Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Allir gráta Islending Um leið og víkingaskipið íslendingur erkeypt til landsins ersjálfsagt að falast verði eftir búningi Bjarna Tryggvasonar geimfara. Undarlegt er það og beinlínis með ólík- indum að enn skuli ríkja óvissa um hvort víkingaskipið Islendingur verði keypt til lands- ins. Vitanlega á ríkisstjóm ís- lands að festa kaup á þessu fræga skipi og varðveita það hér á landi. Ekkert, nákvæmlega ekkert, hef- ur haft viðlíka gildi fyrir þá um- fangsmiklu menningarkynningu sem gengist hefur verið fyrir í Bandaríkjunum á landafundaár- Sérlega vel fer á því að þing- menn Samfylkingarinnar, flokks félagshyggju og jafnaðar, skuli þrýsta á ríkisstjómina um að fá skipið keypt til íslands. Þar fara stjómmálamenn er hafa heil- brigða sýn til opinberra fjármuna VIÐHORF S'T,™ röðunar sem nútímaleg stjórnmál Eftir Asgeir Sverrisson snúast um. Þeir menn, sem ekki skynja þörf íslensku þjóðarinnar fyrir að eignast þetta einstaka tréskip, eru í litlum tengslum við umhverfi sitt og samtíma. Og að sjálfsögðu ber ríkisstjórninni að hafa frum- kvæði að því að kaupa íslending. Skipið á vitanlega heima fyrir framan Þjóðmenningarhús (þá er átt við byggingu, sem er að finna við Hverfisgötu í Reykjavík, steinsnar frá Lýðveldisgarðinum, en ekki samnefnda stofnun er Nicolae Ceausescu lét reisa í Búkarest). Jafnframt væri unnt að hafa skipið færanlegt til að það gæti nýst við kynningu á íslenskri menningu erlendis. Mætti hugsa sér að skipinu yrði breytt í sýn- ingarvagn líkan þeim sem menn í Vesturheimi nefna „floats“ og þykja ómissandi á hátíðarstund- um. í umræðum um íslending á AI- þingi ekki alls fyrir löngu voru það þingmenn Samfylkingarinnar sem komu fram sem fulltrúar þjóðarinnar í málinu. Rannveig Guðmundsdóttir, sem situr á Al- þingi fyrir flokkinn, sagði m.a. að það væri „sorglegt" ef skipið „endaði í kálgarði bandarísks auð- kýfings“. Þarna talar stjómmála- maður sem skynjar hug og vilja þjóðarinnar. Skal þetta tækifæri notað til að hvetja fulltrúa Sam- fylkingarinnar til að beita sér fyr- ir söfnun fjár um allt land, rétt- nefndu átaid, hundsi kjörnir ráðamenn íslendinga vilja þjóðar- innar í þessu efni. Við sameinuð- umst, lögðumst á eitt, gleymdum erjum, lögðum til hliðar flokka- drætti, létum fánýtar deilur um smáatriði lönd og leið, sköpuðum þverpólitíska sátt og náðum ár- angri þegar við keyptum geirfugl- inn, þann stórmerka náttúrugrip, og við gerum það á ný ef þess er krafist til að fá íslending heim. Ætla ráðherrar ríkisstjórnar- innar að bera á því ábyrgð að skipið endi „í kálgarði bandarísks auðkýfmgs"? Hvemig hyggjast þeir háu herrar bregðast við þeg- ar skipið verður notað til að auglýsa framleiðslu einhvers kál- auðhringsins? Þykir þeim það sæma virtri og dáðri hámenning- arþjóð að slíkur merkisgripur sem í slendingur verði notaður til að fá heimsbyggðina til að næra sig á bandarísku „Víkinga-salati“? Þeir, sem telja að þama sé engin ógnun við eða misnotkun á ís- lenskri menningu á ferðinni, þekkja sýnilega ekki takmarka- lausa ósvífni bandarískra kálauð- hringja. Em óhæfuverk United Cabbage í Belize virkilega gleymd? Ættu þó að vera hæg heimatökin þegar hafður er í huga sá gríðarlegi fjöldi vandaðra