Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 67 FÓLKí FRÉTTUM ALMEIMIMUR DAIMSLEIKUR með Geírmundi Valtýssyní í Ásgardi, Glæsibæ, í kvöld, 24. nóvember Húsið opnað kl. 22.00. Allir velkomnir! Kitlandi ævistarf Óskar Guðjónsson saxófónleikari hefur verið búsettur í London frá því síðasta haust þar sem hann hefur verið að vinna með listamönnum hvaðanæva. Nú er hann staddur á Islandi í tilefni að útkomu geislaplötu sinnar Söngdansar Jóns Múla Arnasonar. Kristín Björk Kristjánsdóttir ------------H-7—-------- tók púlsinn á Oskari. Tannskart Tímapantanir í síma 557 6771 Stjörnur - Mjódd Opið virka daga frá kl. 10-19, laugardaga 10-16, sunnudaga 13-16. tónlistina við gríska harmleikinn Medeu sem leikfélagið Fljúgandi fískar sýnir um þessar mundir í Iðnó. Arnar Eggert Thoroddsen tók kappann tali yfír bolla af tei og kaffí. „BLIND ást, botnlaust hatur, svik, afbrýði, hefnd, morð“. Þessi sterku orð er að finna í fréttatilkynningu frá leikhópnum Fljúgandi fiskum varð- andi uppsetningu hans á hinum æva- forna harmleik Medeu efth- Evríp- ídes. Það er enda óhætt að segja að tilfinningar tröllríði sviðinu í Iðnó og það mæði mikið á leikurunum tveim- ur, þeim Þóreyju Sigþórsdóttur og Valdimari Erni Flygenring. Þriðji þátttakandinn er kannski ekki eins hatrammur og heiftugur og leikar- arnir, þótt hann sjái um að magna UPP þá stemmningu. Jonathan Coop- er semur nefnilega tónlistina við verkið, sem er í senn dulúðug og mögnuð og gerir reyndar gott betur °g flytur tónlistina sjálfur, þar og þá. Tónlistin er sveimkennd raftónlist æeð myrkum blæ og þjóðlegra áhrifa gætir nokkuð. Oxford „Eg er klassískt menntaður tón- listarmaður,“ segir Jonathan. „Lærði á klarinett og píanó og fór svo að læra tónlist í Oxford. Það nám var strangfræðilegt og lítið um hagnýtar áherslur en ég spilaði þó mikið á þeim tíma. Þar var frekar frumstætt raftónlistarhljóðver og þar fékk ég áhuga á þess háttar tón- list. Fyrir um sex eða sjö árum fór ég svo að einbeita mér að leikhústónlist Morgunblaðið/ Sverrir Jón Múli Árnason og kona hans Ragnheiður Ásta Pétursdóttir voru heiðurs- gestir á tónleik- um Óskars. dæmis að gera fjóra ólíka hluti í einu, þá líður mér voðalega vel. Það er alveg sama hvort það er djass, popp eða fönk sem ég er að fást við, því ef fólkið sem ég er að spila með er virkilega að gefa sig í músíkina, þá er alltaf gaman að þessu.“ Á Söngdönsum Jóns Múla leikur Óskar einmitt með mönnum sem eru hver öðrum spilaglaðari. Matt- hías Hemstock, Pétur Grétarsson og Birgir Baldursson leika allir á slagverk, Þórður Högnason plokk- ar kontrabassann og Hilmai' Jens- son og Eðvarð Lárusson spila á gít- ara. En hvað með Jón Múla sjálfan? Hvernig hefur honum litist á fram- tak Óskars og félaga? „Hann hefur mætt á alla þá tón- leika sem við höfum haldið hingað til og verið mjög ánægður með þetta. Það er alveg ótrúlegt að það hafi enginn unnið úr þeim frábæra efnivið sem Söngdansar Jóns Múla eru. Við erum með þrjá slagverks- leikara sem búa til hafsjó af góðu hryni, tvo gítarleikara sem lita yfir það, frábæran bassaleikara sem bindur þetta allt saman og ég spila svo melódíur yfir. Það er búið að vera alveg ofsalega gaman að spila með þessu bandi,“ segir Óskar ánægður með félaga sína en ágæti þeirra ætti ekki að hafa farið fram- hjá neinum sem sá þá á frábærum útgáfutónleikum þeirra á sunnu- daginn var. Góðu fréttirnar fyrir þau sem misstu af þeim eru að nú má nálgast upptökur með þessu efni í næstu plötubúð og á þeim má heyra að mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Óskar Guðjónsson var tíu ára og sneri munnstykkinu í saxinum öfugt yfir myndbandi með Eyfa Kristjáns. „Tooth Fairy" Hágæða tannskart úr Swarovski kristal Brostu þínu blíðasta Skartaðu þínu fegursta Vera á staðnum Bretinn Jonathan Cooper semur og flytur og tónlist fyrir sjónvarp.