Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 B 5 Safnaðarstarf lOi^O KRISTIN TRÚ I l’ÚSUND ÁR ÁRIÐ 2000 Tónleikar barnakóra í Langholts- kirkju TÓNLEIKAR bai-nakóra verða í Langholtskirkju sunnudaginn 5. nóvember kl. 17. í tilefni af 1000 ára kristnitökuaf- mæli Islendinga var ákveðið að á dagskrá Kristnitökuhátíðar Reykja- víkurprófastsdæma yrðu tónleikar barnakóra sem tengjast kirkjunum í prófastsdæmunum. Síðast liðið vor var haldinn söngdagur í Digranes- kirkju, sem jafnframt var æfinga- dagur fyrir barnakórana vegna há- tíðarinnar á Þingvöllum. Tókst hann einstaklega vel. Nú eru eldri barna- kórarnir, sem kalla má unglinga- kóra, að halda tónleika og sýna örlít- ið af því mikla starfi sem þar fer fram. Kórarair er sjö og í þeim eru yfir 270 söngvarar, kórarnir hafa all- ir haldið sjálfstæða tónleika og farið utan í tónleikaferðir. Með kórunum kemur fram hljómsveit skipuð ungu fólki úr tónlistarskólum í prófasts- dæmunum. A efnisskrá tónleikana sem er mjög fjölbreytt, eru m.a. þrír kaflar úr Gloríu e. Vivaldi. Ailir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir, en aðgangseyrir er 500 kr. Fjölskyldan árið 2000 í Graf- arvogskirkju NÆSTKOMANDI mánudag, hinn 6. nóvember verður fundur hjá Safn- aðarfélagi Grafarvogskirkju. Þar mun séra Þórhallur Heimisson fjalla um fjölskylduna árið 2000. Að lokn- um fundi eru kaffiveitingar. Safnaðarfélag Grafarvogskirkju. Tónleikar í tilefni af 60 ára afmæli TÓNSKÁLDIN Haydn og Bach verða á efnisskrá afmælistónleika í tilefni af 60 ára afmæli Nessóknar sunnudag 5. nóvember kl. 17. Reynir Jónasson organisti leikur þá orgel- verk eftir Bach, praeludium, largo og fúgu. Þá flytur kór Neskirkju þætti úr fjórum messum eftir Haydn við orgelleik Elíasar Davíðssonar og undir stjórn Reynis Jónassonar. Trúfræðslu- námskeið kaþólska biskupsins HERRA Jóhannes Gijsen, kaþólski biskupinn á íslandi, heldur trú- fræðslunámskeið í vetur í safnaðar- heimili Kristskirkju, Hávallagötu 16, og fundimir verða mánaðarlega. Næsti fundur verður mánudaginn 6. nóvember kl. 20. Viðfangsefnið er fyrsta boðorðið: Þú skalt tilbiðja Drottin, guð þinn og þjóna honum. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. Allra heilagra messa í Hall- grímskirkju SUNNUDAGINN 5. nóvember er allra heilagra messa og þá verða tvær messur í Hallgrímskirkju. Kl. 11 árdegis verður messa og barna- starf. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur setur sr. Maríu Ágústs- dóttur inn í embætti héraðsprests. Sr. María prédikar og þjónar fyrir altari ásamt prófasti. Mótettukórinn syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar kantors. Kl. 20 verður kvöldmessa með ein- foldu sniði. Viðstöddum gefst kostur á að minnast látinna ástvina með því að tendra bænaljós. Sr. Sigurður Pálsson hefur hugleiðingu og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, syng- ur undir stjórn Harðar Áskelssonar, kantors. Laugarneskirkja. Morgunbænir mánudag kl. 6.45-7.05.12-spora hóp- amir mánudag kl. 20 í kirkjunni. Kvenfélag Laugarneskirkju heldur fund í safnaðarheimilinu mánudag kl. 20. Neskirkja. Hjónastarf Neskh’kju sunnudagskvöld kl. 20. Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur, talar. Starf fyrir 6-9 ára börn mánudag kl. 14-15. Stoppleikhópurinn kemur í heimsókn og sýnir leikritið Ósýnilegi vinurinn. TTT-starf (10-12 ára) mánudag kl. 16.30. Húsið opið frá kl. 16. Foreldramorgnar miðvikudag kl. 10-12. Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfé- lagið (8., 9. og 10. bekkur) kl. 20-22. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og vestra. Hádegisverðarfundur presta í Bústaðakirkju mánudag kl. 12. Árbæjarkirkja. Æskulýðsfélag fyrir 13 ára (fermingarbörn vorsins 2001) kl. 20-21.30. Æskulýðsfélag eldri deildir 9. og 10. bekkingar kl. 20- 21.30. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 16-17 á mánudögum. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18 á mánudögum. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9- 10 ára drengi á mánudögum kl. 17- 18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk á mánudögum kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. 9-17 í síma 587-9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20.30 á mánudögum. Prédikunarklúbbur presta í Reykja- víkurprófastsdæmi eystra er á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Umsjón dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Seljakirkja. Fundur í æskulýðsfé- laginu Sela kl. 20 fyrir unglinga 13- 16 ára. Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðs- starf yngri deild kl. 20.30-22 í Hásöl- um. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Æskulýðs- félag 13 ára og eldri kl. 20-22. Lágafellskirkja. TTT-fundur í safn- aðarheimilinu fyrir 10-12 ára krakka kl. 16-16.45. Æskulýðsfélag fyrir 13- 15 árakl. 17.30-18.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Akraneskirkja. Fundur í æskulýðs- félaginu í húsi KFUM og K mánudagskvöld kl. 20. Hvammstangakirkja. KFUM og K- starf kirkjunnar mánudag kl. 17.30 á prestssetrinu. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Mánudagur: Kl. 20 vinnufundur Kvenfélags Landakirkju vegna jóla- basars. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Almenn sam- koma kl. 16.30. Lofgjörðarhópurinn syngur. Ræðumaður Jón Þór Eyj- ólfsson. Barnakirkja 1-9 ára meðan á samkomu stendur. Allir hjartan- lega velkomnir. Víkurprestakall í Mýrdal. Ferming- arfræðsla á mánudögum kl. 13.45. Frelsið, kristileg miðstöð. Almenn fjölskyldusamkoma sunnudaga kl. Í7. Safnaðarfélag Áskirkju. Fundur verður þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20 í safnaðarheimilinu, neðri sal. Gestur fundarins verður Vilborg Dagbjartsdóttir og les hún upp úr verkum sínum. Allir velkomnir. ■ iftffiiSliÍÍ Mikil verðlækkun ■ m ■ ■ ■ i Utsölu sDrengj ■^ðra bíl fí fuícf rnrrvfirc \-\a\az Sfrnsr; G7.G VERÐDÆMI: 1) iffPirurris) Sfirvf-rfTöfóz 7 - '\'7 Rny[q;j\rflr ® nníb ^ Sfrnfshgf ítez ynnn fvrunfif? Opel Corsa 1.2 16V 04/1999 Verð áður kr. 890.000,- Verð núna kr. 690.000,- Nissan Almera 1.4 GX 06/2000 Verð áður kr. 1.220.00,- Verðnúna kr. 990.000,- , , ’ ly , ** ■1 J\ Ji => J J\LJ\ .ki TT - Efrrif fjfif: n?.oo www.ih.is - www.bilheimar.is Einnig hjá umboðs- ▼ mönnum um land allt < . KjJTf án útborgunar i x við afhendingu Allir bílar á vetrardekkjum ▼ Lánum í allt að 60 mánuði Sunnudag kl. 12-17 Mán.-fim kl. 09-20 Föstudag kl. 09-18 A Opel Astra 1.2 - 06/2000 Verð áður kr. 1.220.00,- Verðnúna kr. 990.000,- 1- afborgun apríl 2001. Afhending 1 dag Vegna mikillar sölu á nýjum bílum frá Ingvari Helgasyni hf. og Bílheimum ehf. eigum við mikið úrval af uppítökubílum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.