Þjóðviljinn - 12.02.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.02.1960, Blaðsíða 9
---Föstudagur 12. febrúar 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Boris Stenin varð heimsmeist- ari í skantahlanpi árið 1960 Söguleg mótsslií - Frakki kom mjög á óvart þriðja sæti, en liann er kunnur fyrir mjög góðan árangur und- anfarin ár. Það var Helmert Kuhnert. Mótslokin urðu all söguleg og ólík því, sem venja er á heims- meistaramótum skautamanna. Svisslendingar neituðu að við- hafa hina venjulegu sigurathöfn og þeir neituðu ennfremur að draga að húni fána Austur- Þýzkalands, og fleira kom til. Um þetta segir norska íþróttablaðið Sportsmanden m.a.: „ „ Það hafa verið lögð fram mótmæli“, þetta voru einu upp- lýsingarnar sem forseti alþjóða- skautasambandsins, Kock, gaf áhorfendum þegar það var sýnt að ekki yrði úr neinni sigurat- höfn á leikvangi heimsmeistara- keppninnar. Sannleikann fengum við þó fljótt að vita. Svisslendingarnir höfðu neitað að draga hinn aust- ur-þýzka fána að húni, og þetta varð fljótt verra; Hótelstjórinn vildi ekki annast veizluhald, og þannig endaði þetta H.M. sem hneyksli (Skandale). Það end- aði með pólitísku þjarki og „röfli“, og það mun taka Iang- an tíma þangað til að Sviss hef- ur þvegið af sér þennan smánar- blett. Við höfum ekki stjórnmála- samband við Austur-Berlín, sögðu Svisslendingarnir, og vegna afleiðinganna urðum við að gera þetta sem við gerðum. Þvílíkt endemis slúður, tók ekki maðurinn, sem allt snýst um, I-Ielmert Kuhnert, þátt í meist- aramótinu í Sviss fyrir viku, og getur nokkur nokkurntíma leyft þátttöku með þeim skilyrðum að viðkomandi vinni ekki! Hinn 25 ára stúdent frá Sverdlovsk, Boris Stenin mundi sjálfsagt hafa óskað eftir öðru- vísi ramma um hið glæsilega afrek sitt. Honum átti sannar- lega ekki að hegna fyrir slúður pólitíkusanna.“ Slík eru ummæli hins norska blaðs. Því má raunar bæta hér við að norski flokkurinn sýndi hinum verðuga meistara, eins og það er orðað, ýmsan sóma þetta eftirminnilega kvöld. Hinn nýkrýndi Evrópumeist- ari, Knut Johannesen frá Noregi, varð í 7. sæti. Þegar í fyrsta hlaupinu náði hann ekki því sem búizt var við, og hélt það áfram allt mótið, t.d. á 1500 m var hann 5 sek. á eftir Stenin. Norðurlandabúarnir yfirleitt stóðu sig ekki vel í mótinu og sérstaklega voru það Finnar sem voru aftarlega á listanum. Sví- unum Brogren og Nilsson gekk heldur betur. Það sem kom mest á óvart var frammistaða Frakkans André Kouprianoff, (á rússnesk- an föður) sem er 21 árs gamall Parísarbúi, Hann vann sér það til ágætis að skjóta sér fram fyrir alla hina þekktustu skauta- menn heims og komast i annað sæti næst á eítir sjálfum meist- aranum, og það eftir að hafa keppt aðeins í tveim skautamót- um áður! Tími hans var á hin- um fjórum vegalengdum; 43,3 — 2,13,5 — 8,12,4 og 17.24,1. Það fór sem spáð var, áð Rússarnir kunnu betur við sig á brautinni í Davos og voru í sér- flokki. Þeir unnu þrjú hlaupin og tvöfaldan sigur í tveim. Auk þess setti Rússi braut- armet og þeir náðu í þrem hlaupunum bezta árangri sem náðst hefur á HM-móti. Það var aðeins bezti tími Knuts Jo- hannesen á 10,000 m sem stóðst. Hollendingarnir stóðu sig eins og vant er með ágætum, og áttu þrjá menn með í lokaátökunum, og það var Pesman frá Hollandi sem vann 10.000 metrana. Úrslit urðu annars þessi: 500 m 1 Grisjin Sovétr. 40,5 2 Stenin Sovétr. 41,7 3 Hickey Ástralía 42,5 4 Chu Cheng Kína 42,6 1500 m 1 Stenin Sovétr. 2,10,7 2 Grisjin Sovétr. 2,13,4 3 Kouprianoff Frakkl. 2,13,5 4 Aas Noregi 2,13,8 5000 m 1 Kutoff Sovétr. 8,06,1 2 Knut Johannesen Noregi 8,09,8 3 Kouprianoff Frakkl. 8,12,4 4 Seiersten Noregi 8,13,5 I 10.000 m 1 Pesmann Holland 16,53,5 2 Kositsjkin Sovétr. 17,01,5 3 Kuhnart A-Þýzkaland 17,04,2 4 v.d. Berg Holland 17,04,4 Samanlagt 1 Boris Stenin, Sovétr. 2 André Kouprianoff, Frakkl. 3 Helmert Kuhnert A-Þýzkal. 4 Valeri Kotoff, Sovétr. 5 Voctor Kositsjkin, Sovétr. 