Þjóðviljinn - 12.02.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.02.1960, Blaðsíða 1
Föstudagur 12. febrúar 1960 — 25. árgangur — 35. tpjublafí. Blóðugar óeirðir 100 manns særðust í óeirð- um í Frakkian.li í gær. — i Voru bændur að mótmæla landbúnaðarlöggjöf stjórnar- innar, og lenti þá í átökurn við lögreglu. j Frá 2. umræðu genglsIækkuuaríramvarpssHS á Mþingi í gær: Voldugír erlendir aoílar v/7/a ekki þola þaB lengur oð íslendingar geti staBiö uppi i hárinu á stórveldi eins og Breflandi Mér er.það aðalatriði þessa máls að með hinum íyrirhuguðu ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar er verið að ráðast á efnáhagslegt sjálfstæði landsins og þar með á velferð íslenzku þjóðarinnar, sagði Einar 01- geirsson á Alþingi í gærkvöld, við 2. umræðu gegn- islækkunarfrumvarpsins. Svaraði Einar í hvassri og rökfastri ræöu framsögu- rnanni meirihluta fjárhagsnefndar, Birgi Kjaran, er hélt tveggja tíma lýðskrumsræðu í nazistastíl og boðaði „nýja efnahagskerfið“ sem fagnaðarboðskap er allt ætti að bæta. ' Fjárhagsnefnd neðri deildar klofnaði, og leggur meirihlut- inn, Jóhann Hafstein, Sigurð- ur Ingimundarson og Birgir Kjaran til að gengislækkunar- frumvarpið verði samþykkt, en tveir minnihlutar, Skúli Guð- mundsson og Einar Olgeirsson leggjast á móti frumvarpinu. Að lokinni framsöguræðu Birgis flutti Skúli Guðmunds- son ræðu er stóð allan síðdeg- isfundinn, kl. 5 til 7. Réðst hann allhart að ríkisstjórninni og frumvarpinu. Kvað hann rík- isstjórnina vera að taka upp nýja stefnu í þjóðmálum er myndi leiða til samdráttar í at- vinnulífinu og minnkandi stuðn- ings hins opinbera til fram faramála. Reyndj hann m.a. að heimfæra þetta undir afleið- ingar kjördæmabreytingarinn- ar sl. haust! í síðarihluta ræðu sinnar gerði Skúli grein fyrir ýmsum breytingartillögum, er hann ætlar að flytja við frumvarpið. Á kvöldfundj kl. 9 hóf Einar ræðu sína, og er hér einungis drepið á nokkur atriði í fyrsta kafla ræðu hans. en frá síðari hlutanum mun skýrt í næsta blaði. ^ Ekki sérfræði, heldur s / >v> aroour. Einar skýrði frá að fjár- hagsnefnd hefði kvatt á sinn miimuiiiiiimmmimiiimmmimu I Þrír fundir | | á summdag 1 E Alþýðubandalagið efnir E E til almennra funda um E E fyrirætlanir r'íkisstjórnar- E E innar í efnahagsmálum á E E eftirtöldum stöðum á E E sunnudaginn: = E Stykkishóhni, = E ísafirði, E = Hafnarfirði. E = Nánar verður auglýst E = um fundina í blaðinu á E 5 .morgun. E iijiiiiimiiiiiimiimmmimimmiimi fund sérfræðinga ríkisstjórnar- inr.ar er undirbúið hefðu efna- hagsráðstafanirnar og aðal- bankastjóra Seðlabankans, en þó nefndarmenn hefðu reynt að yfirheyra þá hefði lítið fengizt af gagnlegum skýringum. Taldi hann lítt vinnandi verk fyrir fjárhagsnefnd að fjalla um málið eins "og til væri ætlazt við slík starfsskilyrði á örstutt. um tíma. Hitt hefðj sér orðið enn l.jósara að það sem sérfræð- ingar ríkisstjórnarinnar hafi verið að undirbúa sé ekki sérfræði, heldur áróður. Fagnaðarboðskapur — eða nauðung. Það væri ennfremur orðið ljóst, að innan stjórnarflokk- anna væru mjög skiptar skoð- anir um þessi mál. Birgir Kjar- an og nokkrir hagfræðingar boði gengislækkunina og nýja efnahagskerfið sem fagnaðar- boðskap, og sama gerðu nokkr- ir reynslulitlir hagfræðingar í ráðherrastól, í ráðuneytis- stjórastól og á þingbekkjum. En hinir reyndari í hópi ráð- herranna menn eins og Ólafur Thors og Emil Jónsson, sem þekkja af reynslu slíkt „frjálst efnahagskerfi“ gera það ekki með glöðu geði að taka þátt í flutningi þessa frumvarns, svo notuð séu orð sjávarútvegs- ráðherra, Emils, og forsætis- ráðherra leggi áherzlu á að við eigum ekki annarra kosta völ. Mér er það aðalatriði þessa máls, sagðj Einar, að með þessu frumvarpi er ver- ið