Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, afi, sonur, tengdasonur, bróðir, mágur og tengda- faðir, HÖSKULDUR HILDIBRANDSSON, hvarf við Gullfoss þriðjudaginn 14. nóvember sl. Leit hefur farið fram en ekki borið árangur. Við fjölskyldan hans teljum fullvíst að hann sé látinn, þó að formleg staðfesting liggi ekki fyrir. Við bjóðum þeim ættingjum og vinum, sem það vilja þiggja, til bænastundar með okkur í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði laugardaginn 25. nóvember kl. 15.00. Astrid Barrero Hildibrandsson, Alexandra Von, Sævar Freyr, Árni Þór, Þórdís Hrefna og fjölskylda. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, GUÐMANN EINAR MAGNÚSSON, Vindhælí, Austur-Húnavatnssýslu, andaðist á Héraðshæli Austur-Húnvetninga miðvikudaginn 22. nóvem- ber 2000. María Ólafsdóttir, Guðrún Guðmannsdóttir, Bjarni Jóhannsson, Anna Guðmannsdóttir, Sigurður Halldórsson, Einar Guðmannsson, Ingibjörg Ragnarsdóttir, Ólafur Guðmannsson, Magnús Guðmannsson, Erna Högnadóttir, Halldóra Guðmannsdóttir, ísleifur Jakobsson, Guðmundur Magnússon, Páll Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ÞORGERÐUR NANNA ELÍASDÓTTIR, Bústaðavegi 63, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt miðvikudagsins 22. nóvember. Tf Valdimar Karlsson, Guðrún Guðlaugsdóttir, Guðmundur Páll Arnarson, Einar Elías Guðlaugsson, Auður Egilsdóttir, Kristján Guðlaugsson, Marit Wiihelmsen, Guðmunda Elíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, STEFÁN KRISTJÁNSSON, Laufrima 4, sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 19. nóvember, verður jarðsung- inn þriðjudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Hafdís Hannesdóttir, Ingimar Bragi Stefánsson, Inga Hrönn Stefánsdóttir, Hanna Sigríður Stefánsdóttir, Páll Skúlason, ísar Daði Páisson. -9 + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTHILDUR JÓHANNESDÓTTIR, Laufvangi 1, Hafnarfirði, lést á Landsþítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 22. nóvember. Rebekka Valgeirsdóttir, Björn Árnason, Málfríður Baldvinsdóttir, Þröstur Auðunsson, Lilja Björk Baldvinsdóttir, Þórir E. Þórisson og barnabörn. + Hallddra ^ Jóns- dóttir, Árskóg- um 6, Reykjavík, fæddist í Elínar- höfða á Akranesi 27. ágúst 1920. Hún lést á Landspítala Fossvogi 16. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Guðnadóttir, f. 8. aprfl 1881, d. 25. febrúar 1959, og Jón Diðriksson, f. 5. júlí 1875, d. 30. des- ember 1954. Þau eignuðust 13 börn og var Halldóra níunda barn þeirra. Systkini Halldóru eru: Guðni, f. 13. ágúst 1904, d. 7. júní 1975. Margrét, f. 6. nóvember 1906, dvelur nú á Hrafnistu í Hafnar- firði. Ásgeir, f. 20. maí 1907, d. 27. maí 1990. Guðmundur, f. 12. nóvember 1908, d. 12. september 1996. Jóhanna f. 22. október 1909 búsett í Reykjavík. Ðiðrik f. 3. maí 1914 búsettur í Reykjavík. Ásgrímur f. 5 mars 1917 búsettur í Hafn- arfirði. Soffía f. 22. mars 1918 búsett í Hafnarfirði. Helgi f. 23. janúar 1922 bú- settur í Kópavogi. Ásta f. 28. október 1923 búsett í Hafnar- firði. Eðvarð f. 27. nóvember 1926 d. 29. nóvember 1926. Lilja f. 19. desember 1928 búsett í Reykjavík. Halldóra giftist 23. nóvember 1946 Böðv- ari Péturssyni versl- unarmanni, f. 25. desember 1922, d. 21. febrúar 1999. Bjuggu þau lengst af í Skeiðarvogi 99, Reykjavík. Börn þeirra eru: 1. Guðrún Auður, sjúkraliði, f. 11. júlí 1946. Maki: Sigurður Elías- son, f. 13. desember 1941. Fyrri maður hennar er Kristinn Magn- ússon, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: Magnús, f. 17. nóvem- ber 1963, maki Hólmfríður Sig- urðardóttir, börn: Anna Sigga, Kristinn Sævar og Sigurður Sindri. Dóra Birna, f. 20. jan 1969, maki Hjörtur Davíðsson, börn: Elín Ósk, Eva Ósk og Ey- rún Ósk. Böðvar Örn, f. 24. mars 1970, maki Þórdís Ómarsdóttir, börn: Guðrún Auður og Ivar Örn. 2. Pétur, skólastjóri, f. 18. ágúst 1948, maki Guðbjörg Úlfsdóttir, f. 9. nóvember 1955. Börn þeirra eru: Kolbrún Erla, f. 1. mars 1973, maki Björn Sveinlaugsson, börn: Hildur María og Daníel. Hjördís, f. 4. júlí 1975, maki Jón- as Ýmir Jónasson. Böðvar, f. 15. desember 1985. Dóttir Péturs er íris Brynja, f. 28. júlí 1972, maki Tom Tychsen, barn hennar er Sara Hadoudi. 