Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 28
44 MANUDAGUR 29. JANÚAR 2001 Tilvera DV lífift W- Söngvar frá sjónarhóli barna í Salnum Margrét Bóasdóttir sópran og Ungverjinn Miklos Dalmay pí- anóleikari halda ljóðatónleika í kvöld klukkan 20 í TÍBRÁ, tón- leikaröð Salarins í Kópavogi. Efnisskrá þeirra ber heitið Söngvar frá sjónarhóli barna og byggist á íslenskum og erlendum ijóðasöngvum sem allir fjalla um börn eða eru lagðir börnum í munn. í söngvunum er lögð áhersla á hið ríkulega ímyndun- arafl sem börn hafa og einlægni þeirra og heiðarleika. Margrét og Miklós hafa starfað að tón- listarmálum á fjölbreyttum vett- vangi, bæði hér og erlendis, en þessir tónleikar eru þeir fyrstu sem þau vinna saman. Kabarett ■ PICASSO ASTKVENNANNA SALGREINDUR Listaklúbbur Leikhúskjallarans stendur fyrir þemakvöldi þar sem listamaðurinn Pablo Picasso er sál- geindur og krufinn til mergjar. Auður Olafsdóttir listfræðingur fjailar um list Picasso. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir flytur erindi um listamann- inn sem talinn er hafa þjáðst af narsissisma. Leikkonurnar í sýning- unni Ástkonur Picassos, þær Mar- grét Guðmundsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Lilja Guörún Þorvalds- dóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir og Anna Krist- ín Arngrímsdóttir segja, ásamt leik- stjóranum, Hlín Agnarsdóttur, frá leikhúsvinnunni og leika brot úr verk- inu. Umræður verða í lok dagskrár- innar sem hefst klukkan 20.30 en húsiö verður opnar klukkan 19.30. Aðgangseyrir er 1000 kall en 500 krónur fyrir skólafólk og klúbbfélaga. Fundir ■ UPPLYSINGATÆKNI I HJUKRUNARMEÐFERÐ I dag kl. 12.15 verður haldin málstofa í hjúkrunarfræði í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Gyða Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur og doktorsnemi við University of Wisconsin-Madison flytur fyrirlesturinn Notkun upplýsingatækni í hjúkrunarmeðferð: Tækifæri og takmarkanir.. Fjallað verður um innreið upplýsingatækni í heilbrigðis- þjónustu og að hverju þarf aö hyggja þegar hjúkrunarfræðingar nota þessa nýju tækni í þágu skjólstæð- inga hjúkrunar. Fyrirlesturinn byggir á rannsókn um fræðslu og stuöning um Internetið til fólks sem gengist hefur undir kransæðaaðgerð. Málstofan er á vegum Rannsóknar- stofnunar í hljúkrunarfræði og er öllum opin. Námskeið ■ RODDIN SEM SPEGILL SALAR- INNAR er námskeið sem boöiö er upp á í Leikskólanum Höfn, Marar- götu 6 í Reykjavík, í kvöld og annað kvöld, mijli kl. 19.30 og 22 bæöi kvöldin. Á námskeiðinu er unnið með útvíkkun raddarinnar: að vera sér meðvitandi um hvaðan röddin kemur og líkamann sem hljómbotn hennar. Þetta er ekki söngnámskeiö heldur á það að auka skilning fólks á eigin raddbeitingu og annarra. Leiöbeinandi er Slgrún Harðardóttir ráðgjafi. Þátttaka tilkynnist í síma 5523222. Námskeiðið kostar 4000 kr. Hákon Már Örvarsson hreppti 3. sæti í virtustu matreiðslukeppni heims: Sigraði stórar matreiðsluþjóðir Matreiðslumeistarinn Hákon Már Örvarsson náði á dögunum frábærum árangri í matreiðslukeppni í Frakk- landi. Keppnin er haldin að frum- kvæði eins virtasta matreiðslumanns Frakka, Paul Bocuse, kennd við hann og oft er hún nefnd heimsmeistara- keppni matreiðslumanna, að sögn Há- konar