Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 31
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 B 31 DÆGURTONLIST Hiphop og harð- kjarna- bræðingur í GERJUNINNI í rokkinu vestan * hafs grípa æ fleiri sveitir til þess að krydda tónlist sína fönki og hiphop. Helsta dæmi um slíkt er gullsveitin Limp Bizkit, en þær eru margar til kraftmeiri og harðari. Þar á meðal er hljómsveitin (hed)p.e. Söngvarinn Jahred, sem einnig kallast M.C.U.D., og gítarleikarinn Wesstyle kynntust í pönkhreyfing- unni um miðjan áratuginn í Kalif- orníu. Um það leyti var Kaliforníu- Iharðkjarninn að renna sitt skeið og menn teknir að bæta rappi og fleiri stefnum í tónlistina til að skerpa á bragðinu eða snúa sér einfaldlega að þungarokki. Þeir félagar, sem eru allt í öllu í sveitinni, fengu fjóra frækna til liðs við sig, B.C., Mawk, Chizad og DJ Product, og sveitin vann sér snemma orð fyrir kraft- mikla sviðsframkomu og magnaða tónlist. Tónlistin sem þeir (hed)p.e. fé- lagar leika er bræðingur af ýmsu eins og getið er og þeir hafa meðal annars fundið sérstakt nafn á tón- Iistarstefnuna, kalla hana G-Punk og segja næsta skrefið í náttúrleg- um samruna hiphop og harðkjarna. „Það hafa óteljandi sveitir reynt að bræða þetta saman, en flestar eru bara að skreyta sig með hiphop eða rokki og ná ekki að kjarna máls- ins,“ segir M.C.U.D. Þeir félagar segjast reyndar hafa alist upp á pönki, en þegar pönk- hetjurnar sneru sér að þungarokki, fannst þeim sem lítið hefði orðið úr hugsjónum og sneru sér að hiphopi, þar sem þeim fannst pönkandinn lifa enn. Fyrir vikið segjast þeir vera undir jafn miklum áhrifum af bófarappi og harðkjarna. Fyrsta útgáfa þeirra félaga var stuttskífan ChurchOfRealities sem kom út fyrir fimm árum, en það var ekki fyrr en í ágúst síðastliðnum að fyrsta breiðskífan kom Ioks út. í kjölfarið Iögðust þeir (hed)p.e. fé- lagar svo í ferðalög og undanfarið hafa þeir meðal annars hitað upp fyrir Korn, Static-X, Slipknot, Kid Rock og System of a Down, svo dæmi séu tekin. Tilraunakennd naumhyggja BRESKA leiðslurokkið á liðnum áratug teygði anga sína víða; það var ekld bara hér á landi sem menn lögðust í naflaskoðun og nærðust á bjögunarsúpu heldur tóku ýmsar bandarískar sveitir að feta sömu slóð og Swervedriver og My Bloody Valentine. Þar á meðal var Seattle-ílokkurinn Voyager One sem sendi frá sér sína fyrstu breið- skífu fyrir stuttu. Voyager One varð til í tilrauna- mennsku þeirra Peter Marchese gítarleikara og söngvara og Jeramy Koepping gítarleikara fyrir tveimur ánim. Þeii’ félagar tóku upp nokkur lög og vom svo ánægðir með af- raksturinn að þeir auglýstu eftir íleiri liðsmönnum. Efth- nokkrar prufur réðu þeir Dayna Loeffler á bassa og trommuleikara sem tekui' ekld að telja upp því þeir áttu efth- að verða sex áður en yfir lauk. Fast- ur trymbill í sveitinni nú er John Hollis. Fyrsta útgáfan var prufuupp- taka sem þeir félagar dreifðu í út- Bandaríska rokksveitin Voyager One varpsstöðvar og vakti nokkra at- hygli. Koepping segh- reyndar svo frá að þeir félagar hafi verið hálf- gerðir klaufar rið að kynna skííuna: „Við sendum inn disk með fjórum lögum og sendum inn á KCMU-út- varpsstöðina. Daginn eftir hringdi ég og bað þá um að spila lagið. Þeir sögðust aldrei hafa heyrt okkar getið en þegar ég hringdi aftur síð- ai' um daginn sáu þeir í gegnum mig og spurðu hvort ég væri í sveit- inni. Þeir spiluðu samt plötuna af hreinni vorkunnsemi ylir því hvað rið værum miklir aular.“ Utvarpsspilunin varð til þess að þeir félagar fengu tilboð um tón- leikahald og í framhaldi af því bauðst þeim útgáfusamningur hjá Loveless Records. Fyrsta breið- skífan, The Nation of Long Shad- ows, kom svo út fyrir skemmstu. A frumrauninni er allt með til- raunakenndum naumhyggjublæ sem vonlegt er með aðra eins gítar- hljómasúpu og hljómsveitir þessar- ar gerðar leika en inn á milli eru líka grípandi popplaglínur rétt til að tryggja að engum leiðist. Tón- dæmi er að finna á vefsetri útgáf- unnar, www.loveIessrecords.com/. Morgunverðarfundur á Grand Hótel Þriðjudaginn 7. nóvember 2000, kl. 9:00, Hvammi, Grand Hótel Reykjavík STAÐA STJÓRNMÁLA í DANMÖRKU Paul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra Dana flytur ífamsögu á morgunfundi Dansk-íslenska verslunarráðsins á Grand Hótel Reykjavík, Hvammi, þriðjudaginn 7. nóvember. Á eftir svarar hann fyrirspumum. V__________________________________________________________ Fundargjald (morgunveröur innifalinn) kr. 1.500,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er aö tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 cöa bréfasíma 568 6564 eöa meö tölvupósti mottaka@chamber.is. DANSK-ÍSLENSKA VERSLUNARRÁÐIÐ Toulouse Nýkomið mikið úrval afglæsiJegum borðstoíiistóliim frá Habufa Sessur frá kr. 5.000. meðleðursessu Raðgreiðslur til alltað56mán. < -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.