Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2001 I>V Fréttir Umdeilt SímaHapp Friöar 2000: Vinningaskrá villandi - og dómsmálaráðuneytið með takmarkanir á útdrætti Milljónapottsins Töluverð óánægja hefur verið með hvernig staðið er að SímaHappi Frið- ar 2000 sem er eins konar hlutavelta þar sem fólk hringir í ákveðið síma- númer sem kostar 990 kr. og fær vinn- inga. Það hefur verið gagnrýnt að vinningur, sem er t.d. 4000 kr. úttekt á veitingastað, sé í raun 1000 kr. út- tekt á fjórum stöðum. Fjölskylda sem fær slíkan vinning og ætlar út að borða þarf því að skipta sér niöur á staðina eða velja einn þeirra og greiða sjálf mismuninn. Ástþór Magnússon, forsvarsmaður Friðar 2000, segir að hugmyndin að baki vinningunum sé sú að noti fjölskyld- an einn miðann þá sé hún búin að fá verð símtalsins til baka auk þess sem hún er komin í Milljónapottinn. Frið- ur 2000 gerir samstarfssamninga við fyrirtæki sem vilja kynna sig og eru vinningar SímaHappsins úttektir á vöru og þjónustu þeirra. Þessi gagnrýni er þó ekki sú eina sem komið hefur fram á SímaHappið þvi símalínum Síma- Happsins var lokað tíma- bundið á fimmtudag þar sem upp kom ágreiningur um hvort um hlutaveltu eða happdrætti væri að ræða, en um rekstur happdrætta gilda strangir skilmálar. „SímaHappið er í raun hlutavelta þvi allir fá vinning,“ segir Ástþór. Á fimmtudag voru símalín- umar opnaðar aftur eftir að ráðu- neytið staöfesti að Friði 2000 væri áfram heimilt að starfrækja leikinn, með takmörkunum þó, en leiknum er ætlað að safna fé til styrktar stríðshrjáðum. Takmarkanimar munu vera þær að ekki sé dregið úr svokölluðum Milljónapotti, sem allir sem hringja í SimaHappið fara í, nema einu sinni en áætlað var að draga úr hon- um vikulega. Ástþór segir að þessi krafa ráðuneytis- ins eigi sér enga stoð en ætli ráðuneytið að halda henni til streitu muni það verða kært til Samkeppnis- stofnunar og umboðsmanns Alþingis fyrir brot á sam- keppnislögum, stjómarskrá og stjórnsýslulögum. Ást- þór segist hafa heimildir fyrir því að einstakir þingmenn, sem dragi taum samkeppnisaðila á happ- drættismarkaði, hafi reynt að þrýsta á ráðherra til að fá leyfi SímaHapps afturkallað. „Það virðist sem reynt hafi verið að nota ráðuneytið, að hætti gamaldags íslenskrar fyrir- greiðslupólitikur, í þeim tilgangi að stöðva leikinn," segir hann. „Við þykjum óæskileg samkeppni þvi hjá okkur fá allir vinninga.“ Breytt í spurningakeppni Fái Friður 2000 ekki leyfi til að draga úr Milljónapottinum vikulega mun honum verða breytt i spurn- ingakeppni á meðan kæran á ráðu- neytið er í vinnslu. „Þeir sem sækja tombóluvinninga á þessu tímabili verða spurðir einnar eða tveggja spurninga og ef þeir vita svarið munu þeir fá afhentan miða í Millj- ónapottinn án endurgjalds. Þessar spurningar eru: Viltu vinna milljón? og Hvað eru margir fimm þúsund króna seðlar í einni milljón?