Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 15
I- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 B 15 Altaristaflan í Kirkju Upprisu Krists er einstakt listaverk. Karl Marx hratt Katrínu miklu af stalli og stendur enn keikur þ<5 Lenin sé hvergi sjáanlegur. keypt en greinilegt var að íbúum Rostov er hugarró í henni. Einungis 100 km eru til landamæra Rússlands og Tsjetsjníu og mátti víða sjá barn- unga (vel innan við tvítugt) hermenn í borginni, sennilega í leyfi eða að bíða eftir skipun um að halda inn í Tsjetsjníu. Ekki var þó að finna að nálægðin við þessar hörmungar hefði áhrif á hið daglega líf í borginni en vafalaust eru tengsl fólks við íbúa Tsjetsjníu nánari en séð verður á yf- irborðinu og á götum úti. Rostov býr yfir sérkennilegu að- dráttarafli þar sem garðar eru marg- ir og fagrir í borginni, gosbrunnar og listaverk prýða þá en greinilegt að þetta er allt komið nokkuð til ára sinna og hefur ekki fengið nauðsyn- legt viðhald. Ekki var óalgengt að sjá vatnslausa gosbrunna en árstíða- bundinn vatnsskortur gæti einnig verið ástæðan. Við minnismerki þeirra sem féllu í stríðinu við Þjóð- verja, stríðinu um föðurlandið, eins og Rússar kalla það, standa skóla- börn vörð í einkennisbúningi og með trébyssur um öxl og nýgift brúðhjón hafa fyrir sið að leggja brúðarvönd sinn á minnismerkið, sjálfum sér til heilla. Gráhærður liðþjálfi gekk á milli skólabarnanna og sagði þeim til um hermannlegar stellingar og lag- aði bindishnútinn á drengjunum. Þau tóku hlutverk sitt alvarlega og kunnu mætavel að ganga í takt. Hið unga fólk Rússlands virðist ekki beygt af aðstæðunum og sú mynd sem dregin hefur verið upp á Vestur- löndum af samfélagi í rústum á vafa- laust við einhver rök að styðjast en alls ekki eingöngu þar sem unga fólkið lítur vel út og ber höfuðið hátt. Vonandi ber það gæfu til þess að fá vonum sínum og löngunum fullnægt. Morgunblaðið/Hávar Armenskur flðlusmiður á verkstæði sínu dró fram göngustaf sem í var fólgið Qögurra strengja balalaika. Það reyndist ekki falt. þótti súrt í broti en þaulskipulögð dagskrá gestgjafanna leyfði ekki slíka útúrdúra. Altaristafla og Sholokov Þá eiga Rostovbúar stórkostlega perlu í klausturkirkju í elsta hluta Rostov borgar er nefnist Star- ocherkassk (gamli bær). Kirkjan stendur í eyju í Don og var reist um miðja 18. öld eftir að eldri timbur- kirkja á sama stað hafði brunnið til kaldra kola. Þá var reist vegleg steinkirkja sem kennd er við upprisu Kristsog hefur að geyma stórkost- lega fallega altaristöflu. Taflan er gríðarstór og þekur alveg kórvegg kirkjunnar, ca 20 x 8 m og eru í henni tugir handmálaðra helgimynda sem listamenn tveggja alda lögðu til. A myndunum má sjá fjölda dýrlinga og einnig ýmsar myndir byggðar á sög- um Biblíunnar. Efstur situr frels- arinn og horfir yfir söfnuð sinn. Fremur dapurlegt er að sjá ástand þessa listaverks þar sem margar myndanna liggja undir skemmdum og ekki hefur fengist fjármagn til endurbóta. Tréverk töflunnar er ekki síður listaverk og er handskorið og flúrað. I anddyri kirkjunnar kúrði gömul kona og seldi aðgang að kirkjunni, 15 rúblur á mann, og fyrir myndatöku borgaði maður aðrar 15 rúblur. Engir gestir voru þarna aðrir en við og leit