Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Suðurlandsskjálftar sumarsins til umræðu á haustráðstefnu Jarðfræðafélags fslands Veittu upplýs- íngar sem munu efla jarð- skjálftaspár JARÐSKJÁLFTARNIR, sem urðu á Suðurlandi 17. og 21. júní, veittu jarðvísindamönnum mikilvægar upplýsingar um eðli Suðurlands- skjálftabeltisins, sem eiga eftir að gera jarðvísindamönnum kleift að efla jarðskjálftaspár sínar. Þetta kom fram í máli Ragnars Stefáns- sonar jarðskjálftafræðings á haust- ráðstefnu Jarðfræðafélags Islands í gær. Ragnar sagði að markmið jarðskjálftaspárannsókna væri að nálgast tiltölulega nákvæm svör við því hvar jarðskjálfti verði, hvenær og hver áhrif hans verði. Vekur bjartsýni um möguleika á skammtima skjálftaviðvörun Ragnar sagði að Suðurlands- skjálftarnir nú í sumar hefðu stað- fest hversu mikilvægar mælingar og rannsóknir væru til að draga úr hættu þeirri sem jarðskjálftum fylgir, auk þess sem þeir hefðu skapað mikla möguleika til fram- fara á þessu sviði. Hann nefndi að jarðskjálftinn 17. júní hefði komið án viðvörunar, en eftir á að hyggja hefðu komið í ljós ýmsar breyting- ar sem í framtíðinni gætu orðið lykill af skammtímaviðvörunum við jarðskjálftum, ef unnt yrði að túlka þær rétt. I því sambandi væru sér- staklega mikilvægir örsmáir jarð- skjálftar sem röðuðu sér neðst á brotalínu stóra skjálftans vikurnar á undan. Ymiss konar aðrar breyt- ingar hefðu komið fram á stóru svæði á undan skjálftanum sem hugsanlega mætti tengja við hann, þó samhengi þeirra væri ekki endi- lega skilið enn. Þetta vekti þó bjartsýni um að skammtíma jarð- skjálftaviðvörun yrði möguleg í framtíðinni. Margt í sambandi við skjálfta sumarsins kom ekki á óvart Ragnar sagði að eitt það merki- legasta við skjálftana í sumar væri að mikil skjálftavirkni hefði hafist strax í kjölfar skjálftans 17. júní, á svæði allt að 90 kílómetra í norður og vestur af honum. Því mætti álykta að á mörgum sprungum ná- lægt þessu stóra svæði hefði verið spenna nálægt brotamörkum og Þriggja ára fangelsi fyrir kókaínsmygl HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 29 ára mann, Ólaf Má Sævarsson, til þriggja ára fangelsisvistar fyrir innflutning á kókaíni árið 1998. Ólafur Már var ákærður ásamt öðrum manni fyrir að hafa í des- ember 1998 staðið að innflutningi á rúmlega 630 grömmum af kóka- íni, með það fyrir augum að selja efnið hérlendis. Hann skipulagði innflutninginn með öðrum manni og fékk sá þriðja manninn til að flytja efnið til landsin^. Ólafur Már festi kaup á efninu í Mexíkó og lagði fjármagn til kaupanna að mestu fram sjálfur. Að því búnu var búið um efnið í tréplöttum, en það fannst við komu burðardýrs- ins til landsins 21. desember 1998. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms í júní sl. um þriggja ára fangelsisvist. Með þeim dómi hafði maðurinn sem tók að sér að flytja efnið til landsins einnig ver- ið dæmdur í tveggja ára fangelsi, en sá sem fékk hann til starfans fannst ekki þrátt fyrir eftir- grennslan Interpol. Morgunblaðið/Þorkell Jarðskjálftarnir sem urðu í sumar og rannsóknir á þeim voru til umræðu á fjölmennri haustráðstefnu Jarð- fraíðafélags fslands, sem haldin var í gær. sagði hann að vatnsbreytingar og mældar landbreytingar bentu til hins sama. Ragnar nefndi einnig að margt í sambandi við jarðskjálftana í sum- ar hefði ekki komið á óvart. Jarð- skjálftinn 17. júní hefði orðið á norður-suðursprungu, eins og búist hefði verið við, á stað þar sem margt hefði bent til að næsti jarð- skjálfti yrði, en samkvæmt mati á sögulegum heimildum hefði einmitt „vantað“ jarðskjálfta þarna. Eins hefði jarðskjálftinn 21. júní verið á stað þar sem búast hefði mátt við skjálfta. Hann sagði einnig að fleira, sem komið hefði í ljós við rannsóknir á skjálftunum, svo sem stærð og staðsetning sprungna og yflrborðsáhrif, hefði ekki komið HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 21 árs mann fyrir að aka fram úr yfir óbrotna línu skömmu áður en komið var að blindhæð og verða þannig valdur að árekstri. I dóminum kemur fram að í skýrslu lögreglunnar á Selfossi um atburðinn var haft eftir manninum að hann hafi ekið suður Þjórsárdals- veg og verið að taka fram úr flutn- ingabíl og farið yfir á vinstri vegar- helming en þá lent á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Þegar maðurinn var síðar spurður hjá lögreglu hvort hann hefði ekki gert sér grein fyrir sérstaklega á óvart miðað við það sem áður var vitað. Ragnar sagði að verkefni jarð- vísindamanna væru margvísleg í kjölfar skjálftanna. Eitt það mikil- vægasta væri að kortleggja sprungur niðri í jarðskorpunni með smáskjálftamælingum. Hann benti á að fram að skjálftunum í sumar hefði lítið verið um litla skjálfta á Suðurlandsundirlendinu. Þess vegna hefði ekki verið hægt að kortleggja vel legu þeirra sprungna sem svo komu fram í skjálftunum í sumar og í kjölfar þeirra. Hann sagði að þekking á þessum duldu sprungum hefði mikið að segja við val á byggingarsvæðum, þar sem skjálftaáhrifin væru langmest yfir sprungunum. merkingum á miðju vegarins, þar sem var óbrotin lína í akstursstefnu hans, svaraði hann: „Ég hugsaði ekki um það. Ég var búinn að fara þessa leið margoft og hugsaði aldrei um vegmerkingarnar.