Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 5

Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 5
5 gilda grundvallarlögin 28. júili 1866 auk pess ehki par i landi; og enn fremur ber þess að gæta, að samkvæmt hinum tilvitnuðu lögum (p: stöðulögunum) nær hin almenna grundvallarlagalega löggjöf og stjórn að eins að nokkru leyti til íslands. í því efni koma nefnilega aö eins þau málefni til greina, sem eru ekki beinlínis talin til hinna sjerstöku íslenzku mála í tjeðum lögum.« Það verður nú að álíta, að með þessu sje sannað, að þótt upprunalega væri svo til ætlazt, að grundvallarlögin skyldu einnig ná til Islands, þá sjeu þau allt fram á þennan dag ekki búin að öðlast gildi þar, og það eru heldur ekki miklar líkur til, að þau öðlist nokkurn tíma gildi á íslandi. Eptir þennan útúrdúr sný jeg mjer aptur að stöðulögunum. Skoðanir manna á þessum lögum eru mjög sundurleitar í Dan- mörku og á Islandi. Eins og kunnugt er, vóru þessi lög að eins samþykkt af löggjafarvaldi Dana, án þess að alþingi ætti þar nokk- urn hlut í, en vóru síðan auglýst á íslenzku á íslandi. Að lögin vóru þannig til orðin leiddi til þess, að næsta alþingi, sem haldið var eptir að þau komu út, mótmælti þeim og lýsti því yfir, að það gæti ekki viðurkennt, að þau væru bindandi fyrir ísland í því formi, sem þau nú lægju fyrir í. Og enn eru þeir til á íslandi, sem af sömu ástæðum hreint og beint neita gildi þeirra að því er ísland snertir. Þeirra skoðun er, að þau sjeu bindandi fyrir Dan- mörku, en ekki fyrir ísland. Jeg get þó ekki viðurkennt, að þessi skoðun sje rjett. Fyrst og fremst eru hin þýðingarmestu ákvæði þeirra greina, er ræða um stöðu íslands í ríkinu, tekin upp í stjórnarskrá íslands, og um gildi hennar hafa ekki einu sinni hinir sömu menn látið nokkurn vafa í Ijósi; en þó ekki sje tekið tillit til þessa, þá getur ekki leikið nokkur vafi á því, að lögin gildi á íslandi, þar sem þau hafa verið auglýst þar á vanalegan hátt á íslenzku, sem á þeim tíma, þegar lögin vóru gefin út, var nægi- legt til þess að dönsk lög öðluðust gildi á íslandi, þegar það var gjört eptir skipun konungs. Aptur á móti verð jeg að álíta, að alþingi hafi haft fulla ástæðu til að mótmæla lögunum. Alþingi átti fulla heimting á, að frumvarpið hefði verið lagt fyrir það áður en það var gjört að lögum, og úr því þetta var ekki gjört, var það ekki nema eðlilegt, að þingið mótmælti þeirri aðferð, er beitt var við þessa lagasmíð. En þessi mótmæli gátu auðvitað ekki raskað. gildi laganna. Þau gátu að eins gjört það öllum lýðum ljóst, að lögunum hefði verið neytt upp á íslendinga með valdboði (oktroyeret) — ekki af ríkisþinginu, því það hafði alls engan rjett til þess, heldur af stjórninni eða konunginum sem einvaldskonungi,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.