Más. Keppnin er með fóstu sniði. Hún er haldin annað hvert ár 22 þjóðir taka þátt hverju sinni, einn keppandi frá hverju landi. Valið er sérstaklega úr umsóknum þátttökulanda í hverja keppni og sækja helmingi fleiri þjóðir um en komast að. Keppnin hefur ver- ið haldin annað hvert ár síðan 1987 en ísland tók þátt í fyrsta sinn árið 1999 og keppti Sturla Birgisson þá fyrir ís- lands hönd og hreppti 5. sæti. Hver þjóð sendir einn dómara í keppnina og var Sturla fulltrúi íslands í dóm- nefndinni og segir Hákon Már hann hafa verið ómetanlegan í undirbún- ingi keppninnar. Framtíðin á huldu Það gefur augaleið að árangur sem þessi er afar mikilvægur ungum mat- reiðslumanni eins og Hákoni sem verður 28 ára á næstu dögum. Hákon segir of snemmt að segja til um það hvaða þýðingu þetta hefur fyrir hann. „Með hverju árinu er lagt meira und- ir til að ná góðum árangri í þessari keppni þannig að það er alveg meiri- háttar fyrir mig að komast þarna á pall. Þama erum við að keppa við stórar matreiðsluþjóðir eins og Belg- íu, Spán og Ítalíu og erum fyrir ofan þær allar svo við getum ekki annað en verið griðarlega stolt af þessum ár- angri. Þetta vekur mikla athygli og Is- land fær mikla athygli út á þetta,“ seg- ir Hákon Már. Nafn Hákonar stendur um ókomna tíð Hákon Már Örvarsson, Friögeir Ingi Eiríksson aöstoöarmaður hans og Gunnar Davíö Chan varaaöstoöarmaöur fyrir framan hinn virta veitingastaö Pauls Bocuse þar sem skiltiö meö nafni Hákonar mun standa um ókomna framtíö. Hákon Már var matreiðslumeistari á Hótel Holti en hætti þar til að und- irbúa keppnina í Frakklandi. Hann var því spurður að því hvað væri á döfinni hjá honum í allra næstu fram- tíð. „Það skýrist bara á næstunni," segir Hákon Már en meðal næstu verke fna heima fyrir segir hann vera að fmna nafn á litlu dóttur sína sem fæddist 28. desember. Aðstoðarmaður einnig verð- launaður Lambið telst líklega nokkuð heppi- legt hráefni fyrir íslending að elda úr en barrann þurfti Hákon að flytja inn frá Frakklandi vegna þess að þótt ný- verið sé fariðað rækta hann hér fæst hann ekki í þeirri stærð sem miðað var við í keppninni. „Ég lenti í 3. sæti með fiskinn en i 2.-3. með kjötrétt- inn,“ segir Hákon sem þó var jafn að Dóttirin í fangi meistarans Hér má sjá þátttakendur í keppninni. 1 fangi Paui Bocuse er dóttir Hákonar en fyrir aftan hann til vinstri er sigurvegari keppninnar, Frakkinn Francois Adanski. Girnilegir réttir Hér má sjá hiö girnilega lambakjöt sem Hákon Már matreiddi í keppninni. stigum við Svíann sem hreppti 2. sæt- ið. Milli 70 og 80 íslendingar fóru utan og fylgdust með Hákoni í keppninni. „Það er mikill áhugi í kringum þetta innan matreiðslugeirans. Allar þjóð- imar sem taka þátt mæta með sitt klapplið og það myndast mjög skemmtileg stemning í kringum þetta.“ Aðstoðarmaður Hákonar var Frið- geir Ingi Eiríksson og hlaut hann 2 verðlaun aðstoðarmanna. „Hann var vel að því kominn. Við vorum búnir að vinna mjög náið saman og ég treysti honum fyrir verðugum verk- efnum." Matreiðslukeppnin er líður i gríð- arlega Qölsóttri matvælasýningu en hátt á annað hundrað mannns heim- sækja hana og fylgjast má með keppn- inni á sjónvarpsskjáum um allt sýn- ingarsvæðið. „Það komast miklu færri að en vilja á áhorfendapöllunum og verður að loka dag hvern þegar allt er orðið fullt.