Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 62
62 og það mundi slík sýning gera, þótt hún væri haldin suður í Berlín eða í Paris, ef Danir gerðu sitt til. Danir standa óvenjulega vel að vígi, að gera grænlenzka sýningu ávallt vel úr garði. Peir hafa verzlunina að öllu leyti í höndum sínum og það á einum stað, hjer í Kaupmannahöfn, jþví hún er rekin á ríkis- ins kostnað. Peir hafa töglin og hagldirnar þar á öllu. Pað er heldur eigi nóg með það, að menn sjá þar sýningu frá þjóð, sem á við annan kost að búa en menn hafa vanizt, heldur verður og mörgum starsýnt á, hve vel þar er margt unnið og hve smekkvísir Grænlendingar geta verið. Á kvennasýningunni grænlenzku voru ábreiður eða brekön úr æðarfuglahömum; voru þau bæði falleg að sjá og mjúk viðkomu; seldust þau þegar, þótt þau kostuðu ioo kr. hvert. Par var ábreiða úr álkuhömum, og önnur úr hrygglengjunni af æðarfuglum. Par voru gólfbreiður úr hundskinnum og selsskinnum, axlabönd útsaumuð, lögð rauðum selskinnsborðum; sömuleiðis peningapyngjur og margt fleira. Öll bar sýningin vott um, að hún var frá þjóð, er lifir á fiskiveiðum og dýraveiðum; en hún bar líka vott um, að grænlenzka kvennfólkið kann vel að verka selskinnin, og sætir það furðu, hve margt fallegt það getur búið til úr þeim. Hver einasti hlutur seldist skjótt á grænlenzku sýningunni. íslenzka kvennasýningin var miklu fjölbreyttari en grænlenzka sýn- ingin, og þar voru líka miklu fleiri munir. Hún vakti lika almenna eptirtekt, og jeg ætla, ef annaðhvort grænlenzka stúlkan hefði eigi verið á grænlenzku sýningunni, eða íslenzk stúlka fríð sýnum hefði verið i þjóðbúningi á íslenzku sýningunni, að þá mundi hún hafa vakið enn almennar athygli manna h Margt var fallegt á islenzku sýningunni, enda er kvennfólkið liklegast til þess að halda uppi orðstír Islands að því er húsiðnað snertir. Hannyrðir islenzkra kvenna hafa opt verið góðar og eru það enn að ýmsu leyti. Hefur ýmsum, bæði Dönum og öðrum, þótt mikið koma til hátiðabúnings islenzkra kvenna, og einhver danskur maður drap á það í sumar í blöðunum. Hann rjeð kvennfólkinu danska til þess að kynna sjer hann og kvennsilfrið rækilega; kvað hann skyn- samlegra að taka upp eitthvað af því, sem bezt mætti fara, en að bera afskræmdan frakkneskan búning; brá hann þvi um, að sænska kvenn- fólkið væri þjóðlegra i klæðaburði en hið danska. Kvennsilfrið islenzka var lika óneitanlega fagurt eins og það lá í breiðu i skápnum. En þvi miður var mikið af þvi gamalt og ekki sizt sumt af því, er bezt var. Ýmsir íslendingar höfðu lánað það. Jeg efast jafnvel um, að sumt af því, er nýtt var og hingað var sent, hafi verið sett á sýninguna, til þess að skemma hana eigi. Er leitt til þess að vita, að þeirri iðnaðargrein skuli hnigna svona á íslandi, þvi silfursmíði hefur ef til vill verið sú eina handiðn, er íslendingar bafa verið góðir í. Væri óskandi að einhverjir hinir efnilegustu silfursmiðir vorir vildu frama sig erlendis i iðn sinni, kynna sjer vel ýmsa stila i smiðum og listum og læra að smiða eptir listarinnar reglum. Síðan Sigurð Vigfússon leið, veit jeg eigi hvort nokkur silfursmiður kann það. 1 Þess skal getið, að eigi var hægt að hafa íslenzkan kvennmann til þess að leiðbeina mönnum á íslenzku sýningunni, því eigi var tje til þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.