Alþýðublaðið - 20.09.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.09.1972, Blaðsíða 1
alþýðu aðið ÞÖKKUÐUM FYRIR GOn BOÐ islenzka ríkisstjórnin hefur hafnað tilboði Breta og Vestur-Þjóðverja um sameiginlegan viðræðu- fund í Bonn dagana 28. og 29. þessa mánaðar. t gær afhenti Einar Agústsson sendiherra þessara rikja bréf, þar sem þessu boði er formlega hafnað, en þvi hins vegar lýst yfir að islenzka rikisstjórnin sé fús til viðræðna við fulltrúa hverrar einstakrar stjórnar, sem hlut eiga að máli varðandi útfærslu landhelginnar. 1 bréfinu til Vestur-Þýzka- lands segir meðal annars, að rikisstjórn tslands meti mikils það frumkvæði að bjóða til við- ræðna um landhelgismálið, en hún vilji ekki taka þátt i fjölþjóðaviðræðum varðandi sérstök réttindi erlendra fiski- manna innan 50 milna mark- anna. Þá segir i bréfinu, að af sér- stökum astæðum sé sá timi, sem tiltekinn sé, 28. og 29. septem- ber, ekki þægilegur, ,, og þyrftu ' báðir aðilar að samþykkja ann- an tima, sem þægilegur væri fyrir báða”. Bréfið til Breta er efnislega samhljóða bréfinu til Vestur- Þjóðverja, en auk þess er þar minnt á, að ekkert svar hafi borizt við orðsendingu islenzku rikisstjórnarinnar frá 11. ágúst 1972. Forstjóri Landhelgisgæzlunnar, Pétur Sigurðsson, fór I gærdag i fylgd með skipstjóra Hvais 9, i skoðunarferð um skipið, en i samtali við Alþýðublaðið eftir könnunina, viidi hann ekki skýra frá hvernig honum litist á fleytuna. ,,Það þekkja allir sjómenn þessa hvalbáta”, sagði Pétur. „Þetta eru mismunandi stór skip og yfirleitt hald ég, að þau séu i góðu standi”. t viðtali við Morgunblaðið hefur Loftur Bjarnason, eigandi skip- anna látið að þvi liggja, að þau væru jafnvel háskaleg á hafi úti að vetrarlagi, þegar alira veðra væri von. Við bárum þetta undir Pétur og hann svaraði með annarri spurn- ingu: „Hefur hann siglt þeim á veturna?” Hann bætti við: „Ég mun nota skipin eins og þau eru og þá kem- ur það I Ijós”. Pétri hefur verið falið af stjórnvöldum að kanna útgerð á þessum skipum, ef þeirra gerist þörf og liggur fyrir heiinild um leigunám þeirra. —Við tókum myndina þar sem Pétur gengur frá byssu hval- veiðiskipsins. PETUR KANNADI NYIA DREKANN I GÆR LSD-SIUKUM FJfiLGAR ENN SKIPTA ÞEIR HUNDRUÐUM? Samkvæmt upplýsingum, sem teljast mega áreiðanlegar, skiptir tala LSD neytenda hérlendis, sem reglúlega neyta efnisins fremur hundruðum en tugum og fer vax- andi að sögn Kristjáns Pétursson- ar deildarstjóra i tollgæzlunni á Keflavikurflugvelli, sem blaðið ræddi við i gær. Þegar talað er um, að einhver neyti LSD að staðaldri er gjarnan átt við, að hann noti efnið 2-4 sinn- um i viku. Ahrif af hverjum skammti vara 6—10 klukkustund- ir, og er neytandinn margar klukkustundir að jafna sig eftir neyzluna. Það er einnig ljóst, sagði Kristján, að yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra LSD neytenda sem við vitum um nú, byrjaði á hass- neyzlu, enda eru margir þeirra i skýrslum okkar um þá neyzlu allt frá árunum 1969 og ’70. Og það sem er