Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Page 3

Eimreiðin - 01.01.1896, Page 3
3 úr því, en af umræðunum má sjá, að það var engan veginn af þeirri ástæðu, að ríkisfundurinn vildi svipta Islendinga rjetti þeini til þess að vera með í ráðurn um þessi efni, sem þeim hafði verið heitið í konungsbrjefinu, heldur af því að menn álitu, að í konungs- brjefinu einu lægi full trygging, sem ekki þyrfti frekari staðfestingar við. Þetta sjest líka bezt af því, að ákvæðin um tölu hinna íslenzku fulltrúa á ríkisþinginu, sem stóðu í kosningarlagafrumvarpinu, vóru felld burt, og í stað þeirra sett, að menn áskildu sjer rjett til að setja síðar meir hin nánari ákvæði um, hvernig fulltrúahlutdeild íslands skyldi verða varið. Samkvæmt þessu hafði Island heldur engan fulltrúa á ríkisþinginu. Að stjórnin heldur eigi áleit grundvallarlögin gildandi á Islandi, sýna þær ráðstafanir, sem hún gerði til þess að fá gildi þeirra fært út, svo að það næði einnig til Islands. Hún stefndi nefnilega til þjóðfundar í Reykjavík í júlímánuði 1851 og ljet leggja fyrir hann frumvarp til *laga um hina stjórnarlegu stöðu íslands í ríkinu og ríkisþingskosningar á íslandi« og við þetta frumvarp var grund- vallarlögum Dana hnýtt sem hjáskjali. En þegar það sýndi sig, að skoðanir stjórnarinnar og þjóðfundarins um stöðu Islands að lögum fóru sínar í hvora áttina og konungsfulltrúa var ljóst, að hann gæti ekki fengið fundinn til þess að viðurkenna gildi grund- vallarlaganna á Islandi, eins og til var ætlazt, þá sleit hann fund- inum, svo að úrslitin urðu þar engin. A hinum næstu 20 árum gerði nú stjórnin margar árangurslausar tilraunir til þess að koma sjer saman við alþingi um stjórnarskipun landsins, unz staða þess í ríkinu loks var ákveðin með stöðulögunum 2. jan. 1871, án þess að Islendingar œttu nokkurn þátt í samning þeirra. -— Allar þessar til- raunir til þess að koma nýrri skipun á stjórnarfyrirkomulag Islands sýna, að það var almennl viðurhennt, að gildi grundvallarlaganna næði ékki til íslands. I stöðulögunum er heldur engin ákvörðun, er lýsi því yfir, að grundvallarlögin skuli framvegis gilda á Islandi, enda má og sjá það af því, hvernig löggjöf Islands fór fram hin næstu ár þar á eptir, að menn heldur ekki álitu þau gildandi eptir að stöðulögin komu út. A öllu tímabilinu frá 1849 til 1874 var íslenzk loggjöf í höndum konungsins eins sem einvaldskonungs. A þessu tímabili komu út allmörg íslenzk lög, er að vísu vóru lögð undir ráðgjaf- aratkvæði alþingis, en sem vóru gefin út af konunginum einum, án þess að nokkurt löggefandi þing ætti hlut í þeim. Sjálf stjórnar- 1*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.