Alþýðublaðið - 20.09.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.09.1972, Blaðsíða 3
RUSSAR EFLA SKÆRULIÐA Eitt hryllilegasta dæmið um rótgróið hatur milli kaþólskra manna og mótmælenda á Norður-trlandi er eflaust mót- tökur þær. sem nokkur 10-14 ára börn fengu nú fyrir stuttu hjá jafnöldrum sinum þegar þau sneru heim eftir hálfsmánaðar dvöl i Englandi, sem var með sama sniði og dvöl irsku barn- anna hér á landi um daginn. Brezka blaðið Daly Telegraph segir frá þvi, að mörg barn- anna, bæði kaþólsk og mótmæl- endur, hafi orðið fyrir aðsúg þegar þau komu heim, og ráðizt hafi verið á sum þeirra með barsmiðum. Börnunum var gefið að sök að Bandariskur blaðamaður, frá Hearst blaðahringnum, sem ný- kominn er frá Kúbu, þar sem hann hefur átt viðtöl við fólk, sem rænt hefur flugvélum og flogið þangað, segir að þeir búi flestir við ömurleg kjör. Fæstir ræningjanna eru vera að sleikja sig upp við „andstæðinga” sina i trúar- brögðum! En börnin, sem dvöldu á Englandi uppgötvuðu þar, að „andstæðingarnir” eru i engu frábrugðnirþeim sjálfum, og fór svo vel á með þeim, að eftir heimkomuna héldu samskipti þeirra áfram. bað var ungur kaþólskur kennari, sem stóð fyrir dvöl barnanna á Englandi, og meira að segja hann hefur orðið fyrir ofsóknum vegna þessa fram- taks sins, svo að hann hefur orðið að flytja i annað borgar- hverfi i Belfast. írsku börnin, sem voru hér á frjálsir ferða sinna á Kúbu, og allir, sem hann ræddi við, segj- ast sjá eftir þvi að hafa framið flugvélarán. Margir þeirra hafa gripið til óyndisúrræða, meðal annars reynt að fremja sjálfs- morð. Einum tókst það, — 17 ára | landi i boði islenzku kirkjunnar (myndin var tekin hér i Reykja- vik) fóru heim i siðustu viku. Árangurinn af þeirri dvöl var mjög svipaður og þeirri, sem Daily Telegraph segir frá — allt var i sátt og samlyndi meðan þau dvöldust hér. En Páll Bragi Kristjánsson hjá Hjálparstofn- un kirkjunnar, sagði i viðtali við Alþýðublaðið i gær, að ekkert hafi frétzt af börnunum frá þvi þau fóru. trarnirsem komu með þeim, höfðu þó lofað að láta heyra frá sér, og er nú beðið eft- ir fréttum af móttökunum Er óskandi aö þær hafi orðið á annan veg en hjá börnunum, sem hrepptu Englandsferðina. pilti. Sá piltur var uppfullur af byltingarhugmyndum, þegar hann rændi flugvél á leið frá Miami, en hann fann ekki þá byltingu, sem hann var að leita að, og svo fór að hann fór að sakna pabba eða mömmu. Hann braut odd af oflæti sinu og skrif- Tilkynnt var i Moskvu i gær, að Sovétmenn ætli að auka verulega hernaðaraðstoð sina við trak og ennfremur skuldbindi þeir sig til að auka aðstoð sina, hvað snertir vopn og pólitiskan stuðning, við skæruliðahreyfingu Palestinu- araba. Frá þessu var skýrt i gær að lokinni fimm daga heimsókn for- seta traks, Ahmen Hassan Al- Bakrs til Sovétrikjanna i gær. 1 tilkynningunni segir: — Það er mjög mikilvægt að styrkja samstöðu arabalandanna og nota alla tiltæka möguleika til sigurs i baráttunni gegn heimsvalda- stefnunni og hinum ihaldssömu öflum. — Þar segir ennfremur: — Löndin tvö (Sovétrikin og trak) lita á skæruliðasamtök Palestinu- SA KFViSI KFAR ANNAÐ SLAGID Fiknilyfjadeild lögreglunnar i Reykjavik heldur uppi stöðugri leit að fiknilyfjum i pósti, sem berst til landsins, en vegna þrengsla hjá Póstinum og óhag- ræðis, sem skapast vegna leitar innar, fer hún mun sjaldnar fram en lögreglan telur æski- legt. Við höfðum i gær samband við Asgeir Friðjónsson, fulltrúa lögreglustjórans i Reykjavik, og sagði hann, að af leit hass- hundsins stafaði óhjákvæmilegt ónæði fyrir starfsmenn póst- hússins og þvi yrði að takmarka leitina við nokkur skipti i mán- uði. En hann lagði jafnframt á það áherzlu, að samvinnan við starfsmenn pósthússins væri mjög góð og kvað ekkert hæft i þeirri fullyrðingu, að vissir starfsmenn þess reyndu að koma i veg fyrir hassleitina. aði heim. En hann fékk ekkert svar. Og hann gat ekki snúið heim. Hann gat ekki yfirgefið Kúbu, og til Bandarikjanna gat hann alls ekki komið, þar vofði yfir honum ævilangt fangelsi. Hann fann ekki nema eina leið Frámhald á bls. 8. araba sem sameiginlega þjóö- frelsishreyfingu