Alþýðublaðið - 10.11.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.11.1969, Blaðsíða 5
Alþýðiiblaðið 10. nóvember 1969 5 Alþýðu blaðíð Úlgefandi: Nýja útgáfufélagitf Framkvæmdastjóri: Þórir Sæmundsson Kitstjórar: Kristján Bersi Ólafsson Sighvntur Björgvinsson (áb.) Rítstjór iarfulltrúi: Sigurjón Jóhannsson Fréttastjóri: Vilhclm G. Kristinsson Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson Prcntsmiðja Alhýðublaðsins Lýdræoisleg skoðanamyndun I [ I I Leikfélag Kópavogs: Lína langsokkur l I I I I í grein í afmælisriti Alþýðublaðsins ræðir Gylfi Þ. g Gíslason um þann aðstöðumun, sem s'kapazt hefur 1 milli þeirra stjórnmálaflokka annans vegar, sem styðj ast við sterka fjármagnsaðila og þeirra flokka, sem g e'kki eiga í Slík hús að venda um fjáröflun til starf- g semi sinnar. Bendir Gylfi Þ. Gíslason á þá hættu, sem felst í slíku frá lýðræðislegu sjónarm'iði þar eð öll út- breiðslu og kynningarstarfsemi stj'órnmálaflokka sem annarra nú á dögum útheimtir mikið fjármagn, sem fæstir flokkanna hafa yfir að ráða þannig að þegar til lengdar láti.geti svo farið, að flokkur sá, er styðjist hvað mest við fjármaignssterfka aðila verði nær ein- ráður um kynningu stefnuimála sinna meðal almenn- ings. í þessu sambandi ræðir Gylfi Þ. Gíslason hvernig ýmsar þjóðir hafa leitazt við að jafna þennan aðstöðu- mun stjórnmálaflokka þar eð þær gera sér fyllilega I grein fyrir því hver hætta sé á ferðum ef einkafjár- | magnið sé látið einrátt um sboðanamyndun í viðkom- andi landi, en slíkt leiddi meðal annars til þess á sín- I um tímia að auðvelda Adolf Hitler mjög vafdatöku í | Þýzkalandi þar eð hann naut nær ótakmarkað's stuðn- I ings auðmanna og blaða, s'em þeir stu'ddu eða réðu I yfir. Gylfi sagði m. a.: „Aðalatriði málsins, sem hér um ræðir er, að sú I skeðun hlýtur æ ríkari viðurkenningu í lýðræðis- | ríkjum, !að dagblöð stjórnmálaflokka eigi að hljóta i opinberan styrk. Það sé jnauðsynlegt til bess að I tryggja . stjórnmálaflokkunum .lágmarksjöfnuð í ■ aðstöðu til þess iað kynna sjónarmið sín og afla þeirn | fylgis. Sé þetta viðurkennt er um leið á það fall- I izt, að opinber styrkur til dagblaða sé nauðsynleg ■ ur þáttur þess, að lýðræði starfi á þann hátt, sem I lýðræðissinnar ætlast til.“ í helgargrein sinni í Tímanum gerir Þórarinn Þór- I arinsson þessa grein Gylfa að umræðuefni, og tekur ' eindregið undir þær skoðánir og röksemdafærslur, I sem Gylfi færði fram jafnframt því, sem hann bend- ir á það að mieð opnara starfi flokkanna, aukinni þátt- i töku almennings í því starfi svo og þeirri sérfræði- legu þjónustu, sem stjórnmálaflokkarnirþurfi að hafa ' yfir að ráða sé lögð fjárhagslega mjög bung byrði á I stj'órnmáláf’lokkana, sem þeir fæstir geti staðið und- ! ir af eigin rammíeik. Eigi stjórnmálaöoklkarnir . því að geta svarað þeim krofum, sem til stjcrnmála- flokka eru gerðar nú á tímurn sé stjórnarfarslég nauð'' syn á því, að te'kinn sé upp beinn fjárhagsstyikur' hins opinbera til flokka þeirra, sem við lýði eru í landinu á hverjum tíma. Höfundur: 1 Astrid Lindgren Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir Þýðendur: Gunnvör Braga Sigurðardóttir c.g Ásgeir Ingvarsson . Leikfélag Kópavogs hóf leik- árið. fyrra sunnudag með sýn- ingu á barnaleikritinu „Lína langsokkur,11 sem samið er eftir vinsælli barnasögu sænska höfundarins Astrid Lindgren. Sama verk mun hafa verið sýnt í Kópavogi fyrir einum tíu árum og hlaut þá góðar við- tökur barnanna, enda er hér um einkar fjörlegan og hnyttinn gamanleik að ræða. Viðtökurnar fyrra sunnudag voru líka góðar, einkanlega hjá yngri áhorfendum, enda höfð- ar efnið fyrst og fremst til barna innan við tíu-ellefu ára aldur. Þau kunna vel að meta hinn einfalda söguþráð í fjór- um stuttum þáttum og allt um- stangið á sviðinu, að ekki sé talað um þau atriði þar sem leiknum er beinlínis beint til þeirra og þau fá að taka bein- an þátt í gríninu. Sjálf sýningin er semsé hvorki daufleg né langdregin. Öðru máli gegndi um hið ó- hæfilega langa hlé milli ann- ars og þriðja þáttar, sem var til hinna mestu leiðinda. Til- gangurinn með því getur naum- ast hafa verið annar