Alþýðublaðið - 20.09.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.09.1972, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f. HVAD A LENGI AÐ BfDA? Nú eru skólar að hefja starf, — sumir nem- endur hafa þegar setzt á skólabekkinn og aðrir eru i þann veginn að hefja nám. Með hverju árinu sem liður fjölgar stöðugt þeim, sem stunda skólanám á Islandi. Fjölgun nemenda er tiltölulega miklum mun meiri en fjölgun þjóðarinnar og stafar það af þvi, að si- fellt stærri hundraðshluti af hverjum árgangi, sem lokið hefur skyldunámi, fer i framhalds- nám. Mun nú svo komið, að u.þ.b. þriðjungur þjóðarinnar situr á skólabekk. íslenzk skólamál hafa tekið geysi-örum fram- förum á siðasta hálfum öðrum áratug. Á þeim tima voru öll atriði hins islenzka skólakerfis umsköpuð, — sum hver jafnvel mörgum sinn- um. Nýjar námsskrár voru settar, nýir skólar stofnaðir, nýjar námsbrautir opnaðar og fjöld- inn allur af nýjum og glæsilegum skólahúsum voru byggð. Við upphaf þessa hálfa annars ára- tugs vörðu íslendingar minna hlutfalli af þjóðar tekjum sinum til skólamála, en flestar aðrar Evrópuþjóðir. Við lok þessa 15 ára timaskeiðs vörðu Islendingar til skólamála hæsta hlutfalli þjóðartekna, sem.þekkist i Evrópu. Svo miklar urðu framfarirnar. Alþýðuflokkurinn er stoltur af þvi, að það skuli hafa verið Alþýðuflokksmað- ur, sem stjórnaði j)essari miklu framfarasókn i skólamálum. En þótt mikið hafi verið gert á þeim árum, sem Alþýðuflokkurinn fór með stjórn skóla- og menningarmála i landinu, meira en á tvisvar sinnum lengri tima áður, þá er ekki þar með sagt, að afrekin i skólamálum hafi verið svo mikil, að þau nægi þeirri rikisstjórn, sem við tók, út kjörtimabilið. Þótt viðreisnarstjórnin hafi vissulega unnið þrekvirki i skólamálum,þá er ekki þar með sagt að þau hafi verið svo stór- kostleg, að meira þurfi ekki að gera. Þetta virð- ist þó vera mat núverandi rikisstjórnar. Hún virðist telja að svo vel hafi verið gert við islenzk menningar- og menntamál á s.l. 15 árum, að þar þurfi hún engu við að bæta. A.m.k. er það svo, að á fyrsta stjórnunarári rikisstjórnar Ólafs Jó- hannessonar gerðist bókstaflega ekki nokkur skapaður hlutur i skólamálum á Islandi, sem rekja má til rikisstjórnarinnar. Jafnvel frum- vörp og tillögur, sem fráfarandi rikisstjórn hafði skilið þeirri núverandi eftir, voru kistu- lagðar. Núverandi rikisstjórn hafði ekki einu sinni dug i sér til þess að ljúka þeim verkum, sem sú fyrri skildi henni eftir að mestu fullunn- in. Veturinn 1971—1972 skilur eftir sig algera eyðu i þróunarsögu skólamála á Islandi. Þótt það sé rétt, að fyrrverandi rikisstjórn og menntamálaráðherra hennar hafi unnið stór- virki i menntamálum, þá réttlætir það ekki stöðnun i þeim málum núna. Þvert á móti. Ef ekki er haldið áfram uppbyggingarstarfinu þar sem frá var horfið þá er verið að stefna i hættu öllu þvi, sem svo vel var gert. Þá kann svo að fara, að þau verk spillist öll. Það getur verið skiljanlegt, að rikisstjórnin hafi þurft langan tima til þess