bóka, sem gefinn hefur verið út, þar sem umsvif bandariskra kálauðhringja hafa verið afhjúpuð. Má þar nefna „Cultivation: Cabbage and the Misuse of Political Power“ eftir bandaríska rannsóknar- blaðamanninn Ron Forward. Að auki er sú hætta fyrir hendi að menningarlausir auðkýfingar í Bandaríkjunum misnoti skipið líkt og Krapi var niðurlægður forðum. Hafa verður í huga að ís- lensk þjóð stæði uppi vamarlaus með öllu ef hinir bandarísku eig- endur skipsins ákvæðu að breyta nafni þess og nefna það t.a.m. Suzi í höfuðið á rokkdrottningunni leð- urklæddu, Suzi Quatro. Með sama hætti og það er með öllu óhugsandi að útlendingur kaupi Hótel Valhöll á Þingvöllum fyrir sumarbústað (hótelinu og Þingvallabæ á vitanlega að breyta í opinber móttöku- og menningar- hús) er það öldungis óviðunandi að víkingaskip, sem ber nafnið „íslendingur", sé geymt fjarri fóstuijörðinni. Sjá menn fyrir sér að Bandaríkjamenn teldu viðun- andi, hvað þá ásættanlegt, að geimskutla með nafninu „The American" væri seld til útlanda? Víkingaferðimar vom í einu og öllu sambærilegar við geimferðir Bandaríkjamanna, upplýsti Islandsvinurinn, sjálfur Clinton Bandaríkjaforseti, okkur um fyrr íár. Og ef til vill er hyggilegt að horfa enn frekar til Banda- ríkjanna í þessu efni. Um leið og íslendingur er keyptur til lands- ins er sjálfsagt að ráðamenn nýti persónulegan aðgang sinn að valdamönnum í Bandaríkjunum og leiti eftir því að íslenska ríkið fái keyptan búning þann er ís- lenski geimfarinn, Bjami Tryggvason, notaði í frægðarför sinni. Þessi búningur hefði vitan- lega gífurlegt landkynningargildi. Á góðviðrisdögum mætti færa gínu í búninginn og koma henni fyrir í stafni víkingaskipsins fyrir framan Þjóðmenningarhús. Til greina hlýtur einnig að koma að frægð Bjarna Tryggvasonar geimfara verði nýtt þannig að hann verði ráðinn sem móttöku- stjóri Þjóðmenningarhúss. Er ekki að efa að mikilvægir erlendir gestir teldu eftinninnilegt ef á móti þeim tæki íslendingur í geimfarabúningi. Eins væri við hæfi að íslenskir ráðamenn skrýddust búningnum við hátíðleg tækifæri í Þjóðmenningarhúsi. í tengslum við kaupin á íslend- ingi hefur komið fram sú tillaga að stofnað verði sérstakt safn um siglingar íslendinga á víkingatím- anum. Með kaupum á búningi Bjama Tryggvasonar geimfara væri unnt að útfæra þessa hug- mynd þannig að hún tæki einnig til geimferða íslendinga. „Vík- inga- og geimvísindamiðstöð ís- lands“ myndi augljóslega laða að sér mikinn íjölda ferðamanna. Islendingar eiga heima á Is- landi og það á Islendingur líka. JÓN GUÐNASON + Jón Guðnason fæddist á Veisu í Fnjóskadal 1. mars 1915. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 15. nóvember sl. For- eldrar hans voru Guðni V. Þorsteins- son, f. 2. júlí 1883, d. 18. júli 1971, og k.h. Jakobína K. Ólafs- dóttir, f. 2. mars 1890, d. 8. jan. 1967. Jón var næstelstur 7 systkina, sem eru: Hulda, f. 10.3. 1913, Sigrún, f. 23.4. 1917, d. 3.7. 1943, Mekkín, f. 4.5.1920, Sigurbjörg, f. 26.7. 1925, Kristín, f. 22.10. 1927, og Guðrún Björg, f. 11.1. 1934, d. 26.11.1991. Eiginkona Jóns var Guðrún Guðmundsdóttir, f. 13. júlí 1920, d. 19. mars 1999. Sonur þeirra: Guðmundur, f. 27.9. 1951. Kona hans er Guðlaug Margrét Jónsdóttir, f. 7.2. 