“ Við áreksturinn slösuðust tveir farþegar í bifreið mannsins sjálfs lít- illega og það kviknaði í bifreiðinni. Hæstiréttur staðfesti dóm undir- réttar um eins mánaðar fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára. Þá var maðurinn sviptur ökurétti í tvö ár og honum gert að greiða 80 þúsund króna sekt. Fylgi Fram- sóknar eykst á ný FYLGI Framsóknarflokksins eykst um 4% samkvæmt nýrri könnun Gallups en flokkurinn mælist nú með 16% en hafði 12% í síðustu könnun Gallups um mánaðamótin septem- ber/október. Hefur fylgi flokksins verið nokkuð sveiflukennt ef marka má kannanir Gallups að undanförnu. Litlar breytingar eru á fylgi ann- aiTa flokka, Sjálfstæðisflokkurinn hefur 44%, en hafði 45% síðast, Sam- fylkingin hefur rúmlega 19%, en hafði 20% síðast, og Vinstrihreyfing- in - grænt framboð hefur 18% en hafði 20% síðast. Fijálslyndi flokk- urinn mælist með 1% fylgi. Gallup spurði annars vegar um það hvaða flokk fólk myndi kjósa ef kosið væri til Alþingis í dag og hins vegar hvort fólk styddi ríkisstjórn- ina. 62% þeirra sem svöruðu sögðust styðja ríkisstjórnina en samanlagt fylgi stjómarflokkanna er hins vegar minna, eða 60%. Tæplega 22% vora ekki viss um hvað þau myndu kjósa eða neituðu að gefa það upp og rösklega 6% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosningar færu fram nú. -------------------- Jeppi ók í veg fyrir vörubíl Hugsaði aldrei um veg- merkingar Utlit fyrir að ríkið kaupi 33 þúsund ærgildi af bændum f ár Kostnaður ríkisins verð ur um 726 milljónir HARÐUR árekstur varð á mótum Leiruvegar og Eyjafjarðarbrautar eystri kl. 17:20 í gær þegar jeppa- bifreið ók í veg fyrir vörubíl. Vörubíllinn var á austurleið þegar jeppabifreið kom norður Eyjafjarð- arbraut og beygði til vesturs í veg fyrir vörubifreiðina. Ökumaður og farþegi jeppans voru fluttir á sjúkra- hús og voru meiðsl þeiraa, að sögn lögreglunnar á Akureyri, talin minniháttar og að betur hafi farið en á horfðist. Okumaður vörubílsins slapp ómeiddur. HORFUR eru á að kostnaður ríkissjóðs vegna uppkaupa á greiðslumarki í ár verði um 726 milljónir. Endanlegar tölur um uppkaup eru að verða tilbúnar og samkvæmt þeim mun ríkis- sjóður kaupa rúmlega 33 þúsund ærgildi, sem koma til greiðslu á næsta ári. Fyrir hvert ær- gildi greiðir ríkissjóður 22.000 krónur sam- kvæmt samningi sem bændur og ríkið gerðu með sér fyrr á þessu ári. Markmiðið með upp- kaupunum er að fækka framleiðendum og skapa þannig þeim sem áfram starfa í atvinnu- greininni svigrúm til betri kjara. Búnaðarsamböndin sáu um að gera samninga við bændur sem vildu hætta sauðfjárbúskap. Búnaðarsamband Vesturlands gerði samninga um kaup á rúmlega 7.000 ærgildum. Búnaðar- samband Vestfjarða og Búnaðarsamband Strandamanna sömdu um kaup á samtals um 2.700 ærgildum. Búnaðarsamböndin í V- og A- Húnavatnssýslum sömdu um kaup á um 3.900 þúsund ærgildum. í Skagafirði voru keypt tæp- lega 2.700 ærgildi og svipað í Eyjafirði. I Þingeyjarsýslum var samið um kaup á 2.400 ærgildum. Búnaðarsamband Austurlands samdi um kaup á rúmlega 4.000 ærgildum og Búnaðarsamband Suðurlands um 7.100 ærgildi. Búnaðarsamböndin á Kjalarnesi og í A-Skafta- fellssýslu sömdu um uppkaup á liðlega 1.000 ærgildum. Samtals er um að ræða rétt um 300 samninga. Auk þess hefur verið samið um kaup á liðlega 1.200 ærgildum sem koma til greiðslu á árinu 2002. Á því ári verða greiddar 19.000 kr. fyrir hvert ærgildi. Reiknað er með að samið verði um frekari uppkaup næsta haust, en samtals gerði sauðfjársamningurinn ráð fyrir að ríkið keypti af bændum 45.000 ærgildi á þremur ár- um. Mestar líkur eru taldar á að uppkaupunum ljúki á tveimur árum í stað þriggja. Gangi það eftir verða viðskipti með greiðslumark heimiluð milli bænda árið 2002 en þau eru óheimil í dag. ------------- Eldur í sorp- geymslu ELDUR kviknaði í sorpgeymslu húss við Unufell í Reykjavík laust fyrir kl. fjögur í fyrrinótt. Talsvert mikill eldur logaði í sorpgeymslunni og leikur grunur á að kveikt hafi ver- ið þar í. íbúa hússins sakaði ekki en reykræsta þurfti stigagang og íbúð- ir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.