Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 DÆGURTÓNLIST NOKKUÐ er um liðiðsíðan Megas, Magnús Þór Jónsson, sendi siðast frá sér plötu. Hann hef- ur haft í ýmsu að snúast undanfarið og meðal annars unnið að tveimur plötumoggott betur. A naestu dögum kemur út ný plata frá Meg- asi sem kallast „Ný íslensk ein- söngslög". Undanfarið hefur Magn- ús unnið að blússkífu sem hefur verið í smíðum í nokkurn tíma, var um tíma kominn af stað með breið- skífu með ungum tónlistarmönnum og einnig hefur hann lagt vinnu í lag sem hann samdi við ljóð eftir Bertolt Brecht sem hann hefur fléttað saman við tvö sönglög Ófelíu úr Hamlet. Hann segist hafa verið að vinna í síðastnefnda verkefninu þegar hann hitti Eggert Þorleifsson á förnum vegi. „Eggert sagðist hafa verið að ræða við Jón Ólafsson og að þeir hefðu fengið þá hugmynd að gera með mér píanóplötu þar sem Jón léki á píanóið og taka hana upp í heimahljóðveri hans. Það var nú ekki gæluverkefni hjá mér og ég hafði svo sem reynt svoleiðis áður. Ég sagðist samt skoða dæmið því þar var svosem hugsanlega mögu- leiki. Svo fer ég og sé að margt af því sem ég hafði ætlað fyrir hljóm- sveit var eins hægt að gera með píanói og svo átti ég aragrúa af lög- um sem voru píanóleg og ekki höfðu komist inn á aðrar plötur, svo gam- aldags dægurlög að þau voru eins og frá þeim tíma þegar dægurlög voru spiluð á píanó. Ég tíndi því saman 36 til 40 lög og þá kom upp í mér vinnuæði og ég vildi endilega snara mér í þetta,“ segir Magnús sem var þá búinn að skrifa lögin út og finna í þeim hljómana en átti eftir að útsetja þau að miklu leyti. „Ég fór síðan heim til Jóns með þessi 36 lög, hann leit yfir nóturnar, spurði: „Ertu með textabiaðið?" og svo fór hann bara að spila. Afraksturinn af þessum „demóum" var svo fáránlega góður að mér fannst ekki mega víkja frá þeim, þetta var eins og skyndi- skissa sem er einmitt sú rétta. Ég hefði kannski sungið einhver lag- anna í hröðum útsetningum, en hann setti meiri drunga í þau og þá heyrði ég að drunginn var einmit það sem átti við.“ Magnús segir að eftir Árna Motthíosson Morgunblaðið/Sverrir þegar kom að því að veija lög til þess að taka upp hafi hann glímt við Eggert um það hversu mörg lög yrðu á plötunni. „Eggert sagði það sem fleiri segja, að ekki væri hægt að hafa plötu lengri en 45 mínútur vegna þess að fólk héldi ekki at- hygli lengur, en það er bara tilbún- ingur í auglýsingastofum. Það er ekki hægt að skera meira niður en ég gerði fyrir þessa plötu og hún hefði þurft að vera lengri. Hafi ég efni sem ég vil koma frá mér og myndar ákveðna heild er ég ekki tilbúinn að skera það niður í 45 mín- útur, eða hvemig vilja menn stytta Gunnarshólma?1* Síðasta lagið á plötunni, „Píslai-saga“, stingur nokkuð í stúf enda er hljómurinn á því hrái-ri og söngurinn hrjúfari. Magnús segir að það lag hafi ekki verið með í lagasafninu sem tekið var upp, en það hafi ekki verið und- an því komist að hafa það með. „Eggert féllst á það á endanum að það fengi að fara með en þá síðast á plötunni og merkt sem „demó“.“ Plötuna tóku þremenningarnir upp í sal FÍH þar sem var flygill og rými og fengu til þess sex daga. Magnús segir að það hafi gengið bráðvel nema að á þriðja degi var hann orðin veikur, raddlaus og máttfarinn, en það var ekki annað að gera en halda áfram. „Það má líka heyra ansi kveflega rödd í sum- um laganna." Það hefur verið í nógu að snúast undanfarna daga í viðtöl- um og kynningum hjá Magnúsi og í miðjum kh'ðum þarf hann að bregða sér til Berlínar til þess að leika á tónleikum. Hann segir að ekkert sé ákveðið um frekara tónleikahald, en hugsanlega haldi hann eina stóra tónleika til þess að kynna plötuna. Rúnar Júl og Reykj anesbrautin Rúnar Júlíusson