hins arabiska heimshluta. Siðustu aðgerðir ísraelsmanna gegn Libanon eru harðlega gagn- rýndar, en lögð áherzla á, að vin- átta riki milli Sovétmanna og Arabarikjanna i tilkynningunni. HUÚP FRÁ DOLLURUNUM Þótt Bobby Fischer stæðu til boða 100 þúsund dollarar fyrir að tefla á ólympiuskákmótinu i Skopje, Júgóslaviu, kaus hann fremur að vera ekki með! Eins og fram hefur komið i fréttum setti Fischer það sem skilyrði fyrir þátttöku i mótinu, að hann fengi þessa upphæð en eftir að það hafði verið samþykkt, komu upp einhver önnur vanda- mál. Þessar upplýsingar komu fram i frétt frá UPI, og er heimildar- maðurinn Donald Byrne, sem mun tefla á fyrsta borði i sveit Bandarikjamanna. Núverandi heimsmeistari i skák og sá fyrrverandi Boris Spassky verða þvi hvorugir með að þessu sinni. Karlmennskan Klippt á Araba Hermenn úr hinum harð- skeyttu öryggisveitum Husscins konungs fóru um Amman nú um hclgina og klipptu hvern þann siðhærðan borgara sem þeim tókst að klófcsta. Fjöldi unglinga var tekinn með valdi og leiddur undir klippurnar. Þctta cr siðasti liðurinn i hcrferð stjórnarvalda I Jórdaniu gcgn „tizkufyrir- bærum, sem brjóta I bága við arabiskar hefðir og karl- mennsku". Embættismenn tjáðu frétta- mönnum, að hundruö nem- enda i skólum rikisins hefðu lika vcrið gcrðir hárinu styttri. Einn er samt sá maður i rík- inu, sem kvað hafa sloppið mcð óskertan koll — nefnilega Husscin konungur. Myndir sýna, að hann er til muna hárprúðari núna en fyr- ir ári og hefur meðal annars komið sér upp bæði myndar- legum og „óþjóðlegum” bört- um. „INNRÁSARMENN GERSIGRADIR” Flugvélar frá Uganda gerðu i gær annan daginn i röð loftárásir á bæinn Bukobani i norðurhluta Tanzaniu. Haft er eftir - talsmanni Ugandahers i Kampala i gær, að innrásarherinn, sem ráðizt hafi inn i Uganda á sunnudagsmorg- un, hafi verið. gersigraður. Tals- maðurinn bætti þvi við, að Ugandaher hafi unnið aftur sið- asta bæinn af þeim sex, sem inn- rásarliðið hafi náð á sitt vald. Hann kvað innrásarherinn, um 1.500 manns, hafa beðið fullkom- inn ósigur og væri hann nú dreifð- ur og á flótta á svæði i grennd við bæinn Masaka. Sagði hann enn- fremur, að ástandið i liði óvin- anna væri átakanlegt og hefðu margir gripið til þess neyðarúr- ræðis að stela sér reiðhjólum og öðrum farartækjum til að flýja á. ÁRÓRA TÓK JÓN f TOG Giftusamleg björgun fimm íslendinga Sjóliðum af brezka herskipinu Áróru tókst að ráða niðurlögum eldsins, sem kom upp i vélbátn- um Jóni Eirikssyni snemma i gærmorgun, en þá var báturinn mjög illa farinn og jafnvel tal- inn ónýtur. Herskipið tók bátinn i tog og var það væntanlegt með hann til Færeyja seint i gær. Fimm skipverjum Jóns Eirikssonar var bjargað um borð i Aróru eftir að þeir höfðu velkst um á gúmbjörgunarbát- um i allt að fjórar klukkustund- ir. Eldurinn gaus upp i vélar- rúmi bátsins um sexleytið i gær- morgun og fengu skipverjar ekki við neitt ráðið og urðu að yfirgefa hann hálftima siðar. Sjóliðar af Aróru fóru um borð i bátinn um kl. 10 i gærmorgun og reyndu að ráða niðurlögum eldsins og tókst það að mestu, og tók herskipið hann i tog á meöan eldurinn logaði enn. Báturinn, sem var á leið til viðgerða i Færeyjum var staddur 156 sjómilur út frá Stokksnesi þegar eldurinn kom upp. Slysavarnarfélaginu barst hjálparbeiðni laust fyrir kl. sex i gærmorgun og voru nærstödd skip beðin að koma til aðstoðar. Auk Áróru voru á þessum slóðum brezka freigátan Blue Rover, Arnarfellið og Helga II. Björgunarflugvél frá Varnar- liðinu hélt einnig strax af stað i áttina til bátsins. 1 ljós kom, að Aróra var stödd næst Jóni Eirikssyni og var þyrla send upp frá skipinu til að leita gúmbjörgunarbátanna og kl. 8.36 tilkynnti hún, að hún hefði fundið þá. Dró hún strax tvo menn upp úr öðrum bátnum og hélt með þá um borð i herskipið. Hinum þremur var bjargað skömmu siðar. Þegar eldurinn kom upp var gott veður á þessum slóðum. Jón Eiriksson er 101 tonn að stærð, byggður i Sviþjóð 1948. Hatrið á Norður-írlandi FLUGVÉLARÆNINGJARNIR DAUBSJÁ TfDUM EFTIR ÖLLU SAMAN ISS o Miövikudagur 20. september 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.