Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ 2 64 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 DAGBÓK í dag er föstudagur 24. nóvember, 329. dagur ársins 2000. Orð dagsins: ^6á sem trúir á mig, - frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segír. (Jóhannes 7,38.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Örf- irisey fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Black Bird kom í gær. Mannamot Aflagrandi 40. Kl. 8.45 leikfími, kl. 9 vinnu- stofa, kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. Opið hús í á morgun kl. 14. Upp- skeruhátíð vegna verk- efnisins „Kynslóðir mætast 2000“ Reykja- vík menningarborg, samstarfsverkefni barna úr Melaskóla og eldri borgara frá félags- miðstöðinni. Kór, söng- ur, dans og bingó. Allir velkomnir. Jólahlaðborð verður föstud. 1. des. Húsið opnar kl. 18:15. Skrán- ing í afgreiðslu s. 562- ^2571. Arskógar 4. Kl. 9 perlu- og kortasaumur, kl. 11.15 tai-chi leikfimi, kl. 13 opin smíðastofan, kl. 13.30 bingó. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9-12 bók- band, kl. 9-16 handa- vinna og fótaaðgerð, kl. 13 vefnaður og spilað í fsal. Kynslóðir mætast 2000, Háteigsskóli og Bólstaðarhlíð 43, upp- skeruhátíð laugard 25. nóv. Húsið opnað kl. 14, dagskrá hefst kl. 15. Forstöðumaður setur hátíðina, skólastjóri flytur ávarp. Nemendur kynna verkefnið „Líf barna á fyrri hluta 20. aldar“. Eldri borgarar kynna verkefnið „Líf barna árið 2000“. Söng- hópur félagsmiðstöðv- arinnar syngur. Sam- söngur yngri og eldri. Sýning á verkefnum og aldamótateppi. Kaffí- sala. Jólahlaðborðið verður fímmtud. 7. des kl. 18. Vönduð dagskrá. Félag eldri borgara í Reykjavík, Asgarði Glæsibæ. Jólavaka FEB verður 9. desember, söngur, upp- lestur, hugvekja og fl. nánar auglýst síðar. Jólaferð á Suðurnesin 16. desember. Æskilegt að fólk skrái sig sem fyrst. Opnunartíma skrifstofu FEB er frá kl. 10 til 16.588-2111. Féiagsstarf aldraðra Garðabæ. Kortagerð, klippimyndir og málað- ar myndir nýtt nám- skeið frá 27. nóvember til 10. desember. Skrán- ingís. 898-8054 kl. 14- 16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 hárgreiðslustofan opin, kl. 9.45 leikfimi. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 •t (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 10.30 guðþjónusta sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir, kl. 13. „opið hús.“ spilað á spil. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 rammavefnaður og málm- og silfursmíði, kl. 13 gler- og postulíns- málun, kl 17 slökun. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Mat- arþjónusta er á þriðju- og föstudögum, panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Tréútskurður í Flens- borg kl. 13. Myndmennt kl. 13. Bridge kl. 13:30. Dansleikur með Caprí Tríó kl. 20:30. Gerðuberg, félagsstarf. í dag frá kl. 9 vinnustof- ur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, frá kl. 16 leikur og syngur vinabandi í „Hólagarði" m.a lög af nýjum geisla- diski. A morgun „kyn- slóðir mætast“ samstarf við Ölduselsskóla. Kl. 14-17 opið hús, kl. 14, blásnar sápukúlur af viðstöddum, kl. 14.15 gamlir leikir og dansar umsjón Helga Þórarins- dóttir. Boccia, opið inn í vinnustofur verkefni kynnt, sýning á verk- efnum sem unnin hafa verið á liðnum vikum, kl. 15. Guðrún Jónsdótt- ir býður gesti velkomna. Sigríður Heiða Braga- dóttir flytur ávarp. Þúsaldarskjöldurinn af- hentur. Kynslóðakórinn syngur undir stjórn Margrétar Dannheim. Upplestur Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfund- ur. Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Bingó. Veitingar í kaffí- húsi Gerðubergs. Allir velkomnir. Gott fólk - gott rölt, Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10.30 á laugardög- um. Hraunbær 105. Kl. 9-12 útskurður, kl. 9-12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi og spurt og spjall- að. Laugardag 25. nóv. verður opið hús það sem sýndur verður afrakst- ur samvinnu ungra og eldri borgara í verkefn- inu kynslóðir mætast á vegum Reykjavíkur- menningarborgar 2000 húsið opnað kl. 14. Jólafagnaðurinn verður 8. des. jólahlaðborð heiðursgestur og ræðu- menn Guðrún Péturs- dóttir og Ólafur Hanni- balsson og sr. Hjörtur Magni Jóhannesson fríkirkjuprestur. Lög- reglukórinn syngur. Veislustjóri Þórdís As- geirsdóttir. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 9-12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi. „Kynslóðir mætast Reykjavík menningar- borg 2000“. Laugard. 25. nóv. frá kl. 14-17 verður sýning á sam- vinnu ungra og aldraðra áverkefninu kynslóðir mætasr dagskráin hefst kl. 15. Steinunn Ar- mannsdóttir skólastjóri Alftamýrarskóla flytur ávarp. Nemendur skól- ans lesa úr ritgerðum og leika á hljóðfæri, kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Hæðargarður 31. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Opið hús „Kyn- slóðir mætast“ laugar- dag kl. 14-17. Sam- starfsverkefni félagsmiðstöðvarinnar og Breiðagerðisskóla kynnt, söngur, upp- lestur og fleira, veiting- ar. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9-12.30 útskurður, kl. 10 boccia, kl. 14.30 verður dansað við lagaval Halldóru. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13 sungið við flygilinn, kl. 14.30 dans- að í kaffitímanum til kl. 16. Laugard. 25. nóv. verður opið hús frá kl. 14-17. Þar verður á veg- um Reykjavíkur- menningaborgar 2000 sýndur afrakstur sam- vinnu ungra og eldri borgara af verkefninu „Kynslóðir mætast". Einnig verða á boðstól- um sýnishorn úr starf- semi stöðvarinnar. Fólk sýnir ýmsa iðju sína í verki sem boðið er upp á í félagsmiðstöðinni. Kaffiveitingar frá kl. 14. Jólafagnaður verður 7. des. Jólahlaðborð og skemmtikraftar. Nánar auglýst síðar. Uppl. í s.562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morgun- stund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13.30 bingó. Kynslóðir mæt- ast 2000. Opið hús verð- ur laugard. 25. nóv. kl. 14. Verkefnið kynnt kl. 15. Starfsemi hússins kynnt. Aðventu- og jóla- kvöld verður haldið 8. desember. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra leik- fimi í Bláa salnum i Laugardalshöll, kl. 10. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur og jólahlaðborð verður haldið að Hverfisgötu 105 Konnakoti 2. hæð laugard. 2. des kl. 20. Þátttaka tilkynnist í s. 691-2553 eða 861-1102. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félagsheimil- inu Leirvogstungu. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58-60. Basarinn verður laugard. 25. nóv. og hefst kl. 14. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavfk. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Augiýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, ilkérbiöð 569 1222, augjýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaidkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mónuði innanlands. í lausasöiu 150 kr. eintakið. VELVAKAMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Borgarbakarí við Grensásveg STRÁKARNIR, sem vinna í Borgarbakaríi við Grens- ásveg, eru alveg einstak- lega þjónustuhprir, skemmtilegir og alveg ynd- islegir. Ég bý austur í sveit en kem þarna oft við og þeir bregðast aldrei. Hafi þeir bestu