Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 38

Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 38
38 kaffi um morguninn með soppulummum. Bruninn í líkamanum var afarmikill af áreynslunni í dansrokunum. Iðrin voru gjörtæmd, og sulturinn skar hana innan. Lífsöflin gátu því svo sem enga mótspyrnu veitt, þegar frostrenningurinn veitti henni atlögu og sótti hana í návígi. Skýin þutu óðfluga upp undan fjallsbrúninni, austur yfir dalinn og hurfu á bak við fjöllin í austrinu. Tunglið sýndist ýmist renna undir þau, eða undan þeim, og fara með geysimiklum hraða. Skuggarnir og ljósflekkirnir runnu niður hlíðarnar, yfir dalbotninn og jafn ljettilega upp eptir brattanum hinum megin. Það var því líkast, sem geysistór skjöldótt húð væri dregin vestan yfir landið og austur eptir. Svo gránaði allur himininn og fjúkið hrærðist saman við lausa-renninginn, og dró nokkuð úr storminum á meðan. Þetta varaði nokkra stund og svo ljetti aptur til sem snöggvast. — Sigrún sá heim til sín — ekki nema ofurlítill spölur eptir. Hún herti sig af alefli og komst heim í hlaðbrekkuna, þar missti hún fótanna; og svo skreið hún heim undir bæjarvegginn. — Svo skall hann saman í iðandi blindöskuna. Stormurinn sópaði fölinu sundur og saman, reif skrofið upp þar sem vatnið hafði hlaupið undan eptir leysinguna, kastaði því í háa lopt og urgaði grasrótina af þúfunum. Það var djöfulóður útsynningur, sem þá var á ferðinni. Svo slotaði veðrinu undir daginn; himininn heiddi og dags- brúnin lýsti með kyndli sínum undir fjöllunum, þar sem tunglið náði ekki til seinni hluta næturinnar. Móar, melar og ísar voru sópaðir eins og með vendi, en mógrá snjóský sáust hjer og þar í seitlu-veitunum undir fjallshlíðinni. Þau báru lit sinn af leirrykinu, sem rifið hafði upp úr jörðinni um nóttina. En austan undir Grettistakinu á Vallholti gat að líta kvenn-, mann í hnipri. Skýlan var fokin aptur af hnakkanum, hárið úfið og fannbarið, og andlitið höggvið til blóðs eptir skara-axir vestan- vindsins. — Þegar sauðamaðurinn frá Velli rak fjeð sitt um morguninn til beitar, hljóp hundurinn hans upp að steininum og fann hann þá Sigrúnu örenda. En umhverfis Vallholt, sem var á stærð við meðal túnskika, lá þreföld sporaslóðin hennar. Hún hafði troðið helveg — eptir reglum danslistarinnar. Guðmundur Friðjónsson.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.