5 Pesman, Holland. Verðlaunin afhent á hótelherbergjum! Þess má að lokum geta hér, að sænska íþróttablaðið ræðir rrá ísknattleikskeppni. Það cru Svíar sem sjást á miðri mynd- inni, en sænsk lið hafa löngum verið í hópj beztu liða heims í þessari skemmtilegu íþrcttagrein. mjög í sama tón um „skandal- ánn“ í Davos, og það bætir við: „Þegar hinn ungi Kouprianoff fékk skýringu á því sem „kom- ið hafði fyrir“ og að engin há- tíðahöld yrðu, streymdu tár nið- ur vanga hans. Hann hafði ný- lega unnið stærsta afrek ævi sinnar og nú átti hann ekki að fá verðskuldaðan heiður, vegna pólitíkusanna". Getur þetta verið rétt? spyr blaðamaðurinn. Þegar ég hitti Boris Stenin var hann líka hryggur í bragði. Láftman & Co (Svíi í stjórn alþjóðasambandsins) aka nú í bifreiðum til hinna ýmsu gisti- húsa, og framkvæma verðlauna- afhendingar til sigurvegaranna á herbergjum þeirra. ÖLL RAFVERK Vigfús Einarsson Nýlendugötu 19 B. Sími 18393. STEiHPÖR's) Trúlofunarhringir, Stein- hringir, Hálsmen, 14 og 18 kt. gull. INNHEIMTA LOGERÆ.'Ol&TOKP Frú Stenin heimsmeistari kvenna Heimsmeistarakeppni kvenna í hraðhlaupum á skautum fór fram í Östersund í Svíþjóð um mánaðamótin siðustu. Sigurveg- ari í þeirri keppni varð Valent- inta Stenina, Kona Boris Stenin sem sagt hefur verið frá og várð heimsmeistari í Davos um síð- ustu helgi. Eins og búizt var við, voru þrjár sovétkonur í þrem fyrstu sætum samanlagt. Pólsk stúlka varð í fimmta sæti og finnskar stúlkur voru í 6. og 7. sæti. Stenina fékk 208,833 st. Hún varð í þriðja sæti á 500 m á 50,1, en 150 m vann hún á 2,37,6. í öðru sæti var hún á 3000 m og í fjórða á 1000 m á tímunum 5,31,8 og 1,41,7. 500 m vann Lydia Skoblikova á 49,9 og hún vann líka 3000 m á 5,23,9. 1000 m vann Klara Guseva á 1,40,2. Almannafé tekið.. Framh. af 12. síðu eyristekjurnar árið 1959. Þar gæfi ríkisstjórnin þær upplýs- ingar nú 10. febrúar 1960 að þær hafi verið 1466 milljónir króna. Er það hagfræðideitd Seðlabankans, Efnahagsráðuneyti ríkisstjórnarinnar, Hagstofan eða einhver annar hagfræðilegur að- ili sem leyfir sér að slá fram þessari tölu 10. febrúar 1960 og láta bygga á henni rökstuín- ing fyrir því sem nú er verið að gera? spurði Finnbogi. Nú þegar þetta er lagt fram liggja fyrir nógu nákvæmar tölur um þetta atriði til þess að ekki ætti að þurfa að slceika milljónum eða að minnsta kosti ekki milljónatugum. Þessi tala er fiilsuð, og allt villandi sem við liana er miðað og á henni byggt. Sé þetta áætlunartala til ltomin löngu áður en ríkisstjórn- in gefur Alþingi og þjóðinni þessar upplýsingar bar skylda til aði Ieiðrétta hana áður cu þetta rit er gefið út. En það er ekki gert heldur er hún notuð sem undirstöðutala til að bygg ja á. Skoraði Finnbogi á þá ráð- herra sem viðstaddir voru, Gunrx- ar Thóroddsen og Gylfa Þ. Gísla- son, að gefa upp heimildir rík- isstjórnarinnar fyrir þessu at- riði hagfræðilegrar ,,fræðslu“ ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin varnarlaus. Gylfi kom í ræðustólinn og gat enga vörn fram fært aðrn en þá, að tala þessi hefði verið sett inn í töflurnar sem áætl- unartala alllöngu fyrir áramót. Finnbogi benti á að þetta svar jafngilti uppgjöf ríkisstjórnar- innar. Ljóst væri að enginn hag- fræðingur eða hagfræðileg stofn- un vildi ljá nafn sitt þessum á- róðursbæklingi ríkisstjórnarinn- ar. Og ríkisstjórnin virtist sjálf vilja sitja uppi með ábyrgðinn á hinum fölsuðu tölum, birtum nú í febrúar 1960 og dregnar af þeim ályktanir, þegar fáan- legar væru miklu nákvæmari og réttari tölur. Umræður þessar fóru fram utan dagskrár í báðum deildum. Eins og frá hefur verið sagt fór heimsmeistaramótið í hrað- hlaupum á skautum fram í Dav- os í Sviss um síðustu helgi, og voru þar keppendur frá Evrópu, Ástralíu og Japan. AIIs nær 50 keppendur. Úrslit keppninnar urðu þau að Rússinn Boris Stenin varð heimsmeistari. Ann- ar varð Frakki (með dálítið rússneskulegu nafni) André Kouprianoff, og kom það mjög á óvart öllum skautasérfræðing- um, og Austur-Þjóðverji var í Kaupi hreinar prjónatuskur á Baldursgötu 30. DAMASK — Sængurveraefni Lakaléreft Flauel Léreft Hvít og mislit. ULLAR-VATTTEPPI Skólavörðustíg 21. Húseigendafélag Reykjavíkur OTVARPS- VIÐGERÐIR og viðtækjasala

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.