þakkir fyrir. Anna. Vottar jehóva og tímatalið VOTTARNIR dreifðu ný- lega inn á heimili okkar lit- ríkum tvíblöðungi, en þar segir í upphafi: Tuttugasta öldin tók enda 31. desem- ber 1999. Neðanmáls segir: Hér er miðað við almenn viðhorf Vesturlandabúa. Fræði- lega séð hefst nýtt árþús- und ekki fyrr en 1. jan. 2001. Sem almennur Vest- urlandabúi fer ég vinsam- lega fram á að Vottamir upplýsi nánar hin nefndu fræði. Hið kristna tímatal miðar við fæðingu Jesú og við sem á hann trúum vit- um að hann - eins og önnur mannanna böm - (hann nefndi sig sjálfur Manns- soninn/Guðsoninn) fæddist ekki 1 árs og því tók 20. öld- in enda 31. des. 1999, en ekki í lok yfirstandandi árs, eins og fræðingar sumir halda fram. Lítum á metra- málið, það upphefst á (núlli) og sama gildir, er við mæl- um tímann...réttilega. H.V.Þ. Er það rétt? ÉG heyrði fyrir stuttu að fertugt fólk eigi að taka eina baraamagnyl á dag til þess að það fái síður blóð- tappa. Er þetta rétt? Dýrahald Snúlli týndur SNULLI er persneskur högni, golden að lit. Hann er mjög gæfur inniköttur, eymamerktur og gegnir nafninu Kisi. Við búum í Hlíðunum og höfum síma 552-2805, GSM 685-8528, GSM 694-4943. Snúlla er sárt saknað og viljum við biðja fólk sem hefur orðið vart við ferðir hans vinsamlega að hafa samband. Hefur einhver orðið var við Lóbó? LÓBÓ er lítill beagle-hund- ur, svartur og brúnn að lit með smá hvítan lit. Hann var í bíl sem valt á vegi 431 meðfram Hafravatni við beygju í átt að Suðurlands- vegi. Þetta óhapp átti sér stað rétt hjá Dalalandi mánudagskvöldið 20. nóv- ember sl. Talið er að hann hafi fengið sjokk. Það hefur sést til hans þarna á svæð- inu. Það er mjög erfitt fyrir svona lítinn hund með lítinn feld að halda út svona lengi, þannig að það liggur mikið á að reyna að ná honum sem allra fyrst. Ef einhver getur gefið einhverjar upp- lýsingar um hann, vinsam- legast hafið samband strax í síma 891-8172. Tapad/fundiö Átt þú blóm sem heitir kanna? EF einhver á blóm, sem heitir kanna, væri sá hinn sami til í að gefa mér afieggjara. Vinsamlega hafið samband við Helga í síma 561-7434. Svört úlpa tapaðist SVÖRT úlpa var tekin í misgripum í Asbyrgi, sér- sal í Broadway, föstudag- inn 17. nóvember sl. Vinsamlegast hafið sam- band í síma 562-5141. Postulínsbrúður MIG langar svo að komast í samband við konu sem safnar postulínsbrúðum. Konan sem hafði samband við mig síðast, er beðin að hringja aftur. Vinsamleg- ast hafið samband við Ingu Ósk í síma 551-8727. Kvenmannsúr í óskilum KVENMANNSÚR fannst á bílaplaninu hjá RÚV við Efstaleiti fyrir stuttu. Upp- lýsingar í síma 581-4048. Karlmannsúr tapaðist GYLLT karlmannsúr með svartri leðuról, tapaðist sunnudaginn 19. nóvember sl. annaðhvort við gatna- mótin Bárugata/Ægisgata eða við verslun Nóatúns við Hringbraut. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband við Huldu í síma 551-2922. Canon-myndavél tapaðist GÖMUL Canon-myndavél tapaðist sunnudagskvöldið 19. nóvember sL, sennilega við Mávahlíð eða Kóngs- bakka. Upplýsingar í síma 557-4581. Krossgáta LÁRÉTT: 1 lítt hagganlegur, 8 tíð- indi, 9 endurgjald, 10 stórfljót, 11 lét, 13 land- spildu, 15 vinna, 18 raki, 21 greinir, 22 fiskurinn, 23 fión, 24 afbrotamaður. LÓÐRÉTT: 2 vanfær, 3 varkámi, 4 örugg, 5 nef, 6 eldstæðis, 7 klettanef, 12 dreitill, 14 borða, 15 vers, 16 örlög, 17 hafa upp á, 18 sveinstaula, 19 hamingju, 20 sjá eftir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hikar, 4 fátæk, 7 pipra, 8 rifta, 9 róm, 11 reit, 13 haki, 14 ærnar, 15 flár, 17 ágæt, 20 grá, 22 álfur, 23 rætið, 24 innan, 25 sinna. Lóðrétt: 1 hopar, 2 kippi, 3 róar, 