Þjóðviljinn - 12.02.1960, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.02.1960, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. febrúar 1960 ÞJÓÐVILJINN — (3 fiimiiiiiiiMmiiiiiiiiimMiiimmmiMiiimiuimiiimiimimmiimiimimiimimiiiiii Myndasaga irá höfninni IFréttamaður Þjóðviljans var á gan.gi niðri við liöfn í gærdag og átti leið fram hjá skipinu Laxá. Ileyrði hann barnsgrát og sá hvar lKil telpa stóð grátandi um borð í skipinu. Foreldrar barnsins stóðu aftur á móti á bryggjunni og liorfðu niður með skipsliliðinni. Þe.gar fréttamaðurinn liljóp að, all skelkaður, sá hann ekkert kvik't í sjónum heldur flaut þar kvenveski. Konan liafði misst veskið sitt milli skips og bryggju. Veskið flaiai nú aftur með skipinu, en menn horfðu ráðþrota á. (Örin sýnir veskið). 2.,Það rekur að bryggjunni", kallaðj einhver og snar- legur náungi vatt sér niður og seildist eftir veskinu. Konan þakkaði manninum fyrir með mörgum fögrum orðum. en liann sagði aðeins: „Það er v;íst bezt að hafa töskuskipti“. Síðan afhenti hann konunni töskuna og greip síðan sína og var horfinn. Þetta var útkeyrslumaður hjá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson. 3„Hvað segið þér, viljið þér fá mynd? Fer þe*ita í blöð- in?“, sagði konan hálf vandræðalega, en brosti síðan. Fréttamaðurinn kinkaðj kolli til samþykkis og brosti líka. „Var eitthyað verðinæ*tt í veskinu?“ spurði frétta- maður. „Ja, ekki miklir peningar, en það var bankabók í því“, svaraði maðurinn. Síðan gengu lijónin um borð, en frétta- maðurinn skundaði á brott liinn ánægðasJii. (Ljósm. Þjóðviljinn S.J.) llMEIMEMiMMMÍIIMIIIMMMMIlMIIEIIEifllíliiílllMMilMilltllU . i11Ltl,IsIíUIi111111111111111111111111M111111111111II1111111111111111111111111II1111111111111II1111111M111EilEM1111 Af- reksmenn Alltaf eru uppi afreksmenn sem með fordaemi sínu og verkum .breyta þjóðfélagi sínu. Slíkir menn hafa verið uppi á öllum tímum og í ■öllum löndum, en hugsjónir þeirra og verk eru mjög breytileg, og kynni af þeim gefa einatt góða mynd af á.Jdarfari og hugsunarhætti. Sá maður íslenzkur sem nú __ lyftir pálma sínum einna '"•r hæst til lofts er Sigurður Berndsen fjármálamaður. Hann hefur á langri og við- burðaríkri ævi barizt einarð- lega gegn þeirri firru að ó- heimilt skuli að okra á ná- unga sínum. Hefur hann sem betur fer haft efnalega umbun af baráttu sinni, og nú hefur hann í þokka- bót blotið andlega uppreisn- af glæsilegasta tagi: sjálf ríkisstjórn íslands hefur flutt um það frumvarp á alþingi að eítirleiðis skuli okur telj- ast lögleg og lofsvérð athöfn, sjálfur kjarni hins nýja efna- hagskerfis. Þeir menn sem fyrir nokkrum árum voru of- sóttir og dæmdir eiga nú á svipstundu að breytast í hug- sjónamenn sem aðeins voru örlítið á undan samtíð sinni, en eftirleiðis munu ráðherr'ar, bankastjórar og annað stór- menni gerast sporgöngumenn Sigurðar Berndsens, Brands Brynjólfssonar ög félaga þeirra. Það er ekki að undra þótt Sigurður sé glaður í hjarta sínu og hann telji sig langt kominn að sanna end- anlega þá lífsspeki sína að ,.hver einasti maður sé þjóf- ur'1. En það eru til fleiri af- reksmenn en Sigurður Bernd- sen, og er sannarlega tíma- bært að einnig þeir fái nú að lokum fulla uppreisn æru. ViII ekki ríkisstjórnin flytja um það frumvörp á þingi að eftirleiðis skuli skólastiórum heimilt’að láta greipar sópa um fjármuni skóla sinna, að .skrifstofustjórar megi hirða frírherki og seðlabankastjórar megi safna dollurum á leyni- reikninga úti um heim? Vel- lystingar