verra er: Svo virðist sem LSD neyzlan bætist ofan á hassneyzluna, þvi flestir LSD neytendur nota hass jöfnum höndum. Kristján tók fram að vitneskja um sölu, dreifingu og neyzlu LSD hér á landi væri að visu mun minni en vitneskja um hassnotk- un, enda hafa mun færri LSD mál komið upp fram að þessu. Aðalupplýsingarnar fást við yfirheyrslur þeirra, sem lent hafa i málum vegna neyzlu eða tíre if- ingár efnanna. Hvað verst i þessu, sagði Kristján, eru erfiðleikar tollgæzl- upnar við að finna töflurnar, þvi þær eru margar ekki stærri en titiprjónshausar. Gæzlan er þvi i raun og veru lömuð gagnvart þessu, nema vissar upplýsingar berist um einhvern grunaðan. Þrátt fyrir þau tæki, sem toll- gæzlan á Keflavikurflugvelli hef- ur nú til leitar að LSD, má áætla að það taki tvo menn um þrjá til fjóra klukkutima að leita ná- kvæmlega á einum manni með meðal farangur. Kristján sagði, að sér virtist eina lausnin vera sú, að koma upp einni sterkri fikniefna- og fíkni- lyfjadeild, sem ynni að söfnun upplýsinga og byggði upp i kring- Framhald á bls. 8. REYNDU AÐ KAFSIGLA VÉL- BAT SAUSTUR AF LANGANESI Brezkur togari reyndi tviveg- is i gær að sigla mótorbátinn Fylki NK 102 i kaf, þar sem hann var að togveiðum 13-14 sjómilur suðaustur af Langa- nesi. Þetta átti sér stað laust fyrir hádegi og með þessu athæfi stofnaði brezki togarinn lifi áhafnarinnar i hættu, þvi sam- kvæmt frásögn skipstjóra Fylk- is mátti engu muna að tilraunin tækist. Landhelgisgæzlunni barst til- kynning um atvikið skömmu eftif hádegi i gær. Sagði skipstjórinn, að nokkr- um minútum fyrir tólf hefði brezki togarinn Ben Louis A 166 gert tvær tilraunir til þess að sigla sig niöur. Samkvæmt frásögn skipstjór- ans fór fyrri tilraúnin þannig fram, að togarinn silgdi á fullri ferð fram með stjórnborðssiðu Fylkis. Þegar hann var rétt kominn fram úr bátnum snarbeygði hann á bakborða þvert i veg fyr- ir Fylki. Skipverjum Fylkis tókst þó að forðast hættuna i þetta sinn, en þá var leiknum ekki lokið af hálfu Bretanna. ^^eirjje^nduaftu^^ii^om togarinn á fullri ferð og stefndi beint i bakborðssiðu bátsins, en hann komst undan i þetta sinn lika. A þessum slóðum var staddur vélbáturinn Hólmanes, sem er 250 tonn, en hann mun ekki hafa lent i honum kröppum, eins og áhöfn Fylkis. Landhelgisgæzlan hyggst kanna atburðinn mjög rækilega. Framhald á bls. 8. I ÚTFÖR ÁSGEIRS I ÁSGEIRSSONAR Vegna útfarar herra Asgeirs Asgeirssonar, fyrrverandi for- scta islands, verður Stjórnarráð- ið lokað frá hádegi föstudaginn 22. september n.k. Jafnframt er mælzt til þess að aðrar opinberar stofnanir verði einnig lokaðar, þar sem þvi verð- ur við komið.___________• TEKINN í LANDHELGI Varðskipið Öðinn tók i fyrrinótt togbátinn Heimaey VE 1 að ólög- legumvéiðum uppi i landsteinum út af Dyrhólaey. Varðskipið kom að bátnum nánar tiltekið 1,3 sjómilum frá landi út af Dyrhólaey. Bátnum var þegar skipað að halda til Vestmannaeyja, þar sem málið var tekið fyrir i gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.