Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Lj6smynd/W. Zepf © Skrautygla (Phlogophora meticulosa) er ein fegursta yglutegundin og með algengari flökkufiðrild- um á íslandi. Vænghafið er um 4 cm. Best kann hún við sig í raklendi. Hana er víða að finna í Evrópu ogaustur eftirAsíu. íSkordýrabók Fjölva (1974) var hún nefnd agat-ygla. Ljósmynd/W. Zepf © Kúpusvarmi (Acherontia atropos) ber nafn af því að mynstur efst á baki hans þykir minna á hauskúpu manns. Þessi lágvængja hefur aðeins einu sinni fundist á íslandi. Kúpusvarmi er þyngri en minnsti fugl Evrópu, glókollur, eða 7 grömm, og með 14 cm vænghaf og sagður hraðfleygastur allra fiðrilda og raunar allra skordýra, hefur náð 54 km hraða á klukkustund. Hann kom við sögu í bandarísku kvlkmyndinni „Lömbin þagna“ (1991), með Jodie Foster og Anthony Hopkins í aðal- hlutverkum. Lirfa kúpusvarma getur orðið 15 cm á lengd. Ljósmynd/Natural History Photographic-Tweedie © Þessi lágvængja, sem á myndinni er næstum ógreinanleg frá umhverfi sínu, er mjög sjaldgæf hér á landi en hefur þó fundist ínokkur skipti. Hún er ekki enn komin með ísienskt nafn en latneska heit- ið erEupsilia transversa. Hana er víða að finna íEvrópu. Þaö eru ekki bara fuglar sem hrekjast til íslands þegar vindar taka aö blása á haustin og í byrjun vetrar. Hingað koma líka tor- kennileg fiörildi, sum hveræöi litfögur. Sigurður Ægisson leití heimsókn til Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings á Náttúrufræði- stofnun íslands, ogfékk m.a. aö heyra, aö stærstu fiðrildin sem hingað kæmu væru á stærö við minnstu fuglana, og bæru það tign- arlega heiti kóngasvarmar. EGAR sá lærði maður Sveinbjöm Egilsson orti á 19. öld um hvítu fiðr- ildin á sveimi við gluggann, hafa þar ugglaust blasað við augum hans ís- lenskar tegundir, því flestar eru þær tiltölulega einsleitar og Ijósar að sjá úr fjarska. Nú á tímum er álitið að innlendar fiðrildategundir séu tæplega 60. Þær eru gjarnan flokkaðar í villt- ar tegundir eða utanhússtegundir, sem eru 51 að tölu, og innanhússtegundir, sem eru 7 talsins. Ut- anhússfiðrildin eru plöntuætur, en innanhússfiðr- ildin lifafymist á mjölvöru og kommat, eða á ull og fiðri. Á Islandi hafa þó alls sést um 120 tegundir fiðrilda, þannig að innlendu tegundimar eru ekki nema um 48% þeirrar tölu. Þær tegundir sem við bætast eru flökkufiðrildi, 30 tegundir, og innflutt- ar tegundir, alls 32. Hinar fyrr nefndu eiga það sameiginlegt að íljúga til landsins á eigin vængj- um, þegar byr gefur, en þær síðar nefndu berast hingað með öðrum hætti, t.d. innfluttri vöm (grænmeti, plöntum o.s.írv.), ýmist sem egg, lirf- ur eða fleyg dýr. í þessum flokki innfluttra teg- unda eru ýmis litfögur fiðrildi, og má þar kannski helst nefna páfiðrildi og netlufiðrildi, sem koma hingað alloft. Aðrar tegundir em mun fátíðari. Hér er ætlunin að gera flökkufiðrildunum skil, en láta innfluttu tegundimar liggja milli hluta. Áður en lengra er haldið, er þó rétt að fræðast ör- h'tið um þennan ættbálk skordýra. Hreisturvængjur Fiðrildi komu fram á sjónarsviðið íyrir meira en 150 milljónum ára. Þau tilheyra fjölskrúðugum ættbálki sem á latínu heitir Lepidoptera og út- leggst á íslensku hreisturvængjur. Nafngiftin á rætur í því, að fiðrildin era með tvö vængjapör, sem em þakin hreistri með litkomum í og sem oft mynda skrautlegt mynstur. Vænghafið getur ver- ið á bilinu 0,3-30,5 cm. Munnlimimir era oftast ummyndaðir í langan sograna. Á sumum fiðrild- um era raspar á sogrananum, til að stinga gat á aldinhýði. Lyktarskynið er háþróað. Ættbálknum er gjaman skipt í tvær megin- deildir, lágvængjur og hávængjur. Sú flokkun er þó ekki byggð á skyldleikatengslum, heldur útliti. Hávængjur era með breiða vængi, sem þær leggja saman upp frá bolnum í hvíldarstellingu, og era ljóselskar. Lágvængjur era með vængina flata yfir bolnum í hvíldarstöðu og era flestar náttföralar og því litdaufar. Annað sem greinir á milli þessara deilda er, að á hávængjum era fálm- aramir kylfulaga en á lágvængjum ekki. Þess má geta, að allar íslensku fiðrildategundimar era af flokkilágvængja. Einnig hafa