ekki út fyrir að margir legðu leið sína þangað yfirleitt. Kannski er það misskilningur og réttrúaðir Rússar koma kannski þama í pílagrímsferðir reglulega. Bókmenntimar eiga sína fulltrúa í Rostov og þekktustu synir borgar- innar í þeim efnum era vafalaust Mikhaíl Alexandrovits Sholokov og Alexander Solsénetsín. Þekktasta verk Sholokovs er án efa meistara- verkið Lygn streymir Don er kom út á áranum 1926-1940. Sholokov (f. 1905) var mikill sonur Sovétríkjanna og hlaut bæði Stalinorðuna og Len- ínorðuna fyrir framlag sitt til bók- menntanna. Solsénetsín átti ekki sama láni að fagna og í dag verða Rússar hálfvandræðalegir þegar nafn hans ber á góma; þeii segja hann ekki geta hætt að gagnrýna. Við Rostov-háskóla er nafni hans engu að síður haldið á lofti en borgin er vel þekkt fyrir öflugan háskóla og merkar rannsóknarstofnanir, bæði í raun- og hugvísindum. Kósakkarnir til verndar Þegar Rússar era spurðir um Rostov nefna þeir strax kósakkana, sem enn era taldir afl sem reikna verður með; einn viðmælandi gekk svo langt að segja að Tsjetsjenar myndu aldrei hætta á árás eða hryðjuverk í Rostov af ótta við hefndir kósakkanna. Ekki skal þessi alþýðuskýring seld dýrar en hún var kosta frá 250 rúblum og allt upp í nokkur þúsund rúblur eftir stærð og íburði. Þá er hægt að finna fjölda af fallegum íkonamyndum og alls kyns forngripum í antíkverslunum á lágu verði en gæta verður að því að Rúss- ar hafa bannað útflutning á öllu sem flokkast undir fornminjar og eru íkonar eldri en 100 ára þar á meðal. Einnig er hægt er að fá nýja eða ný- lega íkona og í Rostov er hægt að finna ýmislegt sem minnir á kósakk- ana, hnífa, sverð, búninga, húfur o.fl., enda er Rostov hjarta kósakka- svæðisins á bökkum árinnar Don. Fyrir þá sem hafa áhuga á listum og menningu má nefna að 200 km austan við Rostov er borgin Taganr- og, þar sem leikskáldið Anton Tsékov fæddist og ólst upp til tví- tugsaldurs. Á fæðingarheimili hans hefur verið komið upp fallegu safni sem gaman er að heimsækja. Að öðra leyti er Taganrog iðnaðarborg sem þekktust er fyrir framleiðslu á vélbúnaði til þungaiðnaðar. Undir- ritaður átti þess reyndar ekki kost að heimsækja safnið í Taganrog og Don streymir lygn um verksmiðjuhverfi Rostovborgar. stætt, ekki síst þegar komið er svo langt frá Moskvu. Rostov er í engum skilningi ferðamannaborg og þar er lítið gert ráð fyrir að fólk viti ekki hvert það ætlar. Ekki reyndist unnt að fá kort af borginni og það var nán- ast undantekning ef starfsmenn verslana töluðu annað en rússnesku. Enskukunnátta hótelstarfsfólksins var léleg. Gera verður ráð fyrir að svipað sé upp á teningnum annars staðai' í Rússlandi og því varla hægt að ráðleggja neinum að ferðast um landið nema læra fyrst undirstöðu- atriði í rússnesku eða ráða sér túlk. Leikhópurinn frá íslandi hefði að minnsta kosti ekki komist langt án hennar Marinu Kostyukovu, túlksins sem okkur var látinn í té. Lágt verðlag Til að gefa hugmynd um verðlag má nefna að þríréttuð máltíð á veit- ingastað getur kostað frá 90 rúblum til 500 rúblna (270-1.500 kr.) og ýmis varningur sem ferðamenn sækjast eftir einsog handmáláðar matrojsk- ur (ranglega nefndai’ babúskur)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.