Þjóðviljinn - 12.02.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.02.1960, Blaðsíða 10
10)' — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 12. febrúar 1960 Eldhúsdagur yfir stömpunum Framhald af 7. síðu þykkt á Alþýðusambandsþingi að fórna 6 vísitölustigum til að halda verðlagi í skefjum, hvorki verkamenn né bændur vildu hækkun. Fórum ekki úr stjórn, þá hefðu íhald og hægri menn Framsóknar hald- ið áfram helmingaskiptafélag- inu á Keflavíkurvelli. Fram- sókn segir ekki meira. íhald verður blásvart á lit, þegar Kratinn segir: Lúðvík lét útgerðarmenn græða, barð- ist fyrir þá, en ekki okkur sjó- mennina. Já, Lúðvík bjó vel að út- gerðarmálum og sjómönnum, fengum hækkun án verkfalls; ýms fríðindi og byrjað strax upp úr áramótum, hans loforð stóðust. En Emil í fyrra, hann lofaði öllu fögru. lofaði þessu í dag og sveik það daginn eft- ir. Og Lúðvík var ekki með neitt kák við Breta. Þess njót- um við í dag á fiskimiðunum okkar, en, játað skal að í færri veizlum hefur hann staðið með Bretum en Guðmundur í. Nú standa allir með Komma, nema Krati. og í sárabót sam- þykkt með 4 atkvæðum Lýð- ræðismanna, Kommi ekki með: Fundin málpípa, sem ekki gef- ur eftir Einari Olgeirs, Lúðvík, Hannibal eða Karli, að tala blaðlaust, sellu x 7. Það ætti að senda Krústjoff, en Krati heldur að Krúsi taki x sem koss frá íslandi og stingur upp á +, Krúsi skilji dánarmerki svo vel. Kommi segir að það skuli Krati ekki gera, því trú- legt sé að Krúsi hafi frétt af þrem síðustu áföllum Al- þýðuflokksins, Dagsbrúnar- kosningu, Þrótti á Siglufirði og í Borgarnesi, og gæti tekið skeytið sem dánartilkynningu Alþýðuflokksins. Svo ekkert verður úr þessu. Kommi segir við Krata (,en þeir eru báðir að byggja hús), gráttu ekki strax félagi, ekki út af þessu. Þú færð tækifæri til þess. þegar þú sækir um íbúðarlán í vor og færð að borga 12% af láninu. Þetta er úr Þjóðviljanum. segir Krati. Alþýðuflokkurinn lætur ekki alþýðufólk borga okurvexti af íbúðarlánurp, nei, það sam- þykkir hann aldrei. Já, segir Kommi. það er strax dálítið að þurfa að borga húsalán næstum þrefalt til baka, eins og nú er hvað þá tólf. Krati grípur þetta tækifæri. er 12% tólffalt til baka, það yrðu aldeilis vextir, nei svo mikið hækka nú aldrei vextir af lánum til húsbyggjenda, það yrði til þess að drægi úr allri framkvæmd. Kommi lygnir augunum lymskur á svip og segir. nei kannski ekki tólffalt til baka, en kannski hækka vextir samt, ha? Nú varð Krati mállaus. Svo er farið að tala um skat.taframtalið. Skipstjóri á að fá helmingi hærra útsvar en við, því hann hefur tvo hluti og aðrir yfirmenn á bátnum líka meira, en þó sjAum við oft að ekki fara gjöldin eftir því. Og einróma álit okkar hér, að leyfilegt sé að benda á annan mann með sömu tekjur, eða fullan rétt á því að fá að sjá skattframtal hjá skipsfléaga manns, hvort sem hann er hár eða lágur í þjóðfélaginu. Eða getur það verið, að sumir fái dregið undan skatti hjá út- gerðarmönnum, ef þeir hafa mjög háar tekjur? Dagurinn er á enda, nú gæti Alþingi tekið sellu 7 sér til fyrirmyndar. Nú hjálpast flokk- arnir allir að við óleysta verk- efnið, að setja stampana á bíl. íhald og Krati eru í stjórn, raða stömpunum á bílana, Framsókn og Kommi líta upp til þeirra og fá að fela stjórn- inni verk sín í hendur, beittu stampana setja þeir á bílinn, við förum heim. Áður en leiðir skilja. segir Kommi við Krata, segðu I-Iannesi á horninu að hætta að hafa áhyggjur af sjómannaskorti, enga þegn- skylduvinnu, bjóða íslenzku sjómönnunum þ^ð sama og Færeyingum, 1000—1200 dansk- ar kr. á mánuði. yfirfærðar. svo þeir geti ferðazt út eins og útgerðarmennirnir. Þvi get- um við ekki fengið það sama, sem öðrum er boðið, fyrst út- lendingum er sagt að þeir fái ekki betri kjör en íslendingar, og vandinn er ekki annar. Og þá verður nóg íramboð af sjómönnum. Við fengum sex tonn af fiski. einn dagur er liðinn af vertíð 1960. Við kveðjumst og förum heim að sofa. Ég vil ekki skrifa nafnið mitt undir grein- ina, veit ekki einu sinni, hvort hún er hæf í blað. Pabbi í Reykjavík myndi fá slag, ef hann vissi um þetta bréf, og yngri systkini mín yrðu strax munstruð í Heimdall. Óli fengi ekki að koma heim, því þeim lenti saraan, honum og pabba í Reykjavík, þegar Óli var verkfallsvörður í Dagsbrún og pabbi gat ekki mútað honum. Skuggi. Til liggur leiðin Benjamín hrekur stjórnarröksemdir Framhald af 12. síðu. urnar spara því innflutning fyrir upphæð, sem slagar hátt upp í alla aukningu skuldabyrðarinn- ar. Er þá að sjálfsögðu margt ótalið, sem gert liefur verið fyrir erlent fé á tímabilinu, svo sem almenn rafvæðing, landbúnaðar- framkvæmdir. skipakaup, frysti- húsabyggingar o. m. m. fl.