að átta sig i menntamálunum. Það er mikið vandaverk að fylla það rúm, sem fyrrverandi rikisstjórn skildi eftir sig i þeim málaflokki. En rikisstjórnin get- ur ekki notað þá afsökun fyrir aðgerðarleysinu miklu lengur en eitt ár. Það ár aðgerðarleysis er nú liðið. Nú verður stjórnin að fara að aðhafast eitthvað. alþýdu i h i i DANSKIR IAFNADAR- MENN VÖLDII E.B.E. Nú á dögunum hélt danski Jafnaðarmannaflokkurinn sér- stakt þing um EBE-málið, en eins og kunnugt er, þá ganga Danir til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að EBE þann 2. október n.k. Danskir jafnaðarmenn, sem fara með rikisstjórn i Danmörku, hafa haft með höndum forystuna i þvi að gera samninga við EBE um aðild Danmerkur þar að. Ekki hefur þó rikt einhugur um stefnu þessa i flokknum, þar eð töluvert margir jafnaðarmenn i Dan- mörku eru mjög andvigir tengslum við EBE og beita sér mjög á móti slikum ráðagerðum. Akvað stjórn flokksins þvi að kalla saman sérstakt þing flokks- ins til þess sð fjalla um stefnuna i málinu og fá endanlega úr þvi skorið, hve stór hluti flokksins væri aðildinni fylgjandi og hve stór hluti væri henni andvigur. Nokkru áður en þing þetta hófst samþykktu framkvæmdastjórn og flokksstjórn tillögu um stuðn- ing viö aðild Danmerkur að EBE i anda þess aðildarsamnings, sem gerður hefur verið milli aðilanna. Þessa tillögu sendu svo fram- kvæmdastjórn og flokksstjórn til flokksþingsins og báðu það um að taka afstöðu til hennar. A flokksþinginu voru alls 367 atkvæðisbærir fulltrúar. Af þeim greiddu 272 tillögunni um stuðn- ing við aðild Danmerkur að EBE atkvæði, 95 greiddu atkvæði á móti og einn atkvæðaseðill var auður. Tillaga sú, sem komin var frá framkvæmdastjórn og flokks- stjórn fékk þvi stuðning 75% flokksþingsfulltrúa og ber nú aö túlka sem flokksstefnu i málinu. — Ég vonast til þess, að sú skýra afstaða, sem flokksþingið hefur tekið, muni hafa áhrif á alla dönsku þjóðina, sagði Jens Otto Krag, formaður Jafnaðarmanna- flokksins og forsætisráðherra Dana, i ræðu að atkvæðagreiðsl- unni lokinni. Ráðherrann sagði einnig, að þingið hefði farið virðu- lega fram og þar hefðu skipzt hreinskilnislega á skoðunum fylgjendur og andstæðingar EBE- aðildarinnar. — Miðað við aðstæður get ég verið ánægður með, að 75% flokksþingsfulltrúa skuli hafa stutt tillöguna um EBE-aðild Danmerkur, sagði Krag. Málið hefur mikið verið rætt frá báðum hliðum og mjög sterk öfl hafa snúizt gegn aðildinni. Karl Hjortnæs, þingmaður, sem er einn helzti foringi and- stæðinga EBE-aðildar innan danska jafnaðarmannaflokksins, virtist einnig vera ánægður með útkomuna. — Ég hafði spáð þvi, að full- trúarnir skiptust þannig um málið, að 80% myndu verða til- lögunni fylgjandi, en 20% á móti. Ef við hefðum fengið 30% at- kvæða okkar megin, þá hefðum við unnið mikinn sigur. Hjortnæs staðfesti einnig, að málið væri enn hvergi nærri búið af hálfu andstæðinga EBE innan jafnaðarmannaflokksins. Við munum ekki hætta baráttunni fyrren á sjálfan kosningadaginn, sagði hann. Þrátt