4 farm, 5 tafla, 6 krani, 10 ógnar, 12 tær, 13 hrá, 15 fjáði, 16 álfan, 18 gætin, 19 tuðra, 20 grín, 21 árás Víkverji skrifar... VÍKVERJI fagnar því að búið er að gera afsteypu úr eir af fræg- asta hvalbeini Islandssögunnar. Orðtakið að taka einhvem á beinið er okkar eigin uppfinning og er upp- runnið í Menntaskólanum á Akur- eyri. Alkunnur skólameistari þar á bæ var með bein, sennilega úr steypireyði, inni á skrifstofu sinni og þegar nemandi hafði brotið af sér og var kallaður fyrir meistarann var honum gert að setjast á beinið fræga. Meðferðin hefur líklega sáð fræj- um heilbrigðs aga í huga sumra nemenda MA, aðrir hafa orðið enn forhertari. En Víkverji saknaði þess að fá ekki upplýst hvort beinið væri enn notað á sama hátt og gert var. xxx ÓTT Víkverji dagsins þurfi að stunda hálfgerðar fornleifa- rannsóknir til að rifja upp stundir með vaxiitunum sínum rámar hann í þá. Hann er ekki viss um að hann hafi étið mikið af þeim en varð samt um og ó þegar hann sá að Danir og Norðmenn hafa nú bannað þekkt- ustu gerðina af þessum litum sem er frá Bretlandi. Komið hefur í ljós að í þeim eru leifar af asbesti sem getur verð hættulegt. En svolítið létti Víkverja þegar hann sá að magnið sem hafði greinst var svo lítið að ekki væri talin nein raunveruleg forsenda fyrir hræðslu. Og framleiðandinn hefur þegai- ákveðið að breyta uppskriftinni, hætta að nota efnið talk sem sett er í litina til að herða þá. Örlítil asbest- mengun mun hafa fundist í talkinu. Varúð er auðvitað sjálfsögð en Víkverja er einn af mörgum sem ef- ast stundum um að vísindamenn hafi reglur um hófsemd í huga þegar þeir vara við. Svo getur farið að við verð- um á endanum hálfmeðvitundarlaus gagnvart öllum þessum straumi af fátkenndum tilkynningum frá „virt- um vísindamönnum" sem benda á að hættulegt geti verið að gera hitt og þetta. Til dæmis að éta 14 kíló af vaxlitum á dag. Þarf ekki að fara að gera alþjóðlega samninga um nýja tegund af varúð í þessum efnum, reyna að tryggja að gerður sé munur á örlítilli hættu og bráðum lífsháska? XXX ISLENSKT þjóðernisstolt hefur verið fóðrað óspart á árinu: Við erum eina þjóðin sem gat siglt á vík- ingaskipi klakklaust til Ameríku í til- efni þúsaldarmótanna, nú er búið að sýna fram á að Wagner notaði aðal- lega íslensk rit þegar hann samdi Niflungahringinn - og við skjótum upp fleiri flugeldum um áramót en nokkur önnur þjóð sé miðað við nefjafjölda. En Víkverja dagsins finnst reyndar svolítið varasamt að oftúlka vitneskjuna um að Wagner hafi gluggað í fornu ritin okkar. Er verið að reyna að koma því inn hjá okkur að Niflungahringurinn sé þá íslenskt verk? Hvaðan fengu höfundarnir okkar hugmyndirnar? Víkverji veit ekki betur en að fræðimenn séu yfirleitt sammála um að hvers kyns stef og minni hafi verið á ferðalögum milli þjóða í mörg þúsund ár og sömu sög- umar stingi upp kollinum í skáld- skap allra evrópskra þjóða og stund- um víðar. Grimmsævintýri til dæmis eru full af slíkum minnum. Lista- menn finna sjaldan nokkuð upp, þeir endurnýta, hver með sínum hætti og em ekki verri fyrir það Víkverja finnst athyglisvert að sjá að Danir era farnir að nota einfalda reglu um bókmenntir. Þær era danskar ef þær eru á dönsku! Hvers vegna ekki að horfast í augu við að þegar búið er að þýða skáldskap yfir á aðra tungu er hann orðinn ríkis- borgari í nýjum menningarheimi sem einkennist fyrst og fremst af sérstakri tungu? Ævintýri H. C. Andersens urðu íslensk þegar Steingrímur Thorsteinsson var búinn að þýða þau og á sama hátt er Niflungahringurinn auðvitað þýskt verk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.