Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Side 63

Eimreiðin - 01.01.1896, Side 63
63 Það er nú víst um það, að iðnaðarmenn vorir standa illa að. vigi sökum fátæktar landsmanna, enda gera þeir sjálfir lítið til þess að verða fullnuma i iðn sinni. Allar handiðnir vorar eru langt á baki allra annara siðaðra þjóða. Jeg skal nefna þá iðn, sem jeg er kunnugastur og kann bezt um að dæma, en það er bókband. Þá er jeg var í Reykjavik, kunni enginn bókbindari þar að binda inn bók stórlýtalitið, síðan Egill heitinn Jónsson hætti við bókband; ekki var það betra hjá öðrum bók- bindurum á Islandi, er jeg sá band eptir, heldur þvert á móti, sem von var; en nú kvað þessu vera að fara fram. Hugsum oss, að menn i Kaupmannahöfn hefðu haldið almenna iðnaðarsýningu og islenzkir karlmenn hefðu tekið þátt i henni. Þótt þeir hefðu átt lif sitt að leysa, hefði þeim eigi tekizt það eins vel og íslenzka kvennfólkinu tókst hluttakan í kvennasýningunni. Athugi menn þetta. Það kann að verða á það reynt, áður en menn varir. Vonandi er þó, að úr þessu rætist nokkuð, og einn visi til þess má telja það, hve vel Stefán Eiriksson úr Múlasýslunum hefur numið iðn sina, trjeskurðx, hjer i Kaupmannahöfn. Hann kann að smiða eptir íþróttarinnar reglum. Rað mætti segja margt um þetta mál, en EIMREIÐIN hefur lítið rúm. Bogi Th. Melsteð. Ludvig F. A. Wimmer. Mynd sú, er fylgir þessari grein, er af einhverjum hinum frægasta málfræðing Dana, háskólakennara, dr. phil. Ludvig F. A. Wimmer. Hann er fæddur þ. 7. febrúar 1839; faðir hans var tollþjónn, vel að sjer i mörgu, einkum nýrri málum, og lítur út sem tungumálahæfileikarnir hafi gengið i arf til þessa sonar hans. Eptir að Wimmer var orðinn stúdent, lagði hann sig af kappi eptir málfræði og stundaði ekki hvað sízt fornmálin, grisku, latínu óg sanskrit og gerði sjer allt far um að afla sjer sem víðtækastrar þekkingar á málum yfir höfuð. Hugur hans hneigðist þó mest að norðurlandamálum og lauk hann prófi í þeim 1866 með ágætiseinkunn. Doktorsnafnbót fjekk hann 1868 fyrir ritgjörð sína um »nafnorðabeyging í forndönsku«. Um sömu mundir var farið að koma nýtt lif i fornnorræna rúnafræði; próf. G. Stephens var farinn að gefa út hið mikla rúnaletra-safn sitt og próf. S. Bugge skýrði gullhorns- letrið, er kalla má grundvöll norrænnar málvísi. Wimmer fór nú að gefa 1 Eins og mörgum mun kunnugt, tíðkuðu íslendingar töluvert trjeskurð fyr á dögum. Jeg skal nefha hjer konu eina, er fræg var fyrir þá iðn, en það var Margrjet hin haga. Hún var í Skálholti hjá Páli bískupi Jónssyni (um 1200) og »var oddhögust allra manna á íslandi« í þá tíð og gróf tönn til ágætavel. Páll biskup skiptist á gjöfum við Þóri erkibiskup í Noregi og gaf honum biskupsstaf af tönn; hafði Margrjet smíðað hann og var hann svo haglega gjörður, »að engi maður hafði fyr sieð jafnvel gjörvan á íslandi«. Hún átti með Þorsteini gullsmið að smíða altaristöflu í Skálholtskirkju, en áður því yrði framgengt, dó Páll biskup.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.