“ Og síðan víkur dr. Benjamín að framleiðsluaukningunni á þessum tíma. Hann segir: „Ef við lítum á útflutninginn. sjáum við að árið 1951 nam liann 45 milljónum dollara, en 1958 66 milljónum dollara. Aukningin er 21 milljón dollarar. Ég held að það geti ekki verið vafamál, að þjóðin er í alla staði miklu betur fær um að standa undir greiðslu 514 millj- ón dollara árið 1958 en 2 milljón dollara árið 1951, einmitt vegna þess hve miklar framkvæmdir hafa verið unnar fyrir hið er- lenda Iánsfé“. Grein dr. Benjamíns staðfest- ir það sem Lúðvík Jósepsson sagði í umræðunum um efna- hagsmálafrumvarpið á Alþingi. í fyrsta lagi það, að greiðsluhallinn við útlönd stafar af stórframkvæmdum, af kaupum á nýjum skipum, byggingu raforkuvera, bygg- ingu sementsverksmiðju og svo framvegis. í öðru lagi: Það er blekking, að erlendu skuldirnar. sem stafa af upp- byggingunni, geri greiðslu- byrði vaxta og afborgana ó- bærilega. Og í þriðja lagi: er svo það, að greiðsluhallinn síðustu árin. er „bókhalds- legur“ vegna þess að auknar birgðir útflutningsvöru sem mynduðust árin 1958 og 1959 um 200 milljónir króna, er ekki taldar með í gjaldeyris- uppgjörinu. HEIMILISÞATT UR iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiniiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii/iiiiiiEiiiiiiimiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiimiiiiiiiiiEiiii Eflœist þvi sem viS á hverju sinni að hún sé komin yfir þetta og hættir í nuddinu, en stirðleik- inn tekur sig upp aftur, því hún heldur áfram að vera í sama þrönga kjólnum. Það er mjög skiljanlegt að fólk vilji slíta út og nota til fullnustu fötin sín áður en þau eru lögð til hliðar, en þá verður að velja sér snið og efni þannig, að möguleiki sé á að nota flík- ina áfram heima fyrir. Ef áð- urnefndur kjóll hefði verið úr teygjanlegu jerseyefni, hefði hann verið mun eftirgefanlegri og frúin að öllum líkindum losnað við óþægindin, læknis- kostnaðinn og vinnutapið. Önnur frú var það sem fór til heimilislæknis síns og kvartaði um þreytu og eymsli í handleggjunum og öxlunum. Hún fékk nudd og var sagt að reyna ekki mikið á sig, en eymslin tóku sig upp aftur og aftur. Eftir nokkuð langan tíma komst læknirinn að hvað um var að vera. Konan var með mjög ávalar axlir og til að missa ekki hlírana á undir- fötunum íram af öxlunum lyfti hún öxlunum dálítið og gekk álút. Ef hún hefði eytt nokkrum krónum í bendla og smellur og saumað fyrir hlírana hefði hún getað haldið fullri heilsu. Frúin er að fara í smásam- kvæmi og er í nýjum kjól. Hann er mjög fallegur — og mjög þröngur. Því hefur frú- in alls ekki tekið eftir fyrr en nú, en hún er orðin sein og þarf að flýta sér. Hún trítl- ar af stað með klaufalegum hreyfingum, hún er ófrjáls — hún er þvinguð. Eftir nokkurn tíma er frúin orðin þreytt á þrönga kjólnum og ríú ætlar hún að slíta hon- um út heima fyrir. Og nú vit- um við hvernig fer fyrir henni, því hún hefur vanizt þvingun- um kjólsins. Spenningur og á- reynsla á vöðvum sem hefði yerið alger óþarfi. Hún verður þreytt og stirð og fer í nudd. Eftir nokkurn tíma heldur hún 'Sm *5 j . ...5*. r •■'tW"*' •* S' ■ A ’■’ ■' < 'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiimii iiimiiimiiiiiiiLiMiiMiiiiiiiiMiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiHii 'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimmuimiimit Vetrardragtin Kápan með 9/10 síildinni er mjög í tízlui í vetur. I+ssi er úr grófu tvíddi, breið yfir axlirnar, tyíhneppt með ~V w * skinn bæði á kraga og framan á emum. Með fylgir auð- vitað þröng»i aðsniðið pils o.g síddin er, eins og sjá má aðeins niður fyrir linéð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.