Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Page 48

Eimreiðin - 01.01.1905, Page 48
48 á seintii hlnta aldarinnar sem leið, að farið var að elta mó í stærri stíl með vélaafli. Eftir því hvort sett er vatn saman við móinn, um leið og hann er eltur, eða ekki, skiftist móeltan í tvo aðalflokka, vot- eltu og þureltu. I. Votelta. Aðferðina mætti líka nefna mósteypu. Á dönsku er hún kölluð »Vandæltning« og mórinn »Ælttörv«; á sænsku er þannig gjörður mór nefndur: álttorf, gjuttorf eða maskin- álttorf. í aðalatriðum er aðferðin sú, að hræra eða elta móinn saman við svo mikið vatn — hér um bil jafnþyngd mósins —, að hann verði að samfeldri leðju, líkt og þunnur grautur. Móleðjan er svo steypt í mót, og þegar mesta vatnið er sigið úr, er mótið tekið burtu og móflögurnar síðan þurkaðar á venjulegan hátt. Víða í Danmörku, þar sem mór er unninn eingöngu til heim- ilisþarfa, er hann eltur án véla, handeltur. í Sparkær er búið til töluvert af handeltum mó, og er aðferðin þessi: Tveir menn vinna saman. Annar stingur móinn upp, kastar honum niður í gröfina og treður honum með fótunum saman við vatn, þangað til hann er orðinn að samkynja mátulega þykkri leðju. Eessari leðju mokar hann svo upp í lágan kassa, er stendur a grafarbakkanum. Hinn maðurinn tekur nú við og ekur mó- leðjunni í hjólbörum (eftir borðum) út á þérrivöllinn, sem er sjálf mýrin, og steypir hana þar í mót. Mót þessi eru að stærð: 19,8 X n,5 X 8 cm., og eru mörg saman í mótagrind, sem er svo stór, að einar hjólbörur fylla öll mótin. Á 8. mynd sést slík mótagrind. Pegar hann kemur með næstu hjólbörur, er sigið svo úr mónum, að hægt er að taka grindina upp án þess að mó- flögurnar hrynji saman. Með 11 klukkutíma vinnu á dag búa 2 menn til 8000 móflögur, er þurrar vega hér um 0,4 kíló. í ákvæð- isvinnu er borgað 1,15 kr. fyrir tilbúning á hverjum 1000 móflög- um og auk þess 0,18 kr. fyrir þurkunina. Ein smálest af þessum mó kostar þá þur á þurkvelli 3,33 kr. í »Aamosen« og víða annarstaðar á Sjálandi er mór eltur á nokkuð sérstakan hátt, sem hér segir: Tveir menn stinga upp móinn og kasta honum í lága, flata hrúgu á grafarbakkanum. Síðan ekur annar, fram og aftur og í hring í hrúgunni, kassalausum vagni með tveim hestum fyrir, en hinn eys vatni yfir móhrúguna. Hestarnir og vagnhjólin troða,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.