Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2001 Fréttir I>V Barist við náttúruöfl og tímann í Vatnsfellsvirkjun: Grjótrok og brjálað veður - en höfum verið heppnir í vetur, segir Björn A. Harðarson Nú eru ekki nema um tíu mánuð- ir þar til fyrri af tveim aflvélum Vatnsfellsvirkjunar verður gang- sett. Þegar litið er á hversu stór hluti verklegra framkvæmda er enn eftir er ljóst að mikið þrekvirki verður að klára gerð virkjunarinn- ar á tilsettum tíma. Fyrri aflvél virkjunarinnar verð- ur, ef allt gengur að óskum, gang- sett í október og sú síðari í desem- ber á þessu ári. Skammur framkvæmdatími Bjöm A. Harðarson, staðarverk- fræðingur og yfirmaður eftirlitsað- ila með verklegum framkvæmdum, segir nokkra verkþætti vera heldur á eftir áætlun en aðrir séu á undan því sem ráð var fyrir gert. Hann segir framkvæmdir við virkjunina um margt óvenjulegar, ekki síst í ljósi mjög skamms framkvæmda- tíma sem er ekki nema u.þ.b. tvö ár. Grjótrok og brjáiuð veður „Við höfum verið heppnir með veður í vetur en annars er vindur- inn okkar versti óvinur. Það getur orðið feiknalega hvasst héma og Unnio vio inntaksmannvirki Hér hamast menn í kapphlaupi viö tímann til aö nýta sem best þetta hagstæöa vetrarveöur. Héöan fer vatniö um tvær sverar stálpípur inn í stöövarhúsiö fyrir neöan. Mikið mannvirki Framkvæmdir hófust í júlí 1999 og báðar vélar virkjunarinnar eiga að vera komnar í gang um miðjan desemeber á þessu ári. Virkjunin er talin mjög hagkvæm en hún mun kosta tilbúin um sjö milljarða króna. Til samanburðar má nefna nýju verslunarkringluna í Smára- lind í Kópavogi sem mun kosta um tíu milljarða króna. Steypan í Vatnsfellsvirkjun er heldur ekki skorin við nögl. í þessi mannvirki fara hvorki meira né minna en 45 þúsund rúmmetrar af steinsteypu en til samanburðar fara kannski 300-400 rúmmetrar af steypu í venjulegf einbýlishús. Þetta myndi þvi duga ágætlega í 120 einbýlishús. Grafnar eru út í skurðum og fyrir öðrum mannvirkjum um 2 milljónir rúmmetra af jarðvegi. Þá fara 500 þúsund rúmmetrar af efni í stíflur og aðrar fyllingar. -HKr. DV-MYNDIR PJETUR Strangt eftirlit með framkvæmdum Björn A. Haröarson, staðarverkfræöingur og yfirmaður framkvæmdaeftirlits í Vatnsfellsvirkjun. hálsinn þar sem helstu mannvirkin eru er eitt alversta veðrarviti lands- ins,“ segir Bjöm A. Harðarson. „Hæðardragið hér upp að Vatnsfelli er frægt í fjallasögum fyrir brjáluð veður. Veðurstofan er hér með mæla og við höfum því gott yfirlit yfir veðurfarið. Vindur er mjög oft yfir 20 metra á sekúndu og fer á stundum í 30 m/s og jafnvel í 40 m/s. Menn hafa þó sjaldan flúið í hús þó veðrið hafi verið vont. Þá hefur líka verið steypt hvernig sem hitastigið hefur verið. • Þrátt fyrir slæm veður hafa skemmdir orðið tiltölulega litlar. Helsti vandinn er ekki snjór eða sandfok heldur grjótrok og rúðubrot. Af þeim sökum hafa menn sums stað- ar strengt net við vinnuskúrana til að hefta grjóthríðina þegar rokið er mest. Vinnusvæðið hér við Vatns- fellsvirkjun er í 550 metra hæð yfir sjó og því bæði kaldara og meiri snjór og vindur en t.d. í Sultartangavirkjun sem er i 250 metra hæð. Vinnuað- stæður eru því allar mun erfiðari." Tíu mánuðir til gangsetningar Vatnsfellsvirkjunar: I kapphlaupi við tímann Björn A. Harðarson, staðarverk- fræðingur og yfírmaður eftirlitsaðila með verklegum framkvæmdum við Vatnsfellsvirkjun, segir ekki nema um tíu mánuöir þar til fyrri af tveim afl- vélum virkjunarinnar verður gangsett. Gríðarmikið verk er enn óunnið en Björn er þó ekkert svartsýnn á aö mönnum takist að klára verkið á til- settum tíma. Vatníð notað aftur og aftur Vatnsfellsvirkjun, sem nú er verið að byggja, er skammt neðan Þóris- vatns sem er vatnsforðabúr meiri hluta af raforkuframleiðslu lands- manna. Vatnsfellsvirkjun er ætlað að nýta áður ónotaða orku sem felst í fallvatni á milli Þórisvatns og Krókslóns. Við Krókslón er Sigölduvirkjun og þaðan fellur vatnið í Hrauneyjalón sem fæðir Hrauneyjafossvirkjun. Þaðan fellur vatnið í Tungnaá og í Sultartangalón sem sér Sultartanga- virkjun fyrir vatnsafli. Frá þeirri virkjun rennur vatnið síöan áfram um gríðarmikinn skurð út í Þjórsá og nið- ur í lón Búrfellsvirkjunar sem er neðsta virkjunin i röðinni en í raun - gríðarlega mikið óunnið a£ sjö milljarða verkefni nýta þær allar sama vatnið aftur og aftur. Lokað á sumrin „Afl virkjunarinnar verður 90 MW (Megawött), sem fengið er frá tveim 45 MW vélum af Francis gerð. Virkjunin er að þvi leyti sérstök hvað flestar vatnsaflsvirkjanir varðar að á sumrin verður engin framleiðsla. Ástæðan er sú að vatni er miðlað úr Þórisvatni niður í lónin fyrir neðan yfir vetrarmánuðina, en á sumrin er lokað fyrir og safnað i lónið að nýju,“ segir Björn. Vatnsmiðlunin í Þórisvatni var byggð á árunum 1970-1972 í tengslum við virkjun Þjórsár við Búrfell. Loku- búnaður í Þórisvatni er í sjálfu sér mikið mannvirki en lokun og opnun á þeim búnaði er fjarstýrt frá miðstöð Landsvirkjunar í Reykjavík. Það sama verður uppi á teningnum varðandi Vatnsfellsvirkjun þar verður að stað- aldri enginn starfsmaður, heldur mun öllum þessum flókna búnaði verða fjarstýrt frá Reykjavík. Hins vegar mun rekstrareftirliti og viðhaldi vera sinnt að starfsmönnum Landsvirkjun- ar í Hrauneyjarfossvirkjun. -HKr. Vatnsfellsvlrkjun Fremst á myndinni sést stöövarhúsiö sem grafiö er langt niöur i jöröina en vinstra megin er spennistöö virkjunar- innar. í hlíöinni fyrir ofan má sjá vatnspípurnar og inntaksmannvirki sem veita vatni aö aflvélum virkjunarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.