Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2001 I>V Fréttir Akraneskaupstaður áfrýjaði dómi Héraðsdóms Vesturlands: Barist um tíu ára gamalt barn Loðnuvertíðin: Yfir 20 þúsund tonn DV, AKUREYRI: Loðnuveiðin frá áramótum nem- ur nú 21.700 tonnum en á ýmsu hef- ur gengið við veiðamar, bæði vegna veðurs og þess hversu djúpt loðnan hefur haldið sig þar sem hún hefur fundist í veiðanlegu magni. Á sumar- og haustvertíð nam afl- inn 126 tonnum og er heildaraflinn því orðinn tæplega 148 þúsund tonn.Útgeflnn upphafskvóti nam 417 þúsund tonnum og eftir er því að veiða um 270 þúsund tonn af upp- hafskvóta. Á vetrarvertíðinni hefur mestu verið landað i Neskaupstað, 7.722 tonnum, Eskifirði 5.758 tonnum og á Seyðisfirði 4.665 tonnum. -gk DV í snjóleysi á hálendi Islands Tíöarfariö aö undanförnu þykir meö ólíkindum og snjólaust hefur verið víöast hvar íjanúar. Þaö fengu tíðindamenn DV aö reyna í síöustu viku er virkjunarmenn voru heimsóttir upp á hálendiö við Þórisvatn. Einhvern tíma heföu menn ver- iö álitnir snarbilaöir aö ætla sér á fjöll um miöjan vetur léttklæddir og á lítilli Nissan-tík. Hæstiréttur fjallar í dag um ógild- ingu stjórnvaldsákvörðunar í tengslum við mál 10 ára gamallar telpu sem Bamavemamefnd Akra- ness tók úr umsjá foreldra sinna fyrir réttu ári. Bamavemdarnefnd Akraness taldi að öryggis barnsins yrði betur gætt annars staðar en hjá foreldrum sínum og að rétti bams- ins til þess að alast upp án þess að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi eða lifa í ótta við það væri stefnt í hættu á heimili þess. Árið 1996 var faðir telpunnar dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands í átta mánaða óskilorðsbundið fang- elsi fyrir kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni. Hann áfrýjaði og breytti Hæstiréttur dóminum yfir manninum í 12 mánaða fangelsi, skilorðsbundið til fimm ára, meðal annars með það í huga að auðveld- ara yrði fyrir félagsmála- og skólayf- irvöld að fylgjast með baminu. Bamavemdamefnd bauð fjölskyld- unni aðstoð til að byrja með eftir að sá dómur féll en svo var aðstoðinni hætt. Ekki var baminu heldur boðin sálfræðiaðstoð eftir að dómurinn yfir fóður þess féll. Foreldrarnir vilja fá barniö heim Héraösdómur Vesturlands dæmdi foreldrum 10 ára gamallar telpu, sem Barnaverndarnefnd Akraness tók frá foreldrum sínum fyrir réttu ári, í vil fyrr í vetur en Akraneskaup- staöur hefur áfrýjaö dómnum og mun Hæstiréttur fjalla um máliö í dag. Myndin er sviösett. Barnaverndarnefnd taldi barnið ekki búa við það öryggi sem það þarfnast og fjarlægði bamið af heimili sínu fyrir ári. Foreldramir undu ekki þeirri ákvörðun og fóru með málið fyrir dóm. 1 dómi Héraðs- dóms Vesturlands í haust komst dómarinn að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarnefnd Akraness hefði ekki farið að lögum er hún fjarlægði bamið af heimili sínu og að hún hefði átt að leitast við að neyta ann- arra og vægari úrræða en forsjár- sviptingar. Akraneskaupstaður áfrýjaði hins vegar dómi héraðsdóms og leitast nú við að fá honum hnekkt i Hæsta- rétti. Barnið er enn í umsjá fósturfor- eldra. -SMK Blllinn handa Stellu í orlofi fundinn - eigandinn tilbúinn að lána veröandi þingkonu ökutækið DV, ÓLAFSVlK: Eins og lesendum DV er kunnugt var ekki alls fyrir löngu verið að leita að bílnum hennar Stellu en um þá konu er gamanmyndin „Stella í orlofi“ gerð og var hún sýnd var fyr- ir allmörgum árum við mjög góða aðsókn. Nú mun Stella vera farin að sækjast eftir að komast á Alþingi en vantar gamla bílinn sinn. Eftir síð- ustu fréttum að dæma mun nú vera i bígerð að gera um hana aðra mynd. Farkosturinn hennar í mynd- inni var forláta bíll af Ford Fair- mont-gerð og var hans leitað. Þessi bíll er nú ef til vill fundinn í Ólafs- vík, í það minnsta sama tegund og árgerð, en hann er frá 1978 og ber númerið P 1285. Eigandi bílsins er Heiðar Amberg Jónsson, trésmiður í Ólafsvík. Að