en sá, að freista barnanna til sælgætis- kaupa, og verður það með engu móti afsakað eða réttlætt. Það er langt fyrir neðan virðingu samtaka, sem stuðla vilja að aukinni menningu, að hafa opn- ar sælgætissölur á barnasýn- ingum. Fyrir utan óhollustuna, sem leiðir af þessu hóflausa sælgætisjapli og kókþambi, mætti kannski líka hafa í huga, að fjárhagur margra fjölskyldna er ekki beysnari en svo, að þær hafa hreinlega ekki ráð á slíkum fjáraustri og hætta kannski við að senda börnin á leiksýningar af þeim sökum. Er hérmeð skorað á Leikfélag Kópavogs að stytta verulega hið hvimleiða hlé og ganga á undan með góðu fordæmi með því að taka fyrir mang með sælgæti á barnasýningum. Um sýninguna er annars það að segja, að þar komu saman til leiks börn og fullorðnir, lærðir leikarar og ólærðir, og yar þetta stundum vonum petra. Línu íangsokk lék lærð feikkona \úr Reykjavík, Guð- fúri1 Guðíáugidottif', ' að 'VTsu lítt reynd, en hefur . þó leikið með leikflokki *Litía 'sviðsins í Lindarbæ, meðan hans naut við fyrir tveimur árum. Lína er fyrsta verulega hlut/erkið, sem hún hefur glímt við, og er skemmst af því að segja, að hún skilaði því af furðumiklu öryggi, var í senn fjörug, glannafengin og hæfilega ótút- leg í klæðaburði og framferði. Greip hún greinilega athygli barnanna frá byrjun og hélt henni sýninguna á enda. Þó var hún ekki svo „lærð“ í túlkun sinni, að hún skyggði á eða bæri aðra leikendur of- urliði, heldur gerðist sá merki- legi hlutui’, að jafnvægi var gott milli hinna ýmsu leik- enda, og börnin túlkuðu sín hlutverk furðuvel, þó fram- sögnin væri einatt andstutt og ógreinileg. Brynja Benediktsdóttir setti leikinn á svið og sannaði enn einu sinni, að hún hefur gott lag á að vinna með ósviðs- vönu fólki og fá það til að spjara sig. Sýningin var í heild lífleg, en á stöku stað dálítið klaufaleg, eins og til dæmis at- riðið með lögregluþjónunum í fyrsta þætti. Þar hefði kannski verið hægt að vanda betur til vinnubragða. Skemmtilegastur var, að ég hygg, annar þáttur, sem gerist í skóiastofunni, og fór ína Gissurardóttir skemmti- lega með hlutverk kennslu- konunnar. Theódór Halldórs- son og.Loftur Ámundason fóru einnig laglega með hlutverk flækinganna Ára og Kára, þó ekki væri allt í leik þeirra bein- línis stórbrotið. Það sem á vantaði innlifun og kórrétta túlkun bættu upp þeir með innilegri og smitandi leikgleði. Yfirleitt kom sýningin mér þannig fyrir sjónir, að leik- endur hefðu ekki síður ánægju af því sem þeir voru að fást við en hinir þakklátu leikhús- gestir. Ástæða er til að nefna sérstaklega bráðfyndið gervi og látæði Einars Torfasonar í hlutverki Eiríks negrakonungs, föður Línu. Og ekki má gleyma fínu frúnum í þriðja þætti, sem voru hinar skoplegustu í meðförum Guðrúnar Huldu Guðmundsdóttur, Sigríðar Ein- arsdóttur og Líneyjar Bents- dóttur. Lögregluþjónana Lalla og Kalla léku þeir Gunnar Magnússon og Hallur Leopolds- son og voru ákaflega skrýtnir fuglar, en helzti daufir í dálk- inn. Börnin Bryndís Theódórs- dóttir og Guðríður Gísladóttir fóru mjög þokkalega með hlut- verk Tomma og Önnu, en margt af því sem þau sögðu var ó- greinilegt og stundum óskiljan- legt. Leikmynd og gervi voru samin af félagsmönnum Leik- félags Kópavogs, leikurum og leikstjóra, og hefur sú samvinna tekizt dável. Húsið hennar Línu var til dæmis haglega gert og sömuleiðis gervi hennar. Þýð- ing textans hefði hins vegar gjarna mátt vera rismeiri og snarpari, ekki sízt söngtext- arnir. Óþarft æt.ti að vera að fjöl- yrða um félagslegt og menn- ingarlegt gildi þeirrar viðleitni sem Leikfélag Kópavogs hefur haft uppi á undanförnum ár- um. Þar er ekki víst að hinn listræni árangur skipti öllu máli, enda að mestu um áhuga- fóik að ræða. heldur er það sjálft framtakið, þátttakan, tjáningin sem vegur kannski þyngst þegar allt er saman reiknað. Það er því von mín að „Lína langsokkur" eigi vlsa góða aðsókn yngstu kynslóð- anna. ekki sízt bar sem Reykja- víkurleikhúsin hafa ekki ennbá hrundið af stokkunum sínum árlegu barnasýningum. Sigurður A. Magnússon. Svipmynd frá leiknum Lína langsokkur. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.