Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Page 46

Eimreiðin - 01.01.1896, Page 46
46 kolalögin yfir hjerumbil 700 ferh. mílur og er aðalsteinkolalagið um 30 fet á þykkt. Menn eru á siðari timum farnir að verða hræddir um, að aðalaðsetur heimsmenningarinnar muni með tímanum flytja búferlum austur i Asíu, enda er víst enginn vafi á því, að þegar Kínverjar læra að færa sjer í nyt þau auðæfi, sem náttúran hefur lagt upp í hendurnar á þeim, þá mun rísa þar upp iðnaður og verzkm stórkostlegri en allt, sem hefur sjezt hingað til af því tagi; og sumir halda, að steinkolin þar austurfrá sjeu sá Surtur, sem muni eyðileggja Evrópuþjóðirnar. Kolalög annara landa verða ljett á metunum, þegar þau eru borin saman við þessi ósköp. Arið 1840 framleiddi England 35 milj. smá- lesta af kolum; 1879 var kolaframleiðslan á Englandi 1 34,008,228 sml.; urn sama leyti í Bandaríkjunum i Norðurameríku 54,398,250 sml. og á Pýzkalandi 48,296,367 sml. 1884 framleiddi England 160,757,816 sml. og Bandaríkin 106,906,295 sml., en Þýzkaland 1883 70,442,648 sml.; 1893 framleiddi England 190 rnilj. sml., Bandaríkin 175 milj., Pýzka- land 77 milj., Frakkland 28 milj., Belgía 22 milj., Austurríki-Ungverja- land 28 milj. og Rússland 11 milj. Sje kolaeyðslunni jafnað niður á íbúana í landinu, þá kom sama ár á hvert mannsbarn: á Englandi 8408 %, á Fýzkalandi 4008 á Frakklandi 2014 % og á Rússlandi einungis 228 %, og má af þessum tölum nokkuð sjá, á hvaða stigi iðnaðurinn stendur í þessum löndum. Fað er fróðlegt að bera framleiðslutölurnar saman. Um langan aldur ber England ægishjálm yfir öllum öðrurn löndum hvað kolafram- leiðslu snertir, og urn tíma var grafið upp meira af steinkolum á Eng- landi einu en i öllum öðrum löndum til samans. En þótt kolafram- leiðslan fari árlega vaxandi á Englandi, þá er vöxturinn þó svo rniklu meiri í Bandaríkjunum, og mun ekki á löngu liða, áður Bandaríkin komist langt fram úr Englandi. Og framtíðarhorfur Englands eru i þessu efni jafnvel verri, en i fljótu bragði virðist. Flestar námur eru þar orðnar svo djúpar, að það er litt vinnandi i þeim fyrir hita sakir; verkamennirnir heimta þvi hærri laun; en námueigendurnir verða illa við þeim kröfum; þeir geta ekki lagt á kolin vegna samkeppninnar við Bandarikin, og hlýzt svo af þessu verkaföll og öll sú ógæfa, sem af þeirn stendur. Fað er ekki ómögulegt, að fara muni um steinkolanám- urnar á Englandi eins og Comstockganginn i Norður-Ameriku. I gangi þessum var auðugasta gull- og silfurnáma i heimi, og er hún nú lögð niður vegna þess, að hitinn var orðinn svo óþolandi, að þótt alltaf væri verið að færa niður vinnutimann, unz hann loksins var orðinn aðeins 10 minútur, þá dóu allir málmnemarnir. Rað er langt síðan Englendingar fóru að verða áhyggjufullir út af því, að kolin vóru endaslepp, og 1871 skipaði Gladstone nefnd til þess að rannsaka, hve mikið af kolum mundi vera eptir i jörðu á Englandi og annað þar að lútandi. Síðan hafa samskonar rannsóknir verið gjörðar bæði þar og annars staðar, og hefur mönnum reiknazt, að i jörðu á Eng- landi sje enn þá eptir af kolum 110,000 milj. smálesta, i Þýzkalandi 158,600 milj., i Frakklandi aðeins 18,000 milj., en í Bandaríkjunum, að Klettafjöllunum undanskildum, 684,000 milj. Fyrst munu Frakkland, Austurriki-Ungverjaland og Belgia verða kolalaus, og eru í allra hæsta lagi 500 ár þangað til, líklega miklu

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.