Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2001 DV Bjargað úr rústunum eftir 58 klukkustundir Sjö ára dreng var í gær bjargað úr rústum húss sem hrundi í jarð- skjálftanum í vesturhluta Indlands á föstudagsmorgun. Drengurinn hafði legið í rústunum í 58 klukku- stundir. Tveimur klukkustundum siðar var móðir hans dregin úr rúst- unum og tveimur öðrum konum var einnig bjargað í gær. Þessi fregn vakti vissulega gleði en embættismenn viðurkenndu að þeir óttuðust hið versta. Tölur um mannfall voru misvísandi en talið er að 20 þúsund hafi farist í jarð- skjálftanum. Indverska sjónvarpið greindi frá því í gær að ekki væri vitað um afdrif 125 þúsunda. í gærkvöld höfðu einungis borist staðfestar fregnir af eyðilegging- unni sem skjálftinn, er mældist 7, 9 á Richter, hafði valdið í stærri borg- unum í vesturhluta Gujarat-héraðs. Næstum öll hús hrunfn Lítið var vitað um ástandið í minni borgum og bæjum umhverfis borgimar Bhuj og Anjar þar sem næstum öll hús hrundu til grunna. Þeir fáu hermenn sem farið höfðu til bæja með 10 til 15 þúsund íbúum greindu þó frá því að í þeim hefði ekkert hús staðið uppi. „Við sáum bara algera eyðilegg- ingu,“ sagði talsmaður björgunar- liðs um bæinn Adhoi. í þessum litlu bæjum er enga stóra krana eða vinnuvélar að finna. ígær höfðu 400 björgunarmenn frá Sviss, Tyrklandi, Bretlandi og Rússlandi komið til Indlands. For- sætisráðherra Gujarats-héraðs, Kes- hubhai Patel, sagöi allt skorta. Nefndi hann síma, vasaljós, tjöld, teppi og sjúkrabíla. Bara í Bhuj, sem var um 150 þúsund manna borg, höfðu í gær um 3 þúsund lík verið grafín úr rústunum. Lögreglumaður í borg- inni sagði þessa tölu fljótt eiga eftir að tvöfaldast. Talið er að flest fórn- arlömbin séu í gamla borgarhlutan- um en þar hafði ekki í gær verið hægt að byrja að vinna með stórum vélum. Hlaðnir við í líkbálin Skorts á matvælum og hreinu drykkjarvatni er farið að gæta í Bhuj. Flestir vöruflutningabílanna, sem í gær komu til borgarinnar, Rústir í Bhuj / borginni Bhuj höfðu um 3 þúsund lík verið grafin úr rústunum í gær. Talið er aö 20 þúsund manns hafi farist í jarðskjáiftanum. Indverska sjónvarpið greindi frá því í gær að ekki væri vitaö um afdrif 125 þúsund manna. voru með við á líkbálin sem kveikt voru á götum úti. Yfirvöld vara við sjúkdómum og farsóttum verði líkin ekki skjótt brennd. Hitinn á þessum slóðum var um helgina 32 stig að deginum. Búist er við svipuðu hita- stigi næstu daga. Borgarsjúkrahúsið í Bhuj eyði- lagðist næstum alveg i jarðskjálftan- um. Ekki er vitað um afdrif flestra sjúklinganna. Á sjúkrahúsinu var fæðingardeild þar sem bæði barns- hafandi konur auk nýbakaðra mæðra og nýfæddra bama voru. Óttast er að um 400 börn séu grafm undir rýstum skóla ásamt kennur- um sínum. Fjöldi lækna framkvæmdi í gær allt að 2500 aðgerðir í opnum tjöld- um. Þegar skjálftinn reið yfir héldu margir íbúa Bhuj að Pakistanar hefðu gert sprengjuárás i tilefni þjóðarhátiðardags Indverja. Bhuj er nefnilega landamæraborg. En nú hefur óvinaþjóðin boðið Indverjum aðstoð. Um 200 eftirskjálftar hafa riðið yf- ir. Öflugasti eftirskjálftinn mældist 5,9 á Richter. Útskrifaður af sjúkrahúsi Á meðan verið var að útskrifa Augusto Pinochet, fyrrverandi ein- ræðisherra Chile, af sjúkrahúsi á laugardaginn barst orðrómur um að hann yrði jafnvel ákærður fyrir mannréttindabrot í dag. Læknar á sjúkrahúsinu, þangað sem Pinochet var fluttur á föstudaginn, segja hann þjást af æðakölkun. Táningur myrtur í Ósló Fimm nýnasistar voru í gær kærðir fyrir að hafa stungið til bana 15 ára þeldökkan ungling í Ósló að- faranótt laugardags. Á laugardags- kvöld stakk 14 ára stúlka jafnöldru sína með hníf