“ Sambíóin - Blair Witch 2: Pjóðsaga verður að kjaftasögu Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Gæði The Blair Witch Project fólust ekki í þvi að kvikmyndin væri innihaldsrík og meistarlega vel gerð. Hún var hvorugt. Gæði hennar lágu í hinu óvænta. Hún kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í klisjukennda verksmiðju- framleiðslu. Þarna var komin kvik- mynd með frumlegum efnistökum sem nánast var í útliti eins og heimagerð vídeómynd, byggð upp eins og heimildamynd og var trú- verðug sem slík. Margir hverjir neituðu að trúa þvi að ekki væri um heilagan sannleika að ræða. The Blair Witch Project var samt sem áður bara einnota kvikmynd. Þegar horft er á myndina aftur þá er neist- inn horflnn og lítiö sem heillar áhorfandann þó maður hljóti að við- urkenna að hugmyndin á bak við gerð hennar er snilld. Vinsældir Blair Witch voru gífurlegar og lofið mikið. Það er samt greinilegt að að- standendur hennar hafa ofmetnast. Þeir hefðu átt að gera sér grein fyr- ir að sæmilega skyni skroppnir bíó- gestir láta ekki plata sig tvisvar með sömu formúlunni. Því er Book of Shadow: Blair Witch 2 stór mis- tök. Enn eru það myndbandsupptöku- tæki og sem eru notuö til að gera at- burðarásina sem eðlilegasta og trú- verðugleikinn er sóttur í fyrri myndina. Til bæjarins Burkittsville Hvaö geröist í nótt? Fjórmenningarnir vaknaöir og muna ekki hvaö geröist um nóttina. koma fjögur ungmenni sem öll hafa orðið fyrir miklum áhrifum af Blair Witch Project. Þau fá einn bæjar- búa, Jeff Donovan til að eyða nótt með sér í rústunum þar sem hinir örlagaríku atburðir áttu að gerast. Þetta er fyrst og fremst tilbreyting í tilveruna hjá krökkunum, þau vita að Blair Witch Project var skáld- skapur. Ætlunin er að vaka um nóttina. Um morguninn kemur í ljós að þau hafa öll sofnað (eða svo halda þau) og búið er að eyðileggja mest allan farangur þeirra. Þessi fyrsti hluti myndarinnar er ágæt- lega gerður og atburðarásin spenn- Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. andi. Það sem kemur á eftir er ótrú- lega klént og klisjulegt. Ungmennin safnast saman heima hjá Donovan og fara að sjá ofsjónir um leið og sár á líkama þeirra stækka. Þetta endar að sjálfsögðu með ósköpum þegar þau fara að vantreysta hvoru öðru. Það sem háir Blair Witch 2 er að ekkert í myndinni er hægt að kalla góðan hrylling. Það er lagt af stað með dálitið vænan pakka af hug- myndum sem sjálfsagt væri hægt að moða sæmilega úr ef allir væru ekki svo uppteknir af því hvað Bla- ir Witch Project var mikil snilld. Það á að endurtaka leikinn, leik sem ekki er hægt að endurtaka. Bla- ir Witch 2 er það sem hún lítur út fyrir að vera, illa leikin b-hryllings- mynd með sögu sem ekki gengur upp. Eftir fyrri myndina var þjóð- sagan sveipuð dulúð, sem hægt var að nýta í vefmiðlum sem urðu mjög vinsælir, en eftir þessi ósköp er dulúðin horfin og eftir stendur ósköp venjuleg kjaftasaga. Leikstjóri: Joe Berlinger. Handrit: Joe Berlinger, Dick Beebe. Kvikmyndtaka: Nancy Schreiber. Tónlist: Carter Byrwell. Aöalleikarar: Tristan Skylar, Stephen Barker Turner, Jeffrey Donovan, Kim Director og Erica Leerhsen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.