1951. Börn þeirra: 1) Tryggvi Rúnar, f. 20.12. 1972, sambýl- iskona hans Hjördís Hilmarsdóttir, f. 26.1.1975.2) Magða- lena Ósk, f. 16.11. 1979, 3) Margrét, f. 23.3. 1984, unnusti Brynleifur K. Jó- hannesson, f. 17.5. 1978, d. 14.11. 2000, 4) Jón Trausti, f. 26.2.1990. Jón og Guðrún hófu búskap á Akureyri en bjuggu lengst af í Melgerði 31, Kópavogi, en síðustu árin í Hamraborg 14, Kópavogi. Utför Jóns fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 24. nóvember, kl. 15. Afi minn er látinn. Ég hafði lúmskan grun um að rjúpnaferðin okkar hinn 15. október síðastliðinn yrði okkar síðasta. Við höfðum farið saman í hátt á annan áratug eða frá því að ég var tíu til ell- efu ára gamall og aldrei misst úr fyrsta eða síðasta veiðidaginn. Það hafði svo sem staðið tæpt síðustu tvö árin vegna veikinda þinna en þessi síðasta ferð gekk allt of vel til þess að það stæði til að við ættum eftir að komast saman aftur. Það reyndist rétt og okkar áralanga hefð að fara ávallt saman til rjúpna fyrsta og síð- asta rjúpnaveiðidaginn ár hvert (fyr- ir utan alla hina dagana) sama hvemig veðurútlit eða aðrar ástæður voru er nú á enda. Þó svo að aðrir skildu ekki þessa veiðiþörf var svo margt annað sem bjó að baki þessum árlegu ferðalögum en veiðiþörfin: Utiveran, hreyfingin, ferðalagið, veiðimennskan, sögumar, ævintýrin, félagsskapurinn, og ekki síst öll fyrri árin þar sem ég var alltaf látinn keyra um leið og við vomm komnir út úr bænum og á auðan sjó (og allt í bland við nestið hennar ömmu). Sjó- ferðirnar urðu nú ekki margar en þú saknaðir þess alltaf að komast ekki í svartfugl og veiði eftir að nágrannar okkar úr Melgerðinu hættu að stunda sjóinn sér til gamans. I mín- um augum verður þú alltaf veiðimað- ur númer eitt. Seinustu árin hafðir þú fengið mikið dálæti á því að fljúga með mér um ísland og fór ekki framhjá nein- um sú skemmtun sem þér fannst flugið vera. Þér leið þó ekkert alltof vel að vera við stjórnvölinn en hafðir gaman af og lést á engu bera. Við fóram víða um landið og sárt þykir mér að við höfum þurft að hætta við vegna veðurs í síðustu viku það sem hefði orðið okkar síðasti flugtúr sam- an. Áhugamál okkar vora mjög sam- bærileg og verð ég að segja: dellu- karl fram í fingurgóma, bátar, flug- vélar, bílar, stangveiði, skotveiði, hann hafði gaman af öllu sportlegu. Ég verð að þakka fyrir að þér hafi tekist að smita mig af þessu öllu saman, það er, því sem ekki var þeg- ar í genunum. Lífið var þér ekki auðvelt síðasta árið og má segja að það hafi stöðugt verið á brattann að sækja eftir að amma dó í fyrra en eins og sönnum hetjum sæmir ákvaðst þú að elta hana fyrr en síðar. Ég var satt best að segja farinn að halda að þú værir ódauðlegur miðað við öll veikindin sem þú hafðir staðið af þér í gegnum árin. Ég er sáttur við andlát þitt. Ég tel að það hafi verið það sem þú vildir þar sem veikindi þín ágerðust stöð- ugt og í raun og vera ekkert líf fram- undan fyrir atorkusaman einstakling eins og þig. Ég kveð þig því með söknuði þótt ég viti að þér líður mun betur þar sem þú ert nú. Þú verður ávallt með í minning- unni í veiði- og flugferðum í framtíð- inni. Tryggvi R. Guðmundsson. Hjartkær tengdafaðir minn, Jón Guðnason, hefur kvatt þetta líf sadd- ur lífdaga. Hann fæddist