Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 63

Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 63
63 Það er nú víst um það, að iðnaðarmenn vorir standa illa að. vigi sökum fátæktar landsmanna, enda gera þeir sjálfir lítið til þess að verða fullnuma i iðn sinni. Allar handiðnir vorar eru langt á baki allra annara siðaðra þjóða. Jeg skal nefna þá iðn, sem jeg er kunnugastur og kann bezt um að dæma, en það er bókband. Þá er jeg var í Reykjavik, kunni enginn bókbindari þar að binda inn bók stórlýtalitið, síðan Egill heitinn Jónsson hætti við bókband; ekki var það betra hjá öðrum bók- bindurum á Islandi, er jeg sá band eptir, heldur þvert á móti, sem von var; en nú kvað þessu vera að fara fram. Hugsum oss, að menn i Kaupmannahöfn hefðu haldið almenna iðnaðarsýningu og islenzkir karlmenn hefðu tekið þátt i henni. Þótt þeir hefðu átt lif sitt að leysa, hefði þeim eigi tekizt það eins vel og íslenzka kvennfólkinu tókst hluttakan í kvennasýningunni. Athugi menn þetta. Það kann að verða á það reynt, áður en menn varir. Vonandi er þó, að úr þessu rætist nokkuð, og einn visi til þess má telja það, hve vel Stefán Eiriksson úr Múlasýslunum hefur numið iðn sina, trjeskurðx, hjer i Kaupmannahöfn. Hann kann að smiða eptir íþróttarinnar reglum. Rað mætti segja margt um þetta mál, en EIMREIÐIN hefur lítið rúm. Bogi Th. Melsteð. Ludvig F. A. Wimmer. Mynd sú, er fylgir þessari grein, er af einhverjum hinum frægasta málfræðing Dana, háskólakennara, dr. phil. Ludvig F. A. Wimmer. Hann er fæddur þ. 7. febrúar 1839; faðir hans var tollþjónn, vel að sjer i mörgu, einkum nýrri málum, og lítur út sem tungumálahæfileikarnir hafi gengið i arf til þessa sonar hans. Eptir að Wimmer var orðinn stúdent, lagði hann sig af kappi eptir málfræði og stundaði ekki hvað sízt fornmálin, grisku, latínu óg sanskrit og gerði sjer allt far um að afla sjer sem víðtækastrar þekkingar á málum yfir höfuð. Hugur hans hneigðist þó mest að norðurlandamálum og lauk hann prófi í þeim 1866 með ágætiseinkunn. Doktorsnafnbót fjekk hann 1868 fyrir ritgjörð sína um »nafnorðabeyging í forndönsku«. Um sömu mundir var farið að koma nýtt lif i fornnorræna rúnafræði; próf. G. Stephens var farinn að gefa út hið mikla rúnaletra-safn sitt og próf. S. Bugge skýrði gullhorns- letrið, er kalla má grundvöll norrænnar málvísi. Wimmer fór nú að gefa 1 Eins og mörgum mun kunnugt, tíðkuðu íslendingar töluvert trjeskurð fyr á dögum. Jeg skal nefha hjer konu eina, er fræg var fyrir þá iðn, en það var Margrjet hin haga. Hún var í Skálholti hjá Páli bískupi Jónssyni (um 1200) og »var oddhögust allra manna á íslandi« í þá tíð og gróf tönn til ágætavel. Páll biskup skiptist á gjöfum við Þóri erkibiskup í Noregi og gaf honum biskupsstaf af tönn; hafði Margrjet smíðað hann og var hann svo haglega gjörður, »að engi maður hafði fyr sieð jafnvel gjörvan á íslandi«. Hún átti með Þorsteini gullsmið að smíða altaristöflu í Skálholtskirkju, en áður því yrði framgengt, dó Páll biskup.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.