Morgunblaðið - 24.11.2000, Side 20

Morgunblaðið - 24.11.2000, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján Unga fólkið er að komast í jólaskap enda orðið jólalegt um að líta á Akureyri. Jólasveinarnir í mið- bænum vekja jafnan mikla athygli og hann Ómar er hér að skoða einn slíkan. Arnald Reykdal var að setja upp jölatré framan á verslun Pennans/Bókvals í göngu- götunni á Akureyri. Tryggvi Gíslason skólameistari Menntaskólans á Akureyri Leiða leitað til að nemend- ur geti lokið námi í vor Jóla- bærinn opnaður JÓLABÆRINN Akureyri verður formlega opnaður á laugardag, 25. nóvember, kl. 16, með athöfn við kirkjutröppumar. Ljós verða kveikt á jólatrénu við kirkjuna og einnig niður með tröppunum. Karlakór Akureyrar- Geysir syngur og einnig ung og efnileg söngkona, Ema Unnars- dóttir. Flutt verður hugvekja og þá hefur heyrst af ferðum nokkurra jólasveina sem væntanlega munu glettast við þá sem yngri eru. Þess er vænst að börn úr 1. til 7. bekk í grunnskólum Akureyrar komi á staðinn með ættingjum sín- um og taki lagið í kirkjutröppun- um. Verslanir og kaffihús verða opin til kl. 18 á laugardag. Margskonar skemmtanir verða í miðbænum um helgar eða frá föstudegi til sunnu- dags í desember. Meðal annars verður jólasveinahús opið, en þar taka sveinamir að sér að gæta barna á meðan foreldramir versla. Börnum á leikskólum býðst að heimsækja jólasveinana en ræða þarf um slíkar heimsóknir við jóla- bæjarstjórann Aðaistein Bergdal. TRYGGVI Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, hefur í tilefni af þeim umræðum, sem orðið hafa um nám nemenda í framhalds- skólum landsins vegna vinnudeilu Félags framhaldsskólakennara og fjármálaráðherra, sent frá sér til- kynningu þar sem segir að MA muni leita allra leiða til að nemendur fái lokið námi sínu við skólann með full- gildum hætti næsta vor. Dragist vinnudeilan enn á langinn er í ráði að fella niður regluleg haust- annarpróf í janúar og kenna til vors og prófa þá bæði í haustannar- og vorannaráföngum á reglulegum prófatíma skólans í maí og júní. Er stefnt að því að brautskrá stúdenta frá skólanum 17. júní 2001 eins og venja er til önnur ár. Verður það að sögn Tryggva gert í samráði við hlutaðeiganda, ráðuneyti, kennara og nemendur. Grafið undan tveimur horn- steinum lýðræðisins „Nemendur skólans eru enn hvattir til að halda áfram námi sínu og stunda sjálfsnám eftir því sem kostur er, enda er allt nám að hluta til sjálfsnám," segir í tilkynningu skólameistara MA. „Hins vegar verður skólakennsla í framhaldskól- um í skötulíki í framtíðinni ef skól- arnir hafa ekki á að skipa ánægðum kennurum sem njóta virðingar og trausts nemenda, foreldra og stjórn- valda. Með því að kasta rýrð á kenn- ara er verið að grafa undan tveimur hornsteinum lýðræðisins í landinu sem er annars vegar traust menntun og hins vegar frjáls skoðanamynd- um,“ segir ennfremm’. Fram kemur að stjórn skólafélags Menntaskólans á Akureyri hafi ákveðið að halda árshátíð skólans í íþróttahöllinni að kvöldi fullveldis- dagsins, 1. desember næstkomandi, hvað sem öðru líður. Útilífs- sýning- í KA-lieim- ilinu VETRARSPORT 2001, sem er vél- sleða-, jeppa og útilífssýning, verð- ur haldið í KA-heimilinu um helgi- na. Félag vélsleðamanna í Eyja- firði stendur fyrir sýningunni en eyfirskir sleðamenn hafa staðið fyrir slíkri sýningu á annan áratug. Þetta er 14. sýningin