“ Hann segir ástæðuna fyrir því að hann er kominn hingað til lands að vinna liggja í því að Þórey, sú er leik- ur Medeu, hafi komist í kynni við verk hans er hún var stödd í London. „Hún kom og sá verkið The Hansel Gretel Machine (sem er fyrsti hluti þríleiksins The Lost Child Trilogy), sýningu sem ég var að vinna við með David Glass Ensemble (frændi Phil- ip Glass, frægt naumhyggjutónskáld frá Bandaríkjunum). Þessi sýning er þannig að það er enginn texti, allur framgangur sögunnar er túlkaður í gegnum líkamana (e. physical the- atre). Þórey varð hrifin af tónlistinni sem ég var að gera þar og spurði hvort ég vildi vinna við þessa upp- færslu. Og ég sagði já.“ Frelsi Jonathan segist bæði vinna við hefðbundið og óhefðbundið leikhús. „Ég hef unnið við það sem mætti kalla „hefðbundnar“ óperur og ég hef unnið nokkuð fyrir þjóðleikhúsið breska sem starfar aðallega í megin- straumnum.“ Hann segist ekki velta sér mikið upp úr þeirri staðreynd að hann starfar sjálfstætt og býr þar af leið- andi ekki við það sem kalla mætti at- vinnuöryggi. „Því meira sem maður gerir, því fleiri verkefni bjóðast Morgunblaðið/Ásdís Afslappaður Jonathan Cooper, nýbúinn með morgunteið sitt. manni. Þannig að áhyggjumar fara sífellt minnkandi (hlær).“ Það er ekki algengt að höfundur tónlistarinnar sé þátttakandi í leik- húsinu eins og Jonathan er í Medeu. „Það er frekar óvanalegt, já, en ég kann vel við að vinna þannig. Vana- lega gengur þetta þannig fyrir sig að tónskáldið er víðsfjarri, t.d. eru tvö verk í gangi núna í London sem inni- halda tónlist eftir mig. Kosturinn við að vera á staðnum er sá að þú hefur færi á að bregðast við því sem er að gerast uppi á sviði með tónlistinni. Hraði verksins getur verið mismun- andi eftir sýningum og ég get því fylgt þeim takti. Mér finnst það áhugavert, gefur manni frelsi til að skapa.“ Jonathan fer af landi brott efth' rúma viku og því eru ekki nema sex sýningar eftir. Sýnt verður í kvöld og svo á mánudag, þriðjudag, miðviku- dag og fimmtudag. Lokasýning er sunnudaginn 3. desember og hefjast allar sýningar kl. 20. „Ég held að það hafi nú ekki verið neitt sérstakt lag,“ segir Óskar er hann er spurður að því hvaða lag það var sem kveikti saxófónsbakt- eríuna. En síðan hverfur hugurinn aftur í tímann: „En ég man að ég var tíu ára og staddur á bindindis- mótinu í Galtalæk ásamt foreldrum mínum. Þar var dixieland band úr Mosfellsbænum og saxófónn innan- borðs sem ég heillaðist algerlega af. Það varð ekki aftur snúið, ég vældi og vældi allt sumarið og allan vet- urinn þangað til að ég fékk að byrja að læra. Ég hef alltaf verið mjög óþolinmóður maður og því fékk ég að hafa saxófóninn heima yfir helg- ina áður en ég fór í fyrsta tímann svo ég gæti byrjað að fikra mig áfram.“ Það sem vafðist helst fyrir Ósk- ari, var hvernig munnstykkið ætti að snúa í hljóðfærinu. Hann þurfti þó ekki lengi að velkjast í vafa því þessa sömu helgi sá hann mynd- band í sjónvarpinu með Eyjólfi Kristjánssyni þar sem hann lék meðal annars á saxófón. I mynd- bandinu er Eyjólfur reyndar með munnstykkið öfugt á hljóðfærinu. „Ég hélt náttúrlega að svona ætti að gera þetta og fór að prófa mig áfram þótt mig kitlaði svolítið í efri- vörina. Þá hugsaði ég með mér að þetta ætti eftir að verða dálítið kitl- andi ævistarf. Seinna meir komst ég svo að því að það eru nokkrir búlgarskir og rúmenskir klarín- ettuleikarar spila alltaf með munn- stykkið öfugt.“ Óskar hefur komið víða við í tón- listarflórunni. Hann hefur að mestu einbeitt sér að frjálsum djassi en einnig spilað mikið í popp- og fönk- böndum ásamt því að spinna yfir plötusnúninga. En hvar kann hann best við sig? „Mér líður mjög vel í þeirri djassmúsík sem gefur manni hvað mest frelsi en byggir samt sem áð- ur á einhverjum melódískum hug- myndum og þægilegu grúvi. Svo verður bara að viðurkennast, að ég vil hafa mjög mikinn fjölbreytileika í því sem ég er að gera. Ef ég er til Tónskáldið Jonathan Cooper á íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.