Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2001 DV Fréttir 13 Borgarb^jggð þarf stærri bæjarskrifstofur: Bærinn kann að fara í kaupfélagið DV-MVND DANÍEL V. ÓLAFSSON Bærinn í kaupfélagiö Einn þeirra möguleika sem koma til greina er aö bæjarskrifstofur Borgar- byggöar veröi í fyrrverandi húsnæöi KB viö Egilsgötu sem er á góöum staö og mikiö af bílastæöum. DV, BORGARBYGGÐ:__________________ Á slðasta bæjarstjórnarfundi var bæjarstjóranum í Borgarbyggð veitt heimild til að láta fara fram athugun á framtíðarfyrirkomulagi húsnæðismála hjá bæjarskrifstofu Borgarbyggðar og eru nokkrir kostir i stöðunni, segir Stefán Kalmansson, bæjarstjóri í Borgar- byggð. „Það liggur fyrir að eigi bæjar- skrifstofur Borgarbyggðar að vera til frambúðar í núverandi húsnæði þurfi að gera þar töluvert kostnað- arsamar breytingar. Einkum á þetta við ef og þegar af því verður að sveitarfélagið taki við málefn- um fatlaðra eins og stefnt er að. Jafnframt er núverandi húsnæði að sumu leyti óhentugt, einkum hvað varðar nýtingu neðri hæðar vegna nálægðar við umferðargötu og vegna takmarkaðra bílastæða við húsið,“ sagði Stefán. Menn telja þvi skynsamlegt að skoða alla möguleika. Einnig er haft í huga að um þessar mundir eru aðrir möguleikar til staðar. Þar hefur einkum verið horft til svokallaðs Stjómsýsluhúss við Bjarnarbraut, þar sem Skólaskrif- stofa Vesturlands var til húsa, og til fyrrverandi húsnæðis KB við Egilsgötu. Ætluntn er að skoða þessa kosti á næstu mánuðum og þá hugsanlega fleiri ef þeir koma upp, að sögn bæjarstjórans. -DVÓ Nýtt skipurit Akranesbæjar: Sparar 23 milljónir á ári DV AKRANESI Nýtt skipurit Akranesbæjar getur sparað bæjum árlega um 23 milljón- ir króna. Forsaga málsins er sú að á síðastliðnu hausti ákvað meirihluti bæjarstjómar á Akranesi að ráðast i þýðingarmiklar breytingar á skipuriti bæjarins. Megininntak breytinganna var að einfalda stjórn- sýslu bæjarins, gera einingar henn- ar sterkari, skilvirkari og hag- kvæmari. Um leið var takmarkið að bæta þjónustu við íbúana. Lutu þessar breytingar einkum að mál- efnum Akranesveitu og hluta bæjar- skrifstofu. Ákveðið var að stofna til þriggja nýrra sviða innan stjórnkerfisins. Sameinað var embætti bygginga- og skipulagsfulltrúa við tæknideild Akranesveitu og gert úr því eitt svið, tækni- og umhverfissvið. Þá var lagt niður starf sérstaks veitu- stjóra og stofnað til nýs sviðs, fyrir- tækjasviðs, þar sem saman koma Akranesveita, Andakílsárvirkjun, Gáma, Áhaldahús o.fl. Ennfremur var stofnað nýtt svið inni á bæjar- skrifstofunum, fjármála- og stjórn- sýslusvið. Þá var sérstök stjórn veitufyrir- tækjanna lögð niður og bæjarráði falin yfirstjórnin. Til að koma ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar í framkvæmd voru skipaðir í starfs- hóp þeir Gísli Gíslason, bæjarstjóri, Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, Jó- hann Þórðarson frá endurskoðunar- skrifstofu Jóns Þórs Hallssonar og Þorvaldur Vestmann, forstöðumað- ur framkvæmda- og tæknisviðs Akranesveitu. Þessi starfshópur átti að hrinda tillögunum í framkvæmd og ljúka þvi fyrir 15. desember árið 2000. Nú hefur starfshópurinn skilað skýrslu um þessar breytingar. Þar kemur fram að vegna skipulags- breytinga í rekstri Akraneskaup- staöar og veitufyrirtækjanna geti lækkun árlegra útgjalda numið um 34 millj. króna. Þá kemur fram að í stað kostnaðar sem fellur út vegna breytinganna komi til útgjalda sem nemi um 11 millj. króna. Því er nið- urstaðan sú að árlegur sparnaður vegna breytts skipulags geti numið um 23 millj. króna á ári. -DVÓ íslenska járnblendifélagið hf. óskar að taka á leigu raðhús, parhús eða einbýlishús í austurhluta borgarinnar, heist í Ártúnsholti eða Árbæjarhverfi. Húsnæðið óskast leigt frá og með júlí nk. Jk Nánari upplýsingar veittar í síma 432 0200 og 5674880. -enn meiri afsláttur Bæjarlínd 6, sími 554 6300 Opið virka daga 10-18. Laugard. 10-16, sunnud. 13-16. Kjarnagluggar Dalvegur 28 • 200 Kópavogi • Sími 564 4714 • Fax 564 4713 Heilsan er ofar öllu: Velnýtt heilsuparadís DV, TÁLKNAFIRÐI: Tálknfirðingar eiga sína heilsuparadís eins og svo mörg önnur byggðarlög. íþróttahúsið er mikið not- að til hinna ýmsu íþróttaæfmga og má segja að það sé fullnýtt, aðeins einn tími laus, nánar tiltekið klukkan 19 á þriðjudögum. Að sögn Barkar Nóasonar, umsjón- armanns íþróttamiðstöðvarinnar, er aðsóknin mjög góð, bæði í sundlaug- ina og íþróttasalinn. Skipulagðir tím- ar fyrir fullorðna eru körfubolti, fót- bolti, blak og leikfimi og stunda þess- ar greinar um 130 manns á viku hverri. Hjá börnum og unglingum eru timar í körfu, fótbolta og sundi og er þátttakan þar á viku um 190 þátttak- endur. Sundlaugin er 25 metra útisundlaug og nýtingin þar fer nokk- uð eftir veðri en fjöldinn er 15-50 dag- lega alla daga vikunnar yfir vetrar- mánuðina. Þannig að hver bæjarbúi stundar einhverja hreyfmgu í formi íþrótta nær 1,3 sinnum í viku hverri yflr veturinn en íbúafjöldi á Tálkna- firði er rúmlega þrjú hundruð og fimmtíu manns. -KA i sumar Hjá okkur nærðu árangri pTTpTTprqTrr Frír pruFutfr^ Aloe Vera komin til að vera Sími 553 3818 Tilboð í Febrúar 10 tímar - 40 mínútur kr. 6.900 Matarráðgjöf og fitumæling Kynnið ykkur önnur tilboð Ví áfninga atnsnuc id og Ijós TRIM/\F0RM Bercjhdar 11 ára reynsla Grensásvegi 50 Opið: mán.-flm. 8-22 fös. 8-20, laug. 10-14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.