Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2001 DV 11 Útlönd Á öndveröum meiöi Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórída, mót- mælir fyrirhugaðri olíuvinnslu undan strönd ríkisins. Bushbræður í hár saman vegna olíuvinnslu George W. Bush hafði ekki verið forseti í heila viku þegar bróðir hans, Jeb Bush, ríkisstjóri i Flórída, hafði skrifað honum mótmælabréf. f bréfinu lýsir Jeb Bush sig andvígan hvers kyns olíuvinnslu undan strönd Flórída. Forsetinn vill leyfa borun eftir olíu alls staðar þar sem möguleikar eru á að olía finnist. Stjórn Clintons vildi ekki gefa leyfi til olíuvinnslu á svæðum þar sem náttúran var viðkvæm. Bush hefur gefiö í skyn að hann hyggist taka upp aðra stefnu. Umhverfisverndarsinnar fagna bréfi Jebs Bush til bróðurins. For- setinn hefur enn ekki tjáð sig um málið. Keyri forsetinn yfir Jeb bróð- ur sinn i þessu máli er óvíst hvort ríkisstjórinn nái endurkjöri. Mótmæli í Sviss Mótmælendur i Sviss, sem ekki komust til Davos um helgina, dreifðu í staðinn bæklingum. Lögregla óttaðist að mótmælendur myndu trufla Alþjóðaefnahagsráöstefnuna, sem haldin er í Davos, og beitti því vatnsþrýstiþyssum, táragasi og gúmmikúlum til að hindra ferð mótmælenda. Fjölmiðlar í Sviss gagnrýndu i gær aðgerðir tögregiunnar og sögðu hana hafa traökað á grundvallarréttindum. Saddam hefur smíðað tvær kjarnasprengjur íraskur verkfræðingur, sem flúið hefur frá írak, fullyrti í gær í viðtali við breska blaðið Sunday Telegraph að Saddam Hussein íraksforseti hefði látið smíða tvær kjarnorku- sprengjur og að smiði fleiri væri undirbúin. Að sögn verkfræðings- ins, sem ekki vill láta nafns síns get- ið, hófst smíði gereyðingarvopn- anna um leið og vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fóru frá írak 1998. Verkfræðingurinn segir sprengjurnar hafa verið smíðaðar í Hamrin í norðausturhluta íraks ná- lægt írönsku landamærunum. Verk- smiðjan skemmdist í loftárásum bandamanna en hún var fljótt end- urreist, að sögn verkfræðingsins. Melissa Fleming hjá Alþjóðakjarn- orkumálastofnuninni sagði að mál- ið yrði rannsakað hið fyrsta. Saddam Hussein íraksforseti er sagður stjórna sjálfur smíöi kjarnorkuvopnanna. Talsmaður Tonys Blairs: Mandelson fjarrænn og einbeitingarlaus Mörg bresk blöð skrifuðu í gær að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefði hreinlega slátrað Peter Mandelsen sem neyddist til að segja af sér embætti ráðherra ír- landsmála í síðustu viku. Ástæðan skrifanna er ummæli talsmanns Blairs, Alastairs Campbells, um Mandelson. „Hann hefur ekki verið jafn ein- beittur og venjulega. Hann hefur verið svona um skeið. Það er eins og hann sé búinn að fá nóg,“ sagði Campbell við fjölmiöla, að því er Sunday Times greinir frá. Sunday Telegrap segir Campbell hafa látið þessi orð falla þegar stjórnmálamönnum Verkamanna- flokksins var ljóst að Mandelson myndi gera gagnárás á sunnudegin- um til að hreinsa mannorð sitt. Og það gerði hann. I grein í Sunday Times í gær full- yrðir Mandelson að hann hafi verið neyddur til að segja af sér. Hann hefði ekki logið varðandi vega- bréfsumsókn