fyrir þessar deilur er engin hætta talin vera á þvi, að danski Jafnaðarmannaflokkurinn kunni að klofna. Enginn þeirra þingmanna jafnaðarmanna, sem andvigur er EBE-aðildinni, hefur ráðgert að segja sig úr flokknum, sagði Hjortnæs. Jens Otto Krag ALLT MEB FRHII OG SFEKT FYRIR 14 ARUM Það er farið að verða nokkuð hljótt um landhelgismálið i blöðunum fyrir 15 árum. Ekkert sérstakt er að gerast. Á miðunum situr allt við það sama, án þess þó að um nokkur átök sé þar að ræða þessa dagana. Utanrikisráðherra, Guðmundur 1. Guðmundsson, er farinn utan á þing Sameinuðu þjóð- anna, en hefur ekki ennþá haldið ræðu sina þar og ekkert er farið að fjalla um landhelgismál á þeim vettvangi. í Alþýðublaðinu fyrir fjórtán árum er þvi næsta fátt um fina drætti i sambandi við landhelgis- málið. Nokkrar smáfréttir eru þó sagðar af málinu á baksiðu. Þessar eru helztar: SOMU ROKIN OG ENN í DAG Og i sama blaði er sagt frá röksemdum Islands i landhelgis- málinu, eins og þær eru settar fram af opinberri hálfu. Eðlilega eru rök- semdir þessar sams konar og við notum nú i baráttunni fyrir 50 milunum. þvi aðeins að sWptjfcjNi töl- ur hér og hv við notað árar röks málR En'^liturfyá ára gömlu Átþvöífblaðs- frctt. ,,í nýjastt^bcgýtingi utanrikisráðune^isins um landhelgismálið koma fram ýinsar at- byglisverðar u p p - lýsingar. Þar eru m.a. þessar staðreyndir um þýðingu fiskveiða fyrir islendinga: 1. islcndingar afla ár- lega um 300 smálesta fiskjar fyrir hverja 100 ibúa. Sú þjóð, sem næst kemst hvað fiskmagn snertir, veiðir 48 lestir, eða tæpíega cinn sjötta hluta. 2. Verðmæti fiskafla á livern ibúa islands er 206 dollarar — en 24 jlollarar lijá þcirri þjóð, em næst kemur. 3 . R ú m 1 e g a fjórðungur þjóðartekna islcndinga cr frá fisk- vciðum. Þetta cr fimm sinnutn hærra hlutfall en hjá þeirri þjóð, scm næst kemur. 4. Fiskur og fisk- afurðir eru 95% til 97% af útflutningsverðmæti landsins." BREZKIR JAFN- AÐARMENN VIUA VÍSA TIL HAAG Brezkir jafnaðar- menn hafa tekið land- helgismálið fyrir og samþykkt um það til- lögu. Alþýðublaðið segir frá þeirri afgreiðslu þann 20. sept 1958 i svo- hljóðandi frétt: „Brezki verka- mannaflokkurinn kvatti Sameinuðu þjóðirnar til þess i dag að ræða ekki deiluna út af fisk- veiðilandhelgi Islands, heldur fá málið i hendur Alþjóðadómstólinum i Haag. t yfirlýsingu, sem flokkurinn gaf út i dag, segir, að vegna hinna mörgu lögfræði- legu hliða málsins sé betra, að menn forðist heitar pólitiskar umræður.” RÖLEGT Á VFIRBORDI Og eins og segir i inngangsorðunum hér, að framan, þá sat allt enn við það sama á Is- landsmiðum, röskum hálfum mánuði eftir útfærsluna i 12 milur. Laugardaginn 20. september árið 1958 segist Alþýðublaðinu svo frá: ,,út af Vestfjörðum voru 6-7 brczkir togarar að veiðum i gær innan landhelgi og fjórir við Grimsey. Brezku herskipin voru á sömu slóðum.” Meira var sem sé ekki að frétta af vig- stöðvum þorskastriðs- ins daginn þann. Miðvikudagur 20. september 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.