Morgunblaðið - 24.11.2000, Page 29

Morgunblaðið - 24.11.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 29 ERLENT Vatnsveður í Noregi og Svíþjóð Hætta á flóðum og skriðuföllum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. VATNSYFIRBORÐ í Mið-Svíþjóð heldur áfram að hækka. Undanfarn- ar vikur hefur það stigið jafnt og þétt og hlutar bæjarins Arvika, skammt frá norsku landamærunum, hafa Verið undir vatni svo vikum skiptir. Þá hefur verið mikið úrhelli á svæð- um í nágrenni Óslóar og aukin hætta talin á flóðum og skriðuföllum. N okkrar jarðlestastöðvar í Ósló voru lokaðar á miðvikudag vegna flóða og margir urðu fyrir töfum austanfjalls vegna þess að hundruð lesta stöðv- uðust er merkjakerfíð varð raf- magnslaust. Svæðið í Svíþjóð, þar sem hætta er talin á flóðum, nær frá Sundsvall í norðri og til Vánern í suðri, raunar teygir það sig á kafla allt til Gauta- borgar. Vatnsyfirborð stöðuvatnsins Málaren er 35 cm hærra en venju- lega og hækkar um 1-2 em á dag. Heimamenn hafa mestar áhyggj- ur af því hvað gerist ef vatnsflóðinu linnir ekki áður en fer að srijóa og frost kemur í jörðu. Óttast þeir af- leiðingarnar í þíðunni næsta vor éf flóðvatnið frýs. í Noregi er nú talin mikil hætta á skriðuföllum, einkum á svæðinu nærri Kongberg, Eidesvoll, Ámot, Tpnsberg og Henefoss. Eru vatna- mælingamenn og björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna ástandsins. Hins vegar dró nokkuð úr rigning- unni í gær og veðurfræðingar sögð- ust sjá merki um að ástandið myndi skána næstu daga. Reuters Sprengjutilræði í Riyadh ÞRÍR Bretar slösuðust er sprengja sprakk í bíl þeirra í Riyadh, höfuð- borg Sádi-Arabíu, í gær. Fyrr í vik- unni lést breskur maður og kona hans slasaðist í annarri bílspreng- ingu í borginni. Lögreglan í Riyadh telur, að ein- hverjar persónulegar ástæður frem- ur en pólitískar séu að baki tilræðun- um jafnvel þótt þau hafi beinst gegn Bretum í bæði skiptin og þrátt fyrir vaxandi andúð á Vesturlandamönn- um vegna átakanna milli Israela og Palestínumanna. Tveir karlmenn og ein kona voru í bílnum og slasaðist ekkert þeirra alvarlega. í Sádi-Arabíu starfa nú um 30.000 Bretar og hefur þeim verið sagt að vera vel á verði, einkum vegna spennunnar, sem nú er í Miðaustur- löndum. Kúariðutilfellunum fjölgar stöðugt í Evrópusambandslöndunum Brezkir sérfræðingar til eftirlits í Frakklandi London. AP, AFP. BREZK stjórnvöld hyggjast senda sérfræðinga í matvælaeftirliti til Frakklands, til að ganga úr skugga um fullyrðingar þarlendra um heil- brigði fransks nautakjöts. Greindi talsmaður Tonys Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands, frá þessu í gær. Þróun kúariðumálanna í Evrópu tók með þessu á sig óvænta mynd. Kúariða kom fyrst upp í Bretlandi á níunda áratugnum og vegna meintrar smithættu lagði ESB árið 1996 bann við útflutningi brezks nautakjöts, en það var numið úr gildi að miklu leyti í fyrra. Talsmaður brezku stjórnarinnar sagði að á ríkisstjórnarfundi í gær hefði heilbrigðisráðherrann Alan Milburn greint frá því að hann hefði þegið boð sérfræðinga brezka matvælaeftirlitsins um að fara til Frakklands og fullvissa sig um að aðgerðir Frakka væru fullnægj- andi. Kúariðutilfellum hefur fjölgað mjög í Frakklandi að undanförnu og vísbendingar benda til að smitið hafi upprunalega borizt úr bresku dýrafóðri. Fram að þessu hafa brezk stjórn- völd ekki viljað banna innflutning nautakjöts frá Frakklandi eins og sum önnur ESB-ríki hafa gert, en talsmenn brezku stjórnarandstöð- unnar hafa kallað eftir því. Á mið- vikudag greindi brezka matvælaeft- irlitið frá því að það hefði gefið frönskum yfirvöldum vikufrest til að staðfesta með óyggjandi hætti að kúariðusmitað franskt nautakjöt hefði ekki og myndi ekki rata í mat- vöruverzlanir í Bretlandi. Þýzki landbúnaðarráðherrann Karl-Heinz Funke lét í gær af and- stöðu sinni við kröfur sem gerðar hafa verið um algert bann við naut- gripafóðri sem inniheldur dýramjöl. Hann sagði aftur á móti að væri notkun slíks fóðurs ekki lengur tal- in æskileg ætti að taka það af markaðnum með vel undirbúnum hætti. Svisslendingar bættust í gær í hóp þeirra Evrópuþjóða sem bann- að hafa innflutning nautakjöts frá Frakklandi vegna ótta við kúarið- usmit, sem valdið getur hinum ban- væna heilahrörnunarsjúkdómi Creutzfeldt-Jakob (CJD) í mönn- um. RIKISSTJORNIN ÁRANGRIBRAUT ' 4 ' : vw¥*St»Sí».ij5." t í f ■ gfcs* >r Stefna ríkisstjórnarinnar hefur leitt til vaxandi verðbólgu, hárra vaxta, ágreinings á vinnumarkaði og verri stöðu i efnahagsmálum. Samfytkingin hefur varað við lausatökum í efnahagsmálum og miklum viðskiptahalla og hún vill ábyrga ríkisfjármálastefnu og sátt við launþega. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess að við höfum dregist verulega aftur úr i menntamátum. Samfylkingin setur menntamál i forgang þannig að menntun hértendis verði samkeppnishæf á atþjóðmælikvarða og að laun kennara séu bætt samhliða breytingum í skólastarfi. Framtíð unga fólksins er okkar framtíð. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur þrengt að kjörum aldraða og öryrkja. Samfylkingin vitl afkomutryggingu fyrir aldraða og öryrkja sem eyðir óvissu þeirra sem minna mega sín í samfélagi okkar. Samfylkingin vill afnema gjafakvótakerfið og tryggja jafnan aðgang allra að auðlindinni. Lokafundurinn í • • fundaferð Ossurar og Margrétar er í Reykjavík Laugardaginn 25. nóvember Kornhlöðuloftinu kl. 12.00 Allir velkomnir og hvattir til að mæta Samfylkingin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.