indversks auðkýfings 1998. Mandelson kveðst einungis hafa vísað fyrirspurn Indverjans til rétts ráðuneytis. Ráðuneytisstarfs- menn geti staðfest þá frásögn hans. Indverjinn, Srichand Hinduja, sagði í viðtali við breska ríkissjón- varpið BBC að hann sæi ekkert at- hugavert við það að hafa spurt Mandelson hvernig vegabréfsum- sókninni liði. Það væri skylda stjórnmálamanna að aðstoða. Hinduja vísaði því einnig á bug að tengsl væru milli einnar milljónar punda gjafar hans til Þúsaldarhveif- ingarinnar i London og þess hversu skjótt hann fékk breskt vegabréf. Hann hefði oft gefið slíkar gjafir í Bretlandi, meðal annars i tíð Thatcherstjórnarinnar. Mandelson neitar að draga sig í hlé frá stjómmálum. Talsmaður Peter Mandelson Fékk ekki tíma til að verja sig áður en hann var neyddur til afsagnar. Verkamannaflokksins í Hartlepool staðfesti á laugardaginn að Mandel- son myndi bjóða sig fram i næstu kosningum. Mandelson hefur verið þakkaður stórsigur Verkamanna- flokksins 1997 þegar flokkurinn komst aftur til valda eftir að hafa verið 18 ár í stjórnarandstöðu. Mandelson neyddist fyrst til að segja af sér ráðherraembætti 1998 þegar fregnir bárust af því að hann hefði fengið lánað fé frá fyrrverandi ráðherranum og auðkýfingnum Geoffrey Robinson til að kaupa sér hús í Notting Hill í London. Keith Vaz, ráðherra Evrópumála, sem einnig bar fram fyrirspurn vegna vegabréfsumsóknar Hinduja, kvaðst í síðustu viku alveg rólegur vegna stöðu sinnar. Sunday Tel- egraph greindi hins vegar frá því í gær að Vaz hefði verið skipaður ráðherra eftir að Hinduja og bræður hans höfðu kvartað undan því við Blair að engir þingmenn af asiskum uppruna gegndu ráðherraembætt- um. 4 URVALUTSYN 2 Frábært úrval af spennandi áfanga- stöðum í vor og sumar. Margir brottfarardagar í boði. Nýr golfstaður í ár: Matalascanas á Spáni. 79.900 kr. á mann í tvíbýli án flugvallarskatts. 7 nátta feró. Innifalið: Flug, gísting á fjögurra stjörnu hóteli (sjávarsýn), morgun- og kvöldverður, ótakmarkað golf í 6 daga(golfvöllurinn er 600 m frá hótelinu), akstur til og frá hóteli erlendis og fararstjórn. Kynntu þér málið strax - ferðirnar eru óðum að fyllast. Golfdeild Úrvals-Útsýnar, Hlíðasmára 15, Kópavogi. Sími 585 4140 • Fax 585 4120 Allar upplýsingar varðandi golfferðirnar er að finna á: www.urvalutsyn.is VW Polo 1000, skr. 03. '00, 3 d., bsk. V. 790 þ. stgr. MMC Lancer 1300, skr. 06. '99, 4 d„ bsk. V. 890 þ. stgr. MMC Lancer 4x4 1600, skr. 06. '99, 5 d„ bsk. V. 1.160 þ. stgr. Toyota Corolla 1600, L/B, skr. 12. '98, 5 d„ ssk. V. 990 þ. stgr. Subaru Impreza 4x4 1600, skr. 04. '99, bsk. 5 d„ V. 990 þ. stgr. SsangYong Musso 4x4 2300, dfsil, árg. 1996, 5 d„ skr. 06. '98, bsk. V. 1.050 þ.stgr. HÖLDURS-BÍLAR Á FRÁBÆRU VERÐI !!!! OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL.10-18. LAUGARDAGA FRÁ KL.10-14. - - [bÍLASAUNNj Höldur ehf. BÍLASALA Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020 - 461 3019 Toyota Hilux D/C 4x4 SR 5 2400I, skr. 06. ‘96, 4 d„ grár, ek. 119 þ. krri, bsk. V. 1.050 þ. stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.