Þingeying- ur í Fnjóskadalnum og ólst upp á tímum, sem við nútímafólkið getum illa gert okkur í hugarlund hvernig vora. Jón var hægur maður og þægileg- ur í viðmóti. Hann var sérlega svip- hreinn, með dökka einlæga ásjónu, brúnu augun blíðleg og allt fas hans einkar traustvekjandi. Hann var ekki margmáll að eðlisfari en heiðar- legur og traustur ef til hans var leit- að. Dugnaður og vinnusemi vora leiðarljós hans alla tíð sem og nægju- semi, nýtni og umburðarlyndi. Þau Gunna vora sem eitt og sér- staklega samhent hjón. Þeirra heim- ilishald var rekið eins og fyrirtæki, þar sem vel var haldið utanum hverja krónu. Þau byrjuðu sinn búskap á Akur- eyri, en síðan fluttu þau suður, þar sem meiri vinnu var að hafa, og reistu sér hús í Melgerði 31 í Kópa- vogi, þar sem þau bjuggu lengst af. Þar var ekki verið að braðla með eitt né neitt og opnaðist mér nýr heimur þegar ég kynntist þeim sem tengda- dóttir fyrir nær 30 áram. Þau vora baráttufólk sem á lægstu launum höfðu náð með nýtni og vinnusemi að koma sér upp fallegu heimili í eigin húsi. Gestrisnin og örlætið vora þeim í blóð borin og best leið þeim með fullt hús gesta. En skynsemin sagði þeim fyrir u.þ.b. 10 áram, að betra væri að flytja sig í hentugra húsnæði í fjöl- býli með lyftu og nærri allri þjónustu áður en þau yrðu of gömul. Þá fluttu þau heimili sitt í Hamraborg 14 og áttu þar nokkur góð ár saman. Árið 1995 veiktist Jón mjög alvar- lega og var vart hugað líf. En upp stóð hann aftur næstum jafn góður og fyrr, en þá var það Gunna sem veiktist af sjúkdómi sem ekki varð við ráðið. Þegar hún lést árið 1999 missti Jón kjölfestuna úr lífi sínu. Hann sagðist ekki skilja tilganginn í að hann hefði fengið bata aðeins til að upplifa hennar dauðastríð. Eftir andlát Gunnu sótti einsemd- in að. Hann átti erfitt með að sætta sig við þverrandi getu og minnkandi þrótt. Þótt hann ætti öraggt skjól hjá nánustu ættingjum var hann meira en tilbúinn að kveðja þetta jarðneska líf. Hann kvaddi hljóðlega eins og hann átti eðli til og á dánar- beði var líkt og bros léki um varir hans. Hann var kominn á leiðarenda og trúlega í faðm Gunnu sinnar. Ég þakka honum hjartanlega fyrir samfylgdina, umhyggjuna og allt annað. Guðlaug. í æsku minni - og reyndar alla tíð - var Jón Guðnason sá maður, mér náskyldur, sem tvímælalaust komst næst þeim hugmyndum sem ég gerði mér um víkinga. Það átti jafnt við um líkams- og sálargáfur hans. Hann var kappsamur og hraustur, hreinskiptinn og víllaus og er nú kvaddur af fjölskyldu sinni, frænd- garði og vinum í anda þeirra fornu sanninda að „glaður og reifur skyli gumna hver uns sinn bíður bana“. Hann fæddist á Veisu í Fnjóska- dal fyrsta dag marsmánaðar 1915. Þangað höfðu foreldrar hans, sem bæði vora fædd og uppalin austan Skjálfandafljóts, flust með móður mína, sem var elsta barn þeirra, sex vikna gamla inn um hlið Ljósavatns- skarðs úr tveggja ára húsmennsku á Krossi um fardagaleytið 1913. Með þeim í för var amma hennar í móður- ætt, ekkja sem löngum átti heimili hjá dóttur sinni og tengdasyni og vann heimili þeirra. Erfitt var um jarðnæði fyrir fólk sem var að byrja búskap, og ekki var Veisa eignarjörð afa míns frekar en aðrar þær jarðir sem hann bjó á um dagana. Hann hafði hana á leigu