Morgunblaðið - 24.11.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.11.2000, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Alltaf erill í Alfheimum Heimar EKKI virðist skipta neinu máli hvaða árstíð er þegar Is- búðin Álfheimum er annars vegar, því nokkuð er sama hvort úti er súlskin og hlýindi eða brunagaddur, alltaf er einhver að kaupa þar og oft- ar en ekki er biðröð. Morgun- blaðið leit í heimsókn þangað í fyrradag. „Það er ekki eins svaka- lega mikið að gera núna, ekki fyrr en tekur að kvölda," sagði Tonny Espersen, en hann er danskur kökuskreyt- ingameistari og rekur Isbúð- ina Álfheimum. Eigandi er hins vegar Pétur Bjarnason kaupmaður á Akureyri. „Það vinna hérna í ísbúð- inni alls 26 stelpur, á 5 og 7 tíma vöktum. Og á sumrin er ég auk þess með sérstakan mann eingöngu í því að fylla á vélarnar á bakvið,“ sagði Espersen. Stofnuð 1987 Isbúðin var stofnuð 12. desember árið 1987 af hjón- um Hilmi Sigurðssyni og Erlu Erlendsdóttur. Starf- semin hófst í Álfheimum 2, í 29 fermetra húsnæði, en 15. júní 1996 fluttist hún í Álf- heima 4, í 65 fermetra hús- næði, og er þar enn. Isbúðin Álfheimum hlaut sama ár fyrst fsbúða á landinu gæða- vottun GÁMES sem öllum matvælaframleiðendum og innílytjendum varð skylt að hafa frá og með árinu 1997. „Þegar DV gerði í fyrsta skipti verðkönnun á fs kom í ljós, að þessi fsbúð var lang ódýrust. Síðan þá hefur straumurinn legið hingað og oftast verið biðröð,“ sagði Espersen. „Pétur Bjarnason keypti ísbúðina 15. aprfl sl. og við ákváðum að gera allt sem í okkar valdi stæði til að viðhalda stöðu hennar í vit- und almennings, og það varð best gert með því að halda áfram á sömu braut og Hilm- ir og Erla höfðu varðað, eða m.ö.o. að breyta ekki neinu, hvorki útliti búðarinnar né rekstrarháttum." Aðspurður um hvort ísbúð- Morgunblaðið/Ami Sæberg Ágústa, Guðmunda og Heiðdís eru hrifnar af ísnum, in hafi verið gerð samkvæmt einhverri erlendri fyrir- mynd, sagði Espersen að svo væri ekki; þetta væri allt upp úr þeim hjónum. „Þetta er einfalt og gott og mjög þægi- leg vinnuaðstaða. Og það er eins með þrif á ísvélunum; maður þarf ekki að dröslast með vatnsfötur þarna upp, heldur eru kranar ofarlega á vegSÍunum og hægt að sprauta beint ofan í vélarnar. Allt er þetta hannað af Hilm- ari og Erlu.“ En hvað skyldi valda því að ísbúðin Álfheimum er jafn vinsæl og raun ber vitni? „Það hringdi í mig kona um daginn frá bandarfska tímaritinu National Geo- graphic og spurði mig að því sama,“ sagði Espersen. „Hún rakst á frétt um fsbúðina á Netinu. Eg svaraði því til, að þetta væri einfaldlega orðinn hluti af reykvískri menningu, að skreppa í ísbúðina Álf- heimum og fara svo á rúnt- inn; þetta væri orðin hefð. Eflaust kemur líka inn í þetta, að við erum ekki að spara fsinn; hann er vel úti- látinn. Þú færð mikið fyrir peninginn. Á sumrin er kom- in biðröð straxþegar við opn- um kl. 10 á morgnana. Það eru mest Islendingar, en hingað kemur líka gífurlega mikið af útlendingum frá tjaldsvaíðinu í Laugardaln- um. Á vetuma er biðröðin oftar seinni hluta dags og á kvöldin. Á daginn er aðeins rólegra.