3. Margrét, kenn- ari, f. 8. maí 1952. Maki: Sigur- geir Sveinbergsson, f. 11. mars 1951. Börn þeirra eru: Pétur Smári, f. 2. júlí 1970, maki Jó- hanna Soffía Birgisdóttir, barn þeirra er Silja Rós. Halla Dóra, f. 23. júní 1977, maki Sigurður Ivar Sigurjónsson. Sigmar Ingi, f. 10. mars 1989. Sævar Ingi, f. 10. mars 1989. Halldóra var lengst af ævi sinnar húsmóðir en vann í rúm 15 ár á Hrafnistu í Reykjavík. Út- för Halldóru fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13:30. HALLDORA JÓNSDÓTTIR Sorgoggleðiauðurer öllumþeimsemvilja. Égámargtaðþakkaþér þegar leiðir skilja. (Hulda) Þegar við kveðjum hana móður okkar og tengdamóður kemur þakk- lætið fyrst upp í hugann. Þessi kona sem allt vildi íyrir okkur gera sama hvað var, alltaf var hún til staðar svo traust og trú og alltaf áttum við hana að, bæði í gleði og sorgum. Það voru ekki ófáar flíkumar sem hún saumaði eða gerði við og allt bakkelsið sem hún bar út af heimilinu. Allt var svo sjálfsagt og gert af svo mikilli ánægju. Það var oft mikill gesta- gangur hjá henni, sérstaklega í Skeiðarvoginum og alltaf tekið vel á móti öllum. Fyrir þetta viljum við þakka. Hún var ein af 13 systkinum alin upp á Bjamastöðum á Álftanesi. Systkinin vora sérlega samhent alla ævi og mikill samgangur á milli þeirra. Þær systur vora ekki bara systur heldur bestu vinkonur líka og töluðust við á hverjum degi. Hún bjó lengst af í Skeiðarvoginum með manninum sínum Böðvari sem lést í fyrra. Þangað var gott að koma því mikil var umhyggjusemin fyrir okk- ur öllum. Nær alltaf bjuggu einhverj- ir ættingjar í kjallaranum hjá þeim. Söknuðurninn er því mikill en allar minningarnar ylja manni um hjartar- ætumar því þær era margar og góð- ar og ekki verða þær teknar frá okk- ur. Lifi minningin um þessa frábæra konu sem var algjör perla. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Börn og makar. Til ömmu Dóru Af jörðu ertu horfm okkar amma yndislega. í ungum hjörtum vekur þín brottfór (þúpan trega. En minningamar ljúfu frá björtum bemskuárum, þær brosa eins og stjömur og ljóma í kveðjutárum. Við vöggu okkar bræðra þú gladdist amma góða. Hver gjöf frá þér, hún hafði það dýrmætastaðbjóða. Þú ástríka leiðsögn veittir á þroskabrautum björtum. Besta amma í heimi, þú varst í okkar hjörtum. í traustum faðmi þínum hið hlýja athvarf áttum. Með óskir, gleði og sorgir við þangað koma máttum. Þinn kærleikur og umhyggja stærri en orð náyfir. Þér ástarþakkir fæmm, þín blessuð minninglifir. (Ingibj.Sig.) Sigmar Ingi og Sævar Ingi. Elsku amma mín. Ég trúi því varla að þú sért ekki lengur hér. Þú varst alltaf svo hress og skemmtileg. Minningarnar um þig era svo ljóslifandi í huga mínum að mér finnst eins og þú sért hérna hjá mér. Ég man þegar þú tókst þér oftar en ekki göngutúr til mín í Efstasundið frá Skeiðarvoginum. Þú settist niður með mér í litlu íbúðinni okkar Sigga og ég tók mér pásu frá lærdómnum og við spjölluðum sam- an. Þegar komið var í heimsókn til þín fékk maður alltaf eitthvað að borða, pönnukökur, vöfflur eða osta. Allavega mátti ég fara og sækja mér kók niður í geymslu. Ég mátti alltaf koma með buxur til þín og þú styttir þær fyrir mig eða lagaðir eitthvað sem þurfti að laga. Það var heldur ekkert mál fyrir þig að skipta um rennilás, þótt þú hafir sagt mér að þér þætti það hundleiðinlegt. Svo leið ekki á löngu þar til þú hringdir í mig og sagðir að þetta væri allt tilbúið. Ég vil þakka þér, amma mín, fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég veit að þér líður vel