að tveim þriðju, sætti afarkostum um afgjaldið og bjó við svo þröng og lé- leg húsakynni að söknuður stækk- andi fjölskyldu var ekki sár þegar hún fluttist vestur yfir Fnjóskána, að Melum, vorið 1916. Eftir það eignuð- ust afi og amma fimm dætur, sem allar fæddust þar nema sú yngsta. Hún var í heiminn borin á Skugga- björgum, næsta bæ fyrir utan, sem taldist til Grýtubakkahrepps, en þangað fluttust foreldrar hennar 1928 og bjuggu þar áratug uns jörðin fór í eyði. Hún er nú eign Skógrækt- ar ríkisins. Um Mela lék alltaf ljómi bernsku- vorsins í hugum elstu systkinanna, Huldu móður minnar og Jóns. Þeir voru „bærinn þeirra". Þar var para- dísargarður þeirra þrátt fyrir kröpp kjör, þar léku þau sér að skeljum á hól og létu sig dreyma, þótt hörð lífsbarátta færði þeim fullsnemma heim sanninn um að fyrir henni yrðu flestir draumar að víkja. Mamma var ekki nema sjö ára þegar hún fór að teyma ein heim reiðingshestinn und- ir blautheyinu af þeim blettum sem faðir hennar hafði slegið utan túns og þurrka átti heima á velli. Hafi bróðir hennar verið sjálfum sér lík- ur, þá hefur hann ekki verið hár í loftinu þegar hann fór að hjálpa til við búskapinn, og munað hefur um minna en lið hans. Systkinin ólust þannig upp í sama umhverfi við sömu kjör og urðu und- ir eins mjög samrýnd í leik og starfi, enda aldursmunurinn ekki nema tvö ár. Það segir sig líka sjálft að jafn- framt vinnunni heima fyrir hafa þau um margt orðið yngri systranum fyrirmynd á bernskuáram þeirra. Snemma kom í Ijós að Jón Guðna- son skorti hvorki afl né þrek til vinnu og íþrótta, enda hneigðist hann til útivistar og áreynslu í samræmi við þá karlmennskuhugsjón sem talin var góð og gild á æskuáram hans. Svellranninn Gæsadalinn fór hann stundum fram og aftur eins og kött- ur á leið heiman og heim og æfði sund í ísköldum hyljum Fnjóskár. Ég heyrði hann líka segja frá því, hve vel það átti við hann þegar hann fór ýmist einn eða með föður sínum út í Höfðahverfi eða inn á Svalbarðs- strönd til þess að komast á sjó og veiða í soðið hjá þeim sem Ijá vildu bát eða leyfa röskum strák að koma með sér í róður. Það átti vel við veiði- manninn í honum, sem naut sín jafnt á láði og legi, því að hann lærði ung- ur að fara með byssu og stunda skot- veiði. Vel kunni hann við sig í Flatey á Skjálfanda þar sem hann var oftar en einu sinni við vinnu um tíma þeg- ar hann var ungur, m.a. með bíl við bryggjugerð, en þar bjó Ijósmóðirin móðursystir hans og hennar fólk á Bjargi. Þótt Jón ætti heimili í foreldra- húsum töluvert fram á þrítugsaldur og ynni við búskapinn þar, hleypti hann heimdraganum eins fljótt og aðstæður leyfðu og fór að vinna af bæ tíma og tíma, fyrst á æskuslóðum sínum, en var þó a.m.k. einn vetur í Grindavík á vertíð og öðra sinni nemandi í íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Það átti vel við Jón, sem hafði gaman af að rifja upp minningar þaðan. Skólaganga hans var annars ekki löng eftir að barnafræðslunni sleppti, frekar en margra annarra af hans kynslóð, sem bjuggu við svipuð kjör. Hann var einn vetur í héraðsskólanum á Laugum, og kynnu þeir að hafa orðið tveir ef það hefði ekki raskað högum hans að hann átti við liðmús að stríða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.