“ Ekki hræddar um línurnar ÁGÚSTA, Guðmunda og Heiðdís, yngismeyjar búsett- ar í Hafnarfirði, vom nýlega komnar í ísbúðina í Álflieim- um, þegar blaðamann og ljós- myndara bar að garði. Þær voru spurðar að því hvort þær kæmu oft til að kaupa sér ís í höfuðborginni. „Nei, ekkert svo mjög,“ sagði Heiðdfs. „Við geram okkur enga sérstaka ferð úr Hafnarfirði til að fá okkur ís, en ef við emm í Reykjavík á annað borð og langar f fs þá komum við alltaf hingað. Úr- valið er svo mikið, svo ógeðs- lega margt hægt að fá. Og ís- arnir ódýrir og góðir og stórir." Ágústa var með ís í brauði en sagðist vanalega kaupa hristing. Guðmunda var með hræring, öðm nafni bragðaref, og sagðist yfirleitt fá sér einn slíkan. Heiðdfs var að snæða jarðarberjaís með lakkrísdýfu og Snickersgulli, og sagði þetta vera langbest. Aðspurðar hvort þær væm ekki hræddar um línumar svömðu þær því til að svo væri ekki. Og flissuðu. Að sjálfsögðu. Kópavogur batt enda á viðræður um sameiningu fjögurra sveitarfélaga sunnan Reykjavíkur í fyrradag Bessastaðahreppi bjóðast tveir kostir Ovíst er um sameiningu sveitarfélaga sunnan Reykjavíkur eftir að Kópa- vogur hefur dregið sig í hlé. I umf]öllun Péturs Gunnarssonar segir að bæði Garðabær og Hafnarfjörður vilji sameinast Bessastaðahreppi. Höfuðborgarsvæðið LJÓST virðist að ekki verði af sameiningu allra sveitarfélag- anna sunnan Reykjavíkur á næstunni. Kópavogur hefur dregið sig í hlé úr viðræðum og hvarf fulltrúi bæjarins af fundi, sem boðað hafði verið til um málið í Bessastaðahreppi í fyrradag. Garðbæingar ljá ekki máls á sameiningu við Hafnarfjörð og Bessastaða- hrepp á þessu stígi. Hins vegar virðast bæði Garðabær og Hafnarfjörður tilbúnir til við- ræðna um sameiningu við Bessastaðahrepps einan. Næsta skref í málinu ræðst væntanlega af niðurstöðu sveitarstjómar Bessastaða- hrepps. Fyrir henni liggur að taka afstöðu til bréfs Garða- bæjar um tilnefningu í nefnd til að ræða sameiningu sveitar- félaganna tveggja. Síðdegis á miðvikudag hitt- ust í Bessastaðahreppi full- trúar sveitarstjóma Kópa- vogs, Garðabæjar, Bessa- staðahrepps og Hafnarfjarðar. Þetta var annar fundurinn, sem haldinn var til að ræða um hugsanlega sameiningu sveit- arfélaganna, en áður hafði ver- ið haldinn stuttur kynningar- fundur síðla sumars. Málið kom fyrst til umræðu í lok júní fyrir frumkvæði Bessastaðahrepps. Þá lá fyrir hreppsnefndinni bréf frá bæj- arstjóm Garðabæjar þar sem óskað var eftir tilnefningu í samvinnunefnd til að vinna að athugun á sameiningu sveitar- félaganna tveggja. Sveitar- stjómin kaus að taka ekki af- stöðu til erindisins fyrr en látið hefði verið reyna á viðræður um sameiningu allra sveitarfé- laga frá Kópavogi til Hafnar- fjarðar. Óskaði hreppsráðið eftir því að Garðabær, Hafnar- fjörður og Kópavogur skipuðu fulltrúa í viðræðunefnd um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra. Viðbrögð forystumanna Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar við þessari beiðni vora á þann veg að Sig- urður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, lýsti í samtali við Morgunblaðið hinn 6. júlí mikl- um efasemdum um að hægt væri að finna einhvem sem hefði áhuga á sameiningu allra þessara sveitarfélaga þótt bærinn myndi að sjálfsögðu taka þátt í viðræðunum. Það gerði hann og tilnefndi fyrir sína hönd til viðræðnanna embættismann, Ólaf Briem, bæjarritara. Ingimundur Sigurpálsson, þáverandi bæjarstjóri Garða- bæjar, sagði í sama blaði að alltaf væri skemmtilegt að tala við viðræðugott fólk um áhugaverð efni en eins og stað- an væri sæi hann ekki að af þessu yrði neinn hagur fyrir Garðabæ. Hins vegar hefði lengi verið rætt um samein- ingu Bessastaðahrepps og Garðabæjar og sú vinna væri komin mun lengra á veg en umræðan um hugsanlega sam- einingu sveitarfélagana fjög- urra. Ósk um almennt spjall „Ég lít á þessa beiðni Bessa- staðahrepps sem ósk