Þjóðviljinn - 12.02.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.02.1960, Blaðsíða 6
6) ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. febrúar 1960 SHÚÐVIUINN Útgefandl: Samelntngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurfnn. — RltstJórar: MaKnús Kjartansson (áb.^, Magnús TorfJ Ólafsson, SlgurSur Guðmunds- eon. — Préttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsinga- atjóri: Quðgelr Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prent- emiðja: Skólavörðustíg 19. - Sími 17-500 (5 línur). - Á^Kriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja Þjóðvlljans. i v 15 til 20 prósent neyzluskerðing J^/Jiklu rykskýi hefur verið þyrlað upp kringum hinar nýju aðgerðir stjórnarvaldanna í efna- hagsmálum. Þar hafa hagfræðingar verið að verki, en meginið af iðju þeirra er í því fólgið að gera einfalda hluti flókna og finna upp torskilin orð um auðskildar athafnir. í greinargerð efnahags- málafrumvarpsins og hvítu bókinni nýju úir og grú- ir af lærðum og rembingslegum orðatiltækjum, sem ætlað er að dylja veruleikann. Ber orðskrúð þetta vott um býsna mikla hugkvæmni og á að sýna að lærdómur í hagfræði geti verið til nokkurs nytsam- legur. Þó mun mrkið vafamál að hagfræðingar hafi erindi sem erfiði af orðaskaki sínu; það fer varla framhjá nokkrum manni að allt efni frumvarps- ins og hvítu bókarinnar hefði mátt binda í fáein- ar ofur einfaldar setningar: Tilgangur þessa frum- varps er að skerða kjör almennings á íslandi, auka fátœktina, draga úr atvinnunni, koma á hœfilegu atvinnuleysi. Þetta og þetta eitt felst bak við allt orðskrúðið; þetta er sá einfaldi veruleiki sem reynt er að fela bak við flókin orðasambönd. EJn stundum kemur það fyrir að meira að segja hagfræðingar geta orðað hlutina á einfaldan hátt, ef þeir þurfa að flýta sér og mega ekki vera að því að fara í lærdómsbækurnar til þess að tyrfa málfar sitt. Þannig skrifar Jóhannes Nordai banka- stjóri grein í Morgunblaðið í gær, og þar er að finna þessar skýru setningar sem birta tilgang stjórnar- valdanna í hnotskurn: „Oamkvœmt greiðslujafnaðaráœtlunum er nú þegar svo komið, að á þessu ári þarf almenn- ur innflutningur að minnka um 15—20%, ef jöfn- uður á að nást í gjaldeyrisviðskiptum þjóðarinn- ar, og er þó reiknað með nokkru erlendu lánsfé. Það er af þessum ástœðum, sem nauðsynlegt er að grípa til svo róttækra ráðstafana í efnahags- málum og leggja á þjóðina verule'gar nýjar byrðar.“ J^etta er ofurskýrt. Tilgangur gengislækkunarinn- ar er sá að hækka innfluttan varning svO stór- lega í verði og skerða kjörin svo mjög að neyzla almennings á þeim varningi takmarkist um hvorki meira né minna en fimmtung; hver einstaklingur á að jafnaði að nota einum fimmta minna af mat- vælum, fatnaði, búsáhöldum og öðru sem inn er flutt. Fimmtungs takmörkun á slíkri neyzlu er einhver stórfelldasta lífskjaraskerðing sem um get- ur í nokkru landi nema á styrjaldprtímum. Og með þessu er sagan aðeins hálfsögð. Á sama hátt á að takmarka annan innflutning, þ.e. fjárfestingarvör- ur, bygingarefni, rekstrarvörur, hráefni til iðnaðar o.s.frv., en aðferðin til þess á að verða hið löghelg- aða okur banka og annarra lánastofnana. Afleiðing- in af því verður stórfelldur samdráttur á öllum at- höfnum og mun að sama skapi draga úr vinnunni í landinu þannig að stórskert verði þau lífskjör sem að verulegu leyti hafa einmitt verið tengd eftirvinn- unni. Þetta er hinn einfaldi kjarni gengislækkunar- frumvarpsins, þau augljósu sannindi sem einnig hagfræðingar viðurkenna þegar þeir gleyma lær- dómsorðum sínum og nenna ekki að ítreka þá þjóð- lýgi að með gengislækkuninni muni almenn lífs- kjör aðeins skerðast um 3%. Sú tala sem Jóhannes Nordal nefnir í Morgunblaðinuí gær í sambandi við innfluttan varning — 15—20% — mun vera miklu nær sanni og sízt of há til að gefa mynd af áhrifum gengislækkunarinnar á lífskjörin í heild. — m. Á Herranótt á mánudags- kvöld ríkti e1anmur og pf'eði, leikgestir kvöddu Iðnó gömlu ánægðir og lét.tir í skapi. Hins er ekki að dvljast að nemendur Menntaskólans völdu sér ærið erfitt verkefni í þetta sinn, f.iörugan og smellinn nútímaleik enskan, saminn i þeim hefðbundna stíl sem t'ðum er kenndur við stássstofur: bar er a'lt komið undir snia^ri persónu- sköpun og markvis'iim, fág- uðum samræðum. ,.