í Ósló. Banna sýklalyf í fóðri ESB leggur til að bannað verði að nota sýklalyf sem fóðurbæti fyrir svín. Lyfin eru notuð til að grísirn- ir verði feitari. Minni ógn en talið var Vistkerfinu á Galapagoseyjum stafar ekki jafnmikil hætta og talið var af lekanum úr olíuskipinu sem strandaði þar fyrir rúmri viku. Hættulegar konur á flótta Sænska lögreglan leitaði í gær tveggja hættulegra ungra kvenna, morðingja og brennuvargs, sem flúðu geðsjúkrahús í Váxjö. Þrír milljarðar í bætur daginn. Er honum gert að greiða yf- ir 3 milljarða í bætur. Létust í óveðri Að minnsta kosti fimm manns létu lífið í óveðri sem gekk yfir Portúgal um helgina. Al Gore Með meirihluta á ógildu seðlunum. Merkt við Gore á flestum ógildu atkvæðanna Eftir skoöun 2,7 milljóna at- kvæðaseðla í átta af stærstu kjör- dæmum Flórída kom í ljós að merkt var við nafn Als Gores, fyrrverandi varaforseta, á 46 þúsund ógildu seðl- anna. Merkt var við nafn Georges Bush, sem tók við forsetaembættinu fyrir rúmri viku, á 17 þúsund ógildu seðlanna. Samkvæmt könnun bandaríska blaðsins Washington Post töpuðu frambjóðendurnir at- kvæðunum vegna villandi seðla. Þegar kjósendur reyndu að leiðrétta fyrri merkingu með því að merkja aftur varð seðillinn ógildur. Yasser Arafat Arafat á Alþjóðaefnahagsráðstefn- unni í Davos í Sviss í gær. Ekkert samband við Arafat þar til eftir kosningar Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, hefur ákveðið að slíta sam- bandi við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, og palestínska embættismenn þar til eftir kosning- arnar 6. febrúar næstkomandi. Ör- yggislögregla beggja aðila mun þó vinna saman á þessu tímabili. Háttsettir palestinskir embættis- menn höfðu greint frá því að Barak og Arafat myndu halda leiðtogafund í Stokkhólmi á morgun. Samkvæmt fylgiskönnunum mun Barak tapa fyrir Ariel Sharon, leiðtoga Likut- flokksins, í kosningunum. IRA leggur niður vopn Vendipunktur kann að vera fram undan í deilunni um afvopnun IRA, írska lýðveldishersins, á N-írlandi. Breska blaðið Sunday Times full- yrðir að IRA muni eyðileggja skot- vopn og jafnvel sprengiefni eða steypa utan um þau samkvæmt frið- arsamkomulagi sem búist er við að kynnt verði eftir nokkra daga. í staðinn muni breski herinn rífa tvo af 14 varðturnum í Armagh þar sem IRA-félagar fara um yfir landamær- in til Irlands. Haft er eftir heimild- armanni innan IRA að samtökin séu reiðubúin að gera eitthvað séu Bretar það einnig. „Við viljum ekki missa af þessu friðarferli," er haft eftir heimildarmanninum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun hitta Bertie Ahern, forsætisráðherra írlands, í London á miðvikudaginn til að reyna að blása nýju lífi í friðarferlið. „Það hefur náðst árangur en við höfum ekki fundið lausn á öllu,“ segir Ahem. Bertie Ahern írski forsætisráðherrann hittir Tony Blair í London í vikunni. Aukin bjartsýni Bjartsýni hefur nú aukist á að frið- arverðlaunahafinn Suu Kyi fái fullt frelsi eftir að 84 stjórnarandstæð- ingum í Burma var sleppt úr fangelsi fyrir helgina. Peningana eöa lífið ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, hefur á nokkrum mánuðum fengið á þriðja milljarð íslenskra króna með líflátshótunum. Leiðtogar atvinnu- lífsins á Spáni telja að verksmiðju- eigandi hafi verið myrtur vegna þess að hann neitaði að greiða ETA fé. Heim úr útlegðinni Kjósendur í Perú eru efms um hvort veita eigi fyrrverandi forseta landsins, Alan Garcia, nýtt tæki- færi. Garcia sneri heim á laugardag- inn úr 9 ára útlegð í Kólumbíu. Kjósendur hafa ekki gleymt spilling- unni og efnahagsöngþveitinu í stjórnartíð hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.