Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Side 59

Eimreiðin - 01.05.1898, Side 59
i39 til þess (eins og nafnið »bandstóll« fyrir >jspjaldvefnað«, er enn helzt í Svíþjóð), að Svíar hafi í fornöld haft sama umbúnað við vefnaðinn, sem nú tíðkast hjá Kákasusþjóðum; enn brúka og sænsk- ar konur svo kallaðan »hníf« til að slá vefinn með. — Dr. Bartels hjelt fyrirlestur um uppgötvun sína í »Berliner anthropologische Gesellschaft«; talaði hann þar líka um islenzkan spjaldvefnað og sýndi eptirmynd af honum, er jeg hafði gert. Fyrirlesturinn er prentaður í »Verhandlungen der Berliner anthropologischen Ge- sellschaft« 1898, bls. 34—39 og er mynd sú, er hjer fylgir, tekin úr þessu riti með leyfi höfundarins og fjelagsins. Herra P. G. Vistrand, aðstoðarmaður og bókavörður við »Nordiska Museet« í Stokkhólmi, beindi nú rannsóknum minum til Finnlands, og sagði spjaldvefnaðinn haldast þar enn, og Dr. phil. Th. Schirndt, forstöðumaður finnska þjóðgripasafnsins í Helsingfors, skýrði mjer nákvæmlega frá öllu honum viðvíkjandi; nærri því sami umbúnaður við vefnaðinn (fjölin langa, hnífurinn o. s. frv.), er hafður í Finnlandi sem í Kákasus, og er það athugavert, því Finnland liggur á leiðinni frá Rússlandi til Svíþjóðar; en um út- breiðslu spjaldvefnaðarins í Rússlandi hef jeg ekkert frjett enn þá, og get því að eins haft getgátur um hana. — Frá Þýzkalandi er þess að geta, að ungfrú ein frá Pommern sagði Dr. Bartels, að heima hjá sjer væru bönd ofin með tólf pappaspjöldum; valda því án efa samgöngur hinar miklu, er áður voru milli Pommerns og Svíþjóðar. Nú sá jeg fyrir skömmu í »Museum fúr Völkerkunde« i Berlín nokkur bönd úr ull, mjög vönduð, frá Bhutan við Hima- layafjöllin, er mjer þóttu einkennileg og frábrugðin öllum öðrum vefnaði í safninu. Jeg fjekk leyfi til að rannsaka þau, og varð þess fullvís, að böndin eru ofin með spjöldum. Hef jeg ekki að eins nákvæmlega eptirmyndað það, er mest vandvirkni þykir á vera þeirra allra, heldur er og enginn mögulegleiki fyrir því, að vefa böndin á annan hátt nje í neinum af þeim mörgu vefstólum, sem eru í safninu. Enginn veit neitt um það efni, en forstöðu- maður þessarar deildar er nú farinn að skrifast á um það við trú- boða. Sama sem um ullarbönd þessi er að segja um silkibönd nokkur frá Turkestan, sem jeg skoðaði í því safni; þau hljóta líka að vera spjaldofin, og sýnir allt þetta, að spjaldvefnaðurinn er enn stundaður víða í Austurlöndum, og að líkindum kominn þaðan vestur og norður um lönd og sjá. En ógnar langan tíma hlýtur

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.