veltir fyrir sér tvöfaldri Reykjanesbraut. FÁIR hafa starfað í rokkinu hér heima eins lengi og Rúnar Júlíusson og fáir hafa komið að eins mörgum plötum, hvort sem það er sem flytj- andi og Iagasmiður, undirleikari eða útgefandi. Á morgun sendir Rúnar frá sér tvöfalda plötu með tuttugu nýjum lögum sem hann kallar Reykjanesbrautina. Rúnar segir að nafn skífunnar ráðist af þvi á henni séu vega- söngvar ýmiss konar, „lög um ferðalög, um landið eða utan lands. Reykjanesbrautin er svo sú braut sem ég hef keyrt síðan ég fékk bílprófið og plötunni er öðrum þræði líka ætlað að þrýsta á um að öryggi sé aukið á henni. Það ætti að vera ofar í forgangsröðinni en að bora gat á fjöll úti á landi þar sem miklu færri fara um, því Reykjanesbrautin hefur tekið 40 Jtnannslíf og hvert líf er dýrmætt." Lögin á skífunni eru að segja öll eftir Rúnar og hann á líka flesta texta, en nokkra texta á Kristján Hreinsson og Jóhann Árelíuz á eitt Ijóð á plötunni, „ljóðið Fuglavík sem vísar líka til uppruna míns því ég er ætttaður úr Fuglavík á Staf- nesi“. Rúnar fær syni sína tvo til liðs við sig á skífunni, en einnig koma að henni Rúnar Baldursson, Guð- mundur Pétursson, Birgir Bald- ursson, Ásgeir Óskarsson og Jó- ann Helgason. Jóhann sýngur akraddir í einu slagi sem þeir Rúnar sömdu saman og kallað er Tvöföldum Reykjanesbraut. Það er telst til tíðinda að þeir Rúnar og Gunnar Þórðarson eiga saman lag á plötunni, því þeir hafa ekki samið lag saman síðan Lónlí blú bojs lagði upp laupana fyrir j^mga löngu. „Það lag stingur svo- lítið í stúf við annað á plötunni, því það er tölvuunnið enda vill Gunnar helst vinna þannig, hann er svo ná- kvæmur í sinni vinnu.“ Rúnar segist hafa verið nánast tilbúinn með einfaldan disk þegar hann leni í viðtali í sumar og blaðamaðurinn spurði hvers vegna hann hefði diskinn ekki tvöfaldan „og ég gat ekki svarað því nema svona“, segir hann og kímir. Þótt diskurinn sé rétt ókominn út er Rúnar þegar farinn að spila Iögin af honum þegar færi gefst enda segist hann verða að ryðja þeim braut. Hann gerir þó ekki upp á milli gömlu laganna og nýju, segist hafa gaman af að spila öll lögin sem hann hefur sent frá sér í gegnum árin, „mér þykir vænt um öll börnin mín“. Bj artasta von Ira MEÐ reglulegu millibili upp- götva bresku poppblöðin hljómsveitii- sem eiga eftir að leggja heiminn að fótiun sér að þeirra mati og er mikið hampað í pressunni. Yfirleitt verður lítið úr frama sveitanna þegar á reynir og því má segja að það sé tvíeggjað fyrir írsku sveitina JJ72 að hafa hlotið náð fyrir augum breskra poppskríbenta. JJ72 sendi frá sér fyrstu breið- skífu sína, samnefnda sveitinni, fyrir skemmstu og var henni af- skaplega vel tekið. Menn voru ekki seinir til að líkja JJ72 við Oasis og fleiri frægar sveitir. J J72 er þriggja ára gömul eða þar um bil, en sagan hermir að þeir Mark Greaney og Fergal Matthew hafi stofnað sveitina eftir að hafa kom- ist að því að þeir héldu báðir mikið upp á Joy Division og hefur sérstakt dálæti á A-ha. Einnig hreifst Matthew af því hve Greaney var í flottum jakka. Á næstu vikum leituðu þeir að bassaleikara og fundu loks í leik- konunni Hillary Woods. Næst á dagskrá var að komast á samning og síðan að verða fræg. Það fyrr- nefnda tók tiltölulega skamman tíma, en leiðin upp á toppinn krafðist meiri vinnu, meðal ann- ars þess að senda nánast öllum poppblaðamönnum Bretlands- eyja handskrifað bréf með smá- skífúnni „Oxygen“. Það bar þann árangur að það sem af er þessu ári hafa bresk blöð keppst við að lofa sveitina sem mest þau mega. Fyrstu breiðskífunni var svo vel tekið og nú er að sjá hvort sveitin stendur undir vænt- ingunum. Efnileg írska trfóið JJ72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.