Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2001 43 I>V Tilvera 1 Oprah Winfrey Þattastýran vinsæla, ---- Oprah Winfrey, fagnar 47 ára afmæli sinu í dag. Oprah er fædd í sveitahéruðum Miss- isippi. Foreldrar henn- ar giftust aldrei enda voru þeir á táningsaldri þegar hún kom í heiminn. Æska Opruh var ekki á rósrauðu skýi þannig að hún hafði ung öðlast reynslu sem flestir viidu kannski komast hjá að eiga. Árið 1985 lék Oprah hlutverk Sophiu í hinni vinsælu mynd Color Purple og hlaut til- nefningu til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í þeirri mynd. Upp úr því byrjaði hún sína eigin spjallþætti í sjónvarpi. Tvíburarnir (2 h-l -y : auðveldað fi Glldir fyrir þriöjudaginn 30. janúar Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.): ■ Þú þarft að einbeita þér að einkamálunum og rækta samband þitt við manneskju sem þú ert að fjarlægjast. Kvöldið verður ánægjulegt. Fiskarnlr (19. febr.-20. mars): Eitthvað sem þú vinn- lur aö um þessar mund- ir gæti valdið þér hug- arangri. Taktu þér góð- an trnia í að íhuga hvað gera skal. Þú færð bráðlega góðar fréttir. Hrúturlnn rn, mars-19. anríH: . Ekki taka mark á fólki ) sem er neikvætt og svartsýnt. Dagurinn verður skemmtilegri en þú bjost við, sérstaklega seinni hluti hans. Nautið OO. anril-20. mai): / Þú átt skemmtilegar samræður við fólk og dagiuinn einkennist af samstöðu milli sam- starfsaðila. Happatölur þínar eru 3, 24 og 36. Tvíburarnlr (21. maí-21. iúníl: í dag gætu ólíklegustu ’ aðilar loksins náð sam- komulagi um mikil- væg málefni og þannig i framkvæmdir á ákveðnu sviði. Krabblnn (22. iúní-22. iúin: Þú ert að velta ein- I hverju alvarlega fyrir þér og það gæti dregið athygh þína frá þvi sem i vinna að. Ef þig skortir einbeitingu ættir þú að hvíla þig. Llónlð (23. iúlí- 22. áeúst): Reyndu að vera ekki aUt of gagnrýninn við ástvini þína. Það gæti valdið misskilningi. Væntiunþykja verðrn- endurgoldin margfalt. Mevian (23. áeúst-22. sept.l: Dagurinn verðiu- við- burðaríkur og þú hef- .ur meira en nóg að gera. Gættu þess að vera ekki of tortrygginn. Happatölur þínar eru 1, 5 og 37. Vogln (23. sept-23. okt.l: Fyrri hluti dagsins kemur þér á óvart. Þú þarft að gllma við óvenjulegt vandamál. Þifveröur þreyttur í kvöld og ætt- ir að taka það rólega. Sporðdreki (24. okt.-2i. nðv.): Vertu þolinmóður þó að þér finnist vinna pannarra ganga of [ hægt. Það væri góð hugmynd að hitta vini í kvöld. Bogamaður 122. nðv.-2l. des.l: LFréttir sem þú færð 'eru ákaflega ánægju- legar fyrir þig og þína ; nánustu. Hætta er á smávægilégum deilum seinni hluta dagsins. Steingeltln (22. des.-19. ian.l: Reyndu að halda þig við áætlanir þinar og vera skipulagður. Þér _ bjóðast góð tækifæri í vinnunni og um að gera að gripa gæsina á meðan hún gefst. Myndbönd með tímasparnaðarkerfi: Líkamsrækt heima í stofu Ágústa Johnson í heilsurækt- um fitu- inni Hreyfingu hefur gefið út tvö brennsluæf- ný myndbönd fyrir þá sem kjósa ingum með að stunda likamsrækt heima fyr- suðuramer- ir. Annað þeirra nefnist Fitu- ísku ívafi. brennsla en hitt Lyftu lóðum til Ágústa hef- að losna við fitu. Líkamsræktin ur geflð út átta sem kennd er á myndböndunum myndbönd alls eru í sérstöku tímasparnaðarkerfi en auk þeirra sem er byggt þannig upp að æf- sem ingamar gefi hámarks- l^árangur á ^ ^ -r\L ^ . tr \ Ð ' sem t- * skemmstum tíma. Á myndbandinu Fitubrennsla eru tvö æfingakerfi, annars vegar einfaldar samsettar þolfimiæfing- ar sem byggja upp skemmtilegt fitubrennsluæfingakerfi og hins vegar 20 mínútur af skemmtileg- \fs L' áður eru nefnd eru fá- anleg mynd- böndin Tæ bó og Líkams- rækt. Ágústa Johnson var spurð um mögulegt framhald á út- Tímasparnaöarkerfi Ágústa Johnson hefur gefiö út myndbönd fyrir þá sem vilja stunda iíkamsrækt heima í stofu. gáfu mynd- banda. „Það er aldrei að vita. Eftirspumin hefur aukist verulega og hóp- urinn sem notar þessi myndbönd fer stækkandi og hefur þörf fyrir tilbreyt- ingu. Það er líka mikilvægt að svona mynd- bönd séu ný eða nýleg, maður selur varla lík- amsræktar- myndband sem er orðið miklu meira en fimm ára gamalt." Gulzar tók systur Mel B hálstaki Danielle Brown, systir Mel B, sagði fyrir rétti að Jimmy Gulzar, fyrrverandi eiginmaður Kryddpí- unnar, hefði lyft henni upp á hálsin- um og hrækt framan í hana. Dani- elle, sem er 19 ára leikkona, sagði