að gera árás á efnahags- Framhald á 3. síðu Dularfullt tungl Bandaríska hermálaráðuneyt- ið hefur tilkynnt að athugana- stöðvar sínar hafj orðið varar við óþekkt gervitungl, sem er á braut umhverfis jörðina. Bandaríkjamenn geta sér til að þetta séu leifarnar af Spútnik III. eða þá smáhnöttur sem Rússar hafi sent út í geiminn. s>- - Einar Olgeirsson flytur ræðu sína í gærkvöldi við aðra urnræðu gengislækkunarfrumvarpsins í neðrideild — (Ljósm. Sig Guðm.) ÆFR býður Hcimdalli til kapp- ræðufundar um efnahagsmálin 1 Æskulýðsfylkingin í Reykjavík, félag ungra sósíalista, liefur skorað á Heimdall, félag ungra Sjálfstæðismanna, að mæta á opinberum kappræðufundi um efnahagsmála- frumvarp ríkisstj órnarinnar. Sendi stjórn ÆFR Heimdell- ingum áskorun þessa í gær. 1 áskorunarbréfinu er tekið fram að svar Heimdallar skuli hafa borizt ÆFR eigi síðar en kl. 2 síðdegis á morgun, laug- ardag. Verði áskoruninni tekið, munu fulltrúar beggja félag- anna, ÆFR og Heimdallar, koma saman til fundar og ganga þar frá fyrirkomulagi 44 bótar með 220 lestir Vestmannaeyjum í gær. — Frá fréttaritara Þjóðviljans. í dag voru 44 bátar héðan á sjó og fengu 220 lestir. Víðir var hæstur með 11 lestir, en það var tveggja daga afli. Af þeim sem voru með eins dags afla fékk Reynir 8,5 lestir, Stíg- andi 7,3, Eriingur III. 7,3, Kári 7 og. Gullborg 7. kappræðufundarins^ ræðutíma og fjölda, o.s.frv í sunnudagsblaði verður skýrt frá svörum stjórnar Heimdallar við hólmgönguá- skorun ÆFR ICveikf í timbri i Haligrímskirkju Rétt eftir klukkan átta í gær- kvöldi var slökkviliðið kvátt til að slökkva eld sem logaði í timbri innan veggjanna sem bú- ið er að steypa af fyrirhugaðri Hallgrímskirkju á Skólavörðu- holti. Höi'ðu börn kveikt í móta- timbri sem þarna hafði verið komið fyrir. Nokkrar skemmd- ir urðu á timbrinu. Nýjar tillögur á Genfarfundi Bandaríkjamenn fluttu í gær nýjar tillögur á Genfarráðstein- unni um bann við tilraunuin með kjarnavopn. Lögðu þeir til að kjarnorkusprengingar yruu bannaðar í gufuhvolfinu, í sjó, á jörðu og neðanjarðar ef hægt væri að mæla þær. Ganga til- lögur þessar lengra en fyrri til- lög'ur Bandaríkjamanna en þær gera þó ekki ráð fyrir algjöru banni. Zarapkin, aðalfulltrúi Sovét- ríkjanna á ráðstefnunni, sagði að tiliögur þessar væru loðnar og allsendis ófulinægjandi. Með þeim væru leyfðar kjarnorku- vopnatilraunir innan vissra tak- marka og væri slíkt skref aitur- á bak í samningaviðræðunum. Lagði hann áherzlu á þá skoðun Sovétstjórnarinnar að náuðsyn- legt væri að ná samkomulag'i um bann við öllum kjarnorkuvopna- tilraunum án nokkurra undan- tekninga. Eisenhower forseti sagði á blaðamannafundi í gær. að hinar nýju bandarísku tillögur fælu það í sér að ekki væri nein hætta á geislun, sem skaðleg væri jarðarbúum. Afvopnun þýðir afuám fátæktar Krústjoff heldur ræðu í indverska þinginu ■— Ef vesturveldin fallast á tillögur Sovétstjórnarinnar um algjöra afvopnun, opnast leiðir til geysimikillar aö- stoðar við hin vanþróuöu lönd, eins og t.d. Indland —, sagði Nikita Krústjoff, forsætisráðherra Sovétrikjanna, er hann ávarpaöi báðar deildir indverska þingsins í gær. Krústjoff kom til Dheli í gær- morgun og' tóku þeir Nehru for- sætisráðherra og Prasad forseti á móti honum á flugvellinum. Mikill mannfjöldi fagnaði Krúst- joff er hann ók irá flugvellin- um um götur borgarinnar. Krúst- joff er í opinberri heimsókn í Indlandi og' dvelur þar í 5 daga. Illur gróði nýlenduveldanna í ræðu sinni ræddi Krústjoífl um hið skefjalausa arðrán ný- lenduveldanna á liðnum árum í Asíu, Afriku og Suður-Ameríku. Hann sagði að nýlenduveldunum bæri skylda til að skila aftur ránsfeng sínum til þeirra landa Framhald á 5. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.