Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 66
66 Þrjár helgisögur. (Eptir Viggo Stuckenberg.) »Drottinn!« sagði sankti Pjetur einhverju sinni við Guð á hinmum, »mörgu höfum við kippt í lag hjá mönnunum, — en fjárreiður þeirra, þær eru í eilífu óstandi.« »Já,« svaraði Drottinn og yppti öxlum, »fjárreiður þeirra, þær eru handaverk Djöfulsins.« Sankti Pjetur hleypti brúnum, strauk sig um hökuna og horfði út í bláinn. . »Já, það er sjálfsagt ekki til neins að eiga neitt við það,« sagði hann eptir langa umhugsun. »Hugsast þjer nokkurt úrræði?« spurði Drottinn. Pjetur fór aptur að strjúka hökuna. »En allur sá sægur, sem fyrirfer sjer fyrir þær sakir?« spurði hann loks í þeim meðaumkvunartón, sem einkennir margreynda mannvini. »Þeir,« svaraði Drottinn og brosti um leið eins og stórt barn, »þeir skulu sitja hjá mjer innan um hina mestu sakleysingja, því þeir eru í sannleika orðnir eins og börn!« — Sankti Pjetur gekk í sólskini himnanna og var að tala við Drottin. »Það er nýdáin unglingsstúlka,« sagði hann. »Kom hún hingað?« spurði Drottinn. »Já, — jeg áræddi það — jeg hleypti henni inn.« Drottinn leit á hann spyrjandi augum. »Aræddir?« sagði hann,— »hafði hún syndgað?« — »Hún var með barn í faðminum.« Drottinn leit hvorki á Pjetur nje nokkurn skapaðan hlut ann- an, en stóð stundarkorn þegjandi. »Það var rjett gert af þjer!« sagði hann loks, eins og sá svarar, sem á endanum fær af sjer að taka til rnáls, þó engin þörf sje á svari. »Drottinn, hún hafði drekkt sjer, — bæði sjer og barninu!« sagði sankti Pjetur, og stóð grafkyr og mændi á Drottin, — »og jeg hleypti henni inn!«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.