Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2001 PV_____________________________________________________________________________________________Menning Listin er ékkert punt Annað tveggja var Islenska „nýja málverk- ið“ bara svona kröftugt, djarft og brýnt, eða þá að nýja málverkið í nútíð er svona dauft og lítið afgerandi. Altént tekst gamla nýja mál- verkinu enn að ögra og ganga nærri áhorf- andanum, a.m.k. hvað varðar vinnubrögð og efnivið, sjá verkin í eign Nýlistasafnsins sem Guðmundur Oddur hefur nú tekið til fremur handahófskenndrar upphengingar í sölum safnsins undir yfirskriftinni „Gullströndin - andar hún enn?“ Þar er hvorki reynt að fegra boðskap verkanna né frágang þeirra, enda var hann hluti af boðskapnum sem gæti hljóð- að einhvern veginn i þessa veru: Myndverkið er hrá og milliliðalaus tilfinningasprenging sem ekki þarfnast striga og olíulitar; grófustu blýantar og plastmálning duga vel. Sjálf verk- in taka sig best út á húsveggjum, á afgangs- pappír og úrgangspappa, alls staðar þar sem lífið gengur sinn vanagang. Eða eins og datt út úr einum eldhuganum: „Listin er ekkert punt heldur aggressjón og minnisvarði um líf- ið.“ Síðan er ósvarað þeirri spumingu hvers vegna þessi tilfinningaprenging á sér stað í listinni hér uppi á íslandi á fyrri helmingi ní- unda áratugarins. Að vísu var töluverð óþreyja í loftinu, sjá pönktónlistina sem skók rafta á ólíklegustu stöðum, myndlistarmenn voru þreyttir á þeirri tilfmningalegu bælingu sem fylgdi konseptlistinni á áttunda áratugn- um, auk þess sem aðstæður í þjóðfélaginu, til dæmis uppgangur purkunarlausrar auð- hyggju skerptu pólitískar andstæður. I um- mælum listamanna í blaðagreinum og viðtöl- um gætir einnig megnrar óánægju með áhugaleysi ríkisvaldsins um myndlistina í Verk eftir Ómar Stefánsson. Verk eftir Tolia Tolli og Ómar Stefánsson byggöu báöir á nýja málverkinu áfram. iðulega kemur fyrir i verkum þýskra og ítal- skra listamanna á þessum tíma virðist heldur ekki hafa fengið hljómgrunn meðal íslenskra starfsbræðra þeirra. Helstu tálmyndir og skurðgoð íslensks samfélags lifðu af atlögu hinnar herskáu nýju kynslóðar listmálara. Grófpenslar verða gullpenslar Nýja málverkið var íslendingunum fyrst og fremst ávísun á óhefta tjáningu einkalegra hugsýna og kennda, tímabundin malerísk bylting fremur en hugarfarsleg vatnaskil. Að sumu leyti var það meira að segja afturhvarf til expressjónismans i eldri list okkar, villtra mannamynda Kjarvals, Dunganons og Kristjáns Davíðssonar. Eins og sést af því að af þeim tæplega þrjátíu listamönnum sem komu við sögu nýja málverksins byggðu ein- ungis örfáir á þvi til frambúðar, segjum Tolli, Ómar Stefánsson og Ámi Ingólfsson. Aðrir, til að mynda Guðmundur Oddur, Hrafnkell Sig- urðsson og Óskar Jónasson, sneru ýmist við blaðinu eða skiptu um starfsvettvang. Sýningin í Nýlistasafninu er tímabær árétt- ing þess hve mörgum spumingum er enn ósvarað varðandi þetta frjóa tímabil í ís- lenskri nútímamyndlist. Umfram allt kallar hún á yfirgripsmikla úttekt, þar sem öUum þáttum íslenska nýja málverksins eru gerð skil, að ógleymdri rokktónlistinni og leikhús- gjörningunum sem fylgdu. En þeir sem vilja sjá hvemig „grófpenslar" urðu að „gullpensl- um“ ættu að drífa sig í Nýló. Aöalsteiim Ingólfsson Gullströndin - andar hún enn? veröur I Nýlistasafn- inu til 18. febrúar, opið kl. 12-17 alla daga nema mán. landinu og óforbetranlega formhyggju