um al- mennt spjall um málið enda þarf að ræða almennt um þessi mál áður en farið er út í ítar- legri athugun," segir Ingi- mundur. Hann var sjálfur í for- svari fyrir Garðbæinga í við- ræðunefndinni og sat fundinn á miðvikudag ásamt minni- hlutamanninum Einari Svein- björnssyni, bæjarfulltrúa framsóknarmanna. Valgerður Sigurðardóttir, forseti bæjarstjómar í Hafn- arfirði, varð fyrir svörum í um- fjöllun Morgunblaðsins um málið í júh' og sagði að Hafnar- fjörður teldi stofnun slíkrar viðræðunefndar eðlilegt fram- hald af þeirri umræðu sem þegar hefði átt sér stað og bærinn væri opinn fyrir að skoða málið en sagði Ijóst að mjög skiptar skoðanir væra um það meðal sveitarfélag- anna hvort sameining þeirra væri æskilegur kostur. „Hvort það gangi eftir núna að sam- eining verði skal ég ekki segja en hún verður öragglega ein- hvem tímann í framtíðinni. Þessi sveitarfélög eru öll orðin svo samtengd að það hlýtur að koma að því,“ sagði Valgerður. Hafnfirðingar tilnefndu til sameiningarviðræðnanna Magnús Gunnarsson, bæjar- stjóra og oddvita sjálfstæðis- manna, og Þorstein Njálsson, formann bæjarráðs og oddvita framsóknarmanna, sem mynda meirihlutann með sjálf- stæðismönnum. Gestgjafamir í Bessastaða- hreppi stilltu hins vegar upp breiðfylkingu, sem skipuð var Guðmundi G. Gunnarssyni, oddvita hreppsnefndar, Gunn- ari Val Gíslasyni, sveitarstjóra og oddvitum minnihlutaflokk- anna tveggja, Braga Sigur- vinssyni og Guðrúnu Þ. Hann- esardóttur. Þessir aðilar hittust á stutt- um fundi í lok sumars en héldu viðræðum áfram á miðviku- dag. Við upphaf þess fundar skýrði Ólafur Briem frá því að Kópavogur drægi sig út úr við- ræðunum og hvarf af fundi. Ólafur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að um brotthvarf Kópavogs úr við- ræðunum væri lítið annað að segja en það hafi verið í sam- ræmi við þá umræðu sem verið hafi í bæjarstjóm og manna á milli. „Málið var á því stigi að það var ekki talin ástæða til að halda úti fulltrúa í þessari nefnd og það var samþykkt að ég, og þar með bærinn, mundi draga mig úr viðræðunum,“ sagði Ólafur. Morgunblaðið náði ekki tali af Ingimundi Sigurpálssyni, sem fer fyrir Garðbæingum í viðræðunum, en Einar Svein- bjömsson, hinn fulltrúi bæjar- ins, birti grein á heimasíðu sinni um málið í gær undir fyr- irsögninni: Sameiningu sveit- arfélaga sturtað niður. Þar segir að viðræður um samein- ingu sveitarfélaganna íjögurra hafi nú farið út um þúfur. Á fundinum á miðvikudag hafi menn þvargað fram og aftur um það hvaða kostir væra í stöðunni og hvort raunvera- legur vilji væri fyrir samein- ingu af einhveiju tagi. Þrjú sveitarfélög í eitt? „í skemmstu máli virðist staðan vera þessi. Hafnar- fjörður vill ólmur sjá samein- ingu við Garðabæ og Bessa- staðahrepp. Slíkan kost geta Garðbæingar ekki hugsað sér og Bessastaðamenn era beggja blands. Garðbæingar era hins vegar meira en opnir fyrir sameiningu við Bessa- staðahrepp einan, en það geta fulltrúar Bessastaðahrepps ekki hugsað sér. Eftir er þá kostur að Hafnarfjörður og Bessastaðhreppur þreifi fyrir sér með sameiningu, jafnvel þó lögsaga þeirra liggi ekki sam- an. Niðurstaðan var engu að síður sú að þessum þreifingum yrði ekki fram haldið. Ur því að Kópavogur datt úr skaftinu græt ég þau málalok ekkert sérstaklega. Hins vegar kom það mér á óvart hve mikill ágreiningur virðist vera um þessi mál í hreppsnefnd Bessa- staðahrepps, einkum ef litið er til þess að það vora þeir sem óskuðu eftir þessum viðræð- um. í þessu máli