Alþýðublaðið birtir um það stóra frétt á forsíðu sinni í gær að eftirleiðis geti aldrað fólk og örkumla og einstæðar mæður liíað í vellystingum praktuglega, eins og forsæt- isráðherra orðaði það í ára- mótaræðu sinni. Segir blaðið að lífeyrir til hjóna eigi að hækka um' hvorki meira né minna en kr. 831 á mánuði og til einstaklinga urn kr. 370,50. Ekki lætur blaðið þess þó getið hversu mjög útgjöld þessa fólks muni aukast þeg- ar . allar aðfluttar vörur hækka í verði um 30—40 Tc og innlendur varningur hækk- ar í kjölfar hins érlenda. En vill blaðið ekki í næstu fagnaðargrein sinni sýna með búreikningum -hvernig hjón eigi að fara að því að lifa í Reykjavík af kr. 2.158 á mán- uði og einstaklingur af kr. 1.200. en það er upphæð líf- eyrisins eftir hina nýju rausn stjórnarvaldanna. Blaðið gæti t.d. beðið formann Alþýðu- flokksins að semja slíka bú- reikninga, en hann greiddi á síðasta ári í eina saman skatta ámóta upphæð og fernum öldruðum hjónum er ætlað að lifa af. — Austri. Ræða Einars Framhald af 1. síðu. legt sjálfstæði íslands og þar með á velferð íslenzku þjóðarinnar. Árás á efnahagslegt sjálfstæði. Birgir Kjaran reyndi í ræðu sinni að gera gys að þeirri hug- mynd að voldugir menn úti í löndum liefðu áhyggjur af því hvort eyrarkarlar í Reykjavík hefðu atvinnu eða ekki. Kannski ekki af því, sagði Ein- ar, en voldugir menn vestan hafs og austan hafa áhyggjur af þv’í að eyrarkarlar á Islandi og aðrar vinnustéttir hafa skap að sér aðstöðu til að afnema atvinnuleysið, og gert það þannig að íslendingar hafa tengzt allmiklum viðskipta- böndum við sósíalistísku r'íkin, einkum Sovétríkin. Það eru þau viðskiptabönd sem valda áhyggjum liinna voldugu manna úti í heimi. Þeir skilja ekki hvernig fá- menn þjóð eins og íslanci skuli voga að tengjast slík- um viðskiptaböndum, verða efnalega sjálMæð og standa uppi í hárinu á stórveldum eins og Bretlandi, er það reynir að kú.ga liinn máttar- minni. Enda var það eina hættan sem Birgir Kjaran kom auga á að steðjaði að islenzku efna- hagslífi: Kommúnistahættan af viðskiptasamböndunum við sósíalistisku löndin- ★ Stefnt að evðilegg- incru austurvið- skiptanna. Og meginætlunin með fyrir- ætlunum um að gefa 60% inn- flutningsins frjálsan er einmitt sú að eyðileggja þessi viðskipti, gera ísland að hluta úr hinum alþióðlega markaði auðvaldsins, undirorpið verðsveifium hans og sölutregðu fyrir afurðir okk- ar, kasta þjóðinni út í algert örvggisleysi. Islendingar yrðu þá nenyddir til að selja afurðir sínar á lágu verði til Vesturlanda, ekki sízt begpr búið er að ánet.ia þjóðina með 800 milljóna króna láni, sem eingöngu yrði varið í vöru- kaun. Þetta er frelsið, sem ís- lendingum er boðið. Þíarmað að íslenzkum iðnaði. Með því að gefa 60%: inn- flutningsins frjálsan mætti telja víst að þjarmað yrði að íslenzlc- um iðnaði. En Jónas Harals ráðuneytisstjóri hafði upplýst í fjárhagsnefnd að iðnrekend- um ,yrði tilkynnt af stjórnar- völdunum með sex mánaða fyr- irvara ef ætti að láta erlenda iðnaðarvörur úr þeirra grein flæða inn á íslenzkan markað. Iðnrekendurnir íslenzku hefðu þá hálfs árs frest til að undir- búa útför fyrirtækis síns eða koma sér í aðstöðu til að geta keppt við iðnaðarstórveldin! Innlimun Islands í „frjáls- an“ markað hins alþjóðlega auðvalds er ekki leið sem verð- ur íslenzku þjóðinni' til far- sældar. heldur leiðir af því stór_ kostlega hættu. ★ Frá framhaldinu á ræðu Ein- árs verður skýrt í næsta blaði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.