núna og í hjarta mínu geymi ég minningar mínar um þig. Þín Halla Dóra Látin er merkiskonan Halldóra Jónsdóttir. Veröldin er snauðari á eftir. Ég kom fyrst á heimili hennar fyrir um 45 áram - lítil vinkona elstu dóttur hennar. Hún tók á móti mér þá - eins og ávallt síðar með hlýju viðmóti og ljúfu brosi. Heimili henn- ar, Böðvars og barna þeirra stóð opið öllum vinum barnanna og ekki bara þeim, þar var stöðugur gestagangur ættingja og vina þeirra hjóna. Böðv- ar var lítið heima eins og títt var um menn af hans kynslóð. Dóra sinnti hins vegar heimilinu. Hún bai’ ábyrgð á því og þeim anda sem þar ríkti. Það tókst henni svo vel að böm og unglingar sóttust eftir návist hennar. Hún bauð okkur hressingu, pönnukökur og fleii’a góðgæti sem hún vissi að gladdi bragðlaukana. Hún var líka mjög skemmtileg kona, kunni ógrynni af vísum og þulum sem hún fór með eftir því sem henni fannst tilefni til. Stundum siðaði hún okkur og gerði athugasemdir við framferði okkar. Það gerði hún tæpi- tungulaust. Mörg tilsvör hennar urðu fleyg okkar á milli og vísum við enn til þeirra mörgum áratugum eft- ir að þau vora sögð. Hjá Dóra kynnt- ist ég öðram viðhorfum til þjóðfé- lagsmála en heyrðust á mínu æskuheimili. Hún var einlægur verkalýðssinni og las Þjóðviljann. Þetta var á kaldastríðsáranum og heima hjá mér var Morgunblaðið les- ið. Adrei varð ég þó vör við að það hefði áhrif á samskipti okkar. Arin liðu og börn urðu fullorðið fólk. Fundum okkar fækkaði. Ég kom ekki lengur daglega eða oft á dag á heimili hennar. En þegar við hitt- umst var viðmótið það sama og áður; hlýja, velvild, glaðværð og hjálpsemi. Eitt aðaleinkenni Dóra var hjálp- semi. Hún hjálpaði öllum sem hún vissi að vora hjálpar þurfi. Úr húsi hennar vora sífellt bornar veitingar til að bera á borð í veislum á heimil- um ættingja, vina og vina bama hennar. Þær skipta eflaust hundrað- um veislumar í annarra manna hús- um þar sem hún lagði til veisluföng. Mitt hús var eitt þeirra og í mörgum boðum vora fram bomar púðursyk- urtertur frá Dóra. Hún sýndi mér svo oft, jafnt á gleði- sem sorgar- stundum einstakan vinarhug og ræktarsemi. Fyrir það fæ ég aldrei fullþakkað. Á kveðjustund þakka ég ógleym- anleg kynni við þessa konu sem átti náungakærleika sem engir skuggar virtust ná til. Ég sendi Auði, Pétri, Margréti og fjölskyldum þeirra sem og Lilju systur hennar mínar hlýj- ustu kveðjur. Amdís Á. Steinþórsdóttir. Það er laugardagurinn 11. nóvem- ber, afmælisdagur dóttur okkar. Amma Dóra kemur með fullan bakka af pönnukökum sem hún hafði bakað um morguninn, hver hefði trúað því að þetta væra síðustu pönnukökurn- ar sem hún mundi baka en veikindin gera ekki boð á undan sér. Strax um kvöldið var ljóst að hún væri alvar- lega veik og mundi ekki geta náð bata. Betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Hún vildi allt fyrir alla gera, sama hvað það var; hvort sem það var að sauma eða baka. Enginn gat bakað eins góða púðursykurs- tertu og þú, það reyndu margir en hún var alltaf best hjá þér. Það var gott að koma til þín, þú tókst alltaf vel á móti manni enda var alltaf fjöl- mennt í kringum þig. Skeiðarvogur- inn var sem annað heimili hjá öllum sem komu þangað í heimsókn til þín og afa, enda máttum við gera allt það sem við vildum, sama hvað það var, og ef við krakkarnir bratum eitthvað sagðir þú: Það er alltaf hægt að kaupa nýtt. Það skipti engu máli hvar í heiminum við voram stödd, alltaf voram við í sambandi við þig. Við gát- um talað við þig um allt milli himins og jarðar. Þú áttir svo auðvelt með að setja þig í spor okkar sem yngri vor- um og þú studdir alltaf okkar mál- stað, enda töluðum við oft um að þú værir frekar eins og ein úr vinahópn- um. Þegar við iluttum í okkar fyrstu íbúð^ sem var í Stykkishólmi, komuð þið Ásta systir þín með rútunni með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.