er líka grein- legt að andstæðu pólamir era þeir flokksfélagamir Magnús Gunnarsson í Hafnarfirði og Ingimundur Sigurpálsson odd- viti Sjálfstæðisflokksins hér í bæ. Hann tekur málaleitan Magnúsar og reyndar einnig Þorsteins Njálssonar, Fram- sóknarflokki, afar fálega. Reyndar kom berlega í ljós að Ingimundur á sér afar góða bandamenn í Hagsmunasam- tökum Bessastaðahrepps, en þau era sama sinnis þrátt fyrir sinn vinstri sinnaða blæ,“ segir í pistli Einars. Gunnar Valur Gíslason, sveitarstjóri í Bessastaða- hreppi, vildi í samtali við Morgunblaðið ekki taka undir þá niðurstöðu Einars að sam- einingarhugmyndir væra fam- ar í vaskinn. „Menn skiptust á skoðunum og áttu vora góðar viðræður eins og að var stefnt,“ sagði Gunnar Valur. „Mér virðist að það liggi fyrii’ vilji beggja stóra sveitarfélag- anna, Garðabæjar og Hafnar- fjarðar, að sameinast Bessa- staðahreppi hvor með sínu sniði.“ Gunnar Valur sagði að næsta skref væri að taka málið fyrir í hreppsnefnd Bessa- staðahrepps og fjalla aftur um bréf Garðabæjar frá því í apríl og taka til afgreiðslu ósk Garð- bæinga um skipun nefndar til að fjalla um sameiningu sveit- arfélaganna tveggja. „Bein niðurstaða var engin, enda kannski ekki til þess ætlað, en þeir fara væntanlega hvor til síns heima og vinna áfram að málinu,“ sagði Gunnai’Valur. Magnús Gunnarsson bæjar- stjóri Hafnarfjarðar sagði í samtali við Morgunblaðið að staða málsins væri í sínum huga nokkuð Ijós. Kópavogur vilji ekld um þetta hugsa í bili. Garðabær telji að sameining þurfi lengri aðdraganda og sameining Garðabæjar og Bessastaðahrepps sé eðlilegt fyrsta skref enda sé ekki vilji til að ganga lengra hjá sveitar- stjórnarmönnum þar á þessu stigi. Bessastaðahreppsbúar hafi verið að kanna vilja sveit- arfélaganna en eigi það sam- eiginlegt með Hafnfirðingum að fram hafi farið töluverðar umræður um málið og viljayf- irlýsingar komið fram í fjöl- miðlum. Magnús sagði að engin breyting hefði orðið á sinni af- stöðu á fundinum. „Ég hef allt- af verið þeirrar skoðunar að það væri skynsamlegt að sam- eina Hafnarfjörð, Garðabæ og Bessastaðahrepp enda væri skynsemi í því að þétta byggð og hafa eina stjómsýslu á svæðinu á þessu svæði sem er ekki stærra en svo að það telur liðlega 30 þúsund manns. Hins vegar verð ég að búa við það ef það er ekki vilji til slíkrar sam- einingar annars staðar," sagði Magnús og sagði að Hafnfirð- ingar legðu á meðan áherslu á eigin uppbyggingu og litu ekki á þessa niðurstöðu sem neitt bakslag að einu eða neinu leyti. Líta Hafnfirðingar til Suðurnesja? Magnús sagðist hafa kastað því fram að Hafnarfjörður gæti alveg eins og Garðabær hugsað sér það sem fyrsta skref að sameinast Bessa- staðahreppi. „Ég er ekki viss um að Bessastaðahreppsbúar séu einhuga í því að vilja sam- einast Garðabæ frekar en Hafnarfirði. Þeir hafa ekki lýst þeirri skoðun sinni,“ sagði Magnús. „Annað sem getur komið út úr þessu og maður hlýtur að velta fyrir sér er það að við höf- um verið í virðræðum um sam- einingu Hitaveitu Suðumesja og Rafveitu Hafnarfjarðar og við eigum ýmiss konar sam- starf við sveitarfélög á Suður- nesjum. Hver veit nema þetta verði til þess að við beinum sjónum frekar í suðurátt,“ sagði hann. Er þá næsta skref í málinu að stjómendur Bessastaða- hrepps geri upp við sig við hvort þeir vilji frekar stíga sameiningardansinn við Hafn- firðinga eða Garðabæinga? „Þeir mega a.m.k. bjóða mér upp í dans,“ sagði Magnús Gunnarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.