Óvæn<- úr- i höndum þrautrevndra snjallra gamanleikara, og vel og ■ í en það JH ndir : ok náttúrustælinga og hnit- miðaðra orðsvara, enda fór margt fvrir ofan garð og neð- an hiá áheyrendum: þau úr- slit komu engum á óvænt. Síg'ldir gleðileikir eru nem- endunum ungu farsælust við- fangsefni eins og dæmin sanna, skrautlegir búningar fvrri alda fara þeim bezt og þar nýtur sín til fulls lítt tamið f.iör þeirra og æsku- gleði; því fiær nútima cg nat- úralisma, þv'í betra. Þosteinn Gnnnarsson í hlutverki Beecliains HERRANÓTT MENNTASK Ó L A N S ! ÓVÆNT William Douglas Home þarf tæpast að kynna reykvískum leikgestum, svo þekktur er hann orðinn af ,,Tengdasyn- inum“ fræga í Þjóðleikhús- inu, en ekki skaðar að geta þess að hinn mistæki höfund- ur er maður stórættaður og bróðir hans jarlinn af Home samveldisráðherra Breta. Og erfðaaðlinum brezka lýsir skáldið af miklum skilningi og ríkri samúð sem vænta má, en skopast um leið af alhuga að hinni hrörlegu iðju- lausu hástétt, athugull og ná- kunnugur öllum hnútum. ,.Ó- vænt úrslit“ gerast í höll jarlsins af Lister og f jalla um LJRSLiT eftir WILLIAM DOUGLAS HOME Leikstjóri: HELGI SKÚLASON kosningarnar árið 1945: son- ur jarlsins kolfellur fyrir frambjóðanda Verkamanna- flokksins sem gerður er að lávarði og ráðherra að vörmu spori; þá verður að kjósa að nýju. Jarlsonurinn gengur í Verkamannaflokkinn, en fell- ur engu að síður, í þetta sinn fyrir liinum íhaldssama og orðheppna heimilisþjóni föður síns! Sagan er auðvitað að- eins hálfsögð og verður ekki rakin, en ekki verður annað sagt en skáldinu takist að gera mergjað gaman úr hátta. lagi og innræti hinna póli- t'isku atvinnumanna, fyndin sannyrði hrökkva unnvörpum úr penna hans. Ástamál koma einnig við sögu sem að lík- um lætur, en er hvergi nærri umiimimniiimmmmmmmmmmmmimMmiimmmimmmmimmmiiimmmmmimpiMmimimmnimiimiiEim Eldhúsdagur yfir stömpunum Landmaður við bát í Ve‘;»t- ínannaeyjum dregur liér upp svipmynd af því, hvernig orð falla um mál dagsins meðan línan er beitt í ákafa. Við erum fimm að beita á bátnum, Gísli, Eiríkur. Helgi, Óli og Jón, fjórir eru sinn í hverj- um stjórnmólaflokki. nema ég. Ég er í engum flokki, því ég vil engan styggja eða hryggja. Einu sinni ætlaði útgerðarmað- ur að snuða mig, en ég stóð á mínum rétti, og hann sagði að ég væri helvítis kommi og ég varð voða móðgaður. því það er agalegt að vera komm- únisti Pabbi á verzlun og bara tvo bíla og ibúðarhús og hann segir oft, það ætti að skjóta alla komma. Ekki líður sá dagur i beitu- skúrnum að ekki komi til eld- húsumræðna. Gísli er heima- krati, Eiríkur íhald frá Akur- eyri, Helgi Austfjarða-fram- sókn og Óli Rússa-kommi. Svo byrjar beitningin klukkan fimm að morgni, beitt átta bjóð á mann, drukkið kaffi eftir hvert fcjóð eða fenginn sér sopi. Beitningin tekur okkur 9—10 klst., 20—30 mínútur í mat og unnið eins og í ákvæð- isvinnu. Við erum mjög jafnir að beita og erum allir á áttunda bjóðinu, þegar sá fyrsti er búinn. Þá fer hann að hreinsa út eða skera síld fyrir þá, sem vantar beitu, rekur upp fyrir þann, sem er áberandi sein- astur. Og sá, sem verður sein- astur, hann er ekki viðmælandi þann daginn fyrir skapvonzku. Að sá sami verði seinastur tvo daga í röð, hefur ekki enn komið fyrir á vertíðinni í vet- ur. Og sá sem verður fyrstur segir hógværlega: ..Djöfulli var þetta bjóð gott. vantaði ekkert á það (slitnir saumar, brotnir krókar) og skinandi vel dreg- ið“. Og hinir muldra: ,.Þú ert meiri helvítis myllan, tókst það á ekki klukkutíma“, og hyggja á hefndir. Á morgnana beitum við hálft bjóð sofandi eða meðvitundarlitlir. en þegar strengur er eftir förum við að vakna til lífsins,, með hjálp Keflavíkurútvarpsins, breima- kettirnir vaknaðir segir Komm- inn. Vanðlega er íhaldið fyrst, sigurvegari á 1. og 2. bjóð. Já, þetta gaztu segir Komminn fúll, já það giá ekki sleppa af þér augunum og ef maður dott- ar á verðinum þá vinnur íhaldið. Þetta er samþykkt af okkur hinum einróma. Ég var nú ekki vel með á nótunum fyrst, en í beitning- um eru menn nefndir eftir flokkunum. en ekki nöfnum sínum. Kratinn segir: Ekki sný ég bakinu við íhaldinu, það myndi ég' aldrei þora og skal ég' passa mig á því hér eftir, en því hefur Kratinn gleymt dag- inn eftir. Framsókn kveður það vont fyrir sig að verða að snúa bakinu við íhaldinu og eigi því ekki gott að fylgjast eins vel með því. Þetta er rétt, Framsókn er í horninu og snýr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.