Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMIS69U00, SÍMBRÉF569II81, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Lausaganga búfjár bönnuð við þjóðveg 1 í Mýrdalshreppi Vegagerð- “in girðir 20 km kafla VEGAGERÐIN og Mýrdalshrepp- ur hafa gert með sér samkomulag þar sem Vegagerðin mun sjá um að girða um 20 km kafla beggja vegna þjóðvegar nr. 1 og Mýrdalshreppur mun í kjölfarið banna lausagöngu búfjár á vegstæði þjóðvegarins. Að sögn Steingríms Invarssonar verkfræðings hjá Vegagerðinni muii þetta vera í fyrsta sinn sem slíkt samkomulag er gert en fleiri bæjarfélög væru að þreifa fyrir sér *með sams konar áætlanir. Einnig væru uppi hugmyndir um að greiða fyrir beitarhólf í stað þess að girða meðfram vegum. Steingrímur sagði verkið í Mýr- dalshreppi koma til með að kosta um 10 milljónir og væri enn eftir að fá ívilnun frá Vegagerðinni vegna þeirrar upphæðar þótt hann teldi slíkt ekki eiga eftir að verða vand- kvæðum háð. Samkomulagið nær til tveggja ára, ársins 2001 og 2002, og felur í sér að auk þess að reisa girðinguna rhuni Vegagerðin sjá um viðhald hennar sem og annarra girðinga meðfram þjóðvegi nr. 1 í hreppnum og loka með ristarhliðum af- leggjurum að Heiðardal, Reynis- hverfi og öðrum afleggjurum sem þörf er á. ------*-M------ Sveitarfélögin sunnan Reykjavíkur Ekki verð- „ ur af sam- -y einingu LJÓST virðist að ekki verði af sam- einingu sveitarfélaganna sunnan Reykjavíkur. Kópavogur hefur dregið sig í hlé frá viðræðunum. Garðbæingar ljá ekki máls á sameiningu við Bessa- staðahrepp og Hafnarfjörð á þessu stigi, en hins vegar virðast þeir og Hafnarfjörður hvor um sig tilbúnir til viðræðna um sameiningu við Bessastaðahrepp einan. Það sem næst gerist í málinu ræðst líklega af niðurstöðu sveitar- stjórnar Bessastaðahrepps, en fyrir TwJienni liggur að taka afstöðu til bréfs Garðabæjar um tilnefningu í nefnd til að ræða sameiningu sveitarfélag- anna tveggja. ■ Bessastaðahreppi bjóðast/18 . 1SLF.ÍISKIR tj OSTAR, ‘ v D Forstjóri Fjármálaeftirlitsins gagnrýnir lánastofnanir Arleg aukning* útlána 25% síðustu tvö árin FORSTJÓRI Fjármálaeftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, gagnrýndi ör- an vöxt útlána hjá lánastofnunum á ársfundi stofnunarinnar í gær, og sagði að slík útlánaaukning langt umfram aukningu þjóðarframleiðslu gæti ekki staðist til lengdar. Árleg útlánaaukning frá árinu 1998 hefur að jafnaði verið 25-30% á meðan sambærileg aukning útlána 1996 og 1997 var um 12%. Páll Gunnar sagði jafnframt að í ljósi aðstæðna væri þróun á eiginfjárhlutfalli lánastofn- ana óviðunandi. „Við þessar aðstæð- ur er nauðsynlegt fyrir lánastofnanir að sýna sterka eiginfjárstöðu. Vand- inn er hins vegar sá að afleiðing hinna auknu umsvifa er lækkun eig- infjárhlutfalla. Lögboðið eiginfjár- hlutfall viðskiptabanka og stærstu sparisjóða hefur í heild lækkað úr 12,7% í 9,4% frá árslokum 1995 til miðs árs 2000.“ Brýnt að stjórnendur taki hættumerkin alvarlega A ársfundinum sagði Páll Gunnar að Fjármálaeftirlitið hefði gert at- hugasemdir við skipulag og eftirlit varðandi markaðsáhættu fjármála- fyrirtækja, sem hefur vaxið mjög hratt, en innra eftirlit hefði setið á hakanum í ýmsum tilfellum. Sífellt stærri hluti af eignum þessara fyrir- tækja er bundinn í markaðsverð- bréfum, sem gerir fyrirtækin við- kvæmari en áður fyrir ytri áhrifum á efnahag og rekstur. Eiginfjárstaða þeirra þurfi því að vera nógu sterk til að mæta óvæntum áföllum. Hann sagði að á kynningarfundi FME fyrir rúmu ári hafi hann vikið sérstaklega að þróun útlána og þró- un framlaga í afskriftarreikning og þróun eiginfjárhlutfalla. Hann sagði á ársfundinum að þróunin hér hefði ekki breyst til batnaðar. „Fjármála- eftirlitið telur þessa stöðu óviðun- andi og vill brýna fyrir stjórnendum fjármálafyrirtækja að taka alvarlega þau hættumerki sem í þessari þróun felast," sagði Páll Gunnai’. ■ Stjórnendur/25 Tvær bflveltur í Húna- þingi TVÆR bflveltur urðu í gær í Húnaþingi. Fyrra óhappið varð kl. 12:20 og var ungur maður fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir að bfll, sem hann var far- þegi í, valt í Víðidal. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu en beinbrotinn. Að sögn lögreglu er mjög mikil hálka á veginum. Slysið varð skammt frá bænum Laufási. Annar farþeganna var einnig fluttur til Reykjavíkur en talið er að hann sé brotinn á fótum. Hinir tveir sluppu ómeiddir. Síðdegis valt jeppi við Reykjaskóla en ökumaður hans slapp ómeiddur. Jeppinn er einnig talinn gjörónýtur. Logandi himinn og haf ÆGIFAGURT sólsetrið gyllir speg- ilsléttan hafflötinn og himinninn verður eitt eldhaf í kvöldkyrrðinni. Þessa dagana er sólin afar lágt á lofti og hætta á að ökumenn bif- reiða næstum blindist í síðdegis- geislununi. Það er því rík ástæða til að aka varlega og hafa gott bil á milli bfla í umferðinni. HÆTTULEGA GÓÐUR ^MPímon www.ostnr.is Morgunblaðið/RAX Stíf fundahöld í deilu MATYÍ S og Samtaka atvinnulífsins Ki ar asamnin jmr í burðarliðnum í nótt SAMNINGAFUNDIR Samtaka at- vinnulífsins og MATVÍS, Matvæla- og veitingasambands íslands, stóðu enn yfir í húsakynnum Ríkissátta- semjara í nótt, þegar Morgunblaðið fór í prentun en MATVÍS hefur boð- að verkfall 1.200 matreiðslumanna, framreiðslumanna, bakara og kjöt- iðnaðarmanna kl. 19 í kvöld, hafi samningar ekki náðst. Samkvæmt samtölum Morgunblaðsins við aðila beggja vegna borðs í nótt voru líkur taldar á að skrifað yrði undir. Samn- ingafundir höfðu þá staðið yfir sleitulaust frá klukkan tvö í gær. Meðal þeirra atriða sem helst hafa verið til umræðu í samningunum, og skiptar skoðanir verið um milli deilu- aðila, eru launakjör nema innan MATVÍS, en til þessa hafa laun þeirra verið afar mismunandi eftir faggreinum og talið flókið að sam- ræma þau í nýjum samningi. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði að reynt yrði til þrautar í nótt. Hann sagði samningana ekki fela í sér fast- launakerfi, líkt og samið var um í gærkvöldi við skipstjórnendur, mat- reiðslumenn og bryta á kaupskipum, heldur líktust þeir meira samningum Samiðnar. „Þetta eru fjórir hópar innan stórra samtaka og það er verið að takast á um niðurstöðurnar við frek- ar erfiðar aðstæður. Úrlausnarefnið er viðamikið en við gerum okkur enn vonir um að þessu ijúki með samn- ingi,“ sagði Ari við Morgunblaðið upp úr miðnætti í nótt. Níels S. Olgeirsson, formaður MATVÍS, batt vonir við að skrifað yrði undir samning þegar rætt var við hann. Hann sagði kjör nema helst hafa verið rædd á endaspretti viðræðna. Geir Gunnarsson vararík- issáttasemjari sagði við Morgun- blaðið í nótt að reynt yrði til þrautar í deilu MATVIS og Samtaka atvinnu- lífsins. Meðal sameiginlegi'a krafna MATVIS fyrir félagsmenn sína er að launaflokkar verði endurskoðaðir og færðir nær greiddu kaupi og orlof allra verði hækkað í 13,04% sem efsti ávinnsluréttur. Þá var gerð sú krafa að meistarar fengju hærri laun væru þeir að skrifa upp á námssamninga og meistaraskólagengnir fagmenn fengju 15% hærri laun en þeir hefðu fengið ella. Mikið annríki hefur verið í húsa- kynnum ríkissáttasemjara að undan- förnu. Auk deilu MATVÍS var fund- ur í gær milli samninganefnda framhaldsskólakennara og ríkisins. Sá fúndur var stuttur og skilaði engu, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.