Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Qupperneq 7

Eimreiðin - 01.01.1896, Qupperneq 7
7 hafði þá alls engan rjett til þess að gefa lög fyrir ísland; þann rjett fjekk það fyrst með stöðulögunum, en áður hafði það engan slíkan rjett, þegar hlutdeild þess í fjármálunum er frá skilin. Island hefur ávallt verið löggjafarsvið út af fyrir sig, og þangað til i. apríl 1871 var allt löggjafarvald Islands óskert í höndum konungsins eins. Utgáfa grundvallarlaganna hafði ekki aðra þýðingu fyrir Island en þá, að með þeirn var hinum íslenzku þegnum gefið heit um við- líka hlutdeild í löggjafarvaldinu, sem þá, er hinir dönsku þegnar öðluðust með þessum lögum. En þessa hlutdeild í löggjafarvaldinu áttu Islendingar ekki að fá, fyrri en þeir og konungurinn væru búnir að koma sjer saman um, hvernig hinni íslenzku stjórnar- skipun skyldi komið fyrir. Unz þetta yrði, hjelt konungurinn áfram að vera einvaldur og hafa einn fullt vald í öllum íslenzkum löggjafarmálum, að eins með alþingi sem ráðgefandi þingi sjer við hlið. En þegar ekki tókst að ná þessu samkomulagi milli konungs og Islendinga um það, hvernig stjórnarskipun Islands skyldi verða framvegis, þótt margar tilraunir hefðu verið gerðar í þá átt, þá greip konungur eða stjórnin til þess úrræðis, að neyða stöðulög- unum upp á Islendinga með valdboði; varð þá sú breyting á, að nú var löggjafarvald konungs í íslenzkum málum takmarkað, og nokkur hluti þess fenginn í hendur hinu almenna löggjafarvaldi konungsríkisins. I þessum lögum var nefnilega ákveðið, að öll almenn málefni, er snertu Island, skyldu framvegis eing'öngu liggja undir hið almenna löggjafarvald ríkisins, konung og ríkisþingið í sameiningu; en í hinum sjerstaklegu málefnum Islands hjelt kon- ungur enn sem áður og allt fram að árinu 1874 ótakmörkuðu löggjafarvaldi. Af þessu leiðir, að áður en stöðulögin komu út, hafði ríkisþingið engan rjett til þess að samþykkja lög fyrir hönd Islands, því þennan rjett öðlaðist það fyrst með þessum lögum (stöðu- lögunum). En að þessi lög vóru rædd og samþykkt á ríkisþinginu, kom til af því, að lögin áttu að gilda fyrir tvö mismunandi löggjaf- arsvið, hið danska og hið íslenzka. Lögin vóru því, að því leyti sem þau gilda á hinu danska löggjafarsviði, gefin af rikisþinginu og konunginum í sameiningu, en að því leyti sem þau gilda á hinu íslenzka löggjafarsviði, vóru þau gefin af hinum einvalda konungi einum, og að eins sem slík hafa þessi lög gildi á íslandi, en aptur á móti kemur hlutdeild ríkisþingsins í samning þeirra hinu íslenzka löggjafarsviði ekkert við. Þar sem nú lögin eru gefin bœði af hinu danska og hinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.