Alþýðublaðið - 10.11.1969, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 10.11.1969, Blaðsíða 12
'Alþýðu hlaðið 10. nóvember 1969 KR OG ÍR UNNU - í fyrstu leikjum Reykjavíkurméts- ins í körfubolfa □ Reykjavíkurmótið í körfu- knattleik hófst í gærdag' í Laug- ardalshöllinni. Voru þá leiknir tveir leikir I meistaraflokki karla, KR-ÍS og ÍR-KFR. KR fór með nokkuð léttan sigur af hólmi gegn stúdentunum, 72- 48, og ÍR lék með hangandi hendi gegn KFR og sigraði, 80 —68. □ KR—ÍS. ÍS skoraði fyrstu körfuna, en KR jafnaði. Jafnt var 6—6, en þremur mínútum síðar var staðan 16—6 fyrir KR, og þeg- ar hálf mínúta var eftir 34— Þp°S3. hálfu mínútu sem eftir var skoraði Kolbeinn Páls son fjórum sinnum, skoraði, hljóp inn í sendingu og skoraði og tvisvar greip hann inn í sendingu eftir skoraða körfu, og skoraði aftur. Siðari hálfleikur var mun jafnari en sá fyrri. Bæði var það, að stúdentarnir náðu miklu betri leik en í fyrri hálfleik, og svo virtist sem þeir væru í betra ýthaldi en KR- ingarnir, sem varð til þess að opna vörn KR. Leiknum lauk 3vo, eins og fyrr segir, með sigri KR, 72—48. Dómarar voru Marinó Sveins son og Hilmar Ingólfsson. □ ÍR—KFR ÍR-ingarnir byrjuðu með sín um núorðið kunna hraða, og kafsigldu KFR svo að segja á fyrstu mínútunum, án þess að lífsmarks gætti hjá öðrum í K F R - liðinu, en Þóri Magnús- syni, sem skoraði 22 af þeim 29 stigum, sem KFR skoraði í fyrri hálfleik gegn 47 stigum Framh. á bls. 4 Þórir skoraði 33 stig gegn ÍR í gær. 13 íslandsmet Á sunnudaginn fór fram fyrsta löglega keppni í lyftingum hér á landi, en það var innanfélags mót' á vegum Ármanns, sem haldið var í æfingasal félags- ins í Ármannsfelli. Keppendur voru að vísu ekki margir að þessu sinni eða 6 talsins, en á- gætur árangur náðist. Brynjar Gunnarsson, ÍBH, ■setti 4 íslandsmet í millivigt, 75 kg. í pressu, 70 kg. í snör- un, 90 kg. í jafnhendingu og 235 kg. samanlagt. Kristmundur Baldursson, ÍB- K, setti einnig 4 íslandsmet, en í þungavigt, eða 90 kg. i pressu, 75 kg. í snörun, 105 kg. í jafnhendingu og 270 kg. sam- anlagt. Stefán Valdimarsson, Ármann, setti 4 ný íslandsmet drengja í léttþungaflokki með 87.5 kg. í pressu, 85 kg. í snör- un, 115 kg. í jafnhendingu og 287.5 kg. samanlagt, sem er á- Frair.haltl á 4. situ. I I I i i I I I I i I i Þorsteinn varði frábærlega í gærkvöldi. Harkvarzla Þorsleins og vel úffært spil færði Fram sigur yfir Haukum 15-13 □ Flokkur Fram í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik hefur svo sannarlega fengið óskabyrjun í keppninni í ár. f fyrsta leik mótsins vann lið- ið FH, núverandi íslandsmeist- ara og í gærkvöldi léku Fram- arar við Hauka og sigruðu í skemmtilegum leik, sem var þó nokkuð harður á köflum með 15 mörkum gegn 13. Boltinn lá þrívegis í neti Hauka, áður en þeir svöruðu fyrir sig. Framliðið leikur mjög skynsamlega og það er ekki flanað að neinu, ekki skot- ið, nema í mjög góðu færi. Ing- ólfur fyrirliði og Gunnlaugur þjálfari geta verið ánægðir, en þeir stjórna liðinu af festu. Haukamenn sækja sig held- ur er líður á hálfleikinn, stað- an er 4 gegnl og þegar fyrri hálfleik lýkur er jafnt 6:6. Síðari hálfleikur var geysi- lega spennandi frá upphafi til síðustu mínútu, en aldrei tekst Haukum að komast yfir, en þeir jöfnuðu metin nokkrum sinnum. Framarar geta sér- staklega þakkað markverði sín um, Þórsteini Björnssyni þessa tvo sigra, hann varði stórkost- lega í gærkvöldi, aðgangur virtist algerlega bannaður á köflum. Þegar ca. 10 mín. eru til leiks loka er staðan 12:10 Fram í vil, en Haukum tekst að jafna met- in 13:13 og um þetta leyti er Stefáni Jónssyni vísað af leik- velli öðru sinni. Ingólfur fyr- irliði skorar 14. mark Fram og rétt fyrir leikslok bætir Guðjón því 15. við og sigurinn er inn- siglaður, 15:13 og Fram hefur lagt að velli tvö sterkustu lið- in í I. deild, FH og Hauka. Það lítur vel út fyrir Fram, en margar hindranir eru enn á vegi liðsins að íslandsmeistara titlinum 1970. Eins og fyrr segir, var Þor- steinn frábær, en Ingólfur átti og góðan leik og skoraði fjög- ur af mörkum flokksins. Eng- inn átti slæman dag í liðinu. Haukar léku vel, en urðu a® eins að lúta í lægra haldi fyrir betra liði. Pétur varði ágæt- lega, þó að ekki væri hann eins snjall og Þorsteinn. Þá varj Viðar góður, en Haukaliðið er jafnt pg vel leikandi. Dómarar voru Óli Olsen og Óskar Einarsson og dæmdu erf- iðan leik af röggsemi. Valsmenn sigruðu Víkinga auðveldlega ísland og EFTA í Iðné í kvöld □ Fundur Alþýðuflokksfé- lags Reykjavíkur: íslenzkur iðnaður og aðild fslands að EFTA, verður í kvöld kl. 8,30 í I ð n ó . Aðalframsögumaður verður Axel Kristjánsson, for- stjóri Rafha, en viðskipta- málaráðherra mætir á fundin- um. Öllum iðnrekendum og iðnaðarmönnum, sem áhuga hafa,- er heimilt að sækja fund- inn. □ Valsmenn voru hinir ör- uggu sigurvégarar í leiknum gegn Víking í 1. deild íslands- meistaramótsins í handbolta í gær. Þeir skoruðu fyrstu 4 mörkin og komust í 6:1. í hálf leik var staðan 13 gegn 8. Þessi munur hélzt svipaður allan leikinn og lokatölurnar voru 23:17, verðskuldaður sig- ur Valsmanna, sem verða skeinuhættir í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn í ár. Bergur Guðnason skoraði flest mörk Vals eða 6, ‘en Ól- afur II. Jónsson var driffjöðrin í leik liðsins. Hjá Víkingum var Einar Magnússon hinn stóri og sterki maður, hann er að verða eins konar „Geir“ Víkings ef svo má segja. Maðurinn sem allt snýst um. Þetta getur verið hálfhættuleg þróun hjá Víking. Einar skoraði 8 af mörkum Víkings. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.