Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Page 17

Eimreiðin - 01.01.1896, Page 17
17 sannarlega ekki hægt að saka þessa nefnd um það, að hún hafi viljað sýna allt of mikla tilslökun gagnvart kröfum Islendinga. Þessi orð nefndarinnar hljóða svo: »Aðferð þessi (3: úrskurður í ríkisráðinu) verður líkast til viðhöfð í öllum íslenzkum málum, sem nokkuð kveður að, en stjórnskipulega nauðsynleg (kon- stitutionelt nodvendig) er hún því að eins, að málið sje þannig vaxið, sem áður var á vikið (3: að íslenzkt mál snerti jafnframt danskt rjettarfar).« Já, sá spádómur nefndarinnar, að þessari aðferð mundi verða beitt við öll íslenzk mál, sem nokkuð kvæði að, hefur sannarlega ræzt; en eins og áður var á vikið, þá er engin lagaheimild fyrir þeirri aðferð í neinum lögum, sem hafa gildi á Islandi. Mjer getur þannig ekki fundizt, að ástæður stjórnarinnar fyrir að neita endurskoðunarfrumvarpi alþingis um samþykki sitt sjeu á góðum rökum byggðar. Annað mál er það, hvort skipulag það, sem farið er fram á í frumvarpinu, verði af öðrum ástæðum að álitast heppilegt eða æskilegt sem stendur eða eigi, þegar litið er til þess, hvernig nú í raun og veru er á statt á Islandi. Og að því er þetta snertir, er jeg á annari skoðun en meiri hluti landa minna. Jeg er þeim samdóma um það, að skipulagi því, sem nú er, verður að breyta, en er um það er að ræða, hvernig eigi að breyta því, þá held jeg mína leið fyrir mig. Mín skoðun er sú, að breytingin ætti að vera fólgin í því, að skipaður sje sjerstakur ráðgjafi fyrir ísland, er sje óháöur ríkis- ráðinu í hinum sjerstöku málefnum landsins og beri ábyrgð fyrir alþingi á sjerhverri stjórnarathöfn. Enn fremur að þessi ráðgjafi sje íslendingur, er eigi sjálfur sæti á alþingi og semji við það. Þetta er að minni skoðun nóg; en þetta er líka nauðsynlegt. Skipulag það, sem nú er, er, auk þess að það er mjög særandi fyrir þjóðartilfinning Islendinga, afaróheppilegt fyrir löggjafarstarf landsins og þar af leiðandi fyrir framfarir þess yfir höfuð bæði í andlegu og efnalegu tilliti. Jeg skal nú ekki reyna að sýna þetta og sanna í einstökum atriðum með því að fara að þylja upp synda- registur stjórnarinnar, því til þess mundi ganga allt of langur tími, enda var sá heldur ekki tilgangurinn með ræðu minni hjer í kveld. En jeg ætla þó að reyira að gera ykkur þetta skiljanlegt með fáeinum orðum, og held að þetta geti helzt orðið með dæmi, sem þið munuð allir skilja. Jeg ætla þá að biðja ykkur, herrar mínir, að hugsa ykkur, að líkt væri á statt fyrir Danmörku eins og nú er fyrir Islandi. Setj- 2

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.