í röðinni. Um þrjátíu sýnendur taka þátt í Vetrarsporti nú í ár þar sem þeir kynna vöru sína og þjónustu, en þess er vænst að um 3000 gestir sæki sýninguna. Metnaður hefur verið lagður í að hafa sýningarnar sem fjölbreyti- legastar og er markmiðið að á ein- um stað verði hægt að sjá flest það sem viðkemur útivist að vetrarlagi. Er þetta ein fárra fagsýninga sem einbeita sér að því að efla áhuga á útivist að vetrarlagi og þá miklu möguleika sem felast í útvist á Isl- andi að vetrarlagi. Meðal þess sem sýnt verður eru vélsleðar, fjallajeppar, útivistar- fatnaður, öryggis- og fjar- skiptabúnaður auk þess sem ýmis- legt sem viðkemur skotveiði verður einnig til sýnis. Akureyrarbær kynnir aðstöðu til vetraríþrótta í bænum, tryggingafélag kynnir starfsemi sína og ferðaþjónustu- fólk, sem býður upp á vetrarferðir verður einnig á staðnum. Norður- pólsfararnir, Haraldur Örn Ólafs- son og Ingþór Bjarnason verður á svæðinu en þeir verða með mynda- sýningu í Nýja Bíói á sunnudag. Sýningin er opin frá kl. 10 til 18 á laugardag og frá kl. 13 til 18 á sunnudag. Framhaldsskólakennarar á Akureyri Ríkisstjórnin horfíst í augn við ábyrgð sína „VIÐ höfnum tillögum viðsemjenda okkar um að starfskjör kennai’a verði skert eins og nú hefur verið farið fram á,“ segir í ályktun fram- haldsskólakennara á Akureyri. Einnig kemur þar fram að kenn- arar krefjast þess að ríkisstjórnin horfist í augu við ábyrgð sína og hækki framlög til framhaldsskóla landsins. „Það er ekki nóg að setja ný lög um starf framhaldsskóla og semja nýjar námskrár ef ekki fylgir þeim breytingum aukið fé til greiðslu launa og annars kostnaðar. Því er beint til alþingismanna að taka til skoðunar það umboð sem ráðherrum hefui’ verið veitt til þess að fara með málefni þjóðarinnar." „Getur Alþingi sætt sig við að starf framhaldsskóla skuli aflagt og að óvíst sé um framhald þess?“ seg- ir einnig í ályktun framhaldsskóla- kennara á Akureyri og þar er lýst fullum stuðningi við samninganefnd Félags framhaldsskólakennara og skorað á hana að sýna festu í samn- ingaviðræðum. Kynningar í LYFJU Lágmúla og LYFJU Laugarvegi I dag, föstudaginn 24. nóvember ki. 14-17 ' Sameining þriggja lífeyrissjóða á Norðurlandi Heildareignir sjóðsins 25 mill- jarðar króna STJÓRNIR Lífeyrissjóðs Norður- lands og Lífeyrissjóðs KEA hafa undirritað samning um samruna sjóðanna frá og með næstu áramót- um. Á sama tíma tekur gildi samruni Lífeyrissjóðs Norðurlands og Líf- eyrissjóðs verkalýðsfélaga á Norð- urlandi vestra. Sjóðirnir em samein- aðir undir nafni Lífeyrissjóðs Norðurlands. Samrunasamningarn- ir eru undirritaðir með fyrirvara um samþykki aukaársfunda hjá sjóðun- um sem haldnir verða um næstu mánaðamót. Markmiðið með sameiningu sjóð- anna er að gera rekstur þeirra hag- kvæmari, auka áhættudreifingu og bæta ávöxtun eigna og hámarka þannig þau lífeyrisréttindi sem sam- einaður sjóður getur veitt sjóðfélög- um sínum. í árslok 1999 námu eignir Lífeyr- issjóðs Norðurlands 18,7 milljörðum króna, eignir Lífeyrissjóðs KEA voru tæplega 3 milljarðar króna og eignir Lífeyrissjóðs verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra ríflega 3 millj- arðar króna. Heildareignir Lífeyris- sjóðs Norðurlands verða því tæplega 25 milljarðar króna og félagssvæði sjóðsins mun ná til allra byggða- kjarna á Norðurlandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.