lágvængjur verið kallaðar náttfiðr- ildi og hávængjur dagfiðrildi, og þá litið til þess, hvenær dýrin era helst á ferli. Sú aðgreining er ekki tæmandi, því sum „náttfiðrildi" era á ferli á daginn og svo öfugt. Aðallega era þessar skipt- ingar til hægðarauka. Hávængjumar komu til sögunnar nokkra á eftir lágvængjunum, eða íyrir 70-100 milljónum ára. Alls era þekktar í heiminum um 150 þúsund tegundir fiðrilda. Era menn þó sammála um að í raun séu tegundimar dijúgum fleiri, þótt ekki hafi þær enn komist í hendur vísindanna. Há- vængjumar era í minnihluta, ekki nema um 5% af heildinni. Hins vegar era þær meira áberandi í umhverfinu, enda mun skrautlegri í útliti og yfir- leittáferliádaginn. Lirfumar era flestar plöntuætur og naga lauf- blöð, rætur, fræ eða við og hafa fullkominn bit- munn. Sumar tegundanna era því skaðvaldar á gróðri og plöntuafurðum. Einnig finnast tegundir sem leggjast á ull og skinn, eins og nefnt var hér áður um sum íslensku innanhússfiðrildin. Full- orðin lifa dýrin aðallega á blómasafa, ofþroskuð- um ávöxtum eða á hunangsdögg blaðlúsa. Sumar tegundir í heitum löndrnn era allt að 7 áram að komast á fiðrildastigið, og nokkrar heimskautategundir era 14 ár á lirfustigi, til þess eins að lifa eitt sumar fullorðnar. Stærst allra hávængja mun vera Alexöndra- fiðrildið (Omithoptera alexandae) í Nýju-Gíneu, með 27,9 cm vænghaf, en tvær lágvængjutegund- ir slást um heiðurinn af að vera stærstar allra nú- lifandi fiðrilda; önnur nefnist Atlasbegða (Attacus atlas), sem á heimkynni í Suður-Asíu, og hin Agr- ippínuygla (Thysania agrippina), sem á heim- kynni í Suður-Ameríku. I báðum tilvikum er vænghafið um 30 cm. Flökkufiðrildi En þá er að líta á hin útlendu fiðrildi, sem koma á þöndum vængjum yfir hafið til íslands og hafa verið nefnd flökkufiðrildi. „Það eru allnokkrar tegundir sem hafa í sér flökkueðli," segir Erling Olafsson skordýrafræð- ingur á Náttúrufræðistofnun, þegar hann er spurður um ástæður þess, að útlend fiðrildi leggi upp í slíka for hingað. „Uppeldisstöðvar þeirra eru í Suður-Evrópu, í kringum Miðjarðarhaf. Stundum verður fjöldinn þar ansi mikill og þá fara þau að rása og tvístrast í allar áttir og tilvHj- un ein ræður hvar þau lenda. Að baki þessu er þörfin fyrir dreifingu. Stærstur hluti þessa ara- grúa lendir auðvitað á stöðum, þar sem fiðrildin eiga sér enga lífsvon, en önnm- lifa af. Þetta er ein- faldlega aðferð þeirra til að ná á þá staði, þar sem möguleikamir era. Það er ekki verið að hugsa um einstaklingana, heldur er það tegundin sem gildir. Til að fiðrildin komist hingað þarf að gefa hlýja suðaustanátt, ekki of hvassa, og best er ef smá- raki er í loftinu. Þau fljúga af sjálfsdáðum, þ.e.a.s. halda sig á flugi, en vindurinn ræður stefnu og hraða. Þetta er því ótrúlegt afrek út af fyrir sig, að komast hingað. Sum fiðrildi era þó eiginleg farfiðrildi, taka sig upp frá sumarheimkynnum og fljúga á vetrar- stöðvar í suðlægari löndum til að liggja þar í dvala; svo til baka á vorin sömu leið. Ein þessara tegunda er kóngafiðrildi (Danaus plexippus), sem á m.a. heimkynni í Ameríku. Það flýgur á hveiju Ljósmynd/W. Zepf © Þessi fagra lágvængja (Catocala fraxini) hefur einungis fundist hér einu sinni, en er annars al- geng víða um Evrópu. Hún er ekki enn komin með ásættanlegt íslenskt heiti. í þessum fræð- um er ekki einfalt mái að smíða íslensk nýyrði, því að ýmsu er að hyggja. Til dæmis má nefna, að aföllum þeim flökkufiðrildum sem til íslands hafa komið vantar enn íslensk heiti á 12 þeirra. sumri frá heimkynnum sínum í Norður-Ameríku til vetrarstöðva í Mexíkó. Á fartímum hefur það stundum slæðst í umtalsverðum fjölda austur yfir Atlantshaf til Evrópu, einkum til Bretlandseyja, oft í fylgd með amerískum flækings- eða hrakn- ingsfuglum. Það hefur einu sinni fundist hér á landi; var á flögri í Reykjavík 15. september 1955.“ Eru að koma alveg fram í nóvember Hvenær á árinu gerist þetta? „Oftast síðsumars. Eftir miðjan ágúst og þó einkum í september og getur verið alveg fram í nóvember. Svo kemur það líka fyrir stundum, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.