Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýrlingamyndir og útskurður í altaristöflunni einstöku. Minnismerki um fallna hermenn í heimsstyrjöldinni. Skúlabörn standa vörð og brúðhjón skilja eftir blómvendi. Allir Rússar þekkja borgina Rostov við ana Don. Þar var barist af hörku í borgarastyrj- öldinni 1917 og afturí síðari heimsstyrjöld- inni. Kósakkar kenna sig við svæöið og borgin er hjarta samgangna, iönaöar og landbúnaðarí Suður-Rússlandi. Hávar Sigurjónsson var á ferö í Rostov í haust. ROSTOV er sögð hafa verið stofnuð árið 1749 en er kennd við greifann.Dimitri Rostovsky er stjómaði byggingu vamarvirkis er verja skyldi Rússland fyrir innrás Tyrkja úr suðri. „Hliðið að Kákasus" er annað heiti á borginni og vísar til þess að umferð fólks og viðskipta frá Kákasuslöndunum inn í Rússland fór að mestu fram um Rostov. Borg- in liggur vel við samgöngum, bæði af sjó og landi, enda liggur borgin á bökkum Azov-hafs, sem er innhaf úr Svartahafi, og einnig er þar skipa- skurður milli íljótanna Don og Volgu. Til glöggvunar má geta þess að loftlína frá Moskvu til Rostov er 960 km og með lest em þetta 1226 km. Ef farin er siglingaleiðin um Don og Volgu þá er leiðin einir 3196 km. Bitbein tveggja styrjalda Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika em íbúamir mjög bjartsýnir á framtíð borgarinnar þar sem höfnin á vafa- laust eftir að verða Rússum enn mik- ilvægari en áður þar sem helstu Svartahafshafnir Sovétríkjanna sál- ugu em nú innan Úkraínu og Georg- íu. Á tímum Sovétríkjanna vom ein- ar stærstu verksmiðjur landbún- aðartækja, dráttarvéla og þreskivéla í Rostov en starfsemi þeirra hefur verið lögð niður og þar með hurfu störf þúsunda borgarbúa. Erfitt hef- ur reynst að finna þeim ný störf en atvinnuleysi er landlægt vandamál í Rússlandi eftir hmn kommúnism- ans. Rostov-svæðið er einnig þekkt í rússneskri sögu fyrir að þar settust að burthlaupnir ánauðarbændur er höfðu flúið þrældóminn og fundu sér griðastað á bökkum Don umhverfis virkið. Rostov þótti ekki álitlegur kostur til búsetu fyrir frjálsa Rússa á 18. og 19. öld þar sem bardagar og róstur við Tyrki og íbúa Kákasus- landanna vom tíð. í lok 19. aldar vom íbúar í Rostov aðeins 120 þús- und en nú, 100 ámm síðar, em þeir tæplega 1,5 milljónir. Rostov var löngum þekkt fyrir sjálfstæði íbúanna og þeir veittu harða mót- spymu þegar bolsévikar vildu inn- lima svæðið í Sovétríkin en urðu undan að láta. Þama var eitt harð- asta vígi hvítliða og var barist hart um borgina. Eftir borgarastyrjöld- ina hófst mikil uppbygging í borginni og þangað vom fluttar þúsundir manna víðsvegar að úr Sovétríkjun- um. Dapurleg hlið á uppbyggingunni var þó sú að margar sögufrægar byggingar vom rifnar, t.d. tvær glæsilegar dómkirkjur og stytta af Elsta kirkja borgarinnar er kennd við Upprisu Krists. Katrínu miklu var fjarlægð og á fót- stallinn í hennar stað sett stytta af Karli Marx. Hún stendur enn. Borgin varð síðan fyrir miklum skakkaföllum í síðari heimsstyrjöld- inni er þýski herinn fór tvisvar um borgina. Fyrst er hann sótti fram og vörðust borgarbúar þá vasklega en síðar var barist hús úr húsi er rauði herinn hrakti þann þýska til baka. Mannfall var gríðarlegt og er sagt að 41 þúsund óbreyttra borgara hafi týnt lífi í átökunum og 53 þúsund vom fluttir nauðungarflutningi til Þýskalands. Mikilvægi borgarinnar í hemaðarlegu tilliti er margþætt þar sem þar var miðstöð samgangna, iðnaðar og landbúnaðar í Suður- Rússlandi. Má enn sjá för eftir byssukúlur á veggjum húsa í mið- borginni enda hefur litlu fé verið var- ið til endurbyggingar eða lagfæringa bygginga í borginni. Fjölbreytt mannlíf setur svip sinn á Rostov en þar búa fjölmörg þjóðar- brot saman í sátt og samlyndi. íbúamir era hreyknir af fjölbreytn- inni og umburðarlyndinu sem þeir em þekktir fyrir gagnvart hver öðr- um; Tsjetsjenar, Armenar, Kúrdist- anar, Rússar og jafnvel fjölmennur hópur fólks er ættað er frá Kóreu- skaganum og var flutt nauðungar- flutningum á Stalíntímanum til Rost- ov á sjötta áratugnum. Skriffinnskan söm við sig Hið fyrsta sem manni verður á að hugsa er komið er til Rússlands er að ferðamenn séu ekki sérlega vel- komnir til landsins. Þetta stafar af því að öll öryggisgæsla er mjög ströng og vandlega er gengið úr skugga um erindi útlendinga til landsins. Ekki bætir úr skák að við alla skriffinnskuna er erfitt að gera sig skiljanlegan þar sem enskukunn- áttu Rússa er í flestum tilfellum fremur ábótavant og oft betra að bjarga sér á þýsku ef hægt er. En þegar öllu þessu er lokið taka Rússar manni opnum örmum. Þeir em gestrisnir og alúðlegir og vilja allt fyrir mann gera. Ferðamannaiðnað- ur virðist þó skammt á veg kominn ef farið er annað en til Moskvu eða Pét- ursborgar, þangað sem flestum út- iendingum er stefnt þessi misserin. Undirritaður átti þess kost að heim- sækja borgina Rostov í Suður-Rúss- landi um mánaðamótin sept./okt. og naut þar ómældrar gestrisni heima- manna í fimm daga enda var tilefnið alþjóðleg leiklistarhátíð sem haldin er annað hvert ár þar í borg. Frá ís- landi fór Möguleikhúsið með sýning- una Völuspá og slóst undirritaður í för með leikhópnum. Hótelið sem dvalið var á í Rostov heitir því virðu- lega nafni Intourist Hotel og er 16 hæða, mörg hundmð herbergja fer- líki frá tímum sovétstjórnarinnar. Endurbætur stóðu yfir á hótelinu og var búið að endurnýja fyrstu þrjár hæðirnar mjög myndarlega en á 14. hæð þar sem við dvöldum var greini- lega nokkuð um liðið frá því að síðast hafði verið tekið til hendinni. Her- bergin vom þó rúmgóð og þrifaleg en stóðust ekki þær kröfur sem gerðar em til hótela í viðskipta- og ráðstefnugeiranum. Matur var einn- ig lítið spennandi en vel útilátinn og verðlagið er auðvitað sérlega hag-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.