“ segir Ástþór. Hann segir SímaHappið hafa gengið vel hingað til enda sé hug- myndin svo góð að ráðgert sé að selja hana til útlanda og að í framtíðinni geti alþjóðleg velta Símahapps numið hundruð milljóna króna. -ÓSB Ástþór Magnússon. Starfsmenn við Vatnsfellsvirkjun: Otrúlega heppnir með veðrið - þar sem oft er hreint veöravíti á vetrum Þórarinn Sigurðsson og Haraldur Jósefsson voru að fylgjast með er sá fyrri af tveim rafspennum Vatns- fellsvirkjunar var hífður af dráttar- bíl sl. miövikudag. Þórarinn er búinn að starfa við Vatnsfellsvirkjun í eitt ár en var áður í eitt ár að vinna í Sultartanga- virkjun. „Hér er ágætt aö vinna. Það hefur verið mjög góð tíð núna en í fyrravetur var veðrið hérna al- veg hryllingur frá febrúar og fram yfir páska. Þá var hífandi rok og allt á kafi í snjó,“ sagði Þórarinn og leit yfir virkjunarsvæðið þar sem varla var nokkum snjó að finna. Haraldur Jósefsson er tæknimað- ur hjá ísafli sem er einn af verktök- unum á svæðinu. „Ég er búinn að vera hér siðan 1 júlí í sumar. Það er ágætt að vera héma og tilbreyting að vinna við þetta. Hér em allt aðr- ar áherslur og annað umhverfi en maður er vanur. Yflr vetrarmánuð- ina vinnum viö fimm daga í einu og eigum þá frí um helgar. Á sumrin er unniö á vöktum í sex daga töm- um og síðan er frí í þrjá daga á milli.“ - Er ekki ætlunin að klára virkj- unina fyrir næsta vetur? „Jú, og það gengur alveg eftir. Ég get ekki séð neitt sem ætti að koma í veg fyrir það. Við erum reyndar búnir að vera ótrúlega heppnir með veðr- ið. Það er nokkuð ljóst að ástandið væri miklu verra ef hér hefði verið brjálað veður og snjór það sem af er vetri. Hér getur orðið mjög hvasst og þegar verst er og þá standa menn hreinlega ekki á fótunum, sérstak- lega þar sem unn- ið er við inntaks- mannvirkið. Þar getur vindurinn náö sér upp í mik- inn streng eftir að- veituskurðinum," sagði Haraldur Jósefsson. -HKr. vs. DVA1YND HORÐUR Sannlr fjallamenn Þórami Siguróssyni og Haraldi Jósefssyni líkar bærilega viö virkjunarstörfin. Akranes: Fjórir piltar ákærðir fyrir Sýslumaðurinn á Akranesi hefur geflð út tvær ákærur á hendur fjór- um ungum mönnum fyrir að ráðast f tvígang að 16 ára gömlum pilti. Fyrri árásin var á skólaballi á Akranesi hinn 4. nóvember í fyrra, þegar piltinum og öörum 17 ára unglingi lenti saman í kjölfar illinda á ballinu með þeim afleiðing- um að pilturinn nefbrotnaði. Seinni árásin, sem varð viku síðar, er ekki talin tengjast þeirri fyrri að öðru leyti en að fómarlambið var hið sama, en þá er þremur ungum mönnum á aldrinum 16 til 18 ára gefið að sök að hafa ráðist að piltin- um með höggum og spörkum á bíla- stæði í miðbæ Akraness. Hann meiddist ekki verulega f það skipti, en að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sýslumanns á Akranesi, er síðari árásin talin alvarlegri þar sem hin- ir meintu árásaraðilar vom fleiri en einn. „Lögin og löggæsluyfirvöld líta það alvarlegri augum ef aðilar taka sig saman um brot,“ sagði Ólafur Þór. Talsvert var um árásir og illindi maima í millum á Akranesi fyrir áramótin, en að sögn Ólafs Þórs hef- ur ástandiö róast mikið eftir ára- mótin. -SMK Austfjarðamið: Leit að skip- verja hætt Leit að ungum skipverja sem hvarf fyrir borð á togaranum Björg- vini EA frá Dalvík á fostudagsmorg- un hefur verið hætt. Skipið var við veiðar um 50 sjómílur úti af Aust- fjöröum þegar skipverjinn fór fyrir borð. Fjöldi togara og varðskip leit- uðu mannsins