sögn Heiðars er þetta mjög góður bíll. DV-MYND PETUR S. JOHANNSSON Bíll Stellu Hér getur aö líta Fairmontinn hennar frú Stellu og eins og sjá má er hann al- gjör gullmoli enda er Heiöar Jónsson trésmiöur stoltur af gripnum. Það er upprunalegt lakk á bílnum en hann er gulur að lit og ekinn aðeins 75 þúsund kílómetra en bifreið Stellu mun að sögn Stellufræðinga hafa ver- ið ryðrauður. Nánast allt er í bílnum sem í honum var upprunalega, utan það að nú er í honum geislaspilari en þeir voru ekki til í „den“. Þá hefur verið skipt um báða framdemparana í honum. Heiðar er búinn að eiga Fairmont- inn í tæp 3 ár og hann er þriðji eig- andinn frá upphafi. Fyrst eignaðist maður úr Stykkishólmi bílinn, síðan fóðurbróðir Heiðars en hann keypti bílinn af honum. Að sögn Heiöars er hann til viðræðu um að leyfa aðstand- endum Stellu afnot af bílnum ef þeir óska. Einnig sagðist hann að lokum vilja flest til vinna svo að Stella kom- ist á hið háa Alþingi íslendinga við Austurvöll. -PSJ _________ í'UllliCT HörAur Krisíjánsson netfang: sandkom@ff.is Stiftamtmaður enn við störf? Reykjavíkurborg hefur gefið út mjög gagnlega handbók sem heitir Stjóm- kerfi Reykjavíkur- borgar. Þar er að finna upplýsingar um nefndir, ráð og stjómir á vegum borgarinnar. Eftir lestur bókarinnar örlar á efasemd- um hjá Sandkomsritara um að starf- semi borgarinnar sé alveg í takt við tímann. í það minnsta hafa slæðst inn í þessa ágætu bók liðsmanna Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra æði fomar upplýsingar. Það er m.a. sagt frá Fiskimannasjóði Kjalarnesþings. Sjóðurinn starfar á grundvelli reglna stiftamtmanns um „Fondet til undersöttelse for fora- lykkede Fiskerens efterladet", upp- haflega staðfestum með konungsúr- skurði 24. júní 1840. í stjórn þessa merkilega sjóðs tilnefndi borgarráð Skjöld Þorgrímsson í júní 1998 ... Mikiö að gera Formaður stjóm- ar Byggðastofnun- ar Kristinn H. Gunnarsson hefur í mörg horn að líta þessa dagana og ljóst að mikið mæðir á Byggða- stofnun vegna vanda lands- byggðafyrirtækja. Uppnám er í Bol- ungarvík vegna óvissu um hver hreppi gjaldþrota rækjuverksmiðju Nasco. Á Húsavík var Byggðastofn- un svo með putta í rekstri timbur- verksmiðju sem farin er á hausinn í annað sinn og uppsagnir i rækju- verksmiðju á staðnum eru einnig staðreynd. I Vestmannaeyjum er líka stór vandi vegna þess að ísfé- lagið hættir bolfiskfrystingu sökum kvótaleysis. Talið er líklegt að Kristinn H. verði að kalla vara- mann fyrir sig inn á þing vegna anna við stjórnun Byggðastofnunar sem nú er orðin björgunarbátur í hruni landsbyggðarinnar sem ýmsir vilja skrifa á reikning flokksfélaga hans Halldórs Ásgrímssonar og kvótakerfisins ... Einstæðir tónleikar Sá einstæði at- burður var á þing- pöllum Alþingis- hússins í síðustu viku, þegar Hall- dór Blöndal forseti þingsins hafði kynnt afgreiðslu i laga um almanna- tryggingar, að Gísli Helgason dró upp blokkflautu og spilaði þjóðsönginn af miklum móð. Reglur Alþingis era æði strang- ar hvað þetta varðar og algjörlega bannað að trufla starfsemi þingsins. Dæmi era um að fólki hafi verið vís- að á dyr af þeim sökum. Sagt er að Halldór Blöndal hafi hreinlega ekki lagt í að siga þingvörðum á Gísla til að stöðva þjóðsöngsspilið. Hann hafi séð í hendi sér að slíkt myndi hafa slæma eftirmála. Væri ekki á bæt- andi að kalla yfir ríkisstjómina enn meiri reiði öryrkja en orðið var og því fékk Gísli að klára þessa sér- stæðu tónleika ... Vandamál og pína Guðni Ágústs- son landbúnaðar- ráðherra á ekki sjö dagana sæla um þessar mund- ir. Hart er lagt að honum að draga til baka þá ákvörðun sína að heimila innflutn- ing fósturvísa úr norskum kúm. Þetta varð einum okkar ágætu hag- yrðinga að yrkisefni. Vandamúlin veröa œ til staðar, þau vaxa á stundum sifellt hraóar, hraðar. Þó kálfafósturvisar valdi pínu og vilji Guðni reyna að halda sinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.