Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna um stöðu Is- lands í jarðhitamálum FÉLAG áhugamanna um jarðhita var stofnað 19. maí sl. Jarðhitafélag Islands. Hlutverk félagsins er að stuðla að nýtingu jarðhita og efl- ingu rannsókna á honum. Stofnfélagar geta orðið allir þeir sem skrá sig í félagið fyrir áramót. Félagsmenn eru einstaklingar, fyr- irtæki og stofnanir sem starfa að jarðhitamálum og aðrir þeir sem vilja vinna að markmiðum félagsins. Formaður félagsins er Guðmundur Pálmason, fyrrum forstöðumaður jarðhitadeildar Orkustofnunai'. Aðr- ir í stjórn eru Ingvar Birgir Frið- leifsson, María Jóna Gunnarsdóttir, Valgarður Stefánsson, Einar Tjörvi Elíasson, Stefán Arnórsson og Odd- ur Björnsson. Félagsmenn eru nú rúmlega sextíu talsins, þar af tíu fyrirtæki. Hið nýja félag mun standa fyrir hálfsdags ráðstefnu á Grand Hóteli í Reykjavík 8. nóvember nk. og hefst hún kl. 13. Flutt verða átta erindi um stöðu fslands í jarðhita- málum í ljósi þess sem kom fram á Alþjóðajarðhitaráðstefnunni í Japan í vor en slík ráðstefna er haldin á fimm ára fresti. Þar voru kynnt yf- irlit yfir stöðu jarðhitamála í 58 löndum. Ráðstefnan er öllum opin. Ráð- stefnustjóri er María Jóna Gunn- arsdóttir. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig í tölvupóstfangi mariaj@samorka.is. Ráðstefnugjald er 2.000 kr. Ráðstefnan er öllum opin. Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland ..ferskir vindar í umhirðu húðar SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 B 29 Stökktu til Kanarí 21. nóvember í 26 nætur frá kr. 49.955 Nú seljum við síðustu sætin til Kanarí í nóvember, en eyjarnar eru langvinsælasti vetraráfangastaður okkar og þúsundir íslendinga ferðast þangað á hveijum vetri til að njóta eins besta veðurfars heimsins og stytta veturinn hér heima. Þú bókar núna og tryggir þér sæti, og 3 dögum fyrir brottför látum við þig vita hvar þú gistir. Verð frá kr. 49.955 Verð kr. 59.990 21. nóvembcr, 26 nætur, m.v. hjón með 2 böm. M.v. 2 í íbúð, 21. nóvember, flug og gisting, skattar og ferðir til og frá flugvelli. Heimsferðir Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is ‘V 0 mbl.is g LCTAf= eiTTH\/AÐ /VÉ t / Fylgjum sprotafyrirtækjum úr hlaði með góðu veganesti og bestu óskum. Fyrirtækið Prokaria, sem er sprottið af líftæknirannsóknum Iðntæknistofnunar, flytur úr húsinu um næstu áramót. Við þessi tímamót óskum við starfsfólki Prokaria og öðrum sprotafyrirtækjum sem hafið hafa starfsemi sína í tengslum við líftæknisvið Iðntæknistofnunar s.s. Genís og íslenskum fjallagrösum farsældar á komandi árum. Við opnum Frumkvöðlagarð fyrir fyrirtæki á sviði líf- og efnatækni Ert þú eða fyrirtæki þitt með hugmynd að nýjungum á sviði líf- eða efnatækni? Ef svo er þá viljum við styðja ykkur og hvetja með því að bjóða aðsetur á nýstofnuðum Frumkvöðlagarði. Frumkvöðlagarður verður í Efna- og líftæknihúsi á Keldnaholti sem er í eigu Háskóla íslands og Rannsóknastofnana atvinnuveganna og rekið af Iðntæknistofnun Nánari upplýsingar fást hjá Impru, þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtækja í síma 570 7267 og á vefslóðinni www.iti.is eða með fyrirspurn til impra@iti.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.