allan föstudaginn. Leitin bar ekki árangur og var henni hætt þegar komið var fram í myrkur. -aþ Ólafsvíkurenni: Ölvunarakstur á stolnum bíl Stolnum bíl var ekiö út af undir Ólafsvíkurenni um kl. 8.20 í gær- morgun. ökumaðurinn er 19 ára gamall piltur og sem að sögn lög- reglu var ölvaður. Hann var fluttur á heilsugæslustöðina í Ólafsvík, lít- ils háttar meiddur á höfði en bíllinn telst ónýtur. -ss Veöriö í kvöld Léttskýjað sunnanlands í kvöld er gert ráö fyrir norðlægri eða breyti- legri átt, 3-8 m/s. Sunnanlands verður létt- skýjaö en skýjaö og þurrt að mestu norðan- lands. Þykknar upp m/vaxandi austanátt suð- vestanlands í nótt. Hiti veröur 0-4 stig við suöur- og austurströndina, annars vægt frost. Sólargangur og sjávarföll REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 17.03 16.50 Sólarupprás á morgun 10.16 10.45 Síödegisflóö 20.59 01.32 Árdeglsflóö á morgun 09.15 13.58 Skýrii'4ar & v®öuttákniim ^^VINDÁTT —HITI -10! & ^VINDSTYRKUR i nurtrum á sokúrxiu ^FROST HEJOSKÍRT *>,.íD o lÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ AtSKÝJAD w %S? Ö RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA w = ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR SKAF- RENNINGUR FOKA Allt eftir vi Hálka í höfuðborginni Höfuöborgarbúar og sjálfsagt fleiriu urðu áþreifanlega varir við aö götur voru orönar hálar nú um helgina eftir mikið og langt góöviðristímabil. Samkvæmt upplýsingum Veöurstofu verður hitastig á næstu dögum í kringum frostmark og því um aö gera aö aka varlega. Rigning eða skúrir Á morgun gerir Veðurstofan ráð fyrir austlægri átt víðast hvar, 8 til 13 m/s. Rigning eöa skúrir veröa sunnanlands en skýjaö og úrkomulítiö á Norðurlandi. Hiti verður á bilinu 2 til 6 stig. Miövikudagur FimmLjdngur Föstudagur Vindur: "O <T N 5-10 m/% ’ Jjjtíí Vindur: C"7W> 5-10 m/s Vindur: r.' 13-18 m/» > >,,, Hiti 1° til 5“ Hiti 1° tii 4“ Hiti 1° til 5° Gert er ráö fyrir suöaustanátt, 5-10 m/s og rigningu eöa skúrum, einkum sunnan- og vestan tll. Vestlæg átt, 5-10 m/s veröur víöast hvar. Rigning austaniands en annars þurrt aö mestu. Veöurstofan gerir ráö fyrir suöaustanátt, 13-18 m/s, en heldur hægari austanlands. Skýjað og viöa rigning. Veðrið kl. U J ] AKUREYRI snjókoma 0 BERGSSTAÐIR skýjaö 0 BOLUNGARVÍK snjóél 0 EGILSSTAÐIR 0 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaó 2 KEFLAVÍK Kúrkoma i grennd 2 RAUFARHÖFN rigning 0 REYKJAVÍK skýjað 1 STÓRHÖFÐI léttskýjað 4 BERGEN skúr 3 HELSINKI aiskýjaö 2 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 4 ÓSLÓ rigning og súld 3 STOKKHÓLMUR þokumóöa 3 ÞÓRSHÖFN léttskýjaö 6 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 6 ALGARVE alskýjað 14 AMSTERDAM skúr á siö. kls. 5 BARCELONA hálfskýjaö 11 BERLÍN léttskýjaö 7 CHICAGO skýjaö -5 DUBLIN léttskýjaö 5 HALIFAX léttskýjaö -9 FRANKFURT skúr 7 HAMBORG skúr á síö. kls. 6 JAN MAYEN þokumóða 1 LONDON hálfskýjaö 8 LÚXEMBORG skúr á siö. kls. 3 MALLORCA skýjaö 14 MONTREAL -9 NARSSARSSUAQ snjókoma -9 NEW YORK heiðskirt -6 ORLANDO helöskírt 2 PARÍS skýjaö 7 VÍN rigning 4 WASHINGTON heiöskírt -8 WINNIPEG þoka -8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.