi. Ég held, að þetta skipti máli fyrir þig, en samt er ég ekki viss.” „Hvað er það?” „Fyrir nokkru kom náungi inn á barinn hérna. Ég hef séð hann áður. Hann er vinur mannsins, sem þú ert að eltast við núna. Hann var að drekka með öðrum manni. Hann stærði sig af þvi að hafa leikið á lögregluþjón i kvöld — af irsk- um ættum — það var vist þú —- sem hann hafði hindrað. Patsy komst undan, sagði hann. Hann bætti einhverju við, sem ég skildi ekki fyiíilega, en ég hélt, að þú vissir kannsf við hvað hann átti. Hann s- <* i’i alls staðar væri fyl ferðum hans, en hann h< að leyna.” „Engu að leyn,"'’” „Mér fannst það furðulegt orðalag. Hann sagbi meira. Klukkan niu i fyrramálið munu Patsy og hinir ljúka viðskiptun- um.” „Klukkan niu i fyrramálið! Hvar?” „Það sagði hann ekki.” „Andskotinn sjálfur!” „Ég reyni aö hjálpa þér, og þetta eru þakkirnar.” „Ég meinti það ekki þannig, Carol.bú stóðst þig vel. Ég vildi gjarnan hitta þig, en nú get ég það ekki. Þú heyrir frá mér seinna.” Egan skýrði hinum frá sim- talinu. Menn reyndu á getspeki sina. Waters sagði: „Það er augljóst, að þeir ætla að hittast á Roosevelt gistihúsinu. Þar hafa þeir alltaf hitzt áður.” ,,Ég er hræddur um, að þetta sé ekki rétt. Ég þori að veðja hattinum minum um það, að þeir koma saman á East End Avenue,” sagði Egan. ,,Nei, heyrðu mig nú. Það eina sem við vitum með nokkurri vissu, er, að Patsy mun hitta Frakkana á Roosevelt gistihús- inu.” „Hann gerði það. En ég er hræddur um, að við höfum fælt þá þaðan. Hins vegar hefur hann hitteinn þeirra á East End Avenue, og enn ekur hann bif- reiðum þangað og þaðan. Ég finn á mér, að hann veit ekki um þá vitneskju okkar.” „Þú og þessar tilfinningar þinar. Ég ætti kannski að þegja, en er það ekki vegna þessara hugboða þinna, að útlitið er svona svart núna? Ef þú hefðir getað unnið sem einn úr hópnum i stað þess að...” „Hvaða hópi?” greip Egan fram i. „binn hópur eyðilagði allt. Við Sonny vorum næstum búnir að leysa málið, þegar þú og samverkamenn þinir þurftuð að klúðra öllu fyrir okkur. Hver stuggaði við Frökkunum? bið kunnið fjandakornið ekki að njósna um fólk án þess að koma upp um ykkur.” „Waters kreppti hnefana. „Ég veðja samt á Roosevelt.” „Þú mátt bera hvað sem þú vilt min vegna. Ég ætla að fara til East End, þó að ég kunni að verða einn þar. Þú getur farið með einkaher þinn til andskot- o Miövikudagur 20. september 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.