helstu gagnrýnenda. Skurðgoðin blífa En þegar sjálf myndverkin eru gaumgæfð, bæði þau sem hanga uppi í Nýlistasafninu og það fremur dauflega úrval sem sýnt var í Listasafni Islands undir merkjum nýja mál- verksins í fyrra, þá er dáldið erfitt að henda reiður á því hvað lista- mönnunum gekk til. í verkum þeirra vottar til dæmis ekki fyrir bein- skeyttri pólitískri ádeilu á borð við þá sem birtist í verkum þýskra lista- manna eins og Immendorf. Það er helst að djarfi fyrir slíkri pólitík í málverkum Tolla og Ómars Stefáns- sonar, en hún er sjaldnast útlistuð til hlítar. Ekki merkir áhorfandinn held- ur róttæka „afbyggingu" viðtekinna samfélagsgilda í íslenska nýja málverk- inu, t.d. hvað varðar hlut- verk kynjanna og kyn- hneigð yfirleitt eins og við finnum í verkum Þjóðverj- ans Salóme og ítalans Clemente; helst er tæpt á slíku í verkum Helga Þor- gils og Jóns Axels (sem ekki er að finna í þessu samhengi). Óvægin sál- greining hins aðþrengda nútimaeinstaklings sem Bókmenntír___________________________________________________' Kaun heimsins Kjartan Árnason segir á bókarkápu Launa heimsins að örleikrit hans séu flest sprottin úr raunverulegum aðstæðum sem höf- undur „snýr ofurlítið upp á ..." Þetta er vitaskuld úrdráttur en rétt er að leikritin hafa öll beina skírskotun til samtímans og höfundur stingur á ýmsum kýlum. í sumum tilvik- um er það löngu tímabært en í öðrum er deilt á eitthvað sem lengi hefur verið uppi á borðinu. Þá örlar á því að verkið verði klisjum að bráð. Skáld eru til dæmis hrakin burtu frá bóka- útgáfunni í leikritinu Forlög vegna þess að „maður fjár- festir ekki í skáldskap" (bls. 48) og fjölmiðlamenn klofa glottandi yfir lík til þess að ná góðri frétt (og tala líka voðalega vitlaust). Iðulega er samt ádeilan sett fram á ferskan hátt og örleik- ritin eru sannanlega húmorísk, þó að húmorinn sé stundum svo kolsvartur að brosið verði að grettu. Fyrst og fremst eru leikritin ádeilubókmennt- ir og á margt er deilt: Gegndarlausa auðsöfn- un, plott í Hvíta húsinu til þess að koma af stað styrjöld, ráðagerðir hryðjuverkamanna sem vantar heppileg skotmörk og grimmd gegn dýrum; tvískinnunginn i því að dýrka hvali en slátra öðrum á villimannslegan hátt. Það sem er mest heill- andi við leik- ritin í Laun- um heimsins er þegar verkin telja lesendum sínum trú um að þau séu annað en þau eru, aUt þar til í lokin. Kjartan er lunkinn við að heíja leikrit hefð- bundið en leiða þau svo til lykta á óvænt- an máta, svo sem í Skotmönnum, þar sem tveir skotmenn miða út bráð sína og tala glað- beittir um tæknina við drápið, eins og þeir séu í sportveiði: P: (1 föðurlegum áminningartóni) Mikil hreyfing á hlaupinu getur fælt bráöina. Maöur á alltaf aó hreyfa vopniö löturhœgt og passa aö hlaupiö sé ekki áberandi, beri ekki vió loft eöa ijósan bakgrunn. (11) Skyndilega verður lesanda ljóst aö menn- irnir eru í hernaði - og það eru ekki dýr sem þeir eru að fara að skjóta á heldur fólk. Ýkju- og fáránleikastíll birtir lesendum grimmd og tilgangsleysi striðsins. Leikritin eru skrifuð á einföldu og kímilegu máli - sannferðugu talmáli, sem er nauðsyn- legt, skyldu þau vera ætluð til uppfærslu. En eins og örleikrit Þorvalds Þorsteinssonar er ímyndunaraflið að baki sumum leikrita Kjart- ans svo víðfeðmt að ekki er mögulegt að setja þau á svið. í einu þeirra er til að mynda tekið fram að mannverurnar séu 30 cm háar, í öðru að skriðdreki keyri yfir mann o.s.frv. En sjón- varp er miðill sem gæti gefið örleikritunum í Launum heimsins líf og sannarlega væri spennandi að fá að líta þau augum. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir KJartan Árnason: Laun heimsins, Örleikrit. Örlagiö Kópavogi, 2000. Skapa til að skilja Húsfyllir var í Norræna húsinu á fimmtu- daginn var þegar Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður hélt þar hádegiserindi á vegum Rannsóknastofu i kvennafræðum út frá bók sinni Ósýnilega konan - SG tríóið leik- ur og syngur sem tilnefnd er til íslensku bók- menntaverðlaunanna. Sigurður er manna skemmtilegastur og þessi hádegisfundur var hressandi hvíld í amstri dagsins og vikunnar. Sigurður hefur áöur gefið út bókina Tabula rasa sem einnig vakti töluverðan fögnuð og er það merkilegur kafli í bókmenntasögu fram- tíðarinnar hvernig myndlistarmenn hafa frjóvgað íslenskar bókmenntir með ó(hefð)bundnu viðhorfi sínu til tungunnar - og má þar minna á Hallgrím Helgason, Þor- vald Þorsteinsson og Harald Jónsson auk Sig- urðar. Siguröur tók skýrt fram að það eina sem hann ætlaöi sér með bókaútgáfu sinni væri að búa til listaverk; hann langaði ekki til að breiða út skoðanir eins og er svo algengt í karlastýrðum trúarbrögðum eins og kristni og listastefnum eins og módernisma. „Maður skapar list til að skilja hluti,“ sagði Sigurður. „Maður uppgötvar með því að skapa og skap- ar til þess að uppgötva!" Heimurinn er hommi í bók sinni lýsir Sigurður því hvemig hann er settur saman úr karlinum Sigurði, konunni Sigurði og hulstrinu Sigurði sem er utan um þau tvö og er eiginlega vitsmunaveran, menn- ingarveran Sigurður. Með því að lýsa sig svona tvi (eða þrí-)kynja sagðist Sigurður ekki vera að ganga í lið með konum - til dæmis af því að hann kenndi í brjósti um þær - heldur væru allir (frjóir?) listamenn tvíkynja þvi það þyrfti eiginleika beggja kynja til að skapa. Karlinum er eðlilegt að þrengja sviðið, ein- falda, þjappa að miðju eða kjarna (sbr. módemismann), konumar dreifa úr því og það er nauösynlegt með. En ráða ekki karlkyns viðhorf jafnt í lifi sem list? „Er tilveran einn stór limur?“ spurði listamaðurinn og hvessti augu á áheyrendur undan sérkennilegu höfuðfati sínu sem var stór karlmannslimur úr plasti og hélt ótrauð- ur áfram: „Menning okkar er hómósexúel - heimurinn er hommi!“ Allt byggist á aðdáun karla á körlum. Hinum limlausu er boðið að vera með og þær þiggja boðið en um leiö verða einnig þær uppteknar af aðdáun á körl- um og fara að skapa karllega list. „Fá lánað typpi,“ eins og hann orðaði það. „Viðurkennd kvennalist er karlkyns," sagði Sigurður. Það væri svo gaman aö hafa raunverulegar sam- ræður milli hins karllega og kvenlega í listun- um en það hefur ekki tekist. Spurning er hvort hér er ekki veila í röksemdafærslu mannsins því ef allir lista- menn eru tvíkynja er öll list það líka, einnig list kvenna ... Stökk ekki bros Sigurður sagðist hafa keypt liminn í klám- búð í Amsterdam. Afgreiðslukonan sýndi hon- um ýmsar gerðir og bauð honum að máta og brá sér ekki hið minnsta þegar Sigurður sagð- ist þurfa hann á höf- uðið. „Henni stökk ekki bros því þarna kemur fólk með svo konar sérþarf- ir,“ sagði Sigurð- ur og sal- urinn tók bakföll. DV-MYND ÞÖK Sigurður Guð- mundsson. Lesendur veröa aö ímynda sér höfuö- fatið. Þaö stóö eins og horn einhyrnings út úr miöju enni hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.