að Jimmy hefðir verið æfur yfir því að hún hefði sótt dóttur hjónanna, Phoenix Chi, of seint. Hann mun hafa kallað mágkonu sína heimska belju og tekið um háls hennar með báðum höndum og lyft henni upp. Á meðan sat Phoenix, sem þá var 18 mánaða, og grét. Jimmy hafði gætt þeirrar stuttu í nokkra daga þegar Danielle kom heim til hans í Hampstead í London 6. ágúst í fyrra. Danielle, sem sagð- ist hafa verið 22 mínútum of sein, hleypti fyrst Mel B úr bílnum áður en hún hringdi dyrabjöllunni. Jim- my hrópaði ókvæðisorð að henni á Mel B Systir Kryddpíunnar, Danielle, ber fyrrverandi eiginmanni Mel B ekki vel söguna. leiðinni til dyra. „Þegar ég beygöi mig niður til að taka Phoenix upp tók hann um hálsinn á mér. Hann lyfti mér upp að veggnum. Ég gat ekki hreyft mig. Ég æpti og grét. Hann öskraði og hrækti á mig,“ greindi Danielle frá. Henni tókst að losa sig og fara með Phoenix i bíl Mel B. Danielle tók systur sína upp í og ók síðan á lögreglustöð. Læknir lögreglunnar staðfesti að áverkar væru á hálsi Danielle. Jimmy, sem var þá í harðri forræð- isdeilu við Mel B, harðneitar að hafa ráðist á Danielle. Verjandi hans segir að um samsæri systranna hafi verið að ræða. Jimmy kveðst aðeins hafa þrýst Danielle upp að veggnum. Það hafi verið eina leiðin til að ýta henni til hliðar þegar hún var að reyna að taka Phoenix litlu. Lagerfeld vill hanna kjólinn Tískukóngurinn Karl Lagerfeld hefúr boðið Mette-Marit, unnustu Hákonar Noregsprins, að hanna brúðarkjól henn- ar. „Ég er reiðubúinn ef hún vill,“ sagði Lagerfeld við norska blaðið VG að lok- inni tískusýningu í París. Lagerfeld kvað upp þann dóm að Mette-Marit væri falleg eftir að hann hafði fengið að skoða trúlofunarmyndir af henni. Að- spurður sagði Lagerfeld að Mette-Marit ætti að vera í pastellituðum brúðarkjól. Unnusta Nor- egsprins Tískukóngurinn Karl Lagerfeld kveöst reiöubú- inn að hanna brúöarkjól Mette-Marit hafi hún áhuga. Tískukóngurinn lagði áherslu á að hún yrði að koma til hans og gaf þar með í skyn að sjáifúr væri hann ekki vanm að vera á faraldsfæti. Mette-Marit og Hákon, sem ganga upp að altarinu í sumar, sáust í París í haust. Þar kíktu þau á úrvalið á götum tískukónganna. Mette sást þó ekki í Chanelhúsinu sem Lagerfeld rekur ásamt sínu eigin. Kærasta Juliu settir afarkostir Stórmynnta leikkonan Julia Roberts ku hafa sett kærastan- um sínum, leik- aranum Benja- min Bratt, úr- slitakosti: Ann- aðhvort geng- urðu að eiga mig eða ég læt þig róa. Vinir Juliu segja að hún vilji fara að slaka á og stofna fjölskyldu. Allt bendir til að Benjamin hafi látið undan þrýstingi sinnar heittelskuðu og segja heimildir að svo kunni að fara að þau gangi í þaö heilaga innan tíðar í gleðiborginni Las Vegas. „Hún er yfir sig ham- ingjusöm," segir vinur Juliu. Keypti leikfang á 25 milljónir Knatt- spymukapp- inn David Beckham eyddi næst- um þvi 25 milljónum ís- lenskra króna í ítalskan sportbíl handa sjálf- um sér. Bíll- inn, af gerð- inni Lamborghini Diablo GT, kemst upp í 330 kílómetra hraða á klukku- stund. Með kaupunum er Beckham kominn í Lamborghiniklúbb frægra milljónara. Bæði Rod Stewart og Jay Kay í hljómsveitinni Jamiro- quai eiga slíkan bíl. Fyrir á Beck- ham nokkrar flottar kerrur, Ferrari 550 Maranello, sem er gjöf frá eigin- konunni Victoriu, Lincoln Navigator, tvo Mercedes Benz, Range Rover og TVR Cerbera. „Victoria skilur ekki hvernig ég get haft svona mikinn áhuga á bíl- um,“ sagði knattspymukappinn í viðtali við blaðið The Sun. Uverpool- úlpur Mitre Reflax-fótbolti fylgir öllum úlpum i janúar. Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560 www. mitre. com Céline Dion eignast dreng Kanadíska poppstjarnan Céline Dion eignaðist langþráð fyrsta bam sitt á þriðjudagsmorgun, þrettán marka dreng sem hefur verið gefiö nafnið René-Charles. Móður og barni heilast vel, að sögn. Eitthvað lá þeim stutta á að koma í heiminn þvi hans var ekki von fyrr en á Valentínusardaginn um miðjan febrúar. René-Charles varð til fyrir milli- göngu glasafrjóvgunar og foreldr- arnir, Céline og eiginmaðurinn René, eru að vonum í sjöunda himni. Og öll fjölskyldan líka. i A A .. A A A ... A ... A A A . A . WOOOOÍKKKX Gítarinn ehf.¥ Laugavegi 45,1^ Kassagítarar Sfmi 552*2125 00